Morgunblaðið - 21.07.1992, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JUU 1992
11
ur sín vel í þessum verkum.
Brita Wimnell-Macke á fjöl-
skrúðugasta framlagið á sýning-
unni, en hún sýnir vatnslitamyndir,
akrylmyndir og verk unnin í
steypu, plast og plexigler. Hinar
fjölmörgu vatnlitamyndir hennar
eru flestar smáar og birta hughrif
listakonunnar, sem hún hefur upp-
lifað víða um landið, eftir því sem
titlarnir bera vitni um. Flestar eru
þessar myndir hreinar og tærar,
og nýtur liturinn sín vel í þeim.
Hins vegar vekja þau verk sem hún
hefur unnið i steypu og plexigler
meiri athygli. „Skjaldmey (nr. 31)
er vel gert, og formið tengist öðru
verki hennar og einnig myndum
Monu Göpfert. Steyptu myndirnar
eru einnig sérstakar, og má benda
á „Einn á sökkli (nr. 36) og „Hnísa
(nr. 39) sem verk, þar sem
skemmtilega er unnið úr hinum
formrænu möguleikum. Eftir þess-
um verkum að dæma virðist lista-
konan eiga nokkuð erindi inn á hið
þrívíða svið höggmyndalistarinnar.
Það er ijóst að hér eru ekki á
ferðinni þekktir listamenn, sem
hafa náð að skapa sér nafn í list-
heiminum, heldur ungt listafólk,
sem er að þreifa fyrir sér og leita
að hinu persónulega í list sinni.
Það sem hér ber fyrir augu gefur
fulla ástæðu til að ætla að það
megi takast, og að meira eigi eftir
að spyrjast til þeirra í framtíðinni.
Sýningu þeirra Monu Göpfert,
Britu Wimnell-Macke og Dick And-
erson í Hafnarborg í Hafnarfirði
lýkur mánudaginn 20. júlí.
urlenskt bænahús" (nr. 14) er einn-
ig gott dæmi um verk þar sem efni-
viðurinn og myndefnið renna vel
saman í verkinu.
Hins vegar verður myndgerð
Magnúsar oft þvinguð, óþarflega
flókin og ósannfærandi þar sem
ætlunin er að koma einhveiju „snið-
ugu myndefni til skila. Nöfn eins
og „Yfirumsýsluráðgjafinn“, „For-
maður Þverhausafélagsins",
„Vandamálafulltrúi" og „Minning
um háskólagenginn ríkisstarfs-
mann“ geta litið ágætlega út á
pappír, en eru ósköp vandræðaleg
sem myndverk, og vekja spurningar
bæði um tilgang verkanna og hvaða
kröfur listamaðurinn gerir til þess
sem hann sýnir.
Magnús er ágætur verkmaður,
og hefur greinilega unun af því að
vinna í þennan efnivið. Þessi
ánægja skilar sér vel í mörgum
verkum á sýningunni, en hann þarf
hins vegar einnig að vera örlítið
gagnrýninn á eigin verk, þar sem
hið slaka dregur niður það sem vel
er gert. Þrátt fyrir erfiðan sýningar-
stað, má reikna með að mihni sýn-
ing og betur valin hefði að öllu leyti
heppnast betur.
Sýningu Magnúsar Th. Magnús-
sonar í Perlunni lýkur þriðjudaginn
22. júlí.
í Kaupmannahöffn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
CHARADE
Sá liprasti í bænum!
KOSTAR STAÐGREIDDUR, KOMINN A GOTUNA FRA:
BRIMBORG
FAXAFENI8 • SIMI91 - 68 58 70