Morgunblaðið - 21.07.1992, Side 46

Morgunblaðið - 21.07.1992, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992 TORFÆRA A AKRANESI Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sigrinum klúðrað á lokametrunum. Gunnar Guðjónsson hafði sig- urinn í hendi sér, en velti í lokaþrautinni eftir góða frammistöðu og sat eftir með sárt ennið á hvolfi í miðri þraut. „Andlegt stríð keppendanna" HÖRKUKEPPNI var um sigur í torfærukeppni Akstursíþrótta- klúbbs Vesturlands, sem fram fór skammt frá Akranesi á laugar- daginn. í fiokki sérútbúinna jeppa réðust úrslitin á síðustu metrun- um í síðustu þrautinni, en þrautirnar voru margar hverjar skemmtilegar, en keppnin var sú fyrsta á þessu svæði. Akureyring- urinn Helgi Schiöth vann sérútbúna flokkinn, en Steingrímur Bjarnason í flokki standard-jeppa. Árni Kópsson leiddi keppni lengst af, eftir að hafa náð for- ystu í forkeppninni, en Tyrfingur Leósson, Einar Guðlaugsson, Helgi Schiöth og Gunnar Guðjóns- son voru allir skammt undan. Gunnar saxaði síðan verulega á forskot Áma, fékk fullt hús stiga í hverri þraut af annarri og þegar Ámi gerði glappaskot í næstsíð- ustu þrautinni náði hann öruggri forystu fyrir síðustu þrautina, en Helgi Schiöth var honum næstur. En með sigurinn í augsýn tók Gunnar óþarfa áhættu og velti jeppanum úr keppni. „Ég ætlaði bara að ná fullri stigagjöf, í stað þess að aka bara af öryggi í gegn- um þrautina og spá í stöðuna. Ég fór of ofarlega í þrautina og velti eftir að jeppinn stakkst á nefið. Þetta var óþarfi en ég er orðinn vanur því að missa af sigri á lokasprettinum," sagði Gunnar sem átti aðeins nokkra tugi metra eftir í mark. Aðrir sluppu létt gegnum þrautina, felldu yfirleitt tvö dekk sem afmörkuðu brautina og 255 stigin sem Helgi fékk fyr- ir brautina nægðu honum til sig- urs. Hann varð þó aðeins 20 stig- um á undan íslandsmeistaranum Árna Kópssyni, sem enn hefur ekki tekist að vinna torfæm á árinu, þrátt fyrir góð tilþrif. „Þrautimar voru góðar og skipu- lagið mjög gott. Þegar ég sá Gunnar velta ók ég lokaþrautina af öryggi og halaði inn sigur, en mér hefur ekkert gengið sérstak- lega á árinu. Nú reynir maður að halda sér á toppnum, en baráttan er hörð og þetta er orðið meira andlegt stríð keppenda en tækni- legt, menn mega ekkert klikka, þá missa þeir af sigri,“ sagði sig- urvegarinn Helgi Schiöth í sam- tali við Morgunblaðið. Helgi hlaut 3.850 stig, Ámi 3.830, Tyrfingur Leósson 3.755, Einar Gunnlaugsson 3.745 og Gunnar Guðjónsson 3.675. í flokki götujeppa vann Steingrímur ör- ugglega með 2.085 stig, Magnús Ómar Jóhannsson fékk 1.710, Guðni Jónsson 965 og Gunnar Egilsson 960. Vélsleðakappinn Finnur Aðal- björnsson frá Akureyri fór enga frægðarför í torfæru, varð í neðsta sæti eftir alls kyns brölt, m.a. þessa skraut- legu veltu. - GR Akureyringurinn Helgi Schiöth vann sína fyrstu keppni á árinu í sérútbúna flokknum. 0.3 - 6.S tonn Þessi tæki hafa nú þegar sannað ógæti sitt við fjölbreyttar aðstæður hér ó landi. Sýningarvélar til staðar. M Ráðgjöf - sala - þjónusta. Skútuvogur 12A - Reykjavík - S 812530 BIODROGA LÍFRÆNAR JURTA SNYRTIVÖRUR „AGE PROTECTION" Uppfyllir allar þarfir húðarinnar til að viðhalda ferskleika og heilbrigðu útliti. Utsölustaðir: Koupfélag Eyfirðinga; Kaupfélog Skagfirðinga; Vestmanna- eyjaapótek; Lilja, Grenigrund 7, Akranesi; Ingólfsapótek, Kringlunni; Bró, Laugavegi; Stella, Bankastræti. TAXI octGGI ö/ LEIGUBÍLL ER ÓDÝRARI EN ÞÚ HELDUR NIÐURHENGD LOFT ■ CMC kerfi fyrir nlðurhengd loft, er úr galvanfseruðum málmi og oldþollð. ■ CMC kerfl er auðvelt i uppsetnlngu og mjðg sterkt. ■ CMC kerfl er fest með stlllanlogum upphongjum sem þola allt að 50 kg þunga. ■ CMC kerfl fœst ( mörgum gerðum bœði sýnllegt og fallð og verðlð er ótrúloga lágt EINKAUMBOÐ £8 Þ.Þ0RGRÍMSS0N & CO Ármúla 29 - Reykjavík - slmi 38640

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.