Morgunblaðið - 21.07.1992, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992
Veiðimenn reyna að setja í stórlaxinn sem sést hefur í Ytri-Rangá
Laxmn
talinn
30pund
ÞRÖSTUR Elliðason eftirlits-
maður við Ytri-Rangá segir að
veiðimenn hafi orðið varir við
stórlax í Rangárflúðum undan-
farna daga. Telja þeir sem séð
hafa laxinn að hann sé ekki
undir 30 pundum. A.m.k einu
sinni hefur verið sett í fiskinn
en hann hafði betur. í síðustu
viku tók hann rauða Francis nr.
10 og eftir dágóða viðureign
hafði fiskurinn brotið tvo króka
af þríkrækjunni og slapp.
Hinn þekkti veiðimaður Þórar-
inn Sigþórsson tannlæknir reyndi
í gær við risalaxinn. Hann setti í
vænan fisk með spún en ekki er
víst að það hafi verið sá stóri.
„Þessi höfðingi var vel yfir 20
pund,“ sagði Þórarinn eftir að hafa
misst fískinn eftir stutta viðureign.
„Þetta var eins og heil éilífð þessi
stutta stund sem hann var á. Ég
hefði náð honum ef hann hefði
ekki tekið svona grannt í spúninn.
Þetta var feikna högg sem kom á
stöngina og hann strikaði með
færið en ég réði ekkert við hann. “
Stærsti fiskur sem komið hefur
á land í Ytri-Rangá er um 20 pund
en sá stærsti í sumar er um 15
pund. Sagði Þröstur að uppi væri
kenning um að lax af Sogskyni
hefði flækst í ána fyrir löngu og
„stórlaxinn" væri þaðan ættaður.
Morgunblaðið/Þorkell
Reynt við stórlaxinn
Þórarinn Sigþórsson reyndi við stórlaxinn í Ytri-Rangá
í gær en án árangurs. Flugan Francis þríkrækja nr.
10 sem stórlaxinn braut tvær krækjur af eftir hörku-
viðureign við vanan veiðiniann í síðustu viku.
Samningaviðræður íslands og EB um gagnkvæmar veiðiheimildir strand í bili;
Aftnr viðræður í haust
EKKERT varð úr samningafundi íslendinga með fulltrúum Evrópu-
bandalagsins (EB) sem fyrirhugaður var í Brussel í gær. Þar átti
að ræða um gagnkvæm skipti á fiskveiðiheimildum milli íslands og
EB. Samkvæmt heimildum fréttaritara Morgunblaðsins í Brussel
komust aðalsamningamenn beggja aðila að þeirri niðurstöðu að ekk-
ert hefði gerzt frá síðasta fundi sem gæfi tilefni til þess að halda
samningafund og var ákveðið að fresta viðræðunum til hausts, er
embættismenn EB koma til starfa eftir sumarleyfi.
íslendingar hafa sett fram kröfur minnzt á annað en um skipti á veiði
um að nái íslenzk skip ekki að veiða
allan þann loðnukvóta, sem EB á
að leggja þeim til samkvæmt samn-
ingnum, skerðist karfakvóti EB í
íslenzkri landhelgi á móti. Evrópu-
bandalagið telur þetta algjörlega
óviðunandi, þar sem í erindaskipt-
um þeim, sem fram hafa farið milli
framkvæmdastjómar EB og ís-
lenzkra stjómvalda um efni fyrir-
hugaðs fiskveiðisamnings, sé hvergi
heimildum sé að ræða, en ekki afla
upp úr sjó. Evrópubandalagið telur
því að um nýja kröfu sé að ræða
hjá íslendingum, sem ekki hafí leg-
ið fyrir er samningamir um Evr-
ópskt efnahagssvæði vom undirrit-
aðir sl. vor. Bandalagið hefur gert
undirritun fískveiðisamnings að
skilyrði fyrir því að íslendingar fái
tollfríðindi fyrir sjávarafurðir sínar
á Evrópumarkaði samkvæmt EES-
samningnum. Náist ekki samningar
um skipti á veiðiheimildum milli
íslands og EB er gildistaka EES-
samningsins því í óvissu. EB er
þeirrar skoðunar að eigi samninga-
viðræður að hefjast að nýju í haust,
verði íslendingar að hafa breytt
afstöðu sinni.
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra og Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra hittust á
fundi um helgina og ræddu um
hversu langt ætti að ganga í kröfum
á hendur EB. Samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins urðu þeir sam-
mála um að reyna ekki að knýja
fram samkomulag í viðræðunum
við EB fyrr en í haust. Utanríkisráð-
herra mun þó vilja ganga lengra
til móts við Evrópubandalagið en
sjávarútvegsráðherra.
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að ekkert væri
því til fyrirstöðu að ræða og sam-
þykkja EES-samninginn á Alþingi,
sem kemur saman í ágúst, þótt fisk-
veiðisamningur lægi ekki fyrir.
EES-samningurinn væri ótvírætt
mikilvægt hagsmunamál og helzta
tæki íslendinga til að bregðast við
samdrætti í sjávarútvegi, þar sem
hann myndi auka tækifæri til sölu
unninna fískafurða. „Ég tel enga
ástæðu til að ætla að tvíhliða samn-
ingunum um skipti á gagnkvæmum
veiðiheimildum ljúki ekki í tæka
tíð, þ.e. fyrir lok þessa árs,“ sagði
Jón Baldvin.
Gaseitnm
í sturtu-
klefanum
ÞRJÁR franskar konur misstu
meðvitund vegna gaseitrunar í
sturtuklefa við Sigurðarskála í
Kverkfjöllum fyrir skömmu. Að
sögn Skúla Magnússonar lyá
Vinnueftirliti Austurlands höfðu
konurnar Iokað fyrir loftstreymi
að klefanum vegna kulda en við
það safnaðist gas fyrir.
Gasbrennarinn er af franskri
gerð og skammtar vatn í tíu mínút-
ur í senn eftir gjaldmæli. Konumar
voru saman í klefanum en fyrir
utan beið íslendingur eftir að kom-
ast í sturtu. Sagði Skúli að fljót-
lega hefði dregið úr masi kvenn-
anna og loks heyrðust dynkir þeg-
ar þær féllu við. Maðurinn braut
upp hurðina og dró þær út meðvit-
undarlausar. „Þær voru ekki í
beinni lífshættu, þar sem rifa var
ofan og neðan við hurðina," sagði
Skúli.
Mál Sophiu
fyrir dóm í
Strassborg?
HASÍP Kaplan, lögmaður
Sophiu Hansen, segist sann-
færður um að forræðisdeila
Sophiu og eiginmanns henn-
ar fari á endanum fyrir
mannréttindadómstól í
Strassborg.
Kaplan segir að ef Sophia
vinni málið á lægri dómsstig-
um muni fyrrverandi eigin-
maður hennar leita til háttsett-
ari dómstóla þar til á endanum
dæmt verði í Strassborg. Hann
segist stefna að því að málið
verði útkljáð innan árs.
Kaplan er í vikuheimsókn
hér á landi um þessar mundir.
Hann mun ræða við fulltrúa
yfirvalda, fara yfir gögn og
kynna sér aðstæður Sophiu.
Ósamið við
flugvirkja
EKKI hafa enn náðst samningar
í kjaradeilu flugvirkja og Flug-
leiða. Að sögn Guðlaugs Þorvalds-
sonar, ríkissáttasemjara, ber mikið
á milli í viðræðunum. Fundur var
í deilunni í gær og hefur annar
fundur verið boðaður á miðviku-
dag.
John Pope óttast afleiðingar þess að ekki yrði dregið verulega úr þorskveiðum á næsta árí:
Hætta á hruni stofnsins
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
John Pope, ráðgjafi sjávar-
útvegsráðherra.
JOHN POPE, enskur sérfræðingur sem
unnið hefur tölfræðilega úttekt á ástandi
þorskstofnsins fyrir sjávarútvegsráðherra,
segir að brýnt sé að dregið verði úr veiðun-
um, ella sé hætta á hruni stofnsins. Hann
segir að mögulegt geti verið að draga ur
þorskveiðunum í áföngum, en það þýði að
stofninn verði lengur að ná sér. Skynsam-
legra sé að skera veiðarnar strax niður um
40%, enda megi þá búast við örari vexti
stofnsins.
Sjávarútvegsráðherra fékk John Pope til að
fara yfir úttekt og aflaspár Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins og skilaði hann skýrslu í síðustu
viku. Pope kom hingað til lands í gær til þess
að gera grein fyrir tillögum sínum og átti
meðal annars fund með fulitrúum hagsmunaað-
ila í sjávarútvegi, samtaka launþega og vinnu-
veitenda, forystumönnum þingflokka og sjávar-
útvegsnefnd Alþingis.
í samtali við Morgunblaðið sagði Pope að
hann hefði, ásamt samstarfsmönnum sínum í
Lowestoft á Englandi, farið nákvæmlega yfir
þau gögri, sem Alþjóðahafrannsóknaráðið hefði
byggt tillögur sínar á. Einnig hefðu aðferðir
ráðsins verið bomar saman við aðrar aðferðir
til að meta stofnstærð. Allar aðferðirnar bendi
til að niðurstöður ráðsins gefí rétta mynd af
ástandi þorskstofnsins við íslands. „Ástand
stofnsins er í stuttu máli þannig,“ segir Pope,
„að veiðidánarstuðullinn er alltof hár. Það þýð-
ir, að hrygningarstofninn fer minnkandi og þar
af leiðandi er hætta á að stofninn nái ekki að
endurnýja sig. Því tel ég að draga verði úr
veiðunum þvl ella er hætta á hruni stofnsins,"
segir hann.
Pope segir að þorskveiðar íslendinga hafí
árum saman verið meiri en stofninn þoli. Ætla
megi, að miðað við núverandi sókn fari hrygn-
ingarstofninn niður fyrir 180 þúsund tonn ein-
hvem tímann á næstu fímm ámm og þá sé
hættan á hmni orðin mikil. Æskilegast og ör-
uggast sé að hrygningarstofninn fari yfir
400.000 tonn og til þess að ná því marki þurfi
að draga verulega úr sókninni.
Hann segist í athugunum sínum hafa komist •
að þeirri niðurstöðu, að best sé fyrir íslendinga
að miða heildarþorskafla við tillögur Alþjóðaha-
frannsóknaráðsins, sem fela í sér 40% niður-
skurð. „Með því móti ætti hrygningarstofninn
að hafa náð æskilegri stærð 1996. Það er auð-
vitað líka hægt að draga smám saman úr sókn-
inni, minnka aflann um 20% á næsta ári 10%
á þarnæsta ári og svo framvegis. Sú áðferð
felur hins vegar í sér meiri hættu á að gengið
verði of nærri hrygningarstofninum, auk þess
sem uppbygging hans tekur mun lengri tíma
ef sú leið verður farin.“