Morgunblaðið - 18.07.1992, Page 5

Morgunblaðið - 18.07.1992, Page 5
( MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JULI 1992 5 Sóley hefur num- ið land í Surtsey LEIÐANGUR þriggja líffræðinga út í Surtsey 13. og 14. júlí Ieiddi í ijós að þar vaxa í sumar þrjár tegundir æðri plantna sem ekki hafa áður fundist í eynni. Fuglalíf er töluvert í Surtsey og vex gróðurinn jafnt og þétt kringum varpstöðvar fuglanna. Tegundirnar þrjár sem nú fund- ust í fyrsta sinn í Surtsey eru hálíngresi, hnjáliðagras og brennisóley. Að þeim meðtöldum hafa fundist 32 tegundir æðri plantna þar. Sex tegundir sjófugla verpa í Surtsey og þar koma við fleiri fuglategundir, þar á meðal sólskríkja. Sílamávar eiga stærstu byggðina, en nær eitt hundrað sílamávapör hafa komið upp ung- um í eynni í sumar. Hrafnahjón hafa komið sér upp myndarlegu hreiðri í Surtsey og meðal annars safnað mælistikum vísindamanna í laup sinn. Hrafninn hefur þó enn ekki verpt í þessa smíð. Sturla Friðriksson var einn leið- angursmanna og segir hann að jarðvegur sé nánast enginn í Surtsey og vaxi plönturnar ýmist á beru helluhrauninu eða í sandi. Morgunblaðið/St.Fr. Fýlsungi í hreiðri i Surtsey. Mest eru þetta strandjurtir og melaplöntur og álíta vísindamenn- irnir að fræ þeirra hafi borist til eyjarinnar með fugli. Ríkissjónvarpið: Bein útsending daglega frá Ólympíuleikunum BEINAR útsendingar verða dag hvern í Sjónvarpinu frá Ólympíuleik- unum í Barcelona á Spáni. Utsendingar hefjast laugardaginn 25. júlí kl. 17.55 þegar sjónvarpað verður frá opnunarhátíð leikanna en hlé verður á útsendingu vegna frétta frá fréttastofu og þegar dreg- ið er í Happó og Lottó. Leikunum lýkur sunnudaginn 9. ágúst. Fyrsti íslenski keppandinn á skjánum verður Helga Sigurðar- dóttir, sem keppir í sundi kl. 8 að morgni sunnudagsins 26. júlí og daginn eftir keppir Ragnheiður Runólfsdóttir í bringusundi. Fyrirhugað er að sýna frá úrslit- um í 95 kg flokki í júdó á þriðjudag komist Bjarni Friðriksson í úrslit. Miðvikudaginn 29. keppir Ragn- heiður á ný í sundi og föstudaginn 31. keppir Pétur Guðmundsson í kúluvarpi og Helga Sigurðardóttir í sundi. Mánudaginn 3. ágúst kepp- ir Vésteinn Hafsteinsson í kringlu- kasti og hefjast útsendingar kl. 7.25 að morgni. Föstudaginn 7. ágúst keppa Einar Vilhjálmsson og Sig- urður Einarsson í spjótkasti snemma að morgni. Kúlutjöld frá 8.890 qfRLAGERÐIN ffiGjj Hustjöld frá 32,200 Svefnpokar-5 frá 3.880 Gonguskor frá 6.300 A-tjold frá 5.900 Bakpokar frá 2.000 Regnfot fr á 2.950 Borð 4 stolar m. baki frá 5.400 'Xtfnon /fiv tlringdu - við sendum bækling Sendum einnig í póslhröfu SeglagerOinni... FAGFÓLK í FERÐAVÖRUM Pottasett frá 1.106 Primusar Opið um helgina... LAUGARDAG kl. 10 - 16 SUNNUDAG kl. 14-17 ÞjONUSTA GÆDÍ ÞEKKtNG Tjaldvagnar ÖijjJSL. Tjöld - 35 gerðir H Sólhösgögn Svefnpohar Bahpohar Primusar Falnaöur Göngushór og margl fleira... ...þar sem ferðalagið bgrjar! SEGLAGERÐIN EYJASLOÐ 7 • REYKJAVIK • SINII91-621780 • FAX 91-623853

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.