Morgunblaðið - 31.07.1992, Page 1
V
72 SÍÐUR B/C/D/E
Lögfræðingur Honeckers segir engar líkur á sanngjörnum réttarhöldum:
Honecker var út-
hýst með valdi
Berlín. Reuter, The Daily Telegraph.
FRIEDRICII Wolff, lögfræðingur Erichs Honeckers, fyrrum leiðtoga
Austur-Þýskalands, sagði í gær að Honecker hefði verið dreginn
úr sendiráði Chile í Moskvu með valdi og alþjóðalög því verið brot-
in. Við komuna til Berlínar í fyrradag var Honecker færður í fang-
elsi og deildi hann þar klefa með óbreyttum glæpamönnum. „Það
gilda engar sérreglur fyrir herra Honecker," sagði Christoph Flugge,
þjá dómsmálaráðuneyti Berlínar.
Wolff sagði Honecker hafa neitað
að yfirgefa sendiráðið þegar honum
var tjáð að stjórnvöld í Chile æsktu
ekki lengur veru hans þar. Hefðu
þá rússneskir öryggisverðir komið
inn í sendiráðið, skipað honum að
taka saman föggur sínar og hafa
sig á brott. „Ég held að þeir hafi
verið reiðubúnir að beita ofbeldi,"
sagði lögfræðingurinn. Þýska ríkis-
stjórnin segir hann hins vegar hafa
komið til Þýskalands af fúsum og
fijálsum vilja. Wolff sagði að hann
teldi engar líkur á að réttarhöldin
yfir Honecker yrðu sanngjörn þar
sem búið væri að dæma hann fyrir-
fram.
Stefnt er að því að hefja réttar-
höldin í haust en Honecker er sak-
aður um að bera ábyrgð á rúmlega
70 manndrápum og manndrápstil-
raunum við landamæri þýsku ríkj-
anna tveggja. Verjendur Honeckers
íhuga nú hvort þeir eigi að reyna
að fá hann lausan vegna hás aldurs
og slæmrar heilsu, þó hún sé sögð
góð miðað við aðstæður.
Fjölmiðlar í Þýskalandi voru
blendnir í afstöðu sinni til réttar-
haldanna. Die Welt sagðist vona
að þau yrðu svipað uppgjör við for-
tíðina og Nurnberg-réttarhöldin
voru yfir nasistatímanum en mörg
önnur blöð, sérstaklega í austur-
hluta landsins, töldu óliklegt að
réttarhöldin gætu gert upp við það
óréttlæti sem ríkt hefði í Austur-
Þýskalandi. „Þýskur dómstóll er
hreinlega ekki megnugur að takast
á við slíka glæpi,“ sagði Schweriner
Volkszeitung.
Sjá einnig fréttir á bls. 17
Einmana mótmælandi
Reuter
Maður sem mótmælir handtöku Honeckers situr á fána Austur-Þýska-
lands fyrir framan Moabit-fangelsið í Berlín.
SÞ með
eftirlití
S-Afríku
Jóhannesarborg. Reuter.
STJÓRN F.W. de Klerks hefur
samþykkt að eftirlitssveit frá
Sameinuðu þjóðunum komi til
Suður-Afríku til að fylgjast með
boðuðu verkfalli og mótmælum
gegn minnihlutastjórn hvítra í
næstu viku. De Klerk sagði í gær
að stjórnin myndi ekki láta und-
an kröfum um að fara frá.
Þetta er í fyrsta sinn sem Suður-
Afríka leyfir komu slíkrar sendi-
nefndar frá SÞ. Afríska þjóðarráðið
og verkalýðsfélög hlynnt því segja
að aðgerðimar munu fara friðsam-
lega fram, en lama allt athafnalíf
í landinu.
Lögregla í Suður-Afríku sagði í
gær að fangi sem lést í vörslu henn-
ar hefði framið sjálfsmorð. Fanginn
er sá þriðji sem deyr eftir að lækn-
ir sem rannsakaði lík 200 manna
sem dóu við svipaðar aðstæður
sagði að 90 prósent dauðsfallanna
mætti rekja til ofbeldis lögreglu.
Trump vill
fábætur
Hörð gagnrýni forseta Italíu vegna afsagnar utanríkisráðherrans:
Segir valdabrölt ráðherra
vera „glæp gegn ríkinu“
Róm. Rcuter.
GIULIANO Amato, forsætisráð-
herra Ítalíu, sagði í gær að hann
myndi ekki segja af sér þrátt
fyrir afsögn Vincenzo Scotti
utanríkisráðherra, sem hefur
veikt mánaðargamla ríkissljórn
hans. Forseti Ítalíu, Oscar Luigi
Scalfaro, gagnrýndi stjórnmála-
menn fyrir ábyrgðarleysi í gær
og sagði, án þess að nafngreina
utanríkisráðherrann, að væri
það rétt að hann hefði látið
hagsmuni flokksbrots vega
þyngra en hagsmuni þjóðarinn-
ar væri um „glæp gegn ríkinu“
að ræða.
Scotti sagði af sér vegna þess
að stjóm Kristilega demókrata-
flokksins ákvað að ráðherrar úr
flokknum skyldu segja af sér þing-
mennsku þegar þeir settust í ríkis-
stjórn. Var markmið flokksstjóm-
arinnar að reyna að gera ríkis-
stjórnir langlífari með því að svipta
ráðherrana varaskeifunni sem
þingsætið hefur ávallt verið.
Astand stjómmála á Ítalíu er
nú af ýmsum orsökum sagt hættu-
legra en verið hefur um margra
ára skeið: stjórn Amatos var sett
á laggimar eftir einhverjar erfið-
ustu stjórnarmyndunarviðræður I
sögu Ítalíu og má varla við áföllum
í kjölfar morða mafíunnar á hátt-
settum dómurum og erfiðs efna-
hagsástands. Gengi lírunnar og
ríkisverðbréfa veiktist enn í gær
vegna fréttanna af afsögn Scottis.
Italir og Frakkar lögðu í gær
til að ráðherrar EB hittust til að
ræða vaxandi starfsemi mafíunnar
víðs vegar í Evrópu. Þýska lögregl-
an varaði við vaxandi umsvifum
mafíunnar í austurhluta landsins
og sagði að samtökin væru nú
starfandi um allt Þýskaland. Vax-
andi umsvif mafíunnar með auknu
viðskiptafrelsi í Evrópu og morðin
á dómurunum Falcone og Borsell-
ino hafa aukið áhyggjur manna
um að glæpasamtökin séu orðin
of sterk til að ítölsk stjómvöld
geti ráðið niðurlögum þeirra ein
síns liðs. Dómsmálaráðherra ítal-
íu, Claudio Martelli, sagði í gær
að ítalir kynnu að einangrast inn-
an Evrópu ef þeir næðu ekki
árangri í baráttunni gegn maf-
íunni og hefðu uppi á morðingjum
dómaranna.
Sjá ennfremur „Óvissutilfinn-
ing og ...“ á bls. 16.
New York. The Daily Telegraph.
Fasteignakóngurinn Donald
Trump hefur höfðað mál á hend-
ur Ivönu, fyrrum eiginkonu sinni,
og heimtar af henni sem svarar
1,25 milljörðum ÍSK í skaðabæt-
ur fyrir að draga upp ófagra
mynd af sér í skáldsögu.
Trump segir að í bókinni „Fyrir
ástina eina“ sé að fínna uppljóstran-
ir sem stríði gegn skilnaðarsáttmála
hjónanna, sem bannar lausmælgi
um samvistir þeirra. Bókin fjallar
um tékkneska skíðastjörnu sem flýr
vestur yfir, giftist auðkýfingi og
kemur sér upp eigin hótelveldi.
Fulltrúi Ivönu — sem var tékknesk
skíðastjarna sem flúði til Bandaríkj-
anna og giftist Trump, sem meðal
annars á Plaza-hótelið í New York
— sagði að þættust menn þekkja
persónur úr raunveruleikanum í
bókinni væri það einskær tilviljun.
Nákvæmni
nauðsynleg
ÞESSI japanski hermaður er að
þjálfa sig við að gera jarðsprengj-
ur óvirkar áður en hann verður
sendur með friðargæslusveitum
Sameinuðu þjóðanna til Kambód-
íu. Þar verður ábyggilega aðgætni
þörf, því talið er að milljónir jarð-
sprengna séu í landinu og skærul-
iðar Rauðu khmeranna hafa neit-
að að afhenda vopn sín, eins og
þeir skuldbundu sig til í friðar-
samningum. Fari gæsluliðar frá
Japan til Kambódíu verður það í
fyrsta sinn frá lokum síðari heim-
styijaldar að japanskir hermenn
taka þátt í aðgerðum utan heima-
lands síns.
Reuter