Morgunblaðið - 21.07.1992, Side 23

Morgunblaðið - 21.07.1992, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992 23 Norrænt varn- arbandalag? BENGT Gustafsson, yfirmaður sænska heraflans, hefur varpað þeirri hugmynd fram að Norður- löndin stofni eigin varnarbandalag í stað þess að ganga í varnar- bandalag í tengslum við Evrópu- bandalagið. Hann sagðist telja að Svíar ættu að halda áfram hlut- leysisstefnu sinni, en norrænt varnarbandalag gæti haft einhvers konar samband við þrjá valda- kjarna: Bandaríkin í vestri, Evr- ópubandalagið í suðri og Rússland í austri. Major ver „gleði- ráðherrann“ JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, varði í gær David Mell- or, ráðherra lista, íþrótta og fjöl- miðla, eftir að sá síðarnefndi lenti í hneykslismáli sem snýst um sam- band hans við þrítuga spænska leikkonu. Mellor hefur verið upp- nefndur „gleðiráðherrann“ af breskum blöðum, sem hafa velt sér af miklum ákafa upp úr hneykslinu, ekki síst vegna þess að hann hefur boðað hertar reglur um umfjöllun fjölmiðla um einka- líf fólks. „Ef stjórnmálamenn vilja fækka fréttum um háttsetta menn með buxurnar á hælunum er fyrsta skrefið að hysja þær upp,“ sagði blaðið Evening Standard. Páfinn ekki með krabba- mein RANNSÓKNIR hafa leitt í ljós að sumar frumur í góðkynja æxli sem fjarlægt var úr ristli Jóhannesar Páls páfa II. voru nálægt því að verða illkynja. Talsmenn Páfa- garðs sögðu þó í gær að páfi hefði ekki verið við það að fá krabba- mein og læknar á sjúkrahúsinu þar sem hann dvelur enn eftir uppskurðinn sögðu að litlar líkur hefðu verið á því að æxlið hefði valdið alvarlegu krabbameini. Páfi. drakk fljótandi fæði í gær, en hann hefur fram að þessu fengið næringu í æð. Janaév rýfur þögnina GENNADÍ Janaév, formaður bylt- ingarráðsins sem reyndi að ræna völdum í Sovétríkjunum í fyrra, rauf þögn sína um helgina og tjáði sig um valdaránstilraunina úr fangelsi í rússnesku sjónvarpi. Hann sagði að hið eina sem hann harmaði væri að tilraunin hefði ekki tekist og að yfirlýsingin um neyðarlög hefði verið sniðin eftir uppkasti sem Míkhaíl Gorbatsjov gerði í apríl í fyrra, fjórum mánuð- um áður en reynt var að koma honum frá völdum. Auk Janaévs hefur Vladimir Kijútskov, fyrrum yfirmaður leyniþjónustunnar KGB, tjáð sig um valdaránstil- raunina í opnu bréfi í dagblaðinu Prövdu, en þar sagði hann að sag- an myndi gera Gorbatsjov og Bor- ís Jeltsín ábyrga fýrir falli Sovét- ríkjanna. Thatcher til tóbaksfram- leiðanda? MAPGARET Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, íhugar nú að ráðast til starfa hjá banda- ríska stórfyrirtækinu Philip Morris, sem er stærsti tóbaksframleiðandi í heimi. Thatcher, sem reykir ekki, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hugleiða atvinnutilboð frá tób- aksframleiðanda en hún vísar gagn- rýninni á bug og segir að ef til ráðningar kæmi myndi vinna henn- ar einungis felast í ráðgjöf á sviði umhverfismála. Saksóknari myrtur á Sikiley: Borgarsljóri Palermo boðar varnarstríð gegn mafínnni Palermo, Mílanó, Róm. Reuter, The Daily Telegraph. MIKILL viðbúnaður er á Italiu eftir morðið á saksóknaranum Paolo Borsellino sem lét lífið ásamt fimm lífvörðum í sprengjutilræði í Palermo á Sikil- ey sl. sunnudag. Mafíunni er kennt um verkið. Forsætiráð- herra Ítalíu, Giuliano Amato, sagði að morðið ylli sársauka og hryggð en jafnframt yrði það til þess að stappa stálinu í sljórn- völd í baráttunni við mafíuna. Forseti landsins, Oscar Scalfaro, hvatti til tafarlausra aðgerða gegn glæpasamtökunum. Borg- arstjórinn í Palermo, Aldo Rizzo, var ómyrkur í máli. „Við eigum í styrjöld. Þetta er hömlulaus styijöld og við verðum að búa okkur undir að veijast. Við get- um ekki blekkt okkur með því að ímynda okkur að nú sé þessu lokið. Þetta sannar að lýðræðið ríkir ekki hér í borginni". Ekkja saksóknarans hefur af- þakkað útför á vegum ríkisins og mælst til þess að Scalfaro forseti verði eini fulltrúi yfirvalda; jesúíta- prestur og nágranni hennar segir að opinber útför sé ekki viðeigandi þegar ljóst sé að mörgum háttsett- um embættismönnum sé ekki trey- standi. Margir gagnrýna stjórnvöld og þing harkalega og segja að glæpasamtökin ráði í reynd yfir Sikiley. Fjölmargir fangar úr röðum mafíunnar voru í gær fluttir úr klef- um sínum í önnur fangelsi og varsla við helsta fangelsi Palermoborgar, Ucciardone, var stórefld með um 200 hermönnum, gráum fyrir járn- um. 55 háttsettir mafiumenn voru fluttir flugleiðis úr fangelsinu en ekki var sagt hvar þeir yrðu geymd- ir. Stjórnvöld óttast að mennirnir geti stjórnað liði sínu úr fangelsi með því að láta ættingja, er fengið hafa að heimsækja fangana, bera boð á milli. Sundurtætt bílflök við staðinn þar sem sprengjutilræðið var gert. Á myndinni til hægri er Paolo Bors- ellino saksóknari. Öflug sprengja Sprengjunni hafði verið komið fyrir undir bíl við þrönga götu þar sem Borsellino fór um á leið í heim- sókn til móður sinnar og systur. Svo öflug var plastsprengjan, um 80 kg af tékknesku semtexi að sögn séfræðinga, að húsið sem bíllinn stóð við tættist að verulega leyti í sundur og hávaðinn heyrðist um mikinn hluta borgarinnar. Auk Borsellinos létu fimm af sex lífvörð- um hans, þar af ein kona, lífið. 15 manns slösuðust að auki, þar af nokkrir alvarlega. Borsellino var náinn vinur Gio- vannis Falcone, saksóknara sem hafði náði miklum árangri í barátt- unni gegn mafíunni, en Falcone var drepinn með ijarstýrði sprengju fyrir tveim mánuðum. Talið var að Borsellino yrði yfirmaður fyrirhug- aðrar stofnunar sem ætlað er það hlutverk eitt að beijast gegn maf- íunni. Borsellino og Falcone voru sérfræðingar í starfsemi og skipu- lagi mafíunnar og tókst þeim báð- um að fá lágtsetta liðsmenn hennar til að veita lögreglunni upplýsingar um starfsemi glæpasamtakanna og bijóta þannig þagnarheitið, omerta. Heitinu hefur frá því á síðustu öld verið framfylgt af mikilli grimmd. Fjölmiðlar segja að mafían virðist vera búin að semja lista yfir þá ein- staklinga sem verði myrtir á næst- unni til að hræða fólk frá því að taka þátt í baráttunni gegn henni. Stríðsyfirlýsing Morðið hefur valdið óhug og reiði um alla Ítalíu. „Mafían segir ríkinu stríð á hendur," var fyrirsögn dag- blaðsins La Stampa í Torino. Verka- lýðssamtök hafa boðað til sólar- hringsverkfalls á Sikiley í dag, þriðjudag, til að minnast fórnarlam- banna. Um 100 lífverðir í Róm óku um miðborgina í gærmorgun með vælandi sírenur til að láta í ljós samúð með starfsbræðrum sínum á Sikiley. Hópur fólks safnaðist sam- an við hús Borsellinos í Palermo þar sem ekkja hans og ættingjar syrgðu saksóknarann. Tugir líf- varða í opinberri þjónustu ásamt lögreglumönnum og þúsundum óbreyttra borgara efndu til mót- mæla í Palermo aðfaranótt mánu- dags þar sem hrópuð voru slagorð gegn mafíunni og stjómvöld voru sökuð um ódugnað. Hrækt var á bifreið Vincenzos Parisis, yfírmanns ítölsku lögreglunnar, er hann kom af kvöldfundi með lögregluyfirvöld- um í borginni. Margir lífvarðanna sögðust ætla að halda sig í búðum sínum um sinn og neita að gegna störfum. Einn þeirra sagði í sjón- varpsviðtali að ekkert gagn væri að starfi þeirra því að yfirvöld virt- ust hafa misst öll tök á Sikiley. Italska líran féll í verði í gær og kaupahéðnar reyndu að losna við hlutabréf í ítölskum fyrirtækjum í kauphöllinni í Mílanó. „Þetta er dynjandi svar við atburðunum: ítal- íu og stofnunum hennar, stjórnmál- um og efnahagsstefnu er hafnað," sagði þekktur verðbréfasali. GLÆSILEIKI! MAZDA 62 ► MAZDA 626 árgerð 1992 er nú kominn nýr frá grunni, stærri og rúmbetri en aðrir japanskir millistærðarbílar. ► Hér fer saman stórglæsi- leg útlitshönnun, vönduð smíð og ríkulegur búnaður, sem á sér fáa líka, m. a: 4ra þrepa tölvustýrð sjálfskipting, álfelgur, rafknúnar rúðuvindur og loftnet, samlæsingar, rafstýrðir og rafhitaðir útispeglar, hituð framsæti og annar luxus- búnaður. ► Allar gerðir fást að auki með fjórhjóladrifi, rafdrifinni sóllúgu, hraðastilli og læsi- vörðum hemlum (ABS). ► 2 vélar eru í boði, 2.0L, 4ra strokka, 16 ventla og 2.5L, V-6 strokka, 24 ventla. ► Komið, skoðið og REYNSLUAKIÐ MAZDA 626 ásamt öðrum gerðum af MAZDA og kynnist því nýjasta í bifreiðahönnun og tækni I Opið laugardaga frá kl.10 -14. SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK S.61 95 50

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.