Morgunblaðið - 21.07.1992, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992
i ■i ; ..—-, i . ; 1
15
Alþjóðlegar skuldbind-
ingar og undanbrögð
eftir Jónas Fr.
Jónsson
Dómur Mannréttindadómstóls
Evrópu yfir íslandi í máli Þorgeirs
Þorgeirssonar hefur að vonum vak-
ið athygli hérlendis, enda er þetta
í fyrsta skiptið sem dómurinn hef-
ur talið ísland brotlegt við ákvæði
Mannréttindasáttmála Evrópu.
Dómurinn leiðir hins vegar hugann
að því að það er á fleiri sviðum
sem við íslendingar göngum á svig
við alþjóðlegar skuldbindingar.
Þorgeirsmálið
í máli Þorgeirs Þorgeirssonar
var talið að ekki stæðist að beita
108 gr. hegningarlaga um mál
hans en það ákvæði fjallar um
ærumeiðingar gagnvart opinberum
starfsmönnum. Sú túlkun íslenskra
dómstóla, að greinin verndaði lög-
regluna í heild fyrir gagnrýni,
stangaðist á við 10. gr. Mannrétt-
indasáttmálans um tjáningarfrelsi,
enda væri lýðræðislegri umræðu
þröngur stakkur sniðinn ef ekki
mætti gagnrýna opinberar stofn-
anir. Rétt er að geta, að einn dóm-
ari Hæstaréttar skilaði sératkvæði
í máli Þorgeirs og taldi að þótt
ummælin væru harðorð, bæri ekki
að refsa fyrir þau, þar sem 108.
gr. hegningarlaga ætti að skýra
með hliðsjón af grundvallarreglu
íslenskrar stjórnskipunar um frelsi
manna til að tjá sig í ræðu og riti.
Félagafrelsi
Á öðru sviði ganga íslendingar
á svig við Mannréttindasáttmála
Evrópu en það er varðandi félaga-
frelsi. Hér á landi hefur það verið
látið viðgangast að menn séu
skyldaðir til þess að vera í félög-
um, beint með lagaboði eða óbeint
með kjarasamningum. Ákvæði
stjórnarskrár um félagafrelsi hafa
verið túlkuð á þann veg, að það
verndi einungis réttinn til þess að
stofna félög en ekki réttinn til
þess að neita að vera í félögum.
Það sjá menn í hendi sér að félaga-
frelsi er innantómt ef skikka má
menn til að vera í félögum þvert
gegn vilja þeirra. 1 11. gr. Mann-
réttindasáttmálans er ákvæði sem
er nánast samhljóða félagafrelsis-
ákvæði íslensku stjórnarskrárinn-
ar, en það hefur hins vegar verið
túlkað á þann veg að félagafrelsi
felist einnig í því að neita þátttöku
í félögum. Þessi túlkun kom fram
í dómi Mannréttindadómstólsins
frá 1981 í málinu Young, James
og Webster (Y.J.W) gegn Stóra-
Bretlandi. Málavextir voru þeir að
þrjú bresk verkalýðsfélög gerðu
samkomulag við Bresku járnbraut-
irnar (B.J.) um að það yrði gert
að skilyrði fyrir vinnu hjá B.J. að
starfsmenn væru félagar í þessum
verkalýðsfélögum. Þetta vildu
Y.J.W. ekki sætta sig við og var
sagt upp vinnunni hjá B.J. þar sem
þeir höfðu starfað um árabil. Þre-
menningarnir fóru í skaðabótamál,
en breskir dómstólar höfnuðu kröf-
um þeirra og vísuðu þeir þá málinu
til Mannréttindadómstólsins. Dóm-
stóllinn komst að þeirri niðurstöðu
að hér væri brotið gegn ákvæðum
sáttmálans, enda væri skerðingin
ekki „nauðsynleg í lýðræðisþjóðfé-
lagi“ en í 2. mgr. 11. gr. er að
finna ákvæði sem veita undanþágu
frá félagafrejsinu í ákveðnum til-
fellum.
Til viðbótar þessu má minna á
að íslendingar samþykktu einnig
Mannréttindayfirlýsingu Samein-
uðu þjóðanna þar sem segir í 2.
Jónas Fr. Jónsson
„Þorgeirsmálið er holl
áminning til íslenskra
stjórnvalda og í raun
hvatning til þess að láta
nú fara fram rækilega
könnun á alþjóðlegum
skuldbindingum Is-
lands og hvernig
(hvort) þeim er fylgt í
framkvæmd hér á
landi.“
mgr. 20. gr. að engan mann megi
neyða til að vera í félagi. Á næst-
unni má búast við að ijallað verði
um hugsanlegt brot íslands á fé-
Kórsöngur
_________Tónlist_____________
Jón Ásgeirsson
Kammerkór undir stjórn Hilm-
ars Arnar Agnarssonar orgelleik-
ara flutti verk eftir Palestrina, Jo-
hann Bach og Schiitz á fyrri sum-
artónleikunum um síðustu helgi í
Skálholtskirkju. Kórinn hóf tón-
leikana með sicut servus og Jubil-
ate Deo, eftir Giovanni Pierluigi
da Palestrina, þann mikla meistara
í ritun fjölradda kórtónlistar, sem
íslenskir kórar hafa í reynd ekki
mikið fengist við, utan nokkrar
smámótettur stöku sinnum.
Palestrina samdi yfir 100 messur,
á fjórða hundrað mótettur og ann-
að eins af smáverkum, hymna,
sorgarsöngva, litaníur og verald-
lega madrigala. Sicut servus er
samið 1581 og Jubilate Deo 1575
og eru þessi rúmlega 400 ára
gömlu verk ótrúlega laus við ein-
hver ellimörk. Kammerkórinn söng
þessi verk af þokka en án þeirrar
hrynrænu skerpu, sem nauðsynleg
er. Rómantisk mýkt á ekki heima
í tónlist Palestrina og sú spenna,
sem kemur fram í víxlun radd-
anna, verður að vera gædd hryn-
rænum krafti, sem er lífafl fjöl-
röddunarinnar.
Þrátt fyrir að verkið Unser leben
ist ein Schatten, eftir Johann Bach
(1604—73) og afabróðir Johanns
Sebastians), sé hvað stíl og vinnu-
brögð ólíkt verkun Palestrina, er
hrynskerpan meginafl tónsmíðar-
innar og þar má ekki slaka á, né
leika með blæbrigði eins í róman-
tískri tónlist. Sú aðferð Hilmars
Arnar að leggja áherslu á hryn-
mjúka útfærslu og allt að því róm-
antíska túlkun, breytti miklu um
þá reisn sem annars gæti hafa
verið á verkum Schiitz. Fyrsta
verkið var Boðun Maríu, Sei gegr-
iisset Maria og er það ritað fyrir
sópran og alt einsöng, kór og
undirleikshljómsveit. Þóra Einars-
dóttir og Stefanía Valgeirsdóttir
sáu um einsönginn og gerðu það
af þokka. Heimur og jörð munu
farast, fyrir þrjá bassa og fylgirödd
var ágætlega sungið af Michael
J. Clarke, Eiríki Hreini Helgasyni
og Ragnari Davíðssyni en selló-
röddin var allt of sterk og skyggði
oftlega einsöngvarana. Það verk
sem mest leið fyrir umrædda hryn-
mýkt var 14 radda söngverkið
Sál, hví ofsækir þú mig, sem er
eitt af athyglisverðustu kórverkum
Schutz. Þarna blómstrar stórbrot-
inn ritháttur Giovanni Gabrielis,
sem var kennari Schútz, en drama-
tíska útfærslan er frá Schútz sjálf-
um. Hróp Davíðs bergmálar í fjöll-
um eyðimerkurinnar og þar beitir
hann margskiptingu kórsins. I
þessu verki vantaði tilfinnanlega
þann bergmálandi kraft, sem A-
hluti verksins býr yfir og miðþátt-
urinn, sem ber í spádómslega ógn-
un, var máttleysislega sunginn.
Kammerkórinn var vel mannað-
ur, þó raddirnar væru ekki vel sam-
an sungnar og raddjafnvægið riðl-
aðist stundum. Flutningurinn í
heild, bæði af hálfu söngvara og
hljóðfæraleikara, var áferðar-
fallegur en það vantaði í hann þá
hrynræna skerpu, er var hinn
„dinamiski“ kraftur fjölradda kór-
tónlistar í upphafi 17. aldar.
K0LAP0RTIÐ
SKRIFSTOFA
hefur lengiö nýtt SÍMAnúmen:
6
og einnig nýtt FAXnúmer: 62 50 99
Vinsamlegast skrifið þessi nýju númer í símaskrá ykkar.
KOIA PORTIÐ
MrfRKa-Ð.ffO&<r
GARÐASTRÆTI 6 • 101 REYKJAVÍK
lagafrelsinu og það væri slæmt ef
landið yrði dæmt fyrir annað
mannréttindabrot á stuttum tíma.
Jöfnunargjald á iðnvarning
Jöfnunargjald var í upphafi lagt
á innfluttar iðnvörur í því skyni
að jafna samkeppnisstöðu ís-
lenskra og erlendra iðnaðarvara
vegna uppsöfnunaráhrifa sölu-
skatts_í framleiðslukostnaði á ís-
landi. í greinargerð með frumvarpi
vegna þessa var skýrt tekið fram
að hér væri um tímabundna ráð-
stöfun að ræða þar til virðisauka-
skattur hefði verið tekinn upp hér-
lendis. Þó svo að gjaldið væri á
svig við fríverslunarsamninga þá
sem íslendingar gerðust aðilar að
á áttunda áratugnum, þótti gjaldið
réttlætanlegt á meðan söluskatts-
kerfi var við lýði hérlendis. Þrátt
fyrir upptöku virðisaukaskatts var
gjaldið innheimt áfram, en árið
1990 var flutt sérstakt frumvarg
um afnám þess í árslok 1991. í
greinargerð með frumvarpinu var
ítarlegur rökstuðningur fyrir því
að með þessu móti hefði eftirstöðv-
um uppsafnaðs söluskatts í rekstr-
arkostnaði . iðnfyrirtækja end-
anlega verið eytt. í umræðum um
þetta frumvarp sagði Friðrik Soph-
usson, alþingismaður, meðal ann-
ars og beindi orðum sínum að utan-
ríkisráðherra: „Hann veit betur en
flestir aðrir sem utanríkisráðherra
að við erum að bijóta samninga á
okkar viðskiptaþjóðum, þ.e. þeim
sem við höfum gert sérstaka samn-
inga við“. Þrátt fyrir þessi orð var
jöfnunargjaldið framlengt til 1.
október 1992 með lögum nr.
77/1991 í trássj við alþjóðlegar
skuldbindingar íslands gagnvart
öðrum EFTA-þjóðum og EB-ríkj-
um.
Undanbrögð liðin tíð
Undanbrögð við að inna af hendi
skyldur samkvæmt alþjóðlegum
samningum verða sífellt erfiðari.
Hingað til hafa íslendingar komist
upp með slíkt vegna smæðar lands-
ins og áhugaleysis um mannrétt-
indi innanlands. Þetta er nú að
breytast. Bæði eru menn orðnir
meðvitaðri um rétt sinn gagnvart
hinu opinbera og einnig mun við-
skiptasamningurinn við okkar
helstu viðskiptaþjóðir (EES) fela í
sér virkt eftirlit með framkvæmd
samningsins.
Þau mál sem hér hefur verið
tæpt á eru ekki tæmandi upptaln-
ing. Dæmin gætu verið fleiri. Þor-
geirsmálið er holl áminning til ís-
lenskra stjórnvalda og í raun
hvatning til þess að láta nú fara
fram rækilega könnun á alþjóðleg-
um skuldbindingum Islands og
hvernig (hvort) þeim er fylgt í
framkvæmd hér á landi. Þetta þarf
að gera fyrir áramót, áður en við
verðum hluti af Evrópsku efna-
hagssvæði sem ætlað er að stuðla
að „uppbyggingu Evrópu á grund-
velli friðar, lýðræðis og mannrétt-
inda“.
Höfundur er lögfræðingur
Verslunarráðs Islands.
ACD 3000 LW/MW/FM steríó hljómgæði. Geislaspilari. 30 stöðva
minni magnari 2x25 wött. Geislaspilari lagaleitara o.fl.
Útgangur fyrir kraftmagnara.
ARC 603 Kraftmikið tæki með fjarstýringu sem stýrir aðgerðum 2x25 watta
magnari. Sjálfvirk spólun á snældu. Stafrænn gluggi. Tenging fyrir CD
geislaspilara. Útgangur fyrir kraftmagnara
ARC180 Alvöru tæki MW/FM steríó útvarp og segulband. 2x25 wött. Upplýstur
stafrænn gluggi. Sjálfvirk spólun á snældu. Tenging fyrir. CD geislaspilara.
Útgangur fyrir fjóra hátalara með fullkomið steró innbyrgðis.
ARC 716 L MW/FM sterió hágasöa útvarp með segulbandi.
Sjálfvirkur leitari á bylgju og „skanner" sem finnur allar rásir og spilar brot af
hveni. - Stafrænn gluggi er sýnir bæöi bylgjulengd og klukku.
ARC 710 MW/FM sterio útvarp og segulband. Sjálfvirkur leitari og „skanner",
magnari 2x12 wött. Frábær hljómgæði. Tækið er með klukku og sérstaklega
skemmtilegri lýsingu í tökkum.
bíltæki.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20
-/uperlech, BIU^