Morgunblaðið - 31.07.1992, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992
ÖÐURTIL
HAFSINS
Sýnd kl. 7.05.
ENGLISH SUBTITLE
* THE PRINCE
* OF TlDES
■^C. Sýnd kl.g. B.i.14
STEPHEN KING STEPHEN KING STEPHEN KIWG STEPHENKING
NÁTTFARAR
They Live
For The Night.
They Live
For The Kill.
And Tliey Live Forever.
NYJASTA HROLLVEKJA MEISTARA STEPHENS KING.
ÓGNVEKJANDI - ÓGURLEG - SKELFILEG - SKUGGALEG!
SANNKALLAÐUR SUMARHROLLUR!
HVERJIR ERU NÁTTFARAR! A HVERJU LIEA ÞEIR? HVERNICÍ LÍ
AF HVERllJ ERIJ ÞEIR SVONA HRÆDDIR VID KETTI
BRIAN KRAUSE, MADCHEN AMICK iTvulranRarl. ALICE KRIGE |L
or RON PERLMAN |Thc Bcautv aiul tlic llcastl.
í EINNI BESTU HROLLVEKJU ALLRA TÍMA!
Langspilsleikur í
Norræna húsinu
FÉLAG norrænna langspilsleikara hittist að þessu sinni
í Reykjavík og heldur tónleika í Norræna húsinu.
Félagið var stofnað í
Vástra Tunhem í Svíþjóð
árið 1986. Markmið félags-
ins er að varðveita gömul
hljóðfæri og halda lífi í þeim
með því að leika á þau. Allt
frá stofnun félagsins hafa
meðlimir þess hist árlega í
einhveiju Norðurlandanna til
að leika saman.
Á fjórða áratugnum hvarf
langspilið nánast af sjónar-
sviðinu og voru mörg þessara
hljóðfæra notuð sem hreiður-
kassar. Nokkuð fyrr hafði
orgelið tekið við hlutverki
langspilsins í kirkjum og á
dansleikjum var harmonikan
orðin allsráðandi. Á sjöunda
áratugnum vaknaði áhugi á
ný fyrir þessu hljóðfæri og í
dag eru þau smíðuð að gam-
alli fyrirmynd. Það eru til
nokkrar mismunandi gerðir
af langspilinu og verða þær
kynntar á tónleikunum sem
haldnir verða í Norræna hús-
inu laugardaginn 1. ágúst
kl. 17.30.
Á tónleikunum spilar fólk
frá Svíþjóð, Noregi, Finn-
landi og ekki má gleyma að
nefna Ónnu Þórhallsdóttur
frá íslandi sem hefur verið
aðaldriffjöður þessa félags
hérlendis.
Y erslunarmannahelgin;
Fjölskyldusamvera og
útivist á Þingvöllum
UM verslunarmannahelg-
ina mun þjóðgarðurinn á
Þingvöllum gangast fyrir
fjölbreytilegri dagskrá
fyrir börn og fullorðna.
Farið verður í skipulagð-
ar gönguferðir og boðið
upp á leikjadagskrá á
kvöldin.
Gönguleiðir verða meðal
annars um Þingvallahraun
og Þinghelgi. Sérstök sögu-
ferð verður farin á laugar-
dag og sunnudag þar sem
Lögberg og aðrir sögufræg-
ir staðir verða skoðaðir.
Þessa báða daga verður
jafnframt boðið upp á nátt-
úru- og myndsköpunarferð
fyrir börn á aldrinum sex
ára og upp úr. Á kvöldin
geta böm á öllum aldri hist
í Hvannagjá og hlýtt á nátt-
úruspjall og farið í leiki. Á
sunnudag verða haidin bar-
naguðsþjónusta og helgi-
stund. .
Um þessa helgi verður
sérstök rækt lögð við að
þjóna útivistar- og fjölskyl-
dufólki. Því er nauðsynlegt
að friður ríki á tjaldsvæðum
Myndsköpun í Þingvallahrauni.
frá klukkan 23 til klukkan bönnuð. Þeir sem gerast
7 að morgni næsta dags. brotlegir verða fjarlægðir
Öll meðferð áfengis er af svæðinu af lögreglu.
Hjálpræðisherinn
fær heimsókn
MAJÓRARNIR Carl og Gudrun Árskóg Lydholm frá
aðalstöðvum Hjálpræðishersins í Kaupmannahöfn eru
komin í heimsókn til íslands.
Gudrun Árskóg er ritstjóri
danska Herópsins, „Krigsraa-
bet“, en eins og nafnið gefur
til kynna er hún af íslensku
bergi brotin. Faðir hennar var
íslendingur og starfaði hér í
mörg ár, majór Gestur Ár-
skóg. Gudrun er einnig með-
limur í alþjóðlegri ráðgjafa-
nefnd hershöfðingja Hjálp-
ræðishersins í guðfræðilegum
kenningaratriðum, en Gudr-
un er guðfræðingur að
mennt. Carl Lydholm er fjár-
málastjóri Hjáipræðishersins
í Danmörku en áður en hann
fékk þá skipum var hann
deildarstjóri Hjálpræðishers-
ins með aðalstöðvar í Kaup-
mannahöfn. Þau hjónin njóta
mikils álits sem ræðumenn,
auk þess sem þau syngja og
leika á mörg hljóðfæri.
í Reykjavík verða sam-
komur haldnar í Herkastal-
anum á hvetju kvöldi frá
fimmtudegi 30. júlí til sunnu-
dagsins 2. ágúst, auk þess
sem nokkur elliheimili fá að
njóta þessarar heimsóknar og
útisamkoma verður haldin á
Lækjartorgi á sunnudaginn
kl. 16.
(Fréttatilkynning)