Morgunblaðið - 21.07.1992, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992
iL
Gengur í bunum...
„Þetta gengur mjög vel núna
og menn eru að fá lax um allt
svæðið. Við slepptum talsverðu
af seiðum í fyrra og það er að
skila sér. Það hafa verið skráðir
30 laxar síðustu daga og fleiri
hafa veiðst en ekki farið í skýrsl-
una,“ sagði Símon Sigurmonsson
við Vatnasvæði Lýsu á Snæfells-
nesi í samtali við Morgunblaðið
um helgina. Lítil veiði var á svæð-
inu í fyrra, en betur horfir nú og
silungsveiði hefur einnig verið
með ágætum. „Þetta var vatns-
laust í hitunum .í fyrra, en nú er
enn nægur snjór í fjöllum og eng-
inn vatnsskortur," sagði Símon
enn fremur.
„Netasvæðið“ gefur vel...
„Það er farið að veiðast vel á
gamla netasvæðinu í Hvítá, það
var einn í vikunni sem fékk ellefu
laxa á einum degi. Hann var
eiginlega alveg hissa, því hann
var ekki vanur veiðimaður. Svo
var hér einn sem stoppaði ör-
skamma stund, en náði þó einum
og missti fjóra. Þetta hefur hins
vegar verið lítið stundað enn sem
komið er,“ sagði Þorkell Pjeldsted
Valgerður Bjarnadóttir
fallega veiði úr Langá.
með
í Ferjukoti í samtali við Morgun-
blaðið. Tilraunaveiði með stöng-
um hófst á svæðinu í fyrra, en
áin var þá erfið til veiða vegna
gruggs. Nú er hún „tærari en
bergvatn", eins og Þorkell komst
að orði og því allt önnur og má
því búast við að fleiri veiðistaðir
finnist á svæðinu. „Skemmtileg-
asti tíminn er að fara í hönd og
nú fer silungurinn líka að koma,“
sagði Þorkell. Hann sér um sölu
veiðileyfa sem kosta lítið. SVFR
er einnig með leyfi á svæðið í
umbóðssölu.
Björgunarbáturinn Daníel Sigmundsson á siglingu
í Hesteyrarfirði.
Þrjú strönd í Hesteyrarfirði:
Bandaríska skútan siglir til Isafjarðar eftir að
hafa verið dregin á flot.
Bj örgunarbátur strandaði
við að aðstoða Sómabát
Cordula Hacke píanóleikari og Cornelia Thorspecken flautuleikari.
Listasafn Signrjóns Óiafssonar:
Flauta og píanó á
þriðjudagstónleikum
TVEIR hljóðfæraleikarar frá
Þýskalandi, þær Cornelia
Thorspecken, flautuleikari og
Cordula Hacke píanóleikari,
koma fram á þriðjudagstónleik-
um í Listasafni Siguijóns Ólafs-
sonar í kvöld kl. 20.30.
Á efnisskrá tónleikanna eru
verk eftir Eldip Burton, Franz
Schubert, einleiksverk fyrir alt-
flautu eftir Kazuo Fukushima og
sónata fyrir flautu og píanó eftir
Sergej Prokofjev.
Tónleikarnir standa í um það
bil eina klukkustund. Kaffistofan
verður opin og í efri sal safnsins
eru nú til sýnis æskuverk eftir
Sigutjón Ólafsson.
ÞRJÚ skip strönduðu með
skömmu millibili í Hesteyrarfirði
aðfararnótt sunnudagsins. Fyrst
bandarísk skúta, síðan Sómabát-
ur og loks björgunarbáturinn
Daniel Sigmundsson frá ísafirði.
Danlel strandaði eftir að hafa
náð skútunni á flot og þegar
hann var að reyna að ná Sóma-
bátnum út. Gúmmíbjörgunarbát-
ur frá varðskipinu Tý kom síðan
Daníel aftur á flot.
Sævar Óli Hjörvarsson er var
skípstjóri á Daníel Sigmundssyni
þessa nótt segir að kall hafi komið
frá bandarísku skútunni Nomad um
klukkan þijú um nóttina. Hafði
skútan fengið drasl í skrúfuna og
síðan rekið upp í fjöru í Hesteyrar-
firði. Daníel kom á staðinn um
klukkustund síðar en þá hafði fjarað
undan skútinn. Var því beðið með
aðgerðir tii næsta flóðs en á meðan
tókst skipveijum á Nomad að skera
úr skrúfunni.
Snemma um morguninn var
varðskipið komið á vettvang og
fengu skipveijar á Daníel lánaða
trossu frá varðskipinu. Tókst að
koma henni um borð í Nomad og
draga skútuna á flot. Reyndist allt
í lagi og sigldi skútan við svo búið
til Isafjarðar en þrír bandaríkja-
menn voru um borð.
Skömmu eftir að tókst að ná
Nomad á flot rak Sómabátinn Jó-
hönnu upp í fjöruna þarna skammt
frá. Legufæri Jóhönnu höfðu losnað
með þessum afleiðingum. Sævar
segir að þegar þeir hafi haldið aftur
upp í íjöruna til bjargar Jóhönnu
hafi þari komist inn í sjóinntak vél-
Ný fiðlusónata komin út
NÝLEGA er út komin sónata nr.
2 fyrir fiðlu og píanó eftir Hall-
grím Helgason.
Verkið er tileinkað kanadíska
fiðluleikaranum dr. Howard Leyt-
on-Brown, en hann ásamt höfundi
frumflutti sónötuna í Kanada, á
háskólakonsert í Regina í Saskatch-
ewan 1968.
Sónatan er í þrem köflum:
Adagio-Allegro moderato, Lento
assai, ostinato funebre, Allegro
burlesco: Rondó.
í upphafskafla og lokakafla er
stefjaefni m.a. tekið úr íslenskum
þjóðlögum (Núma-rímur, Kvinnan
fróma, klædd með sóma).
Fyrsta sónata Hallgríms kom út
1965 hjá Musica Islandica, músík-
forlagi Menningarsjóðs.
Norræna húsið:
Söngvarar halda tónleika
NÁMSKEIÐ fyrir söngvara hafa
staðið yfir sl. tvær vikur í Tónlist-
arskóla Garðabæjar. Kennari er
Anthony Hose frá Englandi. í
framhaldi af námskeiðinu verða
haldnir tónleikar í Norræna hús-
inu í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30.
Anthony Hose hefur starfað hér
á landi áður, því hann hefur stjómað
mörgum uppfærslum hjá íslensku
óperanni á sl. árum. Á tónleikunum
í kvöld koma fram margir söngvar-
ar, þ.á.m. Elsa Waage, Björk Jóns-
dóttir, Hanna Dóra Sturludóttir,
Þóra Einarsdóttir, Þórunn Guð-
mundsdóttir, Björn Björnsson, Guð-
mundur Þ. Gíslason, Jóhannes Bald-
ursson o.fl.
Undirleikari á tónleikunum er
David Knowles.
Morgunblaðið/Einar H. Valsson.
Daníel á strandstað þar sem bandariska skútan liggur upp í fjöru.
arinnar svo hún missti afl og rak
bátinn upp í fjöra.
Skipveijar frá varðskipinu komu
á staðinn á gúmmíbát og tókst þeim
að ýta Jóhönnu á flot en síðan var
trossa sett úr gúmmíbátnum yfir í
Daníel og hann dreginn á flot.
Sævar segir að Daníel Sigmundsson
sé ekki með skrúfu heldur knúinn
áfram með því að vél hans spýtir
sjó aftur úr sér. Sé þetta gert svo
báturinn geti athafnað sig á mjög
grannu vatni en á móti kemur sá
veikleiki að báturinn þolir illa að
fá mikinn þara inn í sjóinntökÉn
eins og þarna gerðist.
Skírnartertu stolið
LÖGREGLUNNI í Reylyavík var
tilkynnt um stuld á stórri skirn-
artertu aðfararnótt sunnudags-
ins. Bakari á veitingahúsinu Við
tjörnina hafði nýlokið við að baka
tertuna og hafði sett hana fyrir
utan anddyri veitingahúsins til
að kæla hana er henni var stolið.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni mun tvo drengi hafi'borið
að veitingahúsinu skömmu eftir að
bakarinn setti tertuna út og stálu
þeir henni.
Þrátt fyrir mikla leit lögreglu um
nóttina fundust hvorki drengirnir
né tertan. Skírnartertuna átti að
nota í veislu á sunnudag og þurfti
bakarinn því að bretta upp á erm-
amar á ný og baka aðra tertu um
nóttina.
Anthony Hose, söngkennari, til vinstri, ásamt nemendum sínum á
söngnámskeiðinu.
VANN ÞIN
■ ■
FJOLSKYLDA?
Heildarvinningsupphæðin :
133.314.162 kr.
29, k
18 ' '
Röðin :121-2X1 -211-1111
13 réttir: 2.840 raðir á 21.130 - kr.
43.461 raðir á 390 - kr.
268.436 raðir á 0 - kr.
943.560 raðir á 0 - kr.
Aö þessu sinni voru vinningar fyrir 11 og 10 rétta undir 200
kr. lágmarkinu og flyst sú vinningsupphæö því á fyrsta
vinning næstu viku. Þaö veröur því sannkallaöur
RISAPOTTUR um næstu helgi því þaö veröa um 90 mllljónlr
í fyrsta vinning.
12 réttir:
11 réttir:
10 réttir:
fyrirþig ogþina fjólskyídu!