Morgunblaðið - 18.07.1992, Page 18

Morgunblaðið - 18.07.1992, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JULI 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen,- Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Afstaða stjornar- andstöðu til VES Skýrsla John G. Pope til sjávarútvegsráðherra: Styður tillögiir um 40% nið- urskurð þorskveiðikvótans ingflokkar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hafa sam- þykkt fyrir sitt leyti, að fulltrúar Islands taki þátt í viðræðum í Rómaborg um aukaaðild að Vestur-Evrópusambandinu, en þær hófust sl. fimmtudag. Aðilar að VES eru níu bandalagsþjóðir íslendinga í NATO, sem aðild eiga að Evrópubandalaginu, en nú er ráðgert að aðrar þjóðir EB gangi í Vestur-Evrópusambandið, auk þess sem þremur NATO-ríkjum utan EB verður boðin aukaaðild, þ.e. íslandi, Noregi og Tyrklandi. í kjölfar þeirra miklu breytinga, sem orðið hafa á hernaðarsviðinu eftir fall kommúnismans í Austur- Evrópu, hafa Bandaríkin og Kanada flutt eða munu flytja mik- inn hluta herafla síns heim frá Evrópu og háværar raddir og kröf- ur hafa verið uppi um það, að bandalagslöndin í álfunni taki rík- ari þátt í vörnum hennar. Þetta miðar að eflingu Evrópustoðar Atlantshafsbandalagsins og er gert með fullum stuðningi banda- lagsþjóðanna vestan megin Atl- antshafsins. Vettvangurinn, sem valinn hefur verið fyrir þetta aukna samstarf bandalagsþjóð- anna í Evrópu, er Vestur-Evrópu- sambandið. Það var stofnað skömmu eftir heimsstyrjöldina og var fyrirrennari Atlantshafs- bandalagsins. Ennþá er of snemmt að spá um endanlega mynd þessa nýja vamarsamstarfs, en ljóst er að VES verður einnig vettvangur Evrópubandalagsríkjanna í varn- armálum og að því er ætlað frið- argæzluhlutverk í álfunni utan hefðbundins varnarsvæðis NATO- ríkjanna. Það eru augljóslega hagsmunir íslendinga að taka þátt í þeim umræðum sem fram munu fara næstu misseri um skipan öryggis- mála í okkar heimshluta, eiga þátt í þeirri þróun sem mótuð verður. Aðildin að NATO og varnarsamn- ingurinn við Bandaríkin verða áfram hornsteinn í stefnu íslands í öryggismálum en það er eðlilegt, að við tökum boði bandamanna okkar í Evrópu um viðræður um aukaðild að Vestur-Evrópusam- bandinu. Þannig gefst okkur kost- ur á því að fylgjast með þróun, sem skipt getur sköpum um ör- yggi lands og þjóðar. Þótt þátttaka okkar í viðræðunum leiði ekki til annars en þess að við getum fylgst með umræðum og aflað okkur upplýsinga er það næg ástæða til að þekkjast boðið. Stjórnarandstöðuflokkarnir þrír, Framsóknarflokkur, Alþýðu- bandalag og Kvennalisti, hafa alKr tekið afstöðu gegn þátttöku Is- lands í viðræðunum. Þessi afstaða er með ólíkindum, þegar hagsmun- ir íslands er hafðir í huga, enda eru rökin, sem þessir flokkar hafa borið á borð gegn viðræðum um aukaaðild að VES, mjög léttvæg, að ekki sé meira sagt. Formaður þingflokks Kvennalistans segir einfaldlega, að flokkurinn sé and- vígur aðild íslands að öllum hern- aðarbandalögum. Það er skoðun út af fyrir sig , en tekur ekkert tillit til öryggishagsmuna þjóðar- innar og þeirrar staðreyndar, að ísland hefur verið aðili að Atlants- hafsbandalaginu í meira en fjöru- tíu ár og hefur þannig tryggt ör- yggi sitt á kjarnorkuöld, auk þess sem aðildin átti stóran þátt í að færa okkur sigur í landhelgisstríð- unum. Mótrök Framsóknarflokks og Alþýðubandalags byggjast fyrst og fremst á því, að með aukaaðild að VES sé verið að draga íslend- inga til æ nánara samstarfs við Evrópubandalagið, undirbúa jarð- veginn fyrir aðild að því. Þetta stenst engan veginn. Við eigum þegar náið samstarf við aðildar- þjóðir EB innan NATO, Evrópu- ráðsins, RÖSE og SÞ. Þessar þjóð- ir standa okkur næst, utan Norð- urlanda, í menningarlegum, sögu- legum og siðferðilegum efnum. Þetta eru mestu og beztu við- skiptalönd okkar. Eru þær óhæfar til samstarfs eingöngu vegna að- ildar að Evrópubandalaginu? Hví- líkt og annað eins! Það er marg- yfirlýst stefna núverandi ríkis- stjórnar, að ísland mun ekki sækja um aðild að EB. Samstarf við bandalagsríki okkar í Evrópu í öryggismálum breytir þar engu um. Afstaða Framsóknarflokksins í þessu máli kemur nokkuð á óvart, því hann hefur alla tíð stutt aðild Islands að NATO og því er illskilj- anlegt, að flokkurinn sé andvígur nánari samstarfi við bandalagsrík- in í Evrópu í ljósi þeirra breyt- inga, sem við blasa í öryggismál- um. Afstaða Alþýðubandalagsins er aftur á móti sú sama og verið hefur alla tíð og í samræmi við afstöðu fyrirrennaranna, Sósíal- istaflokksins og Kommúnista- flokksins. Samstarf íslands við vestrænar lýðræðisþjóðir hefur alltaf verið flokknum þymir í aug- um. Hann hefur verið boðberi ein- angrunarstefnu, afturhalds og þjóðernisrembings. Flokkurinn var andvígur aðild að NATO og EFTA, á móti erlendu fjármagni við upp- byggingu stóriðju og að sjálfsögðu er flokkurinn andvígur aðild að Evrópsku efnahagssvæði. Svo segjast forustumenn hans ekki eiga við neinn fortíðarvanda að stríða! Það hefur ekkert breytzt hjá flokknum þótt járntjaldið sé fallið. Það er að sjálfsögðu hlutverk stjórnarandstöðu að veita ríkis- stjórn viðnám. En það hlutverk nær að sjálfsögðu ekki svo langt að snúast gegn augljósum hags- munum þjóðarinnar. HÉR á eftir fara helstu niðurstöð- ur John G. Pope eftir yfirferð hans yfir tillögur Alþjóðahafrann- sóknarráðsins og Hafrannsókna- stofnunar um þorskkvóta á næsta ári: Ráðgjöf ráðgjafanefndar Alþjóða- hafrannsóknaráðsins (ACFM) fyrir íslenska þorskstofninn árið 1992 var eftirfarandi: „Sóknin í þennan stofn er talin vera komin á það stig, að leiða muni til þess að stofninn stefni niður fyrir líffræðilega ásættanlegt lágmark. Þess vegna mælir ráðgjafanefnd Al- þjóðahafrannsóknaráðsins með, að strax verði dregið vemlega úr sókn árið 1993. Fiskveiðidánarstuðull árið 1993 eigi ekki að vera hærri en 0,46 sem samsvari að afli 1993 fari ekki fram úr 154 þús. tonnum." í ljósi þeirra afleiðinga sem slík Þingið „Barnið í brennidepli“ hefst þriðjudaginn 4. ágúst og stendur til fímmtudagsins 8. Þingstörf munu fara fram í húsnæði Háskóla ís- lands; í Odda, Árnagarði og Lög- bergi. Dómsmálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, mun setja þingið en að setn- ingarathöfninni lokinni verða pall- borðsumræður um stöðu barna á Norðurlöndum almennt. Þátttakend- ur í þeim verða Peer Skjaelaan frá Noregi, Iba Sahn frá Svíþjóð, Teuvo Peltoniemi frá Finnlandi, Margit Harder frá Danmörku og Pétur Lúð- vígsson frá íslandi. Þá flytur Kari Killén frá Noregi fyrirlestur um van- rækslu barna og forvarnastarf í þeim efnum. Annan dag þingsins flytur Baldur Kristjánsson frá íslandi fyrirlestur um lífshætti nútímans með tilliti til umönnunar barna, Terry Ogden frá minnkun sóknar hefur á þjóðarbú- skap íslendinga bað sjávarútvegs- ráðuneyti mig að endurskoða úttekt og aflaspár ACFM. Ráðgjöf eins og sett er fram af ACFM má túlka sem svör við þrem- ur eftirfarandi grundvallarspurning- um. 1) Hvernig er núverandi ástandi stofnsins háttað (hversu margir fisk- ar eru í stofninum og hversu há er veiðidánartalan)? 2) Hver er æskilegasta stofn- stærð þegar til lengri tíma er litið (hversu stór á hrygningarstofn að vera og hvaða sókn er æskilegust)? 3) Hvernig á að draga úr núver- andi sókn yfir í æskilega sókn? Á þetta að vera gert smám saman eða í einu skrefi? Með tilliti til ráðgjafar ACFM hef ég þess vegna skoðað hvert þessara Noregi heldur fyrirlestur um „barnið í skipulagslegri ringulreið" og Martti Mikkola frá Finnlandi fjallar um lög og lagasetningu í tengslum við mál- efni barna. Síðasta þingdaginn mun Jens Raa- hauge frá Danmörku fjalla um rétt- indi barna og siðferðilega hlið mála, sem tengjast málefnum þeirra. Þá mun Staffan Mjönás frá Svíþjóð fjalla um fyrirbyggjandi starf, sér- staklega með tilliti til vanrækslu. Gert er ráð fyrir að Jóhanna Sigurð- ardóttir, félagsmálaráðherra, muni slíta þinginu. Tugir fyrirlesara frá öllum N orðurlöndunum Auk þessara fyrirlestra verður efnt til umræðna í smærri hópum um tiltekin efni, sem tengjast megin- atriða fyrir sig. Til að aðstoða mig við þetta endur- mat setti ég á laggirnar vinnuhóp við Fiskirannsóknastofnunina í Lowestoft dagana 7.-9. júlí til þess að fara yfir úttekt á íslenska þorsk- stofninum í smáatriðum. í vinnu- hópnum störfuðu 7 vísindamenn frá Lowestoft. Auk þeirra var tilkvaddur dr. Gunnar Stefánsson frá Hafrann- sóknastofnuninni og dr. Kristján Þórarinsson frá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi. Til þess að meta núverandi ástand íslenska þorskstofnsins fór vinnu- hópurinn nákvæmlega yfir gögn þau sem notuð voru af Norðvesturvinnu- nefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Með smávægilegum undantekning- um var fallist á að styðjast við það stofnmat. Vinnuhópurinn féllst einn- ig á aðferðir þær sem Norðvestur- Vinnunefndin notaði við stofnmatið. Aðferðir vinnunefndar Alþjóðaha- frannsóknaráðsins voru bornar sam- an við aðrar aðferðir til að meta stofnstærð. Niðurstöðurnar voru bornar saman við tímaraðagreiningu sem þróuð var af dr. Guðmundi Guðmundssyni hjá Seðlabanka ís- lands, við niðurstöður úr Laurec- Sheperd aðferðinni og XSA-aðferð- inni (Extended Survivors Analysis). Dr. Shepherd sem þróaði báðar síðar- nefndu aðferðirnar var i Lowestoft- vinnuhópnum og lagði á ráðin um notkun þessara aðferða. Trúverðug- ustu niðurstöðurnar úr öllum þessum aðferðum voru mjög í líkingu við niðurstöður Norðvesturvinnunefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins og reyndust meðalfiskveiðidánarstuðlar Lowestoft-vinnuhópsins vera innan við 10% frá niðurstöðum hennar. Ég tel að þessar niðurstöður séu innan líklegra skekkjumarka á stofn- matinu. Allar aðferðirnar benda til umræðuefni þingsins. Þar verða fluttir tugir erinda og eru fyrirlesar- ar frá öllum Norðurlöndunum, auk þess sem gestur frá Eistlandi, Katrin Maldre, mun kynna stöðu barna þar í landi. Efnin, sem tekin verða fyrir í umræðuhópunum eru til dæmis staða barna í fjölskyldum þar sem áfengismisnotkun eða fíkniefna- neysla á sér stað, barnavernd út frá ýmsum sjónarmiðum og fyrirbyggj- andi aðgerðir í þeim efnum, van- ræksla, kynferðisleg misnotkun barna og úrræði til að aðstoða börn, sem sætt hafa illri meðferð af ein- hverju tagi. Nokkrir íslendingar halda fyrir- lestra í umræðuhópunum. Olafur Ólafsson, landlæknir, fjallar meðal annars um málefni ungra vímuefna- neytenda og áhrif breytts fjölskyldu- mynsturs á börn, Eiríkur Örn Arnar- son um starfsemi Rauðakrosshússins í Reykjavík, Magnús Ólafsson, Hjálmar Freysteinsson og Karólína Stefánsdóttir ræða um fyrirbyggj- andi starf og eftirlit með umönnun ungbarna á heilsugæslustöð á Akur- eyri, Gunnar Helgi Gunnarsson og Anna Björg Aradóttir ræða um „lyklabörn" á íslandi, Brynjólfur Brynjólfsson gerir grein fyrir niður- stöðum rannsóknar sálfræðideildar Réttarholtsskóla á daglegu lífi 9 ára barna í Reykjavík, Helga Þórólfs- dóttir og Sigrún Óskarsdóttir fjalla um það að vinna með börnum í þess að meðalfiskveiðidánarstuðlar séu háir. Þar sem tvær síðastnefndu aðferðirnar taka ekki tillit til gangna þorsks frá Grænlandi til íslands né niðurstaðna úr stofnmælingum botn- fiska árið 1992 lít ég svo á að niður- stöður vinnunefndar Alþjóðaha- frannsóknaráðsins gefi besta mynd af núverandi ástandi þorskstofnsins miðað við fyrirliggjandi gögn. Aðaln- iðurstöður um þróun fiskveiðidauða undanfarið í íslenska þorskstofninum voru ennfremur staðfestar með svo- nefndri fervikagreiningu, Athugun á sambandi afraksturs og veiðidánartölu þegar til lengri tíma er litið bendir til að veiðidánar- talan í íslenska þorskstofninum sé allt of há fyrir flest markmið veiði- stjórnunar og vænta megi meiri afla, stærri stofns, hærri afla á sóknarein- ingu og meiri arðsemi af veiðunum við minni sókn. Nákvæm athugun á sambandinu milli stofnstærðar og nýliðunar gaf til kynna að enda þótt þetta samband; að lítill stofn gefi af sér fáa hýliða sé ekki marktækt skv. hefðbundinni tölfræðilegri skil- greiningu er þetta þó raunhæfur möguleiki sem taka ber mjög alvar- lega. Það er almenn samstaða um það í vinnuhópnum, að mikil áhætta væri því samfara að hrygningastofn íslenska þorsksins fari niður fyrir 180 þús. tonn á hrygningartíma, og staða stofnsins yrði miklu öruggari ef hann væri yfir 400.000 tonn. Aflaspár árin 1992-1996 benda til að með núverandi sókn muni hrygningarstofninn fara niður fyrir 180.000 þús. tonn og aðeins með því að draga úr sókninni um 40% mun nægilega öruggt að hrygning- arstofninn vaxi viðunandi hratt og fari ekki niður fyrir 180 þús. tonn. Þess vegna styð ég ráðgjöf ACFM að öllu leyti og mæli með henni við ríkisstjórn íslands. barnaverndarmálum og loks ræðir Hrefna Ólafsdóttir um meðferð van- ræktra barna og fjölskyldna þeirra. Undirbúningur hófst í september Fyrsta norræna þingið af þessu tagi var haldið 1983 og hafa þau verið haldin á um tveggja ára fresti síðan. Að sögn Gerðar Helgadóttur, ritara þingsins í Reykjavík, standa hópar áhugamanna um málefni barna að þinghaldinu með stuðningi opinberra aðila í löndunum. í undir- búningsnefnd af Islands hálfu sitja þau Hulda Guðmundsdóttir, formað- ur, Gunnar Sandholt, Guðjón Bjarna- son, Pétur Lúðvígsson, Bragi Guð- brandsson og Guðjón Magnússon. Gerður segir að undirbúningur þessa þings hafi hafist í september í fyrra og hafi íslensku nefndarmenn- irnir unnið að málinu síðan þá í sam- starfi við fulltrúa hinna landanna. Ráðstefnur og fundir hf. í Kópavogi hafi aðstoðað við undirbúning og skipulag, en búast megi við að þing- fulltrúar nú verði 350 til 400 og erlendir gestir þar í töluverðum meirihluta. Þegar hafi 380 manns skráð sig til þátttöku og enn sé hægt að bæta fleirum við. Segir Gerður, að þeir sem áhuga hafi, geti haft samband við sig á Borgar- spítalanum alveg fram að þinginu, en best sé auðvitað að fólk skrái sig sem fyrst. Hæðargarður 29: Borgarráð hefur samþykkt stækkun BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt, að heimila stækkun á áður samþykktu húsi Réttar- holts við Hæðargarð 29. Fram- húsið verður stækkað um 20 sm til austurs og vesturs og dýpkað um 130 sm og vestara bakhúsið lengist um 130 sm til vesturs. Þrír borgarráðsfulltrúar greiddu atkvæði með stækkun- inni tveir voru á móti, Katrín Fjeldsted fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og Ólína Þorvarðar- dóttir fulltrúi Nýs vettvangs. Lagði Ólína fram bókun þar sem segir að, „Ég hef frá upphafi þessa máls verið þeirrar skoðun- ar að þarna ætti ekki að reisa neitt hús og sömu skoðunar voru þeir 1200 íbúar við Hæðargarð sem mótmæltu byggingu þess. Það er því fráleitt að ég sam- þykki stækkun byggingarinnar.“ Norrænt þing um málefni barna: Vandamál hve ung börn eru oft ein og bera mikla ábyrgð - segir Gerður Helgadóttir, ritari þingsins UM 380 manns hafa skráð sig til þátttöku á norrænu þingi um damál- efni barna, sem haldið verður í Reykjavík í byrjun ágúst. Á þinginu verður fjallað um illa meðferð á börnum, einkum almenna vanrækslu og fyrirbyggjandi aðgerðir í því sambandi. Gerður Helgadóttir, ritari þingsins, segir að þar verði sérstaklega tekið fyrir það vandamál, hve ung börn séu oft ein og hversu mikil ábyrgð sé lögð þeim á herðar, bæði þegar þau séu látin sjá um sig sjálf og eins þegar þau eigi að gæta annarra barna. Gerður segir mikinn áhuga hafa komið fra, á þinginu, en enn sé hægt að bæta við þátttakendum. Þingið sé fyrst og fremst ætlað fagfólki, svo sem starfsmönnum heilbrigðisþjónustunn- ar og menntakerfisins, þeim sem starfi við félagslega þjónustu, lög- gæslu og dómstörf, sem og öðrum áhugamönnum um málefni barna. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992 19 Hjólað í húmi nætur. ______________________________________________________________________Morgunblaðið/Þorkell Jöklafararnir: Hjólum því meir eftir því sem við komumst hærra „VIÐ hjólum því meira eftir því sem við komumst hærra,“ sögðu hjólreiðamennirnir fimm, sem nú hjóla yfir Vatnajök- ul. Leiðangursmennirnir voru mjög bjartsýnir með framhaldið og töldu líklegt að þeir næðu í Jökulheima þann 21. þessa mánaðar. Tveir jöklafaranna sjást sér á ferð þar sem þeir draga búnað sinn á sérstökum drögum. í dag eru 6 dagar síðan fj all- göngumennirnir lögðu á jökulinn. Þeir hafa reyndar annan hátt á með svefn og vöku en annað venjulegt fólk. Þeir byija að hjóla þegar flestir fara að taka á sig náðir. Það þýðir að þeir hjóla að jafnaði frá miðnætti fram til tíu eða ellefu á morgnana. „Aðstæður hér eru frekar slæmar. Við hjólum á tiltölulega nýföllnum snjó, sennilega er hann aðeins nokkurra nátta gamall." Hjólreiðarnar hafa eftir sem áður gengið prýðilega að þeirra mati. „Við lentum í þoku í upphafi ferð- ar en síðan hefur veður batnað. Það lítur einnig vel út með fram- haldið.“ Fyrsta daginn fóru þeir 11 kílómetra, þann næsta 13 og á þriðja degi voru famir tuttugu. Dagleiðir lengjast því stöðugt eftir því sem þeir eru í meiri hæð. Hið eina sem gengið hefur gegn þeim félögum er að fjar- skiptasamband er svo gott sem ekkert. Talstöð þeirra er biluð og ekki bætir úr skák að þeir þurfa að spara rafhlöðurnar í farsíma sem þeir höfðu með sér og voru, þegar Morgunblaðið heimsótti þá á fjórða degi ferðar sinnar, nær því rafhlöðulausir. Leiðangursmenn með öllum búnaði. Frá vinstri: Ingþór Hrafnkels- son, Ingimundur Stefánsson, Haraldur Örn Ólafsson, Guðmundur Eyjólfsson og Sigursteinn Baldursson. Borgarráð veitir dagheimili lækna styrk að upphæð 8,5 milljónir króna Framreiknaður heildarkostnaður rúmar 43 milljónir króna um síðustu áramót BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að styrkja dagheimili Læknafélags Reykjavíkur við Skerpugötu 1, um 8,5 milljónir króna. Heildarstofn- kostnaður vegna heimilisins var 35,2 milljónir króna án vaxta og verðbreytinga. Framreiknaður kostnaður er rúmar 43,3 milljónir króna miðað við síðustu áramót. í umsögn Hjörleifs Kvaran fram- kvæmdastjóra lögfræði- og stjórn- sýsludeildar, segir að félagið liafi keypt húsið, sem stóð við Tjarnar- götu 11, árið 1989 undir dagvistar- heimili. Það var síðan flutt að Skerpugötu 1. Söluverðið var 8,5 millj. og greiddi félagið 6,5 milíj. en borgin styrkti kaupin um 2 millj. til uppbyggingar hússins. Styrkur- inn afskrifast á tíu árum um 200.000 krónur á ári. Fram kemur, að þegar félagið keypti húsið hafi gilt lög um dagvistarheimili, sem heimiluðu félaginu að sækja um styrk til ríkisins til greiðslu á 50% af stofnkostnaði. Lögum um verka- skiptingu ríkis og sveitarféalga var breytt rétt um það leyti, sem samið var við félagið þannig að dagvistar- heimili falla undir sveitarfélög. Borgarráð samþykkti síðar regl- ur um styrk til stofnkostnaðar einkarekinna dagvistarheimila og miðast þeir við kostnað við frágang á lóð. Samkvæmt þeirri reglu fékk Læknafélagið 2,4 millj. Benda for- svarsmenn félagsins á að styrkveit- ing borgarsjóðs vegna stofnkostn- aðar sé miklu lægri en gert var ráð fyrir frá ríkissjóði, þegar ákvörðun var tekin um framkvæmdina. Eins og fram komi í erindi félags- ins hafi það innheimt aukaárgjöld af félagsmönnum í tvö ár til þess að greiða hluta stofnkostnaðar og hafa þessi gjöld fært félaginu 6,5 millj. en mikil óánægja mun vera meðal lækna, sem ekki nýta þjón- ustu dagvistarheimilisins með þess- ar álögur og hefur verið fallið frá frekari innheimtu aukaárgjalda. Elín G. Ólafsdóttir fulltrúi Kvennalistans, lagið fram bókun þar sem segir að borgarfulltrúar minnihlutans hafi lagt til að borgar- yfirvöld færi styrkveitingar vegna stofnkostnaðar leikskóla sem aðrir en borgin setja á laggir í fyrra horf, þ.e. verði 50% á ný. „Erindi Læknafélags Reykjavík- ur sýnir m.a. að núverandi fyrir- komulag er allsendis ófullnægjandi. Ég tel óeðlilegt að samþykkja svo háa styrkveitingu til félagsins á sama tíma og tillaga okkar er óaf- greidd."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.