Morgunblaðið - 18.07.1992, Side 32

Morgunblaðið - 18.07.1992, Side 32
 í I MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992 e h ~þú lerb ennþeí upp á,gangstettir' t beygjununn" Ást er... <i-ze . . . að halda sér í formi. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights resarved ® 1991 Lo* Angeles Times S yndica te Útsýnið breyttist til hins verra, það er klárt... HOGNI HREKKVISI n i’ V , 1 1 o ^ '■> t 1 o jlM l 11 T W (n „ ÚrzALL VEGHA tCATVifZ UPPt í Tfté." pli(iri0itwWíií»i!íi BRÉF TTL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Opið bréf til Friðriks Sophussonar frá kjararáði Félags íslenskra náttúrufræðinga VIÐ upphaf íslandsbyggðar sáu menn nauðsyn þess að setja lög til þess að koma reglu á samskipti fólks. Svo er enn í dag, lögin eru leikreglur í samfélagi okkar. Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) gerði kjarasamning á vordögum 1989 við þáverandi fjármálaráð- herra. Farið var að settum leikregl- um. Þegar kom að því að efna samninginn brá framkvæmdavaldið (ríkisstjórnin) sér í annað gervi og gerðist löggjafi, breytti reglunum að sínum hentugleikum, jafvel sá hluti samningsins sem kominn var til framkvæmda var tekinn af. Eft- ir sátum við með vanefndir ríkisins og skert laun. Margir sáu meinbugi á þessu og töldu stangast á við ýmis ákvæði stjórnarskrár. Þeirra á meðal voru flestir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins. Nú er beðið úr- skurðar Hæstaréttar í málinu. sem eftir stendur í honum hefur ekki verið uppfyllt. Og nú er hand- afli beitt á Kjaradóm. Hvort heldur sem kjör ríkisstarfsmanna eru ákveðin samkvæmt lögum af Kjara- dómi eða með fijálsum samningum, þá hundsar framkvæmdavaldið nið- urstöðumar eftir geðþótta. Er von að spurt sé, hvað er orðið um fijáls- an samningsrétt, hvar er virðingin fyrir lögum og dómskerfi, hveiju er að treysta í samningum við ríkis- valdið? ísland er að komast á svartan lista hjá Alþjóðadómstólnum sem ljallar um mannréttindi og vinnu- málalöggjöf. Ríkisvaldið hefur tap- að málum fyrir mannréttindadóm- stóli Evrópu og mál eru í gangi hjá Alþjóða vinnumálastofnunni (ILO). Friðrik, eru þér mannréttindi og alþjóðalög einhvers virði? Meðal röksemda fyrir því að hnekkja úrskurði Kjaradóms nú er að lífeyrisgreiðslur til lífeyrisþega hækki svo mjög. Launum ríkis- starfsmanna hefur lengi verið hald- ið niðri á þeim forsendum að lífeyr- ir þeirra sé svo góður. En þessi láglaunastefna sigldi í strand og ríkið tók að yfírborga ýmsa starfs- menn sína á skjön við launakerfíð til þess að halda í þá. Ekki hefur mátt setja þær yfírborganir inn í grunnlaunin því það veldur hækk- unum til lífeyrisþega. í reynd er þetta ekkert annað en þjófnaður frá lífeyrisþegum og afleiðing af ónýtu launakerfí. Þú sjálfur, Friðrik, svo og flestir aðrir, hafa viðurkennt að kerfíð sé gengið sér til húðar. Það þurfi uppstokkunar við. \ Kjaradómur horfðist einungis í augu við staðreyndir. Launakerfís- breytingar í samræmi við þær eru óumflýjanlegar. Þrátt fyrir þumal- skrúfu ykkar í ríkisstjórninni á Kjaradóm eru þetta enn forsendur dómsins. Við skorum á þig og aðra í ríkisstjórninni, að láta dómskerfíð og löggjafann vinna sín verk, vinn- ið þið ykkar. Kjararáð FÍN Hvalavernd Á dögunum felldi Kjaradómur úrskurð um breytt kjör, m.a fyrir Prestafélag íslands og ýmsa æðstu embættismenn ríkisins. Prestafé- lagið var eitt af þeim félögum sem stóðu að samningum BHMR 1989 og er sambærilegt félag við FÍN. Launakerfi þeirra var breytt og gert víðara, jafnframt því sem ýms- ir fastir liðir sem áður flokkuðust undir aukatekjur voru felldir inn í grunnlaunin. Við samglöddumst þessum félögum okkar, en það stóð stutt. Framkvæmdavaldið breytti leikreglunum enn einu sinni. Með einum eða öðrum hætti skyldi Kjaradómi hnekkt. Þið hinir sömu þingmenn sem gagnrýnduð slík af- skipti árið 1990, gerið nú slíkt hið sama. í lýðræðisríkjum þykja það sjálf- sögð mannréttindi að fá að semja um kaup sitt og kjör^.í orði hefur svo verið hér líka, en aðeins í orði, ekki á borði. Ifyrir tveimur árum voru stórir hlutar úr kjarasamningi okkar numdir úr gildi með illræmd- um bráðabirgðalögum. Margt af því Frá Rafni Geirdal: ÉG legg eindregið til að ísland taki tillit til alþjóðlegra sjónarmiða um friðun hvalsins; einkum eftir vel heppnaða umhverfisverndarráð- stefnu í Ríó. Litið er til íslands sem fordæmis í ræktun skóga eins og kom fram í fyrri grein minni um ræðu forseta okkar, Vigdísar Finnbogadóttur, þar sem vitnað er í að við höfum glantað 16 trjám á hvern íslending. Á meðan er skóglendi jarðar að eyðast upp. Sýnum því einnig fordæmi varð- andi hvalinn. Tökum upp skoðunar- ferðir fyrir erlenda gesti okkar um íslandsmiðin, þar sem þeim gefst kostur á að sjá hvalinn spúa upp vatni mitt í sínu náttúrulega um- hverfi. Eflaust þætti mörgum okkar þetta einnig áhugavert. John A. Knauss, aðalfulltrúi Bandaríkjanna á alþjóðahvalveiði- ráðstefnunni benti á ágæta lausn fyrir hvalveiðiþjóðir sem vilja eðli- lega fá tekjur fyrir sínar auðlindir: „Hvalaskoðun, sem skipulögð er um allan heim, veltir meira en 300 milljón dölum (um 18 milljörðum króna) árlega og á síðasta ári tengdust um fjórar milljónir manna nýtingu hvala, sem ekki tengdust veiðum.“ Þetta er kjörin tekjulind fyrir íslendinga, og einnig fyrir Norð- menn, Færeyinga, Grænlendinga og aðrar þjóðir við sjávarsíðuna. Þetta er vel séð á erlendum vett- vangi. Þetta getur aukið tekjur til sjávarþorpa landsbyggðarinnar. Þetta vinnur saman við almenna aukningu ferðamannastraums. Veljum þetta sem leið. ísland í önd- vegi. íslandi allt. RAFN GEIRDAL skólastjóri, Smiðshöfða 10, Reykjavík. Víkveiji skrifar Viðskipti bílaumboðanna með nýja sem notaða bíla virðast einkennast af mikilli ládeyðu um þessa mundir, þar sem fyrirtækin keppast við, á allt að því örvænt- ingarfullan hátt, að gera söluvöru sína sem gimilegasta. Alls kyns gylliboð eru í gangi, svo sem sum- arfrí fyrir fjölskylduna, sé keyptur nýr bíll, kvöldverðarboð, ókeypis hvers kyns fylgihlutir með bílnum og fleira og fleira. Slagorð eins og „ótrúlegt verð“, „ótrúlega hag- stætt verð“, „kostar aðeins...“ eru fastur fylgifiskur bílaauglýsinga, en þrátt fyrir öll ótrúlegheitin, er ótrúlega lítil hreyfing á þessum markaði. Án gamans, það er sjálf- sagt ekkert ótrúlegt að lítil hreyf- ing sé á bílamarkaðnum um þessar mundir, þegar atvinnuleysi blasir við mörgum einstaklingnum, eða er þegar staðreynd, gjaldþrot vofa yfír fyrirtækjum, enn frekari sam- dráttur í þjóðarbúskapnum virðist staðreynd, bið virðist ætla áð verða á að hér rísi nýtt álver og sjávarút- vegurinn bíður ákvörðunar Þor- steins Pálssonar sjávarútvegsráð- herra um heildarafla næsta físk- veiðiárs, með öndina í hálsinum. xxx unningjar Víkveija hafa haft á orði, að ekki geti örvænt- ingarfullar tilraunir bílasala í þá veru að gera sína vöru sem söluleg- asta skilað miklum árangri við þær þjóðfélagsaðstæður sem við búum í dag. Eru þeir sumir þeirrar skoð- unar að vænlegra til árangurs væri að bjóða bílana einfaldlega til sölu á lægra verði og draga til dæmis frá söluverðinu áætlaða þá upphæð sem hinir ýmsu „bónusþættir“ eða „ókeypis" fylgihlutir bílanna kosta. Þar með gæti verið komið viðráðan- legra verð fyrir þá sem hyggja á bílaviðskipti. XXX jaldan hafa ný boð og bönn verið jafn rækilega kynnt í umferðinni, eins og bann við um- ferð vinnuvéla um ákveðnar um- ferðaræðar höfuðborgarsvæðisins, á álagstímum, sem tók gildi nú um síðustu mánaðamót. Ungir vinir Víkveija spurðu hann nú um dag- inn, þegar farið var í bíltúr um borgina, hvað hann héldi að öll skilt- in um það sem þeir nefndu „trakt- orsbann" hefðu kostað. Víkveiji kunni ekki svör við spurningunni, en þess má geta að henni var varp- að fram eftir að skiltaáhugamenn- imir ungu höfðu talið 46 skilti! xxx Vannýttar fiskitegundir hafa verið mikið til umræðu í tengslum við þann mikla niðurskurð á þorskveiðiheimildum sem líklega verður ákveðinn í lok þessa mánað- ar. Víkveiji telur að veitingamenn sem leggja áherslu á sjávarrétti hafí sýnt gott fordæmi, þegar þeir til dæmis bjóða upp á langhala og búra á matseðlum sínum. Hótel Holt hefur lagt áherslu á kynningu af þessu tagi, svo og Við Tjörnina og Perlan, svo einhveijir staðir séu nefndir. Nú fyrir skömmu fékk Vík- veiji búra í Naustinu, matreiddan á hreint afbragðsgóðan hátt og þótti mikið um ágæti fiskjarins. Búri er afar þéttur fískur, og minnir kannski helst á skötusel. Eins og hann er matreiddur á Naustinu er hann hreinn herramannsmatur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.