Morgunblaðið - 21.07.1992, Page 48
Harðnandi lífsbarátta fuglanna við Tjörnina:
Mávamir
æfrekari
á brauðið
LÍFSBARÁTTAN getur verið hörð
við Tjörnina. Þykir mörgum sem
fylgst hafa þar með fuglalífinu, sem
mávurinn sé orðinn full aðgangs-
harður þar upp á síðkastið. Varg-
fuglinn steypii; sér yfir endur og
unga, hrifsar brauðið, sem vegfar-
endur kasta til þeirra og gleypir
jafnvel unga og unga ef svo ber
undir. Koma andamömmur þá eng-
um vörnum við. Jafnvel gæsir mega
sín lítils gegn varginum.
Bandaríkjadalur:
Gengiekki
lægraí3ár
KAUPGENGI Bandaríkjadals var
53,66 kr. í gærmorgun er gjald-
eyrisdeildir banka voru opnaðar
og hefur gengi hans ekki verið
Iægra gagnvart krónunni síðan í
maí 1989. Dalurinn hækkaði í
verði er leið á daginn vegna að-
gerða seðlabanka Bandarikjanna,
•Þýzkalands og Bretlands og var
kominn í 54,69 kr. er bönkum var
lokað.
Að sögn Axels Pálmasonar, hag-
fræðings í erlendum viðskiptum hjá
Seðlabankanum, nálgaðist dalurinn
það í gær að vera í sögulegu lág-
marki gagnvart þýzka markinu.
Lægst fór hann í 1,4470 mörk í
gær, en hefur lægstur verið 1,4430
mörk.
Axel sagði að það væru einkum
slæmar fréttir úr efnahagslífí Banda-
ríkjanna sem yllu verðlækkun
Bandaríkjadals undanfama mánuði.
Væntingar um forsetaframboð Ross
Perots hefðu valdið óvissu og enn
væru ekki merkjanleg áhrif þess að
Perot hætti við ákvörðun sína. Einn-
**ig hefði ákvörðun þýzka seðlabank-
ans um að hækka vexti haft þau
áhrif að erlendir fjárfestar sæktu
frekar til Þýzkalands en Bandaríkj-
anna.
Morgunblaðið/Þorkell
Látið reyna á
bráðabirgða-
lög fýrir dómi
FORMAÐUR Prestafélags íslands, sr. Geir Waage í Reykholti, hefur
ákveðið að stefna ríkisstjórninni fyrir dóm til þess að láta á það
reyna hvort bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar um kjaradóm standist
28. grein stjórnarskrárinnar. Fari svo að lögin verði dæmd ógild,
fer sr. Geir fram á að fyrri úrskurður kjaradóms um laun presta
hljóti gildi á ný, en með honum hlutu prestar talsverða launahækkun.
' í 28. grein stjórnarskrárinnar
segir að „þegar brýna nauðsyn beri
til“ megi gefa út bráðabirgðalög,
þegar Alþingi sitji ekki. Þau megi
þó ekki bijóta í bága við stjórnar-
skrána. Sr. Geir Waage telur að
ekki hafí brýna nauðsyn borið til
að taka fram fyrir hendurnar á
kjaradómi, sem sé löglega skipað
stjómvald og hafí tekið efnislega
afstöðu á grundvelli laga, þótt ríkis-
stjórninni hafi ekki fallið niðurstaða
dómsins. Sr. Geir telur einnig að
nógur tími hafí verið til þess fyrir
ríkisstjórnina að kalla saman Al-
þingi til þess að fjalla um úrskurð
kjaradóms og því hefði ekki átt að
vera nauðsyn á setningu bráða-
birgðalaga tímans vegna.
Niðurstaða stjórnarfundar
Prestafélagsins í gær varð að for-
maðurinn stefndi ríkisstjórninni í
eigin nafni. Prestafélagið er því
ekki formlegur aðili að málinu, en
formaðurinn er kjörinn beinni kosn-
ingu af aðalfundi félagsins. Lög-
maður sr. Geirs er Þórður Gunnars-
son hæstaréttarlögmaður.
Sjá samtal á bls. 20.
-----♦ ♦ ♦----
Tólfta þyrlu-
útkallið í júlí
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti
í gærkvöldi slasaðan mann um borð
í breskt rannsóknarskip, Charles
Darwin, sem var statt um 140 sjó-
mílur suðvestur af Reykjavík. Þetta
er í 12. sinn sem þyrlan er kölluð út
í mánuðinum. Það er með mesta
móti að sögn Jóns E. Björnssonar,
varðstjóra hjá Landhelgisgæslunni.
Hann segir að þó beri að geta þess
að júlí sé oft annasamasti mánuður
ársins hjá þyrlunni.
Ákvörðun um þorsk-
kvóta frestað til 28. jjúlí
Kannað hvort veiða má meira úr sterkum fiskstofnum en nú er gert
Kaffívél-
iner 700
hestöfl
ÍSLANDSMEISTARINN í tor-
færu, Ámi Kópsson, brá á það ráð
í torfærukeppni á Akranesi um
helgina að þétta vatnsgang
keppnisvélar sinnar með kaffí,
eftir að gat kom á vatnskassann.
„Við helltum einum pakka af kaffí
á vatnskassann og korgurinn lok-
aði gatinu. Keppti ég síðan á fullu
með kaffíð sjóðandi á vélinni. Það
kom þessi fíni ilmur þegar ég
tappaði svo kaffinu af eftir
keppni, en ég fékk mér ekki sopa.
Ég drekk ekki kaffí.“ sagði Ámi
Kópsson. Hann lét þess einnig
getið að þetta væri örugglega
öflugasta kaffívél heims, eða tæp
700 hestöfl og sú fyrsta sinnar
tegundar. Eggert Eggertsson að-
stoðar hér Áma við kaffi-viðgerð-
ina í keppninni.
Sjá nánar frá
keppninni á bls. 46.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra hugðist leggja
fram tillögur sínar um hámarksþorskafla fyrir næsta fiskveiði-
ár á ríkissljórnarfundi í dag, en samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins ákvað ríkissljórnin á fundi sínum sl. laugardag, að
óska eftir frekari gögnum, áður en ákvörðun verður tekin.
Morgunblaðið hefur upplýsingar um að Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra hafi óskað eftir því að málið kæmi ekki til af-
greiðslu I ríkisstjórn fyrr en að viku liðinni, þ.e. þann 28. júlí.
Sjávarútvegsráðherra segir að
nú fari fram könnun á því í ráðu-
neyti hans, hvort unnt sé að ganga
eitthvað lengra í veiðiheimildum
þeirra stofna sem mjög sterkir
em, í þeim tilgangi að veiða frek-
ar úr þeim stofnum en hætta
þorskstofninum, sem sé mjög veik-
ur. „Við eram að vinna að þeirri
athugun hér í ráðuneytinu nú,“
sagði sjávarútvegsráðherra í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins mun Davíð Oddsson
forsætisráðherra á fundinum á
laugardag hafa sagt að hann ætl-
aðist til þess að sjávarútvegsráð-
herra legði ekki fram endanlegar
tillögur á fundinum að viku lið-
inni, heldur að hann aflaði þeirra
viðbótarupplýsinga sem ríkis-
stjómin óskaði eftir. Auk þess vildi
Davíð að sjávarútvegsráðherra
ræddi einslega við hvem og einn
ráðherra ríkisstjómarinnar, þann-
ig að hann hefði fulla vissu fyrir
því að sátt og samstaða yrði í ríkis-
stjóm um þær hugmyndir sem
endanlega kæmu til umfjöllunar
ríkisstjómarinnar.
Forsætisráðherra segir m.a. í
samtali við Morgunblaðið í dag:
„Endanleg málsmeðferð verður
með nákvæmlega sama hætti og
í fyrra. Það munu fara fram um-
ræður innan ríkisstjómarinnar og
í framhaldi þeirra mun sjávarút-
vegsráðherra kynna sínar hug-
myndir í ríkisstjórn og leita eftir
stuðningi við þær og þegar hann
liggur fyrir, verður reglugerðin
gefín út.
Eins og kunnugt er lagði Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra fram sínar tillögur á ríkis-
stjórnarfundi í fyrra og ríkisstjóm-
in fjallaði um þær á nokkrum fund-
um og samþykkti þær síðan.
Sjá nánar „Af innlendum vett-
vangi“ og viðtöl á miðopnu.