Morgunblaðið - 18.07.1992, Page 24

Morgunblaðið - 18.07.1992, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992 Sigurgeir Þor- grímsson - Kveðja Hversu oft hef ég ekki leitað til Sigurgeirs við minningargreinar. Nú er hann horfínn og andinn kom- inn á æðra svið. Viðurkynning við Sigurgeir var sérstök lífsreynsla. Þegar aðrir voru bugaðir, þá var hann jafnan hinn frelsandi engill, kom með nýja sýn og framtíðin blasti aftur við björt og fögur. Hann hafði á unga aldri gengið í gegnum ægilega eldskírn og það setti mark sitt á hann alla tíð. Hvort sem þetta var orsökin eða meðfæddir hæfi- leikar, þá var hann í öllum sam- skiptum gefandinn, hugsunin eld- frjó og í öllum viðhorfum hans var einhver bjartsýni, þroski og bgleði, sem gerðu mann oft agndofa. Hann var hinn geislandi smaragður í öll- um félagsskap, frumkvöðull sam- ræðna, huggari og mörgum andleg- ur leiðtogi. Áhugamálin voru endalaus, frá guðspeki til íþrótta, sagnfræði og íslensku máli til stjórnmála og ætt- fræði. Stundum töldum við skóla- bræður hans í bamaskóla hann haldinn yfírskilvitlegum vitsmunum í sagnfræði og ættfræði. Hluti námsskrár þeirra tíma var að gera nemendur sem mest handgengna höfðingjum Sturlungu og Islend- ingasagna, norrænum konungum og valdaættum í Evrópu ásamt klerkaveldi á Fróni í þúsund ár. I bekk Jóns Þórðarsonar í Bamaskóla Austurbæjar skorti heldur ekki leið- togann í þessu eðlu fræði. Við í bekknum lögðum okkur því öll fram til að kunna einhver nöfn og ártöl og helst að geta framsagt þetta af einhveiju viti. Jón hlustaði gjaman brosmildur á, leit svo til Sigurgeirs og sagði: „Vilt þú ekki bæta eitt- hvað við þetta?“ og þar með urðu vitsmunir okkar annarra léttvægir fundnir. Sigurgeir fór í Kennaraskólann að landsprófi loknu og einhverntíma á þessum árum sagði ég honum að gaman væri nú að þekkja eitthvað til sín. Nokkmm áram seinna spurði hann hvort ég ætlaði ekki að fara að taka þetta hjá sér. Vélritað reyndist þetta vera fjögurhundrað blaðsíðna ættartala og þegar ég spurði hann, hvort ég væri ekki mesta allrasveitakvikindi landsins, taldi hann það ekki ólíklegt. Hann fór svo í öidungadeild MH, en var ekki alveg í samhljómi við öll fög, eins og oft vill verða með snillinga. Heimspekideild Háskóla íslands og rektor samþykktu svo innritun hans í skólann og lauk hann þaðan sagnfræðiprófí fyrir tveimur áram. Hann var heillaður af bindindis- hugsjóninni og var stórritari Stór- stúku íslands, þar sem hann átti marga kæra perluvini. Hann var líka mikill trúmaður og leitandi í andanum. Jafnt var hann fóstbróðir kaþólikkans og spíritistans og góð- ur þjóðkirkjumaður. Sigurgeir var formaður Iþrótt- afélags fatlaðra, þegar ráðist var í stórbyggingar þær, sem skapa þessu einstaka íþróttafólki okkar frambærilega aðstöðu. Á síðasta ári fór hann sárþjáður í hlaup hér í Reykjavík, eins bæklaður og hann var. Kjarkurinn var einstakur og þorið endalaust. Sífellt kom hann á óvart og oft tók það langan tíma að átta sig á því, sem hann hafði áorkað. Ferðalög vora yndi hans og landafræði lék við honum. Hann komst nokkram sinnum til útlanda og taldi sig stórum fróðari á eftir, hafði þá legið yfír fræðum um við- komandi lönd. Starfsvettvangur Sigurgeirs var fyrst og fremst Landsbókasafnið og Þjóðskjalasafnið. Þar var yndis- legt að hitta hann, ræða við hann í fatahenginu og fá allan þann fróð- leik sem maður þurfti. Hann starf- aði fyrir Erfðafræðinefnd, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og mikið yndi hafði hann af því að fá að starfa með Lárusi Blöndal, bóka- verði, að útgáfu Alþingismannatals- ins. Stundum hef ég velt því fyrir mér með snillinga veraldarinnar, sem gátu gert betri og fallegri verk á styttri tíma en nokkur annar, hvort Sigurgeir ætti ekki samsvör- un í þessu fólki. Áram saman sung- um við í Fílharmoníu og ég er viss um það, að hefði Mozart fæðst inn í íslenska ættfræði þá héti hann Sigurgeir. Sérstök hugsjón Sigur- geirs með ættfræðirannsóknunum var að sanna fyrir öllum mönnum að þeir væru bræður. Fyrir fimm árum ákvað DV að setja á fót ættfræðisíðu. yar Sigur- geir ráðinn til verksins. I þau þrjú og hálft ár, sem hans naut við í þessu verki, tel ég hreinlega að blað hafí verið brotið í íslenskri ætt- fræðiritun, þjóðarfræðum og per- sónusögu. Sigurgeir hafði oft steytt á skeri í lífínu og sjálfsagt var hon- um strítt á stundum. Núna var hann orðinn meistarinn og aðal- stjórnandi. Dag og nótt sat hann við, beitti öllum sínum gífurlegu vitsmunum á þessu sviði, ásamt einstakri þekkingu við heimilda- söfnun. Oft hrökk þjóðin bókstaf- lega við að sjá þvílíka þekkingu var að fínna á þessum síðum, ættfræði- síðan var nánast skyldulesning allra dag hvem. Bæri að erlenda þjóð- höfðingja vora þeir umsvifalaust skyldleikaraktir til íslendinga. Það sem þjóðin í norðri hafði granað í undirmeðvitundinni, sannaði Sigur- geir einfaldlega svart á hvítu. Allar hörmungamar höfðu ekki nægt til að beygja ljóta andarangann. Við eram fríðir svanir af konungakyni. Að tilhlutan Ólafs heitins Hans- sonar, prófessors, styrkti Sagn- fræðistofnun HÍ rannsóknir Sigur- geirs á tengslum okkar við ýmsar aðalsættir Evrópu á miðöldum, t.d. Rantzau-ættina, sem drottnaði yfír Danaveldi á sínum tíma og vora svo miklir fagurkerar og listunnendur að þeir vora kallaðir Medici norðurs- ins í Evrópu. Sigurgeir rakti okkar saman við Búrbóna, Habbsborgara, Hóenzolla, Hannóferana, Róman- offa, Windstora og Tútora og af- komendur eram við Karlamagnúsar og Rómarkeisara, sem er ánægju- efni á þessum sameiningartímum Evrópu. Föður sinn missti Sigurgeir fyrir mörgum áram, Þorgrím Magnús- son, stöðvarstjóra á BSR. Var hann rangæskrar ættar úr Fljótshlíðinni. Eftir lifir öldruð móðir, Ingibjörg Sveinsdóttir, ættuð af Mýram vest- ur. Þessi yndislegu hjón gerðu allt sem þau gátu til þess að létta synin- um fötlunina en hún kom fram við byijun skólaaldurs. Bræður Sigur- geirs eru Sveinn, staðarverkfræð- ingur Landsvirkjunar og Magnús, framkvæmdastjóri héraðsnefndar fatlaðra á Vesturlandi. Ég bið algóðan Guð að styrkja syrgjandi móður og bræður, alla aðstandendur og vini og þakka bljúgum huga einstaka viðurkynn- ingu við ástfólginn vin. Drottinn gefur og drottinn tekur, því erum við hans hvort við lifum eða deyjum. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Með miklum söknuði minnist ég vinar míns Sigurgeirs Þorgrímsson- ar, sem nú er fallinn frá, aðeins 48 ára að aldri. Með honum er horf- inn af sjónarsviði sérstæður per- sónuleiki og atgervismaður, í senn hæglátur fræðimaður af gamla skólanum og ötull félagsmálafröm- uður. Við fráfall hans koma upp í hugann margar góðar minningar um vináttu okkar og samstarf á liðnum áram. Sigurgeir var elztur fjögurra sona Þorgríms Magnússonar, af- greiðslumanns og framkvæmda- stjóra hjá BSR, og Ingibjargar Sveinsdóttur konu hans. Næstelzti sonur þeirra, Sveinn Emil, lézt barnungur, en hinir era Sveinn verkfræðingur hjá Landsvirkjun, kvæntur Önnu Þóra Árnadóttur auglýsingateiknara, en þau eiga þrjú börn, og Magnús sálfræðingur, sem á eina dóttur. Þorgrímur lézt langt fyrir aldur fram árið 1964, en Ingibjörg er enn á lífi, rúmlega áttræð, mikil skýrleikskona. Hún er ættuð frá Hvítsstöðum á Mýram og Drápuhlíð í Helgafellssveit, en föðurkyn Sigurgeirs var úr Fljóts- hlíð. Ekki er það hugmyndin að rekja ættir hans hér, enda fullvíst, að ættbók hans á eftir að koma út á prenti. Ég hygg, að það hafí verið um 1971, sem við Sigurgeir kynnt- umst, en ég hafði lengi vitað af honum, svo oft hafði ég veitt eftir- tekt þessum unga og þaulsetna fræðimanni, bæði á Landsbóka- og Þjóðslq'alasafninu. Hann skar sig úr, skarpleitur og einbeittur, þar sem hann gekk um með snjáða tösku sína og stakk við fæti, og í verstu færð á vetram gekk hann við staf. Aldrei lét hann heltina hamla för sinni, og oft mátti sjá hann á göngu um bæinn, enda tók hann ekki bílpróf um ævidaga sína. Raunar vissi ég af Sigurgeiri löngu fyrr, um eða fyrir 1960, þeg- ar þorri þjóðarinnar fylgdist með útvarpsþætti Sveins Ásgeirssonar, „Vogun vinnur, vogum tapar“. Þar voru sérfróðir menn á ýmsum svið- um spurðir um fræði sín og áhuga- mál. Þar kom Sigurgeir fram, lík- lega yngstur keppenda, og valdi sér óvenjulegt efni: ættir evrópskra þjóðhöfðingja fyrr og síðar. Það er skemmst frá því að segja, að þessi unglingur vann hug og hjörtu hlust- enda með frábærri frammistöðu allt til lokaúrslita. Ég gat þess í byijun, að Sigur- geir var óvenjulegur um margt. Aðeins níu ára gamall var hann orðinn reglulegur gestur á lestrar- sal Landsbókasafns, þar sem hann kafaði í brunna þekkingarinnar, m.a. um sögu Norðurálfu og ættir stórhöfðingja, og þaðan hafði hann fyrmefnda kunnáttu sína. Það átti við um hann, að snemma beygist krókurinn til þess, sem verða vildi, því að ættfræðin átti eftir að verða hans aðalviðfangsefni gegnum þykkt og þunnt og að lokum at- vinnuvegur, þar sem hann bar hróð- ur hennar út meðal almennings á ferskan og lifandi hátt á fjölmiðla- öld. Upp úr 1973, þegar var ég bú- settur í Hlíðunum, í nágrenni við heimili hans, jukust samskipti okk- ar, og margar voru gönguferðirnar og spjallstundirnar, sem við áttum saman um trúmál og andleg fræði, stjórnmál, mannréttinda- og hug- sjónamál og síðast en ekki sízt ættfræðina, en hann var þá þegar uppfullur af hugmyndum um margt, sem orðið gæti til að rétta hlut hennar og auðvelda mönnum aðgang að þessari fræðigrein, sem er meðal elztu bóklegra greina á íslandi. Ýmsar hugmyndir okkar í þessum efnum áttu eftir að verða að veruleika seinna, bæði á vett- vangi Ættfræðifélagsins og í störf- um okkar beggja, en hvatning hans var mér mikilvægur orkugjafí. Sigurgeir var einn máttarstólpi Ættfræðifélagsins, sem nú er um 500 manna félagsskapur, og jafnan ómissandi í hópnum. Hann var til- lögugóður á fundum og stóð m.a. á bak við þá nýbreytni að gera fé- lagsmannatalið að ýtarlegri hand- bók fyrir áhugamenn um ættfræði, með fróðleik um uppruna félags- manna, útgáfurit þeirra og við- fangsefni á sviði ættfræðinnar. Um skeið störfuðum við saman í stjórn félagsins, og þar var hann í vara- stjórn allt fram undir lokin, ósérhlíf- inn og áhugasamur meðan kraftar entust. Afköst Sigurgeirs í ættfræðinni vora geysimikil á 25-30 ára ferli, en fyrst og fremst í formi ættar- talna, sem hann tók saman fyrir einstaklinga, oftast nær án þess að fá borgun fyrir. Það var eins og honum væri lífsins ómögulegt að neita nokkram manni um greiða, og verkefnin hlóðust á hann, bæði í félagsmálum og þessu tómstunda- starfi. Sumar þessar ættartölur voru upp á 2-300 bls. í handriti og aðeins gerðar í einu eintaki, þannig að sjálfur átti höfundurinn ekki sitt eigið eintak, og það var honum eftirsjá síðar meir. Af ritstörfum hans, sem birtust á prenti, auk Árbókar templara, sem hann ritstýrði um nokkurra ára skeið, kann ég helzt að nefna þetta á sviði ættfræðinnar: Ættarskrá Þorkels Magnússonar (1985); „Jósafat Jónasson (Steinn Dofri) og stofnun Sögufélags", sérprent úr tímaritinu Sögu 1980; „Ólafur Snóksdalín og ættfræðiheimildir hans,“ þ.e. ýtarlegur eftirmáli við Ættatölubók Ólafs (1985); grein um lífshlaup alþýðufræðimanns á 19. öld, Ættartölu-Bjarna, í Sögn- um II, 1981, og loks má nefna at- hyglisverða grein, „Um íslenzka ættfræði", í Ýkjum, fréttabréfi sagnfræðinema, 1981. Eins og sézt af þessu, hafði Sigurgeir sérstakan áhuga á að fjalla um líf og stöf fyrri ættfræðinga, og m.a. hafði hann skrifað langa ritsmíð um Jón Espólín, en hún mun því miður hafa glatazt. Ég vil skjóta því hér inn í, að Sigurgeir hafði um nokkurra ára skeið stundað nám í Kennaraskól- anum og síðar í Menntaskólanum við Hamrahlíð, en ekki lokið námi. Hann sótti svo um inngöngu í há- skólann með hliðsjón af fyrra námi og ritsmíðum hans í ættfræði og sagnfræði og fékk þá ósk uppfyllta. Hann stundaði nám í sagnfræði og naut leiðsagnar færustu manna, en þar sem hann var þá þegar önnum kafínn í félagsmálum og alls konar viðvikum fyrir menn í ættfræðinni, teygðist á því, að hann lyki námi. Einnig hafði hann áhyggjur af framfærslu sinni, og þá var það sem hann bauð fram krafta sína hjá Dagblaðinu Vísi með ritun ætt- fræðiþátta og var ráðinn þar til starfa. Fyrsti þátturinn birtist 20. júlí 1987, og hefur þátturinn síðan birzt þar daglega og jafnan notið mikilla vinsælda. Sigurgeir hafði frá upphafi aðstoðarmann og lét svo sjálfur af störfum vegna veikinda sinna á sl. ári, en þátturinn var og heldur áfram að vera grandvallaður á verki hans, sem geymist þar í geysistóram gagnabanka á tölvu. Það hafa margir sagt í mín eyru, að þáttur þessi, svo sérkennliega þjóðlegur sem hann er, hafi verið einhver merkasta nýjungin í blaða- mennsku síðari ára. I honum birtist afraksturinn af áratuga starfi hans að því að kynna sér ætterni manna og skyldleika á seinni öldum, en reyndar var hann ekki síður gagn- fróður um ættir íslendinga á mið- öldunum. Ég hygg, að enginn annar eigi þvílíkan þátt sem Sigurgeir í því að gera ættfræðina að áhuga- verðu viðfangsefni almennings á síðari tímum. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, JÓN GUÐMUNDUR ÓLAFSSON, Bóistaðarhlið 5, andaðist í Borgarspítalanum 17. þessa mánaðar. Stelnunn Melsted, Elísabet Unnur Jónsdóttir, Ólafur Jónsson, Elfsabet Guðmundsdóttir, Ellen María Ólafsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa, sonar, bróður og tengdasonar, BJÖRNS L. EINARSSONAR sjúkraliða, Hjaltabakka 22. Sórstakar þakkir til lækna óg starfsfólks á deild A-6, Borgarspít- ata, fyrir góða aðhlynningu. Hafdís Sigurðardóttir, Klara S. Björnsdóttir, Einar E. Björnsson, Sigurður A. Björnsson, Ellen O. Björnsdóttir, Hilmar B. Björnsson, Jóhanna Einarsdóttir, Klara Tómasdóttir, Samúel I. Þorkelsson, Auðbjörg Kristvinsdóttir, Anja M. Friðriksdóttir, Guðni V. Samúelsson, Ellen L. Björnsson. Þorsteinn Einarsson, Sigurður G. Hafliðason. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför INGIGERÐAR ÞORGRÍMSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fannborgar og Sunnuhlíðar. Margrét Þorgrímsdóttir, Eygló Þorgrfmsdóttir, Gerður Gunnlaugsdóttir. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, GUÐRÚNAR BJÖRNSDÓTTUR, Fossi á Siðu. Guð blessi ykkur öll. Guðleif Helgadóttir, Björn Helgason. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍSABET MAGNÚSDÓTTIR, Ölduslóð 40, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum föstudaginn 17. júlí. Guðmundur Ö. Guðmundsson, Björk Guðmundsdóttir, Kristinn Axelsson, Magnús Þ. Guðmundsson, Sólveig J. Karlsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.