Morgunblaðið - 21.07.1992, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992
Mh i; j , ■ / U i!. :..-i 'Jd' I---j'.; ■■ 'L
Sjálfsbjargarvið-
leitni íslendinga
eftirÞórunni
Sveinbjörnsdóttur
Nú þegar þjóðin horfist í augu
við gífurlegan samdrátt í fiskveið-
um til viðbótar þeim aflasamdrætti
sem hefur átt sér stað undanfarin
ár verður við að skoða stöðu ann-
arra íslenskra atvinnuvega því ljóst
er að atvinna dregst saman á næstu
misserum. Atvinnuleysi er nú þegar
orðið geigvænlegt og brýnt að
spyrna við fótum hið snarasta. í
kjaraviðræðum á síðastliðnum vetri
var stofnuð atvinnumálanefnd
vinnuveitenda og ASÍ. í henni komu
fram margar athyglisverðar tillögur
en þær eru enn á blaði og í um-
ræðu. Það er ekki nóg. Eitthvað
verður að gerast fljótt og í vissum
málum þarf ekki langan undirbún-
ing.
Okkar ágæta þjóð á að taka' sig
taki og hætta að trúa því að allar
innfluttar vörur séu betri en okkar.
Við eigum ekkert þjóðarstolt til að
vernda okkar eigin framleiðslu.
Svona hugsa aðrar sambærilegar
þjóðir ekki. Má þar nefna Norður-
lönd. Þar er ekkert t.d. Cheerios.
Þeir eru að vernda sína eigin fram-
leiðslu, svo fólk haldi vinnu og ekki
þurfi að sóa öllum gjaldeyri sem inn
kemur. Það er ekki nóg á hátíða-
og tyllidögum að ræða um íslenska
menningu, landvernd og skógrækt.
Það þarf líka að áminna okkur al-
varlega hvað varðar sóun og of-
neyslu.
Þegar kemur að innkaupum til
húss og heimilis ættum við alltaf
að kaupa íslenskt því með hveijum
innkaupum þar sem íslenskt er í
innkaupakörfunni minnka líkurnar
á að íslenskt fyrirtæki sem skapar
íslendingum vinnu fari á hausinn.
Við eigum orðið fjölda af vönduðum
góðum vörum sem gefa þeim út-
lendu ekkert eftir.
Nefna má marmelaði, sultu, kaffi
kökur, þvottaefni, ræstiefni, sápur,
busta, kústa, regnföt, vinnuföt og
margt fleira. Það sem enginn virð-
ist hugsa um er það, að hvert sultu-
glas eða þvottaefnispakki sem
keyptur er skapar vinnu fyrir ís-
Þórunn Sveinbjörnsdóttir
„Með hverjum innkaup-
um þar sem íslenskt er
í innkaupakörfunni
minnka líkurnar á að
íslenskt fyrirtæki sem
skapar íslendingum
vinnu fari á hausinn.“
lending. Ef við tökum okkur ekki
á þá fækkar þessum störfum. Hvað
erum við að hugsa? Ef við viljum
að fólk hafi atvinnu þá skulum við
taka höndum saman og kaupa allt-
af íslenskt þegar það er til. Munum,
það skapar vinnu. Með því að kaupa
erlenda sultu eða þvottaefni erum
við að greiða fólki laun í öðru landi.
A tímum vaxandi atvinnuleysis get- *
um við ekki leyft okkur að glata
íslenskum störfum með hugsunar-
leysi.
Ég skora á okkur öll. Snúum
dæminu við. Sýnum þjóðarstolt með
því að hugsa alltaf íslenskt fyrst.
Þannig komumst við af í okkar
harðbýla landi.
Höfundur er formaður
starfsmannafélagsins Sóknar.
Innilegar þakkir til venslafólks og vina fyrir
hlýjar kveðjur og góðar gjafir á gullbrúðkaups-
degi okkar 4. júlí sl.
Gunnþóra Kristmundsdóttir
og Helgi Þorláksson.
Laugardaginn 18.07.1992 Flokkur: H
í Lukkupotti núna eru 552.032,- kr.
OPEL ASTRA er fyrsti bíllirm í
sínum stærðarflokki með nýja
tegund öryggisbelta. Þessi
\
búnaður byggist á
beltastrekkjara sem við árekstur
dregur beltið að líkamanum og
varnar því að höfuðið lendi á
stýrinu, eða að líkaminn renni
út undan beltinu, eins
og oft gerist
með
helðbundin
belti. Og það sem
meira er, þetta er staðal-
búnaður. OPEL ASTRA er líka
sterkur bíll. Hann er búinn
tvöföldum stálbitum í bæði fram-
og afturhurðum, auk þess sem
farþegarýmið er sérstaklega £
styrkt. Sérstök krumpusvæði að
framan og aftan draga úr höggi
við árekstur. ABS bremsukerfi
■HnmnHH
SUM BÍLBELTI ERU
EINFALDLEGA BETRI
EN ÖNNUR!
r..m
með læsivörn eykur enn á
öryggið (aukabúnaður). OPEL er
ásamt Volvo og Mercedes Benz
leiðandi fyrirtæki á sviði
umferðaröryggis. Þú ert öruggur
úti að aka, með beltin spennt á
OPEL ASTRA.
OPELe
UmboðsaSili General Motors ó íslandi. Höfóabakka 9. Sími 91-63 40 00 & 63 40 50
QPEL ASTRA. VERÐ FRÁ 996.000 KR.