Morgunblaðið - 18.07.1992, Page 7

Morgunblaðið - 18.07.1992, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JUU 1992 Fyrirhuguð kirkjubygging á Víghóli: Ódrengileg fram- koma sóknamefnd- ar Digranessóknar - segir Aðalsteinn Pétursson „MÉR finnst sóRnarnefnd hvorki hafa komið málefnalega né drengilega fram í þessu máli,“ sagði Aðalsteinn Pétursson, for- maður Víghólasamtakanna, sam- taka um náttúruvernd í Kópavogi. „Við erum alls ekki á móti kirkju- byggingu í Kópavogi. Við viljum bara hvorki kirkju né neitt annað mannvirki á þetta svæði,“ sagði hann. A miðvikudag gengu for- varsmenn Víghólasamtakanna á fund Birgis Sigurðssonar skipu- lagssljóra Kópavogs og afhentu honum undirskriftalista með nöfn- um um 2000 Kópavogsbúa, þar sem kirkjubyggingunni er and- mælt. Skipulagssljórn Kópavogs hefur nú byggingarleyfið til um- fjöllunar. Aðspurður um málflutning sókn- arnefndar Digranessóknar kvað Að- alsteinn vissulega rétt að kirkjan myndi ekki standa á friðlýstu svæði. „En það eru einungis tveir eða þrír metrar frá vesturgafli fyrirhugaðrar kirkju að friðlýsta svæðinu, og inn- gangur, þijú bílastæði og klukkna- port skarast inn á það,“ sagði hann. Aðaisteinn kvað það rangt, að útsýni frá útsýnisskífunni á Víghóli skertist um 20 gráður, eins og sókn- arnefnd hafi haldið fram, heldur sé skerðingin um 20-25%, sem samsvar- ar um 70-90 gráðum. Aðalsteinn telur eðlilegra að Hjallasókn og Digranessókn hefðu byggt saman kirkju á lóðinni við íþróttahúsið eins og dómprófastur, biskup og bæjaryfirvöld í Kópavogi hafi beðið um. Hann sagði það hafa strandað á vilja Digranessóknar en ekki Hjallasóknar, og því hafi Hjalla- sókn nú hafist lianda við byggingu eigin kirkju. „Það hefur ekki fengist fjallað um kirkjubyggingarmálið á síðustu tveimur aðalsafnaðarfundum," sagði Aðalsteinn. „A síðasta fundi fengum við það ekki rætt, því það var ekki á dagskrá, og enginn dagskrárliður var, sem hét „önnur mál“. Við vöruð- um okkur ekki á því, að við þurftum að ræða þetta undir liðnum „skýrsla stjórnar“, og þegar við vildum ræða kirkjubygginguna undir lok fundar- ins, var fundi slitið og við rekin út,“ sagði Aðalsteinn. Þá fór sóknarnefnd fram á að aðalafnaðarfundi, sam halda átti í maí, yrði frestað fram í september, að sögn Aðalsteins. Hann kvað hafa komið fram í bréfi nefndarinnar til dómprófasts, að ástæða frestunar- innar væri sú, að sóknarnefndin væri hrædd við að ná ekki meirihluta á safnaðaraðalfundi. „Þegar byggingarnefnd Kópavogs gaf byggingarleyfi gerðu þeir það með þeim fyrirvara að skipulags- stjóri ríkisins samþykkti það,“ sagði Aðalsteinn. Að sögn Aðalsteins liggur málið nú í höndum skipulagsstjómar Kópa- vogs, en þaðan mun það leggja leið sína um bæjarráð Kópavog, skipu- lagsstjórn ríkisins og loks umhverfis- ráðherra. Tölvumynd af fyrirhugaðri kirkjubyggingu á Víghóli hefur hér verið bætt inn á ljósmynd tekna frá útsýnisskífunni. Villandi upplýsingum dreift um fyrirhugaða Víghólakirkju - segir sóknarnefnd Digranessóknar SÓKNARNEFND Digranessóknar hefur sent frá sér tilkynningu um fyrirhugaða kirkjubyggingu sóknarinnar á Víghóli í Kópavogi. í til- kynningunni eru bornar til baka meintar rangfærslur andstæðinga kirkjubyggingarinnar, en styr hefur staðið um bygginguna. Hafa Víg- hólasamtökin, samtök um náttúruvernd í Kópavogi, lagst gegn bygg- ingu kirkju á þessum stað. Aðalsafnaðarfundi Digranesóknar, sem halda átti í vor, var frestað fram í september vegna þessa máls. í tilkynningu sóknarnefndar segir meðal annars orðrétt: „Und- anfarið hefur villandi og röngum upplýsingum verið dreift um fyrir- hugaða kirkjubyggingu Digranes- safnaðar á Heiðavallasvæðinu í Kópavogi. Með því hefur nokkrum einstaklingum tekist að vekja and- stöðu við kirkjubygginguna meðal allstórs hluta safnaðarins. Þetta er meginástæðan fyrir því að sókn- arnefndin leitaði leyfis dómpróf- asts til að fresta aðalsafnaðar- fundi, í von um að unnt yrði að koma réttum upplýsingum á fram- færi.“ Sóknarnefndin telur kirkjuna ekki standa á friðlýstu svæði. Þar verði einungis klukknaport og hiað kirkjunnar’ sem tengist göngustíg- um á svæðinu. Þá segir nefndin kirkjuturninn skyggja á 20 gráður útsýnis, en kirkjuskipið 40 gráður til norðausturs, sem þó komi ekki að sök vegna þess að þegar séu þar byggingar sem skyggi á útsýn- ið. Þá telur nefndin að þar sem nágrannasóknin, Hjallasókn, sé þegar farin að byggja eigin kirkju, sé allt tal um sameiginlega kirkju úr sögunni. í tilkynningu sóknarnefndar er það og hrakið að nefndin starfi án umboðs. Aðalsafnaðarfundi hafi fengist frestað fram í september, enda sé heimild til frestunar safnað- arfunda ekki einskorðuð við að reikn- ingar séu ófrágengnir og sóknar- nefnd hafi ekki sótt unT'frestun fundar vegpia þess. Einnig segir í tilkynningunni að á aðalsafnaðar- fundi í ár verði ekki kosið í sóknar- nefnd. Þorbjörg Daníelsdóttir formað- ur sóknarnefndar sagði að nefndin hefði ekki haft jafnöfluga kynn- ingu á sínum málstað og andstæð- ingar kirkjubyggingarinnar hafí rekið. Aðspurð um hvers vegna aðalsafnaðarfundi hafi verði fre- stað sagði hún að málið hefði ver- ið það langt fram gengið í kerfinu að sóknarnefndinni hafí þótt eðli- legt að því ferli lyki áður en aðal- safnaðarfundur væri haldinn. „Við töldum okkur ekki geta haldið fund á jafnréttisgrundvelli á þess- um tíma,“ sagði hún. „Það er númer eitt tvö og þijú að söfnuðurinn þarf, og á rétt á að eignast kirkju, þar sem hægt er að byggja upp safnaðarstarf," sagði Þorbjörg. Þorbjörg kvað málflutning and- stæðinga kirkjubyggingarinnar hafa byggst á misvísandi og röngum full- yrðingum. Fólk tæki hugsanlega aðra afstöðu ef því væru kynntar forsendur málsins eins og þær eru í raun og veru, að sögn hennar. Þá segir í tilkynningu sóknar- nefndarinnar að ónákvæmt orða- lag í deiliskipulagi hafi valdið því, að meirihluti Skipulagsstjórnar ríkisins hafi talið rétt að auglýsa skipulagið að nýju. Morgunblaðið/Þorkell Jónas Frímannsson ritari og Þorbjörg Daníelsdóttir formaður sókn- arnefndar Digranessóknar. Grænlandsj ökull: Minnast nauðlend- ingar fyrir hálfri öld Leiðangur Bandaríkjamanna, sem er uppi á Grænlandsjökli, .ekki mjög langt frá austurstrandarbænum Kulusuk við björgunar- störf á gömlum herflugvélum, efndi til mannfagnaðar í bækistöð sinni í fyrradag. Þann dag fyrir 50 árum nauðlentu þessar flugvél- ar, sem nú eru á 100 m dýpi í iðrum jökulsins, á jökulbreiðunni. Viðstaddur athöfnina var orr- ustuflugmaðurinn á flugvélinni sem nú hefur tekist að ná í pört- um upp úr jökuldýpinu. Orrustu- flugmaðurinn er nú um áttrætt. Auk þess voru í mannfagnaðin- um, sem var með viðeigandi af- mælisstemmningu, blaðamenn frá New York-blöðum. Leiðangursmenn ætla að halda áfram að vinna við björgun fiug- vélanna meðan veður leyfir. Þeir gera sér vonir um að geta með stöðugt endurbættum vinnuað- ferðum og tækjum bjargað tveim- ur spengjuflugvélunum sem voru í flugsveitinni. rj Sc\\\n karvs ^Jóns míns Xodmobile T-^Vestó ÞJODHATID VESTMANNAEYJAI992 '!^^3jaiA0SÍ0 DAGANA 30. JÚLÍ TIL 2. AGUST. ^ bawgaman U -r>. | i cz l l • CT’ ' K^isti ÓKVSSOFA KicKard z>cKobie o0 3>i00i KnstjaKvs > _ . , , , _ ^KJókarvKves KHstjomssokv Ketu/ K^istjarvs og Ctei n Dæm . HÚKKARA&ALL á fimmtudag Breuna á Fjósakle+ti séBSS^iEí!1 Stóru bömm leika sÓf1 irveð y\ndeeu Cylfo., C-yþóri TðvmalcJs, Ceira Seem og S+efáni Flilmaes Bjargsig — brenna á Fjósakletti — flugeldasýning (sú stærsta á landinu). Sérstakar fjölskyldubúðir. Óbreytt miðaverð frá síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.