Morgunblaðið - 21.07.1992, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992
34
Minning:
Stefán Þórir
Guðmundsson
Fæddur 29. júní 1917
Dáinn 11. júlí 1992
Stefán Þórir vinur minn er látinn.
Einstakur öðlingur er í valinn fail-
inn.
Segja má að persóna Stefáns
hafi aðeins að hluta tii verið af þess-
um heimi, svo frábrugðinn var hann
flestum samferðamönnum sínum í
gjörðum og lífsviðhorfum. Hann
skar sig þar af leiðandi úr Qöldan-
um, og var eftir því áberandi í bæj-
arlífi Reykjavíkur um áratuga skeið.
Þeim sem aldrei kynntust Stefáni
persónulega, kann að hafa fundist
þessi maður dálítið sérstakur í hátt-
um, slíkt var hispursleysi hans og
yfirmáta kurteisi sem oft birtist sem
óþægileg hjálpsemi á mögulegum
og ómögulegum augnablikum
kannski mitt í Austurstræti eða á
Laugaveginum eða sem kumpánleg
kveðja við bláókunnuga manneskju
sem aldrei hafði Stefán augum litið,
sérstaklega ef um konur var að
ræða. Flest þetta fólk kynntist því
miður aldrei þessum hjálpsama sam-
ferðamanni en þeir sem nutu þeirrar
ánægju og gleði munu seint gleyma.
Þessi sérstaki þáttur í fari Stef-
áns var að sjálfsögðu aðeins lítið
brot af persónuleika þessa einstæða
manns sem í raun var einfari allt
sitt líf. Stefán Þórir Guðmundsson
var lífslistamaður og fagurkeri. í
raun var lífshiaup hans efni í stór-
brotið listaverk, harm- og gleðiieik-
ur í senn. Harmleikur vegna þess
að margar björtustu vonir hans allt
frá unga aldri fengu aldrei að ræt-
ast og að hann bjó við ýmislegt
veraldlegt andstreymi flest sín efri
ár. Gleðileikur vegna þeirrar per-
sónulegu útgeislunar sem af honum
stafaði, þeirrar hjálpsemi og fóm-
fýsi sem hann svo ríkulega sýndi
öllum sem til hans leituðu, kunnug-
um sem ókunnugum þótt af litlum
efnum væri og raunar oftast um
efni fram.
í raun rak Stefán á sinn eigin
reikning og í öllum sínum úttroðnu
vösum og umslögum sem hann ein-
att bar um bæinn sína eigin félags-
málaþjónustu. Þá er ótalin hjálpsemi
hans við vini og ættingja. Þrátt fyr-
ir að Stefán væri þannig eldheitur
baráttumaður lítilmagnans var hann
íhaldsmaður í merg og bein og tal-
aði oftast af mikilli lotningu um
flokksbræður sína sérstaklega væm
þeir jafnframt KR-ingar eða stúku-
bræður en Stefán var bindindismað-
ur alla sína ævi. Hann hafði alla
sína tíð mjög ákveðnar skoðanir á
þjóðmálum og fór þá lítt troðnar
Fæddur 6. desember 1893
Dáinn 22. júní 1992
Ástkær afi minn Árni Siguijón
Finnbogason, skipstjóri frá Vest-
mannaeyjum hefur nú kvatt okkur
í hinsta sinn. Eftir nokkurra vikna
vist á deild B 5 Borgarspítalans hlaut
hann hægt andlát. Eftir svo langa
ævi og mikið ævistarf var hann satt-
ur við tilvemna og endalokin. Árni
afí minn kom inn í líf mitt þegar
ég var þriggja ára snáði og gekk
mér í föður stað; þá hálf áttræður.
Þessi ár mörkuðu ákveðin þáttaskil
í lífí hans því fjórum árum áður flutt-
ist hann frá Vestmannaeyjum til
höfuðborgarinnar og hóf að teikna
blýantsmyndir af mikilli atorku.
Fegurð eyjanna, sjómennskan og
mannlífið í eyjum var helsta mynd-
efni hans ásamt hafnarmyndum frá
íslenskum og færeyskum sjávar-
plássum auk ýmissa andlitsmynda.
Þótt afi nyti ekki leiðbeininga list-
lærðra manna náði hann fljótt ótrú-
slóðir. Væri hann spurður um ein-
staka stjómmálamenn var hann þó
oftast sanngjarn í dóminum, þó
„flóðhestar" fyrirfyndust að vísu í
þeim hópi sem öðrum að hans mati.
Stefán var alla tíð mikill fagur-
keri, listunnandi og vinur margra
listamanna. Þannig var hann heim-
ilisivnur Gunnlaugs Blöndal um
langt árabil og sat jafnvel fyrir í
nokkrum málverkum Gunnlaugs
sem hann dáði mjög mikið. Frænda
sínum, Alfreð Flóka, reyndist hann
mikil hjálparhella á -hans lista-
mannsferli. Stefán átti fyrr á árum
mikið og fágætt safn listaverka og
bóka sem hann því miður missti
vegna valdníðslu yfírvalda og sem
síðar eyðilögðust eða glötuðust í
haldi þessara sömu aðila án þess
að nokkrar bætur fengjust fyrir.
Stefán kunni feiknin öll af ljóðum
og lausavísum sem hann gjarnan
laumaði út út sér á góðum stundum.
Ekki skaðaði væru vísumar aðeins
tvíræðar.
Stefán hafði mjög næma tilfínn-
ingu fyrir kveðskap og fagurbók-
menntum og við ljóðalestur var oft
mjög gaman að heyra athugasemdir
hans sem bám hárfínum smekk
hans gott vitni.
En kannski einmitt í hrifningu
sinni af kvenþjóðinni kom fagurker-
inn í Stefáni sterkast fram og aldr-
ei heyrðum við félagarnir hann hall-
mæla konum. Þvert á móti átti hann
til á hraðbergi endalausa gullhamra
um konur sem hann sló þeim oft
algjörlega fyrirvaralaust svo jafnt
ungmeyjar sem rosknar og ráðsettar
frúr setti deyrrauðar af lofi Stefáns
um fegurð þeirra og gáfur. Líkti
hann þá konum gjarnan við fagrar
og þekktar ieikkonur eða lýsti yfír
að þær hefðu karlmannsvit sem var
æðsta stig andlegs atgervis kvenna
að hans mati.
Stefán var mjög skemmtilegur
maður sem kom fram í orðheppni
hans sem var við brugðið og frá-
bæru skopskyni og tilfinningu fyrir
hinu broslega í tilverunni. Oft gátum
við vinir Stefáns velkst um af hlátri
yfír stráksskap hans og mergjuðum
athugasemdum um menn og mál-
efni.
Stefán tók mikinn þátt í fijálsum
íþróttum á sínum yngri árum með
KR og var í ólympíuliði íslands í
Berlín 1936. Ein var sú íþrótt sem
Stefán unni meir en öðrum en það
var bridsíþróttin.. Hann var góður
bridsspilari og á tíðum mjög frum-
legur í sögnum en fyrst og síðast
var hann frábær spilafélagi. Undir-
rituðum kom það hvað best að Stef-
legu valdi yfír blæbrigðum blýants-
ins og sýna myndir hans í hnotskurn
þá eljusemi, þolgæði og vandvirkni
er hann bjó yfír. Hann rammaði
sjálfur inn allar sínar myndir og tók
að sér innrömmun fyrir fólk gegn
vægu gjaldi. Afí hélt fímm einkasýn-
ingar á myndum sínum, þá fyrstu í
Ingólfsstræti og hinar fjórar að
Hallveigastöðum. Vestmannaeyjar
voru mjög hugleiknar afa enda eng-
in furða því þar ólst hann upp, kom
átta börnum til fuliorðinsára og
stundaði formennsku á bát í um 50
ár. Kona hans var Guðbjörg Aðal-
heiður Sigurðardóttir en hún lést
árið 1958. Afi var mjög oft ber-
dreyminn og á hverri nóttu dreymdi
hann um lífið í eyjum, t.d. eggja-
tekju í Bjamarey líkt og hann stund-
aði svo oft áður.
Einstök manngerð afa verður mér
alltaf minnisstæð. Létt lund hans
og kímnigáfa sköpuðu margar
ánægjustundir og bros á heimili okk-
ar. Móður minni reyndist hann ákaf-
án hrósaði yfirleitt mest þeim sem
spilaði verst en gat átt til að hund-
skamma hina félagana eftir því sem
við átti, sérstaklega ef stórmeistarar
voru við borðið. Við sér 30 árum
yngi-i menn spilaði Stefán reglulega
síðastliðin 25 ár og mun okkur öllum
þær stundir reynast hvað ógleyman-
legastar af kynnum okkar Stefáns.
Úr þeim kynnum spratt síðan djúp
vinátta ekki aðeins milli spilafélag-
anna og Stefáns heldur milli fjöl-
skyldna okkar allra og hans.
í allra okkar garði er því rík sorg
yfír fráfalli þessa fágæta og sér-
staka vinar. Ekki verður svo skilið
við minningu Stefáns að ekki sé
minnst _ velgjörðarmanns hans,
Georgs Ólafssonar og hans fjöl-
skyldu allrar. Stefán hafði verið
náinn vinur föður Georgs, Ólafs
Georgssonar, sem lést fyrir aldur
fram árið 1961. Segja má að Georg
hafí komið í stað föður síns í vin-
áttu hans og Stefáns sem hann,
Soffía kona hans og synir ásamt
fjölskyldunni á Háteigsvegi 34
ræktuðu síðan alla tíð. Það var mik-
ið lán fyrir Stefán, sérstaklega síð-
ustu 15—20 ár sem gerði líf hans
mun léttbærara en það ella kynni
að hafa orðið og sem hann endur-
galt ríkulega með vináttu sinni,
hjálpsemi og skemmtilegheitum.
Nú þegar Stefán er horfínn á
braut hverfur af sjónarsviðinu ein-
staklingur sem um áratuga skeið
hefur sett eftirminnilegan svip á
bæjarbrag í Reykjavík, einn örfárra
orginala á íslandi.
Það er mjög við hæfi að hann
verður í dag lagður til hinstu hvíld-
ar í gamla kirkjugarðinum við Suð-
urgötu. Af sex systkinum Stefáns
er aðeins ein systir eftirlifandi, Guð-
rún Nielsen, sem ég sendi innilegar
samúðarkveðjur.
Við vinir hans komum til með að
sakna hans sárt. Svo veit ég að er
um marga fleiri, m.a. samstarfsfólk
hans á Verðlagsstofnun um mörg
ár og margar vinkonur sem Stefán
eignaðist um ævina.
Betra hefði verið ef fleiri samtíð-
armenn hefðu kynnst þessum öðl-
ing. Best væri þó ef samtíminn til-
einkaði sér örlæti hans og fómfýsi.
Þá væri bjart framundan.
Þorsteinn Ólafsson.
Fyrsta vitneskja mín um Stefán
Þóri Guðmundsson var að hann
hefði verið valinn til keppni í fijáls-
um íþróttum á ólympíuleikana í
Berlín 1936, þá aðeins 19 ára.
Árin á undan hafði hann keppt í
drengjaflokki, sigrað og sett
drengjamet í mörgum greinum.
Mikill var áhugi okkar „pottorm-
anna“ á þessumn leikum og ekki
dvínaði hrifning okkar þegar
Kaaberskaffí fór að hafá myndir frá
leikunum, þar sem sigurvegarar í
öllum greinum birtust og úrslit.
Nú líður tíminn þar til 1943 að
fimm „grænjaxlar" ákváðu að sanna
lega vel og þegar vanda bar að hönd-
um tók hann öllu með jafnaðargeði
og skynsemi. Erfiðar ytri aðstæður
komu afa ekki úr jafnvægi og nýtni
og nægjusemi hans voru mannkostir
sem ungt fólk í dag mætti hafa
meira af. Afi var stálheiðarlegur og
ákaflega sanngjarn maður í viðskipt-
um því fégræðgi átti hann ekki til.
Hann var ákaflega greiðvikinn og
oft gjafmildur t.d. á myndir sínar. Á
uppvaxtarárum mínum veitti hann
mér aðhald, mikla hvatningu og hlý-
hug sem ég verð honum ævinlega
þakklátur fyrir. Ég tei mig heppinn
að hafa átt svo sannan mann sem
fyrirmynd.
Að lokum vil ég ásamt móður
minni Erlu Kristjánsdóttur þakka
Sigríði Sigurðardóttur og Svönu Ein-
arsdóttur fyrir þeirra ómetanlegu
hjálp við að annast afa eftir að hann
varð lasburða svo og starfskonum
öldrunarhjálpar Reykjavíkurborgar
fyrir þeirra óeigingjarna starf.
Starfsfólki og læknum Borgarspital-
ans, Landspítalans og Hátúns svo
og starfsfólki Sjúkradeildar Rauða
kross íslands við Rauðarárstíg kunn-
um við okkar bestu þakkir ásamt
öllum þeim er heimsóttu afa. Börn-
um og vinum hins látna vottum við
samúð okkar. Guð blessi minningu
hans.
Svanur Kristjánsson.
getu sína í keppnisbrids hjá Bridsfé-
lagi Reykjavíkur, sem hafði verið
stofnað árið áður, en nokkur ár á
undan hafði stúdentafélagið staðið
fyrir bridskeppnum.
Allt í einu vorum við komnir inn
í nýjan heim, heim bridsspilarans
þar sem öll umræðan er um brids
og aftur brids. Þar er Stefán kepp-
andi og stappaði í okkur stálinu, en
dugði lítt, þrátt fyrir hans góðu ráð
og hlýju urðum við néðstir. Geta
okkar sannaðist og nú held ég að í
engum leik tekur lengri tíma fyrir
„grænjaxla" að þroskast, nema ef
vera skyldi í lífsleiknum.
Kynni mín og Stefáns urðu þó
ekki meiri en svo að við heilsuð-
umst, og ef við gerðum stans á leið
okkar, var umræðan brids.
Árið 1977 ræðst hann til stofnun-
ar sem ég hafði haft samband við
um áratuga skeið og hef enn. Þar
kynntist ég Stefáni betur og vel,
og eftir þau kynni fer vel að fara
með lýsingu úr Sturlungu um syni
Páls biskups, þá Loft og Ketil. „Svo
sagði Þorvaldur Gissurarson að son-
um biskups væri ólíkt farið. Kvað
Ketill vilja mönnum hvarvetna gott,
en Loft kvað hann mæla til manns
hvarvetna gott.“
Eðiislýsing þessi á báðum þeimi
bræðrum á vel við Stefán, en aldrei
hefði hann látið sér hugar koma að
mæla til manna gott án þess að
vilji fylgdi að gera mönnum gott,
og í seinni tíð miklu meir af vilja
en mætti, enda heilsa og íjárhagur
þrotin.
Skilningur á umgengnisvenjum á
Islandi hefur sennilega breyst mikið
frá því og með síðustu heimsstyij-
öld, þannig að kurteisi Stefáns virk-
aði oft öfugt á fólk, sem á erfitt
að greina á milli kurteisi og fleðu-
láta, því kurteisi hans samanstóð
af einlægni, hlýju og hjálpsemi.
Já, hjálpsemi. Eitt sinn er ég
heimsótti hann á Landspítalann, þar
sem hann var að gangast undir
fyrstu aðgerðir vegna sjúkdóms
síns, mæti ég honum í dyrum stof-
unnar og hann segir „Heill og sæll
og fáðu þér sæti. Eg þarf að hjálpa
manni.“ Eftir örlitla stund sé hvar
hann ekur hjólastól eftir ganginum
og í honum situr mjög lasburða
maður.
Þegar Stefán kemur aftur segir
hann: „Þessi maður á svo bágt,
hann verður að fá að reykja" og
nú skal segja frá því að Stefán var
stórtemplar og lét regluheitið lönd
og leið við þessar aðstæður.
Stefán notaði orðtakið „ég hlakka
til“ þegar eitthvað var ákveðið að
gera skyldi, hvort heldur stórt eða
smátt, og þegar við tveir vinir hans
kvöddum hann tveimur dögum fyrir
andlát hans og sögðum: „Stefán,
við komum á morgun," sagði hann
svo varla heyrðist: „Ég hlakka til.“
En að kvöldi þess sama dags var
hann fluttur til síðustu hvílu sinnar
hér og heimsóknir okkar urðu ekki
fleiri. Hann kvaddi þetta líf með
sama jákvæða hugarfarinu og hann
hafði lifað og eflaust hugsað: „Ég
hiakka til.“
Agnar Jörgensson.
Vildarvinur minn, Stefán Þórir
Guðmundsson, andaðist á Landspít-
alanum 11. júlí sl. eftir harða bar-
áttu við illvígan sjúkdóm. Stefán
fæddist í Eskihlíð við Reykjavík 29.
júní 1917 og var því 75 ára að aldri
er hann lést. Raunar var Stefán
hafinn yfir almennar skilgreiningar
í mínum huga, bæði hvað varðaði
aldur og annað. Persónuleiki hans,
viðmót svo og framganga öll var
með þeim hætti, að viðmið þau, sem
manni er tamt að tileinka sér í
umgengni við annað fólk, viku
smám saman til hliðar við frekara
samneyti. Stefán var mjög sérstæð-
ur maður, alveg einstakur á sinn
hátt. Það duldist engum sem hann
þekkti.
Stefáni kynntist ég í ársbyijun
1984, er ég hóf störf við ræstingar
hjá Verðlagsstofnun eða „embætt-
inu“, sem hann kallaði svo. Embætt-
ið var vinnustaður Stefáns um
margra ára skeið og jafnframt hans
fasti punktur í tilverunni alveg fram
til þess síðasta. Fyrsta daginn, sem
ég mætti til vinnu hjá embættinu,
tók Stefán á móti mér með sínum
alkunna höfðingsbrag. Eftir að hafa
kynnt sig spurði hann mig umsvifa-
laust að því, hvort hann mætti ekki
bjóða mér eitthvað. Því næst vísaði
hann mér inn í skrifstofuherbergið
sitt og bauð mér til sætis. Og sem
ég sat þar og þáði góðgerðir; gos,
súkkulaði og kexkökur, hálfvand-
ræðaleg innan um stafla af dagblöð-
um og pappírum ýmiss konar, upp-
lýsti hann mig um mörg helstu við-
horf og stefnur í lífí sínu. Kvaðst
hann vera bindindismaður á vín og
tóbak og aldrei hafa drukkið neitt
sterkara en kaffí, ekki einu sinni
malt. Þá sagðist hann aldrei hafa
bragðað svínakjöt og myndi aldrei
gera. Hvað stjórnmálaskoðanir
áhrærði, kvaðst hann bera blárri en
hafið. Þarna fékk ég og að heyra
það, að tölvur væru það vitlausasta
af öllu vitlausu, sem maðurinn hefði
fundið upp. Helsta löst karlmanna
taldi hann þann, að þeir kynnu ekki
að umgangast kvenfólk með tilhlýði-
legri virðingu. Já, það var margt
spjallað á fyrsta fundi okkar Stef-
áns, og þetta átti maður allt saman
eftir að heyra aftur og aftur, að ég
minnist nú ekki á allar latnesku til-
vitnanirnar. Svo kom nú að því,
þennan fyrsta dag minn í vinnunni,
að Stefán gekk með mér um Emb-
ættið og sýndi mér það sem ég
þurfti ekki að gera, hann væri nefni-
lega búinn að „flýta dálítið fyrir“,
t.d. tæma úr ruslafötum, þurrka úr
gluggakistum o.s.frv.
Það er svo skemmst frá því að
segja að sama sagan endurtók sig
nokkurn veginn daginn eftir, og
þannig viðhélst þetta þau ár sem
ég starfaði hjá embættinu. Þegar
ég kom til vinnu var Stefán ævin-
lega búinn að flýta fyrir, mér voru
boðin kynstrin öll af sætindum og
saman ræddum við um „heimspeki,
bókmenntir, listir, fagrar konur og
hross", svo vitnað sé til orða Stef-
áns.
Það fer ekki hjá því, að manni
finnst sem ákveðið tómarými hafi
skapast, nú þegar Stefán er horfinn
af sjónarsviðinu og veit ég að svo
mun vera með fleiri.
Stefán var afar vinmargur mað-
ur, enda vildi hann öllum gott gera
og lét sér fátt vera óviðkomandi í
mannlegum samskiptum. Þau voru
mjög náin alla tíð, Stefán og Guð-
rún, systir hans, eða Tóta eins og
hún er yfirleitt kölluð. Stefán bjó
oft hjá Tótu og var ávallt þess á
milli með annan fótinn inni á heim-
ili hennar. Hinn fótinn var Stefán
jafnan með á Háteigsveginum, hjá
Öldu Hansen, móður Georgs verð-
lagsstjóra, og Bárði Daníelssyni
manni hennar, svo og þeim systrum
Effu og Dagnýju Georgsdætrum.
Það er óhætt að segja að Stefán
hafi verið ævifélagi þessa ágæta
fólks, svo löng og náin voru kynnin
þarna á milli.
Ég get ekkj iátið hjá líða að minn-
ast lítillega á þá hlutdeild, sem
„strákarnir", þ.e. 'þeir Georg og
Gunnar á Verðlagsstofnun, áttu í
Iífi Stefáns. Stefán orðaði það sjálf-
ur einhvern tíma á þann veg, að
hann þekkti þá stráka manna best,
enda hafði hann nánast alið þá upp.
Eitt er víst að þau tryggðabönd, sem
spunnust milli strákanna og Stef-
áns, rofnuðu aldrei.
Ég kveð Stefán vin minn að leið-
arlokum með versi, sem hann kenndi
mér eigi alls fyrir löngu og við fór-
um oft með okkur til hugarhægðar:
Ami S. Finnboga-
son — Kveðjuorð