Morgunblaðið - 21.07.1992, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUPAGUR 21.-JÚLÍ 1992
Mikil ölvun og rúöur
brotnar í miðbænum
NOKKUR ölvun var á Akureyri um helgina og tvær rúður voru
brotnar í miðbænum. Ekið var á kind skammt norðan bæjarins á
föstudagskvöld og bíll valt við
Ekki urðu slys á fólki.
Að sögn Áma Magnússonar hjá
lögreglunni á Akureyri var helgin
að mestu slysalaus hvað fólk
áhrærir. Nokkur ölvun var þó í
miðbæ Akureyrar, aðallega á
föstudagskvöld. Brotnar voru tvær
rúður í miðbænum. Annað rúðu-
brotið upplýstist strax, en maður
nokkur olli þeim verknaði í ölæði.
Hitt brotið er enn óupplýst. Alls
nutu 8 manns gistingar hjá lög-
reglunni um helgina af sökum ölv-
unar og óspekta.
Á föstudagskvöld var ekið á kind
á Norðurlandsvegi, skammt norð-
an við Akureyri. Kindin drapst og
Svalbarðseyri á sunnudagskvöld.
skemmdir urðu nokkrar á bifreið-
inni. Að sögn Áma Magnússonar
hefur óvenjulítið verið tilkynnt til
lögreglunnar á Akureyri á þessu
ári um að ekið hafi verið á laus-
gangandi sauðfé.
Á sunnudagskvöld varð bílvelta
skammt frá Litla-Hvammi á Sval-
barðsströnd. í bílnum voru tveir
farþegar auk ökumanns og sakaði
engan, en bíllinn er hins vegar
talinn mikið skemmdur. Þá vom
fimm ökumenn teknir fyrir of hrað-
an akstur á Akureyri um helgina,
enginn þó á ofsahraða, að sögn
Árna Magnússonar.
Akur eyrarmaraþ on
hlaupið í fyrsta sinn
Akureyrarmaraþon verður hlaupið í fyrsta sinn laugardaginn 25.
júlí næstkomandi. Aðstandendur þess hyggjast festa Akureyrarmara-
þonið í sessi og hlauparar geti reynt sig þar mánuði fyrir Reykjavík-
urmaraþon.
Morgunblaðið/Sverrir Páll
Blásarasveitin heim frá Sviss
Blásarasveit æskunnar á Akureyri kom heim frá Zúrich í Sviss á föstudagskvöldið eftir að hafa hreppt
þriðja sæti á alþjóðlegu móti biásarasveita þar. Fjöldi manna kom og fagnaði þessu frækna tónlistarfólki
og fararstjórum þess þegar það kom út úr flugstöðinni um miðnætti í afar fögru veðri. Ferðalöngunum
vom færðar rósir og þeir stilltu sér síðan upp og sungu eitt lag áður en þeir héldu hver heim til sín.
Framúrskarandi aðstaða
fyrir fangelsi á Dalvík
Dalvík
Það em Ungmennafélag Akur-
eyrar og klúbburinn Þríþraut á Ak-
ureyri sem standa að Akureyrarm-
araþoni. Jón Ámason, talsmaður
Ungmennafélags Akureyrar, sagði
að hlaupið yrði af stað frá Iþrótta-
velli Akureyrar við Hólabraut klukk-
an 13.30 á laugardag og að þessu
sinni gæfíst kostur á að hlaupa
hálfmaraþon, 21,1 km, eða 7 km
skemmtiskokk. Bæjarstjórinn á Ak-
ureyri, Halldór Jónsson, mun ræsa
keppendur en hlaupið verður á jafn-
sléttu, að mestu á malbiki. Jón sagði
og Skandinaviu.
Það em Sólrún Bragadóttir,
ópemsöngkona við Óperuna í
Hannover í Þýskalandi, og Þórarinn
Stefánsson, píanóleikari, sem flytja
norræna ljóðatónlist á tónleikunum,
en þau em hér á landi í sumarleyfi
frá störfum sínum í Þýskalandi.
Auk þess að syngja við ópemna
í Hannover hefur Sólrún komið fram
Gítamámskeiðið hefst á morgun,
miðvikudag, og stendur fram á
laugardag. Kennt verður á sal Tón-
listarskóla Akureyrar og leiðbein-
andi verður Amaldur Amarson,
sem er kennari við Luthier-tónlist-
arskólann í Barcelona á Spáni. Am-
aldur nam gítarleik í Reykjavík, í
Manchester á Englandi og í Alic-
ante á Spáni og hefur unnið til
verðlauna í gítarkeppni erlendis,
meðal annars fyrstu verðlaun í
Fernando Sor-keppninni í Róm á
Ítalíu í maí á þessu ári.
Það er Hljómskólinn á Akureyri
sem ásamt Tónlistarskóla Akur-
eyrar stendur að gítarhátíðinni. Að
sögn Amar Viðars Erlendssonar,
forstöðumanns hátíðarinnar, er
búist við að á námskeiði Arnaldar
verði allir efniiegustu gítamemend-
að ætlað væri að Akureyrarmaraþon
yrði árlegur viðburður þar sem með-
al annars hlauparar sem hyggðu á
þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni
gætu reynt sig mánuði áður en það
er haldið.
Að hlaupi loknu verða verðlaun
afhent í Dynheimum. Þrír fræknustu
hlauparar í hvetjum flokki í hálfm-
araþoni hljóta verðlaun en í skemm-
tiskokkinu hljóta verðlaun þeir fjórir
sem dregnir verða úr rásnúmemm.
Allir þátttakendur hljóta viðurkenn-
ingu.
á gestasýningum í Dússeldorf,
Múnchen og Mannheim auk þess að
syngja á tónleikum víða í Evrópu.
Þórarinn hefur talsvert leikið á tón-
leikum hér á landi og erlendis, ýmist
einleik eða samleik með fleimm.
Ljóðatónleikarnir í Safnaðarheim-
ili Ákureyrarkirkju hefjast klukkan
20.30 annað kvöld.
ur landsins. Flestir em þeir á aldrin-
um 15 til 26 ára og aðallega em
þeir frá Akureyri og Reykjavík. Auk
gítarleikara verða á námskeiðinu
áheymamemendur. Námskeiðinu
lýkur á laugardag með grillveislu í
góðviðrinu í Kjamaskógi, að sögn
Arnar Viðars.
Á gítarhátíðinni verða femir gít-
artónleikar í Akureyrarkirkju.
Jennifer Anne Spear frá Ástralíu
er kennari við Tónlistarskólanr. á
Akureyri. Hún heldur fyrstu ein-
leikstónleika sína á íslandi í kapellu
Akureyrarkirkju klukkan 18.00
miðvikudaginn 22. júlí. Hún leikur
verk eftir Granados, Bach, Mangore
og fleiri.
Á fimmtudag, 23. júlí heldur
Kristinn H. Árnason tónleika í kap-
ellunni klukkan 20.30 og leikur
- segir Kristján
Þór Júlíusson
bæjarstjóri
EKKI ERU allir á eitt sáttir um
staðarval fyrir nýtt afplánunar-
fangelsi ríkisins, en bæjarstjóm
Dalvíkur hefur sótt um að það
verði reist þar í bæ. Kristján Þór
Júlíusson bæjarstjóri telur ekki
sjálfgefið að opinber þjónustufyr-
irtæki séu á höfuðborgarsvæðinu.
Hinn mikli þjónustukjami á Eyja-
fjarðarsvæðinu hljóti að vera um-
talsverður valkostur þegar ve(ja á
stað fyrir stofnun af þessu tagi.
Erindi bæjarstjómar Dalvíkur til
dómsmálaráðherra, um að afplán-
unarfangelsi ríkisins verði reist á
Dalvík, hefur vakið nokkur viðbrögð.
Þannig kom meðal annars fram í
viðtali við oddvita Eyrarbakkahrepps
í sunnudagsblaði Morgunblaðsins að
það vekti undmn að bæjarstjómar-
mönnum á Dalvík skyldi detta í hug
verk meðal annars eftir Bach,
Milan, Guiliani og Rodrigo. Hann
hefur numið í Reykjavík, í New
York og á Spáni og sótt einkatíma,
meðal annars hjá Andrés Segovia.
Á föstudagskvöldið klukkan
20.30 leikur Kristinn á tónleikum
í kapellunni ásamt Einari Kristjáni
Einarssyni, sem er Akureyringum
að góðu kunnur fyrir gítarleik sinn.
Einar lærði gítarleik hér á Akur-
eyri og í Reykjavík og síðan í
Manchester á Englandi, en lauk
einleikaraprófí frá Guildhall School
of Music og hefur síðar sótt nám-
skeið víða. Á efnisskrá þeirra félaga
em verk meðal annars eftir Hróð-
mar Sigurbjörnsson, Brahms, Fern-
ando Sor, Álbeniz og Granados.
Laugardaginn 25. júlí klukkan
18.00 verða lokatónleikar hátíðar-
innar í Akureyrarkirkju, en þar
leika þeir efnilegu nemendur sem
námskeið Arnaldar Arnarsonar
sækja fjölbreytta dagskrá tónverka.
að þeir ættu möguleika á að fá ríkis-
fangelsið norður. Ef menn settu fyr-
ir sig fjarlægðina frá Reykjavík til
Eyrarbakka ætti fjarlægðin til Dal-
víkur að vera óyfirstíganleg.
Kristján Þór Júlíusson kvaðst ekki
skilja hvers vegna áhugi bæjarstjórn-
ar Dalvíkur væri talinn undarlegur
og sér þætti ástæðulaust af mönnum
að rjúka upp til handa og fóta af
hans sökum. „Þeir sem undrast að
sveitarstjómarmenn á Dalvík skuli
hafa áhuga á þessu máli hafa ein-
hveijar aðrar hugmyndir um hlut-
verk sveitarstjómarmanna en við
Dalvíkingar. Það sem við höfum fram
yfír marga aðra staði er sá mikli
þjónustukjami sem er á Eyjafjarðar-
svæðinu og við emm að bjóða hann
fram sem valkost. Það gildir um
þetta ríkisfangelsismál eins og
fjöldamargt annað í sambandi við
opinbera uppbyggingu að staðsetn-
ingin er ekkert sjálfgefin, hvort sem
þjónusta hefur verið á einhveijum
tilteknum stað í lengri eða skemmri
tíma,“ sagði Kristján Þór.
Bæjarstjóri sagði að svo virtist
sem fangelsismálanefnd hygði á það
í tillögum sínum að fangelsi yrðu í
framtíðinni á höfuðborgarsvæðinu.
Vissulega væri dálítill spölur frá
Reykjavík til Dalvíkur, en það væri
aukaatriði í þessu máli. Dalvíkingar
væru hins vegar sannfærðir um að
þeir gætu boðið framúrskarandi að-
stöðu fyrir afplánunarfangelsí og til-
boð þeirra væri komið til ráðherra.
Hann kvaðst gleðjast yfír því að
dómsmálaráðherra hefði sagt frá því
í viðtali að þetta erindi færi til fram-
kvæmdanefndar um fangelsisbygg-
inguna, sem tekur við af fangelsis-
málanefnd, sem annaðist úttekt á
fangelsismálum, og þar ætti að skoða
alla valkosti. Það gæfi von um að
ekki væri útilokað að Dalvík kæmi
tii greina.
Að sögn bæjarstjóra er ómögulegt
á þessu stigi að segja til um það
hversu mörg störf gætu skapast við
fangelsið ef það yrði á Dalvík. Þó
mætti telja að þau yrðu allnokkur.
Þá væri með öllu óljóst hvenær vænta
mætti viðræðna og frekari ákvarð-
ana um þessi mál.
♦ ♦ ♦
Gítartón-
leikar í Mý-
vatnssveit
Gítartónleikar verða í Reykja-
hlíðarkirkju í Mývatnssveit á mið-
vikudagskvöld klukkan 20.30.
Það er Kristinn H. Ámason gítar-
leikari sem flytur á tónleikunum fjöl-
breytta dagskrá verka eftir Milan,
Bach, Henze, Giuliani, Martin og
Rodrigo.
Kristinn lauk burtfararprófi í gít-
arleik frá Tónlistarskóla Sigursveins
D. Kristinssonar árið 1983 og síðar
BM-prófí frá Manhattan í Bandaríkj-
unum. Einnig hefur hann stundað
nám á Spáni og Englandi. Hann
hefur áður leikið í Reykjahlíð-
arkirkju.
Ljóðatónlist í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju
TÓNLEIKAR verða í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju annað
kvöld, miðvikudagskvöld. Þar verður flutt ljóðatónlist frá íslandi
Gítarhátíð á Akureyri
I ÞESSARI viku verður mikil gítarhátíð á Akureyri. Um er að ræða
fyrsta sumarnámskeið (Master Class) í gítarleik sem haldið er á ís-
landi. í tengslum við námskeiðið verða fernir gítartónleikar.