Morgunblaðið - 21.07.1992, Síða 24

Morgunblaðið - 21.07.1992, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992 + . ' MmBíTTZA^ mat MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, , Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiösla: Kringlan 1, Sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. • • Orlagarík ákvörðun egar niðurstöður fískveiði- ráðgjafanefndar Alþjóða hafrannsóknaráðsins um ástand þorskstofnsins á ís- landsmiðum voru kynntar í byijun júnímánaðar sl. sagði Morgunblaðið m.a. í forystu- grein: „Á síðustu misserum hefur gætt vaxandi efasemda hjá ýmsum aðilum í sjávarút- vegi um rannsóknir og vinnu- brögð Hafrannsóknastofnunar. Þessir aðilar telja fiskifræðinga okkar á rangri leið. í sjálfu sér getur enginn fullyrt neitt á einn eða annan veg um þær deilur. En það er mikil áhætta fólgin í því að fara að ráðum andmælenda stofnunarinnar. Sennilega er minni hætta fólg- in í því að fara að ráðum físki- fræðinganna og draga veru- lega úr veiðunum um skeið. Auðvitað er ljóst, að svo mikill niðurskurður á þorskveiðum sem um er rætt næstu 2-3 árin er gífurlegt efnahagslegt áfall fyrir þjóðina. Það er hins vegar álitamál, hvort það er meira áfall en þjóðin varð fyrir 1967.“ Þegar tillögur Hafrann- sóknastofnunar um hámarks- afla á næsta fískveiðiári lágu fyrir um miðjan júnímánuð sagði Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, m.a. í samtali við Morgunblaðið hinn 17. júní sl.: „Það er samstaða um það inn- an ríkisstjórnarinnar að það sé mjög erfitt að fara ekki eftir ráðleggingum, sem fram koma, en jafnframt hljóta menn að gera mjög miklar kröfur til þess, að þær forsend- ur, sem vísindamennirnir kynna okkur, standist ... Ég er viss um, að þjóðin vill vera mjög viss í sinni sök áður en hún tekur á sig þær þrenging- ar, sem svona tillögum fylgja." Sama dag sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra, í samtali við Morgun- blaðið: „Ég hef vissulega mínar efasemdir um nákvæmni þess- ara vísinda og reyni af fremsta megni að leggja við hlustir, þegar reyndir sjómenn leggja fram sitt mat. Enginn getur þó breytt því, að áhættan við slíka ákvörðun er mikil og röng ákvörðun verður ekki aftur tekin. Hygginna manna háttur væri að fara varlega og vera réttu megin við strikið í þessu áhættumati, þótt það sé mikilli óvissu undirorpið." Frá því að tveir helztu for- ystumenn núverandi ríkis- stjómar töluðu á þennan veg fyrir u.þ.b. mánuði hafa engar nýjar upplýsingar komið fram, sem hrekja niðurstöður Haf- rannsóknastofnunar. Erlendur sérfræðingur, sem sjávarút- vegsráðherra leitaði til og fór yfír gögn og rannsóknir okkar vísindamanna, komst að sömu niðurstöðu og fiskveiðiráð- gjafanefnd Alþjóða hafrann- sóknaráðsins í öllum meginat- riðum. Hinn erlendi sérfræð- ingur sagði m.a. í niðurstöðum sínum: „Aflaspár árin 1992- 1996 benda til, að með núver- andi sókn muni hrygningar- stofninn fara niður fyrir 180 þúsund tonn og aðeins með því að draga úr sókninni um 40% mun nægilega öruggt að hrygningarstofninn vaxi viðun- andi hratt og fari ekki niður fyrir 180 þúsund tonn.“ Þetta ástand þorskstofnsins er ekki bundið við íslandsmið ein. í grein, sem birtist hér í blaðinu í fyrradag, eftir einn af blaðamönnum Morgun- blaðsins, sagði m.a.: „Svo virð- ist sem allir þorskstofnar við norðanvert Atlantshaf séu í hættu og að hruni komnir vegna ofveiði og ytri náttúru- legra skilyrða að mati fiski- fræðinga. Eina leiðin til að ná stofnunum upp á ný er að draga mikið úr veiðinni, eigi ekki að þurfa að koma til veiði- banns eins og við Nýfundna- land.“ Niðurskurður þorskveiða að því marki, sem fískveiðiráð- gjafanefnd Alþjóða hafrann- sóknaráðsins mælir með, Haf- rannsóknastofnun gerir tillög- ur um, þótt þær séu að nokkru leyti frábrugðnar ráðlegging- um hinna fyrrnefndu og er- lendur sérfræðingur, sem kall- aður hefur verið til ráðgjafar mælir einnig með, munu kalla yfír okkur Islendinga gífurleg efnahagsleg vandamál á næstu þremur árum. En að því tíma- bili loknu er rökstudd ástæða til að ætla, að betri tíð verði í vændum. Verði niðurstaða ríkisstjórn- arinnar hins vegar sú, að ákveða aflahámark, sem gerir ráð fyrir óbreytturn hrygning- arstofni, erum við Islendingar að taka óverjandi áhættu í meðferð á megin auðlind okk- ar. Að svo miklu leyti, sem þekking sérfræðinga nær til, er ákveðin vísbending um, að með verulegri takmörkun þorskveiðanna verði hægt að byggja hrygningarstofninn upp. Áhættan sem við tökum með því að fara ekki að ráðum fiskifræðinganna er einfald- lega of mikil. Með því að fara að ráðum þeirra köllum við yfír okkur erfiðleika. Með því að fara ekki að ráðum þeirra getum við verið að kippa fótun- um undan lífi þjóðarinnar í þessu landi um ókomin ár. Eru núverandi ríkisstjóm og stjórn- arflokkar tilbúnir til að axla þá ábyrgð? Um miðjan júní taldi Davíð Oddsson erfítt að fara ekki eftir ráðleggingum fískifræð- inga og Jón Baldvin Hanni- balsson sagði, að það væri hygginna manna háttur að fara varlega og vera réttu megin við strikið. Ef ráðherrar og þingmenn stjórnarflokk- anna telja nú, að efnahags- ástandið sé svo slæmt um þess- ar mundir, að efnahagsleg skil- yrði leyfí ekki þann niðurskurð þorskveiða, sem um er rætt, þ.e. að nú ári ekki nógu vel til að taka ákvörðun um að byggja upp hrygningarstofninn, má spyrja: Hvenær árar nógu vel? Bíður þorskurinn eftir því, að það ári nógu vel? Öll helztu iðnríki heims ganga nú í gegn- um samdráttarskeið í efna- hagsmálum og uppsveifla læt- ur á sér standa. Við íslending- ar erum mjög háðir efnahags- þróun í þessum löndum. Á þessari stundu getur enginn sagt, hvenær árar nógu vel til þess að takast á við þann vanda, sem við horfumst í augu við. Staðreyndin er sú, að við eigum ekki það val, sem for- ystumenn stjómarflokkanna virðast telja okkur eiga. Ef við tökum þá áhættu að ganga enn nær þorskstofninum, en slík áhætta er m.a. fólgin í því að stefna ekki að uppbyggingu hrygningarstofnsins, svo að eftir 2-3 ár verði jafnvel að taka ákvörðun um þorskveiði- bann, erum við að stofna fram- tíð þjóðarinnar í þessu landi í stórkostlega fiættu. Við getum ekki leyft okkur að taka slíka áhættu. Á síðustu tveimur áratugum höfum við haldið uppi lífskjör- um í landinu með miklum er- lendum lántökum. Það kemur í hlut nýrra kynslóða íslend- inga að greiða þessar skuldir. Á þeim kynslóðum, sem nú stjóma landinu, hvílir sú skylda að skila a.m.k. auðlindinni, fiskimiðunum, í hendur ís- lenzks æskufólks á þann veg, að nýjar kynslóðir eigi ein- hverja afkomumöguleika. Þær breytingar á viðhorfum, sem virðast hafa orðið innan ríkisstjórnarinnar og stjórnar- flokkanna á undanfömum vik- um, em illskiljanlegar. Á stjómarandstöðuflokkunum er bersýnilega ekkert að byggja í þessum efnum. Á þeim vett- vangi hefur Halldór Ásgríms- son einn tekið ábyrga afstöðu, a.m.k. hingað til. Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur hafa tekið á sínar herðar ábyrgð á landsstjórninni. Þessir flokkar standa nú frammi fyrir ein- hverri örlagaríkustu ákvörðun, sem íslenzk ríkisstjórn hefur þurft að taka áratugum saman. Röng ákvörðun verður ekki aftur tekin, sagði utanríkisráð- herra réttilega í júní. Sú krafa er gerð til þessara flokka og forystumanna þeirra, að þeir víkist ekki undan á örlaga- stund. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Vaxandi átök eru um þorsk- inn innan ríkisstjórnarinnar ÁGREININGUR innan ríkisstjórnarínnar um það hver endanleg ákvörð- un verður um leyfilegan þorskafla á næsta fiskveiðiárí virðist hafa vaxið á sex klukkustunda ríkisstjórnarfundi sl. laugardag, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Mikið ber í milli hugmynda Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra og Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra um það hversu mikla þorskveiði sé óhætt að leyfa. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að Davíð Oddsson forsætisráðherra, svo og Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra telji að velja berí jafnstöðuleiðina svonefndu, sem felur í sér að leyft yrði að veiða 220 til 230 þúsund tonn. Þeir vi(ja sem sagt fresta því að byggja þorskstofninn upp, þar til betur árar, en Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra mun vera þeirrar skoðunar að slikur niðurskurður þorskveiðiheimilda nægi ein- faldlega ekki til þess að tryggja öruggan vöxt þorskstofnsins á næstu árum, jafnframt því sem hann telji ólíklegt að betur árí í framtíðinni til slíkrar ákvarðanatöku, ef ekki verði ráðist í að byggja stofninn upp Á ríkisstjómarfundinum síðastlið- inn laugardag var farið nákvæmlega yfir málið og fiskifræðingar svömðu fyrirspumum einstakra ráðherra. Niðurstaða fundarins varð sú að sjáv- arútvegsráðherra var falið að leggja fram ítarlegri og betri upplýsingar en þegar lágu fyrir á laugardag. Samkvæmt upplýsingum mínum ráðgerði Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra nú fyrir helgi að leggja fram tillögur sínar um leyfilegan hámarksafla á ríkisstjómarfundi í dag og að sérstakur ríkisstjómar- fundur yrði um málið á morgun, miðvikudag. En nú liggur fyrir að það verður ekki og sjávarútvegsráð- herra mun ekki leggja fram sínar tillögur fyrr en á ríkisstjórnarfundi næstkomandi þriðjudag, þann 28. júlí. Davíð Oddsson forsætisráðherra mun á fundinum á iaugardag hafa sagt að hann ætlaðist til þess að sjáv- arútvegsráðherra legði ekki fram endanlegar tillögur á fundinum að viku liðinni, heldur að hann aflaði þeirra viðbótampplýsinga sem ríkis- stjórnin óskaði eftir, auk þess sem hann vildi að sjávarútvegsráðherra ræddi einslega við hvem og einn ráðherra ríkisstjómarinnar, þannig að hann hefði fulla vissu fyrir því að sátt og samstaða yrði í ríkisstjóm um þær hugmyndir sem endanlega kæmu til umfjöllunar ríkisstjórnar- innar. Með þessu mun forsætisráð- herra hafa viljað forða því að Þor- steinn Pálsson legði fram svo róttæk- ar niðurskurðartillögur í ríkisstjóm, sem erfitt yrði fyrir ríkisstjórnina alla að samþykkja, en heimildamenn mínir telja að ef sjávarútvegsráð- herra leggur til að þorskveiðikvóti næsta fiskveiðiárs verði á bilinu 150 þúsund tonn (samanber tillögur Al- þjóða hafrannsóknaráðsins og breska sérfræðingsins John Pope) til 175 þúsund tonn (samanber tillögur Haf- rannsóknastofnunar) sé ljóst að slík- um tillögum verði hafnað í ríkis- stjóminni. Forsætisráðherra segir m.a. í sam- tali við Morgunblaðið í dag: „Endan- leg málsmeðferð verður með ná- kvæmlega sama hætti og í fyrra. Það munu fara fram umræður innan ríkisstjómarinnar og í framhaldi þeirra mun sjávarútvegsráðherra kynna sínar hugmyndir í ríkisstjórn og leita eftir stuðningi við þær og þegar hann liggur fyrir, verður reglu- gerðin gefin út.“ Þegar grannt er skoðað, þá er það ekki endilega borðleggjandi að end- anleg málsmeðferð verði með ná- kvæmlega sama hætti og í fyrra, því forsætisráðherra talar hér aðeins um hugmyndir sjávarútvegsráðherra en ekki tillögur, enda mun hann sérstak- lega hafa óskað eftir því að málið yrði afgreitt með þeim hætti, eins og frá er greint hér að framan. Eins og kunnugt er lagði Þorsteinn Páls- Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, telur ófært að fara ekki að' ráðum fiskifræðinga. Heimildir Morgunblaðsins herma að nánast sé útilokað að ráðherr- ann geri tillögur um meira en 190 þúsund tonna þorskveiði á næsta fiskveiðiári. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, mun á hinn bóginn telja að þjóðarbúið þoli ekki þær efna- hagslegu afleiðingar sem skerð- ing þorskaflans á næsta árí hefði í för með sér, ef farið yrði að ráðum fiskifræðinganna. Hann mun því vilja að heimilaður verði 220 til 230 þúsund tonna þorsk- veiði á fiskveiðiárinu sem hefst þann 1. september nk. son sjávarútvegsráðherra fram sínar tillögur á ríkisstjórnarfundi í fyrra og ríkisstjómin ijallaði um þær á nokkrum fundum sínum og sam- þykkti síðan. Verði raunin sú að Þorsteinn leggi til svo mikinn niðurskurð að ríkis- stjómin hafni tillögum hans, er ekki um neitt annað að ræða fyrir Þor- stein Pálsson, sjávarútvegsráðherra, en standa upp og taka pokann sinn. Hann sagði sjálfur hér í blaðinu sl. laugardag: „Ákvörðunin sem verður tekin verður byggð á vísindalegri þekkingu og engu öðm. Ef við ætluð- um okkur að gera eitthvað annað væmm við að stíga áratugi aftur I tímann og ég vil ekki standa að ákvörðun á þeim gmndvelli.“ Þor- steinn sagði með öðmm orðum að það eina sem hann hefði á að byggja við gerð sinnar tillögu væri sú þekk- ing sem fiskifræðin byði upp á og á þeirri þekkingu myndi hann byggja tillögugerð sína og engu öðra. Enginn þarf að efast um að jafn „prinsipfastur" maður og sjávarút- vegsráðherra er, stendur við þessi orð sín, er hann leggur fram sínar endanlegu hugmyndir. Hann mun ekki láta undan þrýstingi frá ákveðn- um byggðarlögum, eins og Vestfjörð- um, eða þrýstingi samráðherra sinna, sem óar við efnahagslegum afleið- ingum af jafnmiklum niðurskurði og fiskifræðingamir leggja til, eða þrýstingi þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, sem gengur út frá því sem vísu að sjávarútvegsráðherra muni fara að óskum þingflokksins um að leggja ekki til minna en 230 þúsund tonna þorskveiðiheimildir, sem jafn- gildi jafnstöðu fyrir þorskstofninn. Enn ólíklegra er að sjávarútvegsráð- herra láti undan þrýstingi samstarfs- þingflokksins - Alþýðuflokksins - sem án þess að hafa ályktað í málinu sérstaklega, vill að ákvarðanir um uppbyggingu þorskstofnsins bíði „betri tíma“. Það sem hleypir enn meiri hörku í þetta stórpólitíska hagsmunamál allrar þjóðarinnar em yfirlýsingar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Friðriks Sophussonar fíármála- ráðherra í ríkisstjóm, í þá vem að ef niðurskurðartillögur sjávarútvegs- ráðherra verði jafnmiklar og margir óttast, megi hann og aðrir vita, að í kjölfar slíkrar ákvörðunar verði ekki hægt að gera ráð fyrir því að ríkisstjórnin grípi til sérstakra efna- hagsráðstafana til bjargar þeim sem ella fæm verst út úr niðurskurðinum. Þetta mun síður en svo hafa orðið til þess að liðka fyrir því að sátt geti orðið um málið í ríkisstjóm, því sjávarútvegsráðherra mun telja ein- sýnt að ríkisstjómin Verði að grípa til róttækra björgunaraðgerða fyrir fyrirtæki og byggðarlög, jafnvel þótt jafnstöðuleiðin yrði niðurstaðan. Jón B. Hannibalsson utanríkisráðherra: Þurfum nákvæmari upplýsingar JÓN Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra segist vilja fá aukin gögn og nákvæmarí upplýsingar í hendur, áður en hann tekur af- stöðu til þess hversu mikið eigi að skera niður þorskveiðiheimildir næsta fiskveiðiár. Hann gefur lítið fyrir útreikninga Þjóðhagsstofn- unar um aukinn hagvöxt, verði farið að tillögum Hafrannsókna- stofnunar. „Þetta éru bara fram- reiknaðir straumar um ekki neitt,“ sagði utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Jón Baldvin sagði að þingflokkur Alþýðuflokksins hafi ekki talið tíma- bært, miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja í málinu, að gera um það bindandi ályktun. „Þingflokkurinn benti á að áður en endanleg ákvörðun væri tekin um veiðiheimildir, þá þyrftu að liggja fyrir af hálfu sjávar- útvegsráðuneytisins upplýsingar um svör fiskifræðinga við tillögum um að veita meiri veiðiheimildir úr ýms- um þeim stofnum sem em taldir sterkari en þorskurinn. Auk þess þyrfti að fá fram tillögur sjávarút- vegsráðuneytisins byggðar á ráðgjöf fískifræðinga í því efni. Þá þyrfti að fá mat ríkisstjórnarinnar, Þjóðhags- stofnunar og annarra aðila hvaða verðmætum slík aukin veiðiheimild- aúthlutun skilaði,“ sagði Jón Baldvin. Utanríkisráðherra sagði jafnframt að þingflokkur Alþýðuflokksins vildi að það yrði rækilega skoðað hveijar yrðu efnahagslegar afleiðingar ann- ars vegar lægstu úthlutunar og hins vegar annarra dæma, er byggðu á öðmm forsendum. „Þetta er auðvitað spurning um hversu mörg fyrirtæki verða gjald- þrota, hversu mörg lifa af, hvað at- vinnuleysi verður mikið, hvað marg- feldisáhrif verði mikil í öðrum þjón- ustugreinum, hvaða áhrif þetta muni hafa í byggðaröskun í fólksflutning- um innanlands og hvaða áhrif þetta mun hafa á stöðu bankakerfisins,“ sagði Jón Baldvin. Utanríkisráðherra, eins og forsæt- isráðherra, gefur lítið fyrir þá út- reikninga Þjóðhagsstofnunar sem lagðir vora fram í ríkisstjóm á laug- ardag og gera ráð fyrir því að verði farið að tillögum Hafrannsóknastofn- unar verði hagvöxtur hér á landi 2,9% frá árinu 1996 til aldamóta. „Þetta eru bara framreiknaðir straumar um nákvæmlega ekki neitt,“ sagði Jón Baldvin, „hér er verið að taka ákvörð- un frá ári til árs. Þessi ákvörðun er ekki um aukna áhættu um þorsk- stofninn. Hún er ekki um það hver verður hagvöxtur árið 1997. Við höf- um ekki hugmynd um það, hvort stofninn lagast eitthvað, þótt veiðin verði keyrð niður. Það em engin vís- indaleg rök til fyrir því að klak ráð- ist af því,“ sagði Jón Baldvin Hannib- alsson, utanríkisráðherra. Halldór Ásgrímsson Framsóknarflokki: Tökum ekki niðurstöðum af léttáð HALLDÓR Ásgrímsson varafor- maður Framsóknarflokksins og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra leggur áherslu á varfærni við út- hlutun þorskveiðiheimilda og segir að mat Þjóðhagsstofnunar styðji það sjónarmið. „Ákveðnar stað- reyndir liggja fyrir um þorskstofn- inn eftir rannsóknir Hafrannsókn- arstofnunar og Þjóðhagsstofnun hefur breytt þeim í efnahagsstærð- ir til nokkurrar framtíðar", segir Halldór. „Þeir útreikningar eru byggðir á þeim upplýsingum sem við höfum bestar og ég hef engan annan grunn til að byggja á. Þetta mat hlýtur að hjálpa þeim sem eiga að taka ákvarðanir um veiðiheim- ildir til að meta stöðuna." Halldór segir að þeir sem ekki vilji styðjast við rannsóknir Hafrann- sóknarstofnunar og mat Þjóðhags- stofnunar verði að útskýra sitt mál vel. „Ég hef ekki fengið neinar upp- lýsingar sem gefa tilefni til að taka þessum niðurstöðum af léttúð eða kalla þær leikfimiæfingar", segir Halldór." Hann kveðst vera þeirrar skoðun- ar að sjávarútvegsráðherra þurfi ekki síst að taka tillit til langtíma- áhrifa þegar hann tekur ákvörðun um sókn í þorskstofninn. „Hitt er svo annað mál að ýmislegt getur komið upp sem breytir forsendum bæði til hins betra og til hins verra," segir Halldór. Hann segir að undan- farin ár hafí verið gífurlegur kuldi í hafínu fyrir norðan land en þetta sé sem betur fer að breytast. „Ef hrygn- ingin tekst vel á næstu árum er full ástæða til að ætla að þróunin geti snúist við“, segir Halldór, en tekur fram að til þess verðum við að hafa hrygningarstofn sem geti nýtt sér þau hagstæðu skilyrði sem nú eru í hafinu. Kristinn H. Gunnarsson Alþýðubandalagi: Verðum að fara meðal- veginn „MAT Þjóðhagsstofnunar byggist á reiknilíkani með breytum sem fyrirfram er vitað að standast ekki allar“, segir Kristinn H. Gunnars- son Alþýðubandalagi og kveðst því telja að erfitt sé að nota þetta mat til þess að taka ákvarðanir um framtíðina. „Það er til dæmis fyrirsjáanlegt að gengi krónunnar getur ekki verið föst forsenda. Það er kolvitlaust og búið að vera lengi. Afleiðingar þess að skerða þorskveiðar verulega em held- ur ekki teknar með í þessu mati Þjóð- hagsstofnunar. Ef veruleg búsetu- röskun verður af völdum skerðingar- innar hefur það efnahagsleg áhrif á allt þjóðarbúið. Mér sýnist ekki að neitt komi þarna fram sem breyti afstöðunni til þorskveiðiheimilda", segir Kristinn. Að sögn Kristins hefur þingflokkur Alþýðubandalagsins ekki enn tekið sameiginlega afstöðu til tillagna Haf- rannsóknastofnunar. „Mér sýnist að við verðum að fara meðalveginn og ofbjóða hvorki þeim ráðgjöfum sem við höfum á þessu sviði né þjóðfélag- inu sjálfu og þá sérstaklega lands- byggðinni", segir Kristinn. „Sé tekin ákvörðun um 175 þúsund tonna þorskveiðiafla leiðir það fyrirsjáan- lega af sér mikla erfiðleika fyrir út- gerðarstaði. Ég hef ekki séð að menn séu tilbúnir til að mæta þeim erfiðleik- um með neinum hætti. Á meðan ekki em til ráð til þess að mæta afleiðing- um af hreinni friðunarstefnu sýnist mér að skynsamlegast sé að halda sig við í kringum 230 þúsund tonna afia, sem er gefín upp sem einhvers konar núlltillaga. Jafnframt þarf að fylgjast með ástandi stofnsins eins grannt og hægt er og endurmeta heimildir innan ársins ef ástæða er til“. Davíð Oddsson forsætisráðherra: Akvörðun umþorskinn 28. júlí ENDANLEG málsmeðferð hvað varðar ákvarðanatöku um leyfileg- an þorskafla næsta fiskveiðiárs verður sú að ríkisstjórnin mun á fundi sínum að viku liðinni, þann 28. júlí fjalla um og taka afstöðu til hugmynda Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra um leyfileg- an þorskafla á næsta ári. Þetta upplýsti Davíð Oddsson forsætis- ráðherra í samtali við Morgunblað- ið í gær. „Endanleg málsmeðferð verður með nákvæmlega sama hætti og í fyrra. Það munu fara fram umræður innan ríkisstjómarinnar og í fram- haldi þeirra mun sjávarútvegsráð- herra kynna sínar hugmyndir í ríkis- stjórn og leita eftir stuðningi við þær og þegar hann liggur fyrir, verður reglugerðin gefin út,“ sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið í gær. „Fundur ríkisstjómarinnar á laug- ardag var um það að fara yfir skýrslu fiskifræðinganna og þeir svörðu fyrir- spumum. Það stóð aldrei til að taka ákvörðun á þessum ríkisstjórnar- fundi," sagði forsætisráðherra. Davíð sagði um útreikninga Þjóð- hagsstofnunar: '„Þessir útreikningar, sem svo eru kallaðir, voru held ég frekar til gamans gerðir, en í alvöm. Um leið og menn lesa þetta, þá sjá þeir að það er alveg á mörkunum að það eigi að vera að birta þetta. Þetta er svona leikfimi, með stórkostlegum fyrirvömm, langt fram í tímann," sagði Davíð, „og þeir munu ekki hafa neitt með ákvörðun að gera, þegar hún verður tekin.“ Forsætisráðherra sagði að vissu- lega bæri að skoða það ofan í kjölinn hvort ekki væri fært að leyfa meiri veiðar úr öðmm stofnum en þorsk- stofninum, sem fískifræðingar teldu sterkari „en það er bara um svo lítið magn sem þar er að ræða, að slík aukning á veiðiheimildum myndi ekki bjarga svo neinu næmi, á móti stór- kostlegum niðurskurði í þorskveiði- heimildum," sagði Davíð Oddsson. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra: Aiikin sókn í aðra stofna athuguð ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir að nú fari fram könnun á því í ráðuneyti hans, hvort unnt sé að ganga eitthvað lengra í veiðiheimildum þeirra stofna sem mjög sterkir eru, í þeim tilgangi að gera það frekar en hætta þorskstofninum, sem sé mjög veikur. „Við erum að vinna að þeirri athugun hér í ráðuneyt- inu nú,“ sagði sjávarútvegsráð- herra í samtali við Morgunblaðið. „Það fór mestur tími á fundinum í það að fískifræðingar Hafrann- 25 ------------------------------•#' sóknastofnunar gerðu enn á ný grein fyrir sínum rannsóknamiðurstöðum og svömðu spumingum sem ráðherr- ar höfðu í þéim efnum. Eftir að þeir fóra af fundinum þá ræddi ríkisstjóm- in þetta efni og ég lagði m.a. fram iessa greinargerð Þjóðhagsstofnunar um mismunandi áhrif einstakra leiða í þessu efni, bæði til skamms tímá' og lengri," sagði Þorsteinn um gang ríkisstjórnarfundarins sl. laugardag, þar sem fjallað var um gagnagmnn þann sem hann hefur viðað að sér til undirbúnings ákvarðanatöku um leyfilegar þorskveiðar á næsta þorsk- veiðiári. Sjávarútvegsráðherra sagðist jafn- framt hafa greint ríkisstjóminni frá því að hann væri nú að að. skoða hvort unnt væri að ganga eitthvað lengra í veiðiheimildum þeirra stofna sem mjög sterkir væm, í þeim til- gangi að gera það frekar, en hætta þorskstofninum, sem væri mjög veik- ur. „Við emm að vinna að þeirri at- hugun hér í ráðuneytinu nú,“ sagði sj ávarútvegsráðherra. Þorsteinn sagði að ekki hefði verið að því stefnt að nein ákvörðun væri tekin á ríkisstjómarfundinum á laug- ardag, heldur hefði þar verið um umræðu- og kynningarfund að ræða. „Næsta skref verður væntanlega það að ég mun leggja fram einhveija út- reikninga á dæmuni um það hvemig hlutirnir geta litið út, þegar heildarat- hugun á stöðunni og þeim möguleik- um sem fyrir hendi eru, liggur fyrir,“ sagði Þorsteinn, „sem verður auðvitað til undirbúnings fyrir lokaákvörðun.“ Jóna V. Kristjánsdóttir Kvennalista: Tek útreikn- ingummeð varúð „FORSENDURNAR sem Þjóðhags- stofnun gefur sér í mati sínu eru meðal annarra stöðugleiki í laun- um, stöðugt gengi og stöðugleiki í vaxtamálum", segir Jóna Val- gerður Kristjánsdóttir Kvenna- lista. „ Allt eru þetta stærðir sem eru mjög óvissar og ég tel því að við eigum að taka slíka útreikninga með mikilli varúð.“ Um tillögur Hafrannsóknastofnun- ar um þorskveiðiheimildir segir Jóna Valgerður að gott sé að hafa þær til hliðsjónar en það sé stjómmálamann- anna að ákveða heimildimar. Hún tekur fram að ekki sé fullt samkomu- lag um þetta innan Kvennalistans þar sem sumar þingkonur vilji alfarið fara að tillögum Hafrannsóknastofnunar. Jóna Valgerður bendir á að ef skoðað- ar séu tillögur Hafrannsóknastofnun- unar frá í fyrra komi fram að þá hafi stofnunin spáð því að með 250 þúsund tonna þorskveiðikvóta á síð- asta ári yrði unnt að leyfa veiði á 293 þúsundum tonna í ár. „Nú koma þeir og segja að allar forsendur hafi breyst og við verðum að friða ennþá meira og leggja til 170 til 190 þúsund tonna afla, ef við ætlum að byggja þrosk- stofninn upp“, segir Jóna Valgerður. „Ég hef ekki þá trú að það sem þeir segja í dag sé trúverðugra en það sem þeir sögðu á síðasta ári. Á síðasta ári áætlaði Hafrannsóknastofnun að veiðistofninn við upphaf ársins 1992 væri 850 þúsund tonn. Nú er sami stofninn áætlaður 640 þúsund tonn. Þarna er 210 þúsund tonna mismunur á milli ára. Muninn skýrir Hafrann- sóknastofnun með því að Grænlands- ganga hafi ekki komið árið 1991 en á fundi á ísafirði í fyrra var okkur sagt að Grænlandsganga væri ekki með í áætluninni. Sé litið á aflatölur síðustu 30 til 40 ára kemur í ljós að alltaf hafa verið sveiflur í þessum afla og við höfum veitt upp í 400 til 500 þúsund tonn af þórski á ári. Með því að fara niður í 250 þúsund tonn værum við 43 þúsund tonnum undir því sem Hafrannsóknastofnun hefði " lagt til samkvæmt formúlunni frá í fyrra. Þar af leiðandi tel ég að við séum að taka tillit til verndunarsjón- armiða með því að leyfa 250 þúsund tonn. Jóna Valgerður segir að efla þurfi rannsóknir Hafrannsóknastofnunar og þá sérstaklega samstarf stofnun- arinnar við sjómenn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.