Morgunblaðið - 21.07.1992, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 21.07.1992, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992 r -erUvigt þángat 'é/'l aa snÁkar- /nrt ketnur upp ? " handlegg opnast munnurinn og þó ertu ekki drykkjumað- ur. Sæl frænka. Þakka þér fyr- ir. BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Hvaladráp Frá Ingvari Agnarssyni: Þær ljótu fréttir hafa borist, að Norðmenn séu í þann veginn að hefja hvalveiðar og íslendingar hafa þegar sagt sig úr hvalveiði- ráðinu tii þess að geta hafið hrefnuveiðar hvenær sem þeim þóknast. Vonandi er að hvorug þjóðin komi þessum áformum sín- um í framkvæmd, enda engar líkur á, að hún yrði þeim til heilla. Margt mælir gegn veiðum stór- hvala: Þeir munu vera með skyn- sömustu dýrum, og annað veiga- mesta atriðið er það, að ekki er hægt að drepa þá á mannúðlegan hátt. Ávallt verða þeir að þola hræðilegar kvalir á meðan verið er að murka úr þeim lífið á löngum tíma. Þetta er ákaflega veigamikið atriði og ekki mönnum samboðið að bjóða nokkurri skepnu upp á slíkan dauðdaga. En hér eru menn ekki á sömu skoðun, því miðun Umhverfisverndarsinnar tala um „ómanneskjulegar“ hvalveiðar sem ætti að banna skilyrðislaust og Manuel Marin, fiskveiðifulltrúi talar um „viðbjóðslegar veiðiað- ferðir“, sem ekki ætti að láta við- gangast. En forsætisráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland, er á önd- verðum meiði. Hún segir að slíkar skoðanir sé kerlingabækur og byggðar á tilfinningasemi og eigi ekkert skylt við náttúruvernd. Hér virðist forherðing hugans hjá æðsta manni norsku þjóðarinnar vera í algjöru hámarki, gagnvart kvaladauða fórnardýra, og er illt til þess að vita. Hún segir ennfrem- ur: „Allt of margir hvalir éta nú hinn dýrmæta fisk okkar" og þess- vegna vill hún fækka þeim. Þeir hvalir, sem veiða á, eru ekki grimmir tannhvalir, heldur hrefn- ur, sem eru skíðishvalir, en sem kunnugt er lifa þeir lítið sem ekki á fiski, heldur á svifi, ljósátu, sem meira en nóg er af um allan sjó, og er því hér um meiriháttar mis- skilning eða blekkingar að ræða hjá hvalveiðisinnum. Norskir framfarasinnar hafa margsinnis bent á, að Norðmenn hafi um allmörg ár stundað hvala- skoðunarferðir þ.e. farið með ferðamenn, erlenda og innlenda, á hvalaslóðir og sýnt þeim lífshætti hvalanna, er þeir t.d. stökkva upp úr sjónum og sýna ýmsar fleiri list- ir sínar. Hefur þessi atvinnugrein farið stórum vaxandi ár frá ári, öllum til ánægju, og telja þeir þessa grein gefa af sér meiri hagnað en þann, sem vænta mættr af veiðum hvala. íslendingar hafa einnig lagt nokkra stund á þessa atvinnugrein, og er alveg víst, að slíkt gæti gef- ið meira í aðra hönd en hinar ógeðslegu veiðar þessara gæfu dýra. Og hvernig eru svo notaðar þær afurðir sem fást af vinnslu hvala? Lítt eða ekki til manneldis, svo sem margur mundi ætla. Afurðirnar eru fyrst og fremst: fegrunarlyf, hundamatur og áburður á akra! Hvílík sóun og misþyrming á þró- uðu lifí til framleiðslu þeirra hluta, sem eins er hægt að vinna úr ýmsum öðrum hráefnum. Enn er eitt atriði, sem fáir hugsa um, en er e.t.v. hið alvarlegasta: Hin ómannúðlega stórhvalaveiði dregur úr orkustreymi frá lífheim- um annarra stjarna til jarðarinnar og við því megum við síst af öllu. Alveg er víst að með hrefnuveið- um köllum við yfir okkur fordæm- ingu og óvild mikils fjölda manna í öðrum löndum, en sú óvild mun óhjákvæmilega stilla okkur til illra lífsambanda við helstefnumannkyn annarra hnatta. Framhjá stillilög- málinu verður ekki gengið, svo stór þáttur sem það er í lífi okkar allra. Við megum aldrei, hvorki sem einstaklingar né þjóð, aðhafast neitt það sem greiðir helstefnunni leið, heldur ber okkur ávallt að stefna eftir mætti til réttrar áttar og þar með stuðla að aukningu líf- stefnuáhrifa þeirra, sem hingað er beint frá lengra komnum íbúum stjarnanna. INGVAR AGNARSSON Hábraut 4, Kópavogi Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon SÓLSKÝJAFAR HÖGNI HREKKVÍSI /y PjP/"M£ UBMPOR. TH- /t£> V/hJHA /OO /CCST Fy&t/Z BæjY/R.FdLAGtÐ." Víkverji skrifar Um helgina var mikið um að vera í Hesteyrarfirði í Jökul- fjörðum, sem ganga inn af ísa- íjarðardjúpi, þegar skúta strandaði þar og björgunarbátur festi sig síðan eftir að skútan hafði losnað af strandstað. Engum varð meint af þessu óhappi en hins vegar er sigling skútunnar inn í Hesteyrar- fjörð skiljanleg. Að sumarlagi, þeg- ar sólin skín og blæjalogn er á firð- inum, er fegurð þessa svæðis ólýs- anleg. Raunar má segja, að Hesteyrar- fjörður breytist á slíkum stundum í sólarströnd eins og þær gerast beztar í suðlægum löndum. Þar er mikil _og falleg fjara og hrein að auki. Ibúarnir við Djúp hafa komið sér upp myndarlegum flota skemmtibáta, sem eru mikið á ferðinni á þessum slóðum í góðu veðri á sumrin og þorpið vaknar til lífsins, þegar húsráðendur, sem hafa haldið húsum sínum vel við koma þangað um helgar. Á slíkum dögum er Hesteyrarijörður sann- kölluð paradís og full ástæða til að hvetja ferðafólk til að leggja leið sína þangað. Vestfirðir eru ennþá vanrækt svæði í ferðaþjónustu, ef svo má að orði komast. Þær ferðaskrifstof- ur, sem vinna að því að selja ferð- ir hingað til lands hafa gert lítið af því að „markaðssetja" Vest- firði. Hvað veldur? xxx Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, vakti athygli á því í bréfi til Morgunblaðsins fyrir helgina, að flutningur Sinfóníuhljómsveitar æskunnar á Baldri Jóns Leifs væri kominn út á geisladiski. Víkveiji tekur undir ummæli Atla Heimis um þennan flutning og útgáfu disksins. Tónverk Jóns Leifs vekja vax- andi athygli erlendis og hérlendis og nauðsynlegt að vinna að því að fleiri verka hans verði flutt hér á næstu árum. xxx að er óhugsandi að halda hér uppi menningarstarfi án öflugs opinbers stuðnings. Og þó er kannski rangt að tala um „stuðning" í því sambandi. Hvað skyldi Reykjavíkurborg hafa haft miklar tekjur af starfsemi íslenzku óperunnar á undanförnum áratug? Óperan laðar fólk af landsbyggð- inni til Reykjavíkur, sem kaupir farseðla hjá Flugleiðum eða öðrum flugfélögum, gistir á hótelum, sækir matsölustaði, notar tækifær- ið og fer í verzlanir en af allri þessari starfsemi hefur Reykjavík- urborg umtalsverðar tekjur. Samt sem áður hafnar meirihluti borgar- ráðs að veita óperunni ferðastyrk upp á tæpar tvær milljónir króna. Eru nokkur rök fyrir þessari af- greiðslu, þegar grannt er skoðað?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.