Morgunblaðið - 21.07.1992, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992
Félag um nýja sjávarútvegsstefnu;
Lög útiloka nýliðun í útgerð
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yíírlýsing frá Félagi
um nýja sjávarútvegsstefnu í til-
efni gjaldþrots Fiskvinnslunnar
á Bíldudal:
„Nú þegar fiskvinnslan á Bíldu-
dal hefur lýst sig gjaldþrota, blasir
eftirfarandi við, sem um Ieið sýnir
ljóst þá alvarlegu ágalla sem felast
í leikreglum núverandi laga um
stjórn fiskveiða:
Útgerðarfélag Bílddælinga sem
nú hefur tekið fískvinnsluna á leigu
er að mestu leyti í eigu hins gjald-
þrota félags (70%).
Bústjórn þrotabúsins ber sam-
kvæmt lögum að selja eignir búsins
hæstbjóðenda þannig að sem mest-
ir fjármunir náist upp í lýstar kröf-
ur.
Af ofangreindu leiðir að skip út-
gerðarfélagsins verða seld ásamt
veiðiheimildum. Einu aðilarnir sem
ráða við slíka fjárfestingu eru fjár-
sterk útgerðarfélög (gjaman frysti-
togarar) sem jafnframt geta nýtt
sér þá skattalegu hagræðingu sem
felst í því að gjaldfæra kvótakaup.
Útilokað er fyrir „heimaaðila"
að stofna nýtt hlutafélag sem keypti
umrædd skip og fasteignir. Rekstur
sem stofnað er til með þeim hætti
getur aldrei staðið undir sér. Með
öðmm orðum nýliðun í útgerð er
útilokuð meðan núverandi lög um
stjóm fiskveiða gilda og veiðiheim-
ildir safnast þannig á færri hendur.
Vegna þeirra leikreglna sem fel-
ast í núverandi lögum um stjóm
fiskveiða er mikil hætta á að gjald-
þrot Fiskvinnslunnar á Bíldudal
gæti þýtt endalok byggðar þar
a.m.k. í núverandi mynd. Ekkert
nema sérstakar ráðstafanir af hálfu
stjómvalda gætu komið í veg fyrir
slíkt og sama gildir að sjálfsögðu
um önnur byggðalög sem fyrir slík-
um áföllum verða.“
Óskar Þór Karlsson formaður.
Árni Gíslason framkvæmda-
stjóri.
WtÆLWÞAUGL ÝSINGAR
Reykhólaskóli
Austur-Barðastrandarsýslu
Vegna forfalla vantar kennara í sex mánuði
frá október ’92. Um er að ræða kennslu
yngri barna 3.-4. bekk auk sérkennslu. Mikil
vinna, jafnvel að hluta í Skólaseli í Gufudals-
sveit.
Einnig vantar íþróttakennara í 50% stöðu frá
desemberbyrjun ’92 í sex mánuði.
Vinsamlega hafið samband við skólastjóra í
símum 93-47806 og 47807 eða sendið um-
sóknir merktar: „Reykhólaskóli, 380 Króks-
fjarðarnesi.”
Til leigu við Laugaveg
140 fm á 2. hæð í nýlegu lyftuhúsi við Lauga-
veg til leigu. Útstillingargluggi á jarðhæð
getur fylgt.
Einnig er til leigu við Laugaveg 80 fm skrif-
stofupláss í timburhúsi.
Upplýsingar í síma 27770 alla virka daga frá
kl. 9-17.
Lokað!
Við lokum vegna sumarleyfa 27. júlí nk. og
opnum aftur 4. ágúst.
BERGÍS hf.
Melka
Quality Men’s Wear
Tilkynning um
skattskrár Norðurlands-
umdæmis eystra 1991
Samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981,
um tekjuskatt og eignarskatt, verða skatt-
skrár í Norðurlandsumdæmi eystra ásamt
launaskattsskrám fyrir gjaldárið 1991 lagðar
fram til sýnis dagana 21. júlí til og með
4. ágúst 1992.
Skattskrárnar liggja frammi á Skattstofunni
á Akureyri og hjá umboðsmönnum skatt-
stjóra eða sveitarstjórn í öðrum sveitarfélög-
um.
Á sömu stöðum og tíma liggja frammi til
sýnis virðisaukaskattskrár fyrir 1990 sam-
kvæmt 46. gr. laga nr. 50/1988, sbr. 13. gr.
laga nr. 119/1989.
Athygli er vakin á að enginn kæruréttur
myndast við framlagningu skránna.
Akureyri, 20. júlí 1992.
Skattstjóri Norðurlandsumdæmis eystra,
Friðgeir Sigurðsson.
Laxveiðileyfi
Til sölu veiðileyfi í Reykjadalsá í Borgarfirði.
Einnig í Hvítá í Árnessýslu, fyrir landi Lang-
holts.
Upplýsingar í síma 77840 alla virka daga frá
kl. 8.00-18.00
Niðjamót
Laugardaginn 25. júlí ætla niðjar Kristjáns
Kristjánssonar, hreppstjóri í Stapadal
(1844-1928) að koma saman á Núpi í Dýra-
firði. Þeir, sem óska að fá gistingu í Núp-
skóla, vinsamlega hafið samband við skóla-
stjóra í síma 94-8236.
Nánari upplýsingar um Niðjamótið gefur
Hrefna í s. 92-11282 eða Óskar í s. 92-12305
í kvöld og annað kvöld eftir kl. 19.00.
Hlutir til veitingareksturs
Óskum eftir að kaupa notaða hluti í ca 170
manna veitingasal.
1. Hluti í eldhús ásamt borðbúnaði.
2. Borð og stóla.
3. Annað sem gæti hent í slíkan rekstur.
Þeir, sem vildu selja slíka hluti, vinsamlegast
sendið lista yfir þá, þar sem fram kem-
ur ástand og magn, til auglýsingadeildar
Morgunblaðsins fyrir 25. júlí nk. merkta:
„H - 8212”.
íbúðarhúsnæði óskast
Sérhæð, raðhús eða einbýlishús óskast til
leigu, helst í Vesturbæ, í eitt ár eða lengur.
Vinsamlegast hafið samband í síma 679460
eða 28527 eftir kl. 19.00.
Til sölu
notaðurfrystieiningaklefi 5,9x3,7x3,0m= 65m3.
Hagstætt verð.
Kælitækni,
Skógarhlíð 6, Reykjavík,
sími 614580-654581, fax 654582.
Nauðungarsala
Framhald uppboðs á eftirtöldum fasteignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
1. Lóð úr landi Skeljavíkur, Hólmavíkurhreppi, þinglýst eign Strands-
nausts hf., að kröfu (slandsbanka hf., fimmtudaginn 23. júlí 1992
kl. 10.00.
2. Miðtúni 7, Hólmavík, þinglýst eign Guðbjörns Sigurvinssonar og
Þórunnar Einarsdóttur, að kröfu Fjárheimtunnar hf. og Húsnæðis-
stofnunar ríkisins, fimmtudaginn 23. júlí 1992 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á Hólmavík,
20. júlí 1992,
Hjördls Hákonardóttir, sett.
UTIVIST
• -
Húllveigúrstig 1 • simi 614330
Um næstu helgi:
Dagsferðir
sunnudaginn 26. júlí.
Kl. 10.30 Fjallganga nr. 9 Hengill.
Kl. 10.30 Nesjar - Skinnhúfu
höfði.
Helgarferðir
24.-26. júlí.
Kl. 20.00 Básar á Goðalandi.
Gönguferðir um Þórsmörk og
Goðaland við allra hæfi. Gisting
við góðar aðstæður i skála eða
í tjöldum.
Kl. 20.00 Fimmvörðuháls.
Gist í Básum. Gengið á laugar-
degi frá Skógum um Fimm-
vörðuháls í Bása.
Ferðir um verslunar-
mannahelgina
1. Eiríksjökull - Geitland —
Þórisjökull.
2. Siglufjöður - Héðinsfjöður
- Ólafsfjörður.
3. Núpsstaðarskógur.
4. Básar á Goðalandi.
Sumarleyfisferðir:
24.-30. júlf Borgarfjörður - Vikur
- Loðmundarfjörður. Vegna for-
falla komast fleiri með. Farar-
stjóri Bóthildur Sveinsdóttir.
30. júlf-3. ágúst Hornstrandir.
Hornvík, bækistöðvarferð. Farið
í dagsferðir m.a. á Hornbjarg,
Rekavík og Hlöðuvík. Fararstjóri
Gunnar H. Hjálmarsson.
Hornvík - Aðalvík. Bakpokaferð,
gengið um Hlöðuvík og Hesteyr-
arfjörð. Fararstjóri Gísli Hjartar-
son. Undirbúningsfundur þriðju-
daginn 21. júlí kl. 20.00.
4.-9. ógúst I Fjörðu. Bakpoka-
ferð um eyðibyggðir milli Eyja-
fjarðar og Skjálfanda. Gengið um
slóðir Látra-Bjargar, ( Þorgils-
fjörð og Flateyjardal. Upplagt að
sameina við ferð um verslunar-
mannahelgi í Héðinsfjörð. Farar-
stjóri Hörður Kristinsson. Undir-
búningsfundur miðvikudaginn
29. júlí kl. 20.00.
4.-9. ágúst Eldgjá - Básar.
Gengið frá Ófærufossi f Eldgjá
um Álftakrók og Strútslaug I
Hvanngil, og um Emstur í Þórs-
mörk. Fararstjóri Óli Þór Hilm-
arsson. Undirbúningsfundur
þriðjudaginn 28. júlí kl. 20.00.
8. -16. ágúst Jökulsá á Fjöllum.
Gengið frá Hrossaborg um Graf-
arlönd til Herðubreiðarlinda.
Komið í Öskju, Hvannalindir og
Kverkfjöll. Gist í skálum og tjöld-
um. Mögulega farangursbill.
Fararstjóri Ásta Þorleifsdóttir.
8.-15. ágúst. Hálendishringur-
Inn. Ekið um Þjórsárdal, á
Sprengisand og Gæsavatnsleið
til öskju og Herðubreiðarlinda.
Farið i Kverkfjöll og Hvannalind-
ir. Ekið heim um Bárðardal og
Sprengisand.
11.-16. ágúst Landmannalaug-
ar - Strútslaug - Básar.
Tilbrigði við Laugaveginn.
Sjáumst í Útivistarferð.
Brottför Námskeið Dagar
22. júlí Almennt 3
26. júlí Almennt 4
29. júlí Almennt 3
3. ágúst Almennt 5
9. ágúst Unglinga 5
16. ágúst Unglinga 5
20. ágúst Almennt 4
23. ágúst Almennt ' 4
ferdaskrifstofaxLí
ÍSLANDS ItD
Skógarhlíð 18 - Sími 91 -623300.
FERÐAFÉLAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SIMI 682533
Miðvikudagur 22. júlf
Kl. 08 Þórsmörk, dagsferð og
til sumardvalar. Dagsferð kr.
2.500,- (hálft gjald fyrir 7-15
ára). Tilvalið að dvelja f Skag-
fjörðsskála til föstudags eða
sunnudags.
Pantið á skrifstofunni.
Kl. 20 Búrfellsgjá - Selgjá.
Skemmtileg kvöldganga um eina
fallegustu hrauntröð Suðvestan-
lands. Verð 500,-.
Hekluganga á laugardag
25. júlí kl. 08.
Fimmtudagur 23. júlf
kl.21.00
Kvöldsigling um Kollafjörð með
m/s Árnesl. Brottför frá Grófar-
bryggju (gamla Akraborgar-
bryggjan). Siglt norður fyrir Við-
ey að Lundey (lundabyggð). Um
Þerneyjarsund á bakaleið. Tekin
botnsskafa. Harmónikuleikari
verður með í för. Siglingartími
l, 5 klst. Verð 700,- frítt f. börn
m. fullorðnum.
Ferðir um verslunar-
mannahelgina:
1. Þórsmörk og Fimmvörðu
háls.
2. Snæfellsnes - Brelða-
fjarðareyjar.
3. Snæfellsnes að norðan -
Tröllatindar o.fl.
4. Jökulheimar - Heljargjá -
Veiðivötn.
5. Álftavatn - Hómsárlón
(Strútslaug) - Rauðlbotn.
6. Landmannalaugar - Eldgjá
- Háalda.
Helgarferðir 24.-26. júlf
1. Leppistungur - Kerlingar-
gljúfur - Hveradalir f Kerl-
ingarfjöllum.
2. Landmannalaugar -
Brandsgil - Brennisteinsalda.
3. Á fjallahjól í óbyggðum.
4. Þórsmörk - Langidalur.
Ferðafélag íslands.