Morgunblaðið - 21.07.1992, Page 37

Morgunblaðið - 21.07.1992, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992 37 Þorbjörg Hannesdóttir fæddist á Hvammstanga 27. nóvember 1927. Foreldrar hennar voru hjónin Hann- es Jónsson, kaupfélagsstjóri Kaup- félags Vestur-Húnvetninga og al- þingismaður, og kona hans, Hólm- fríður Jónsdóttir, ættuð frá Húsa- vík. Sjö ára gömul veiktist Þorbjörg af lömunarveiki og lamaðist alvar- lega á öðrum fæti og beið þess aldr- ei bætur síðan. En þrátt fyrir fötlun sína var hún Iangt frá því að vera eftirbátur annarra barna í leik og öðrum athöfnum, nema síður væri, og seinna átti hún eftir að sanna að hún stóð öðrum fyllilega jafnfæt- is í lífinu þótt stórskerta líkamsorku hefði, eins og vikið verður að hér á eftir. Eftir barnaskólanám dvaldi Þor- björg vetrarlangt hjá móðursystur sinni á Húsavík og stundaði þar nám í unglingaskóla. Haustið eftir dvöl sína þar hóf hún nám í héraðs- skólanum í Reykholti, en fáum mánuðum eftir komu hennar þang- að veiktist hún af berklum, og í desember sama ár var hún lögð inn á Vífilsstaðahæli, þá aðeins 15 ára gömul. Þar dvaldist hún síðan sam- fleytt í sex ár, útskrifaðist þá í eitt ár, veiktist aftur og var á hælinu í fjögur ár í viðbót. Þá hafði henni loks eftir tíu ára hælisvist og rót- tækar læknisaðgerðir, rifjaskurð ofl., tekist að sigrast á þessum geig- vænlega sjúkdómi. Eftir útskrift af Vífilsstöðum dvaldi hún sér til hressingar á Vejlefjord Sanatorium á Jótlandi sumarið 1954, og eftir dvöl sína þar giftist hún hinn 13. ágúst eftirlifandi manni sínum, Stefáni G. Jónssyni, tæknifræðingi, og fór brúðkaupið fram í Kaup- mannahöfn. Þau Stefán eignuðust tvö börn, Stellu og Jón Hannes. Við komu sína til Vífilsstaða kynntist Þorbjörg strax samtökum berklasjúklinga^ SÍBS, og varð þar virkur félagi. A þeim árum unnu berklasjúklingar sjálfir óhemjumik- ið sjálfboðaliðastarf í þágii SÍBS, sérstaklega í sambandi við ýmis- konar fjáraflanir semþá voru í gangi, enda skammt undan að sam- tökin hæfu byggingu Vinnuheimilis SÍBS að Reykjalundi, sem tók til starfa í febrúár 1945. Þorbjörg lá aldrei á liði sínu ef taka þurfti til hendi í þágu samtakanna, og síðar varð hún mjög virkur félagi, var fulltrúi á þingum SÍBS og lengi í stjórn SÍBS-deildarinnar í Reykja- vík. Allt sem hún tókst á hendur vann hún af stakri alúð og atorku. Fljótlega eftir að happdrætti SÍBS hóf göngu sína fór Þorbjörg að vinna þar, fyrst ígripavinnu og í afleysingum, en síðar samfleytt í meira en tvo áratugi, þar til hún neyddist til að láta af störfum á síðasta ári vegna heilsubrests. Ég kynntist Þorbjörgu er ég kom sem sjúklingur að Vífilsstöðum vor- ið 1947, en þá var hún tæplega tvítug að aldri, ákaflega falleg og lífsglöð stúlka, en síðar átti ég eft- ir að verða samstarfsmaður hennar í fjölda ára hjá happdrætti SÍBS og þar kynntist ég betur miklum mannkostum hennar, atorku, sam- viskusemi og ósérplægni, og síðast en ekki síst hennar léttu og glöðu lund sem heillaði alla sem með henni unnu. Hin síðari ári var heilsu henn- ar mjög tekið að hnigna vegna þrá- láts lungnasjúkdóms, en eins lengi og stætt var sótti hún vinnu sína, kvartaði aldrei en vann verk sín af sömu alúð og vandvirkni sem fyrr. Það er hollt og lærdómsríkt að hafa átt þess kost að starfa með þessari ósérhlífnu og hugljúfu konu sem aldrei lét bugast af erfiðleikum þeim sem hún vissulega þurfti að glíma við lengst af ævinni og hún hlaut að lokum að lúta í lægra haldi fyrir. Þorbjörg trúði staðfastlega að þegar jarðvist hennar lyki tæki við annað tilverustig, miklu betra og fullkomnara en það sem við þekkj- um hér á jörð. Ég vona að henni hafi orðið að trú sinni og óska að vegur hennar handan landamær- anna verði blómum stráður, hérna megin var hann stundum of grýttur. Ég votta Stefáni, eiginmanni Þorbjargar, börnum þeirra og öðr- um nánum ættingjum innilega sam- úð. Ólafur Jóhannesson. BIÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. Erfidrykkjur Glæsilee kafti- C/ hlaðborð faileu ir O salir og mjög g(5ð þjónusta. IJppiýsingar í síma 2 23 22 FLUGLEIDIR KTtL Limtllit t Útför KARLS EIRÍKSSONAR, frá Öxl, Giljaseli 5, fer fram miðvikudaginn 22. júlí kl. 1 5.00 í Víðistaðakirkju. Anna Ólafsdóttir, Reimar Karlsson, Jóhannes Karlsson, Ingólfur Karlsson, Steinar Karlsson, Kristjana Karlsdóttir, Ólöf Karlsdóttir, Ólafur Karlsson, Kristlaug Karlsdóttir, Eiín Karlsdóttir, Eirfkur Karlsson, Anna Karlsdóttir, Emilia Karlsdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Sigurður Karl Karlsson, Guðbjörg B. Karlsdóttir, barnabörn og Galina Galtseva, Sigrún B. Jónsdóttir, Sigrún D. Jóhannsdóttir, Ester Halldórsdóttir, Guðmundur Einarsson, Vigfús Þór Jónsson, Þórhildur Richter, Gestur Kristjánsson, Anna Margrét Vésteinsdóttir, Einar Þór Þórsson, Ólafur Hjálmarsson, Þorvaldur Bjarnason, Ása Magnúsdóttir, Egill Þór Magnússon, barnabarnabörn. t Við þökkum af heilum hug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ÞORGEIRS JÓSEFSSONAR framkvæmdastjóra, Akranesi. Svanlaug Sigurðardóttir, Jóhanna Þorgeirsdóttir, Hjalti Jónasson, Jónína S. Þorgeirsdóttir, Leifur ívarsson, Jósef H. Þorgeirsson, Þóra Björk Kristinsdóttir, Svana Þorgeirsdóttir, Gunnar Kárason. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS G. S. JÓNSSONAR, Kvisthaga 29. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á elliheimilinu Grund fyr- ir hlýhug og góða umönnun. Inga S. Gestsdóttir, Gerða Jónsdóttir, Ólafur Gísiason, Gestur jónsson, Þóra Þorgrímsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Inga Sif Ólafsdóttir, Heiða S. Gestsdóttir, Jón Ari Ólafsson. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, MAGNEU BJARNADÓTTUR, Reynivöllum 5, Selfossi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Ljósheima, hjúkrunarheimilis aldraðra, Selfossi. Guð blessi ykkur öll. Tage Rothaus Olesen, Bjarni Olesen, Jóhanna Guðjónsdóttir Öfjörð, Óli Olesen, Ágústa Olesen og barnabörn. + Mín kæra ást, GÆJA, GERÐUR KRISTÍN KRISTINSDÓTTIR EINARSSON, fædd 8. ágúst 1924, andaðist á heimili sínu í Larvik, Noregi, 18. júlí 1992. Jarðsett verður frá Undersbo Kapell, Larvik, Noregi, föstudaginn 24. júlí kl. 12.00. Jónas Kristján Einarsson, Kristenn og Kari, Einar og Hjordis, Hafdis og Fons, Jonas og Lise, Garðar, Christoffer, Lina, Joachim, Jonas, Atle, Ane, Sindre, Tomas, Ida Elise og Thea Maria. + Móðir okkar, KATRÍN FRIMANNSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 9. júlí sl. Útförin hefur farið fram f kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd vandamanna, Magdalena Jóhannesdóttir, Harpa Jóhannesdóttir. Til greinahöfunda: Minningar- o g afmælisgr einar Það eru eindregin tilmæli rit- stjóra Morgunblaðsins til þeirra, sem rita minningar- og afmælis- greinar í blaðið, að reynt verði að forðast endurtekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifaðar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfð- .ar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Almennt verður ekki birtur lengri texti en sem svarar einni blaðsíðu eða fimm dálkum í blaðinu ásamt mynd um hvern einstakling. Ef meira mál berst verður það látið bíða næsta eða næstu daga. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURGEIRS ÞORGRÍMSSONAR ættfræðings. Sérstakar þakkir færum við Stórstúku íslands, Samfrímúrararegl- unni, íþróttafélagi fatlaðra, DV og þeim fjölmörgu vinum og sam- herjum, sem minnst hafa hans að undanförnu. Ingibjörg Sveinsdóttir, Sveinn Þorgrímsson, Magnús Þorgrfmsson, og fjölskyldur. + Okkar elskaða móðir, tengdamóðir og amma, JÓNA GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR sem lést 9. júlí sl. á heimili sínu Hátúni 10a, Rvík verður jarðsungin miðvikudaginn 22. júlí nk. frá Fossvogskirkju (Nýju kapellunni) kl. 13.30. Með djúpum söknuðu og sorg. Björn Snæbjörnsson Arnljóts, Kristína Arnljóts, Hjalti Snæbjörnsson Arnljóts, Birgitta Johansson, Anna María Snæbjörnsdóttir Brown, Kenneth Brown, Arnljótur Snæbjörnsson Arnijóts, og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför systur minnar, GUÐRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Fyrir mína hönd og annarra aðstand- enda, Sveinbjörn Guömundsson. Lokað Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar. Happdrætti SÍBS, Suðurgötu 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.