Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 2
2 MÖRGUríBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1992 Morgunblaðið/Snorri Snorrason Hákarlinn verkaður | / -•-.M ; M if 'Sfjy ’ * imæk SSmJ' ■1 y:' : S. ... fí j w Ibn. 1 ’lJ ■ yy Vigfús Helgason sjómaður kom að landi í Borgarfirði eystri á dögunum með tvo væna hákarla. Hann hóf þegar aðgerðina og mátti vart vera að því að líta upp. Hákarlinn á svo örugglega eftir að bragðast vel, eftir rétta verkun. Bókhald embættis lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli Starfsmönnum veitt lán og einkaútgjöld greidd Aðeins spurning um bókhaldslegt form, segir lögreglustjóri VIÐ ATHUGUN Ríkisendurskoðunar á bókhaldi embættis lögreglu- stjórans á Keflavíkurflugvelli vegna ársins 1990 kom meðal annars í tjós að hluti tekna embættisins var ekki færður til tekna heldur á við- skiptareikning og siðan notaður til að greiða laun hluta starfsmanna. Þá kom í tjós að starfsmönnum voru veitt lán og einkaútgjöld starfs- manna greidd af viðskiptareikningi. Þorgeir Þorsteinsson, lögreglu- stjóri á Keflavíkurflugvelli, segir hafa tiðkast alla tíð að greiðslur vegna löggæslustarfa fyrir einkaaðila hafi verið greiddar beint. Engin einkaútgjöld starfsmanna hafi verið greidd af þeim viðskiptamanna- reikningi. sér stað greiðslur einkaútgjalda starfsmanna, en viðskiptamanna- reikningur hefði verið til frá upp- hafí. Þarna væri væntanlega aðeins um að ræða spurningu um bókhalds- legt form, en engu hefði verið skotið undan. Sjá einnig fréttir úr skýrslu Ríkisendurskoðunar á miðopnu. Undirbúningur vegna álvers á Keilisnesi Utboð í jarðvegs- rannsóknir opn- uð í næstu viku FJÓRIR aðilar skila inn tilboðum í jarðvegsrannsóknir vegna fyrir- hugaðs álvers á Keilisnesi, að sögn Eiríks Tómassonar, lögfræðings Atlantsálsfyrirtækjanna. Tilboðin verða opnuð í síðari hluta næstu viku og verkið unnið á haustmánuðum, fram að næstu áramótum. Ekki verða aðrar verklegar framkvæmdir boðnar út á þessu ári. „Fyrsta verkið sem boðið er út hann en vildi ekki segja um hvaða vegna fyrirhugaðs álvers er rann- sókn á jarðvegi á Keilisnesi. Ákveð- ið hefur verið að viðhafa lokað út- boð og nokkrum völdum íslenskum verkfræðistofum hefur verið gefinn kostur á að bjóða í verkið. Um er að ræða fjóra aðila sem skila inn tilboðum, þijár verkfræðistofur standa einar að tilboðum en eitt tilboðið er frá fleiri en einni stofu," sagði Eiríkur þegar rætt var við A Skákþing Islands Helgi efstur HELGI Ólafsson er í fyrsta sæti á Skákþingi Islands með 3Vi vinning eftir að fjórar umferðir hafa verið tefldar. Margeir Pétursson er í öðru sæti með 3 vinninga og í 3.-4. sæti eru Jón Garðar Viðars- son og Ilaukur Angantýsson sem hlotið hafa 2 Vi vinning og eiga eina skák óteflda. Úrslit skáka í fjórðu umferð í gærkvöldi voru þau, að Helgi Ólafsson vann Jón Árna Jóns- son, Jón Garðar Viðarsson vann Áma Ármann Árnason, Sævar Bjarnason vann Þröst Árnason, Róbert Harðarson gerði jafn- tefli við Björn Frey Björnsson, og Þröstur Þórhallsson gerði jafntefli við Hauk Angantýsson, einnig Margeir og Hannes. Eftir fjórar umferðir er Helgi efstur með 3R vinning, Margeir er annar með 3 vinninga, og í 3.-4. sæti eru jafnir Haukur Angantýsson og Jón Garðar Viðarsson með 2R vinning og óteflda skák. Fimmta umferð hefst í íþróttahúsinu við Strandgötu í dag klukkan 17.00. verkfræðistofur væri að ræða. Ekki vildi hann heldur gefa upp kostnað- aráætlun vegna rannsóknanna. Eiríkur sagði að ekki yrðu boðn- ar út fleiri verklegar framkvæmdir á þessu ári en unnið væri að samn- ingum við einstaka aðila um að taka að sér þætti í umhverfisrann- sóknum vegna álversins. Aðspurður sagðist hann ekki vita hvernig út- boðum yrði hagað í framtíðinni. Liður í umhverfisrannsókninni er bygging fímm skúra. „Þar verða sett upp tæki til að mæla mengun og önnur slík atriði til þess að kanna núverandi ástand þeirra mála áður en framkvæmdir vegna álvers verða hafnar. Skúramir verða í nokkurri fjarlægð frá Keilisnesi, mynda hring um svæðið," sagði Eiríkur. ------♦ ♦ ♦------ Kókaínmálið Blóðsýni sent utan í athugun BLÓÐSÝNI sem tekið var úr Steini Ármanni Stefánssyni, sem grunaður er um að vera lykilmað- ur í innflutningi og dreifingu á að minnsta kosti 1,2 kílóum af kókaíni til landsins, eftir að flótta hans lauk með ákeyrslu við lög- reglubíl, verður samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins sent úr landi til greiningar. Grunur leikur á að hann hafi verið undir áhrifum kókains eða annarra eiturlyfja. Fíkniefnalögreglan verst enn allra frétta af gangi rannsóknar fíkniefna- málsins og yfirheyrslum yfir mönn- unum tveimur sem gert hefur verið að sæta gæsluvarðhaldi vegna þess. Fram kemur í frétt DV í gær að fíkni- efnalögreglan hafí verið skráður leigutaki á bílaleigubíl þeim sem maðurinn ók á flótta sínum en það fékkst ekki staðfest í gær. Ástand Jóhannesar Sturlu Guð- jónssonar, lögreglumannsins sem slasaðist alvarlega við að stöðva flótta mannsins undan lögreglunni, er enn óbreytt. 18 gámar af skreið strand á hafnarbakka í Hamborg Kannað hvort farmurinn er skemmdur FARMUR 18 gáma af skreiðarhausum liggur nú á hafnarbakkanum í Hamborg en þaðan átti farmurinn að fara til Nígeríu á miðvikudag. Við athugun á farminum kom í Ijós raki í skreiðarpakkningunum og er verið að kanna hvort farmurinn hafi skemmst af þessum sökum. Einnig er í athugun hvort rakinn sé sökum þess að skreiðin hafi ekki verið nógu þurr í upphafi eða um sé að kenna ónógri loftræstingu í gámunum. Svipað tilvik kom upp í Hamborg fyrir um mánuði. í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 1990 segir að sértekjur vegna ákveðinnar þjónustu lögreglustjórans á Keflavík- urflugvelli hafi ekki verið færðar til tekna hjá émbættinu heldur á við- skiptareikning. Af þessum viðskipta- reikningi embættisins var hluta starfsmanna greidd laun, sem ekki voru bókfærð sem laun hjá embætt- Höfn í Homafirði • • Orþreyttur á vélhjóli í Al- mannaskarði ÚTLENDUR náttúruunnandi á vélhjóli í Almannaskarði óskaði í gær eftir aðstoð við að komast til byggða. Hann var þá orðinn ör- þreyttur og hafði dottið þrisvar af hjólinu í úrhellisrigningu. Að sögn lögreglu er fremur óal- gengt að aðstoða þurfi vélhjólamenn í óbyggðum. Lögreglumenn komu að manninum um klukkan 16 í gær. Var farið með hann á Hótel Eddu og varð hann björguninni feginn. inu. Þá kom fram að ekki voru öll laun greidd af starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins heldur var starfsmönnum greitt beint af ávís- anareikningi embættisins. Starfs- mönnum voru greidd laun fyrirfram og ýmis einkaútgjöld starfsmanna greidd og færð á viðskiptareikning þeirra. í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að hún telur að allar tekjur sem innheimtar eru hjá emb- ættinu beri að færa til tekna og að allar launagreiðslur frá embættinu beri að færa til gjalda. Bent er á að stofnunum er óheimilt að veita starfsmönnum lán og greiða. einka- útgjöld þeirra. Þá er bent á að greiða eigi öll laun embættisins i gegnum starfsmannaskrifstofu fjármálaráðu- neytis og allar launagreiðslur til for- stöðumanna eigi að samþykkjast af æðra stjórnvaldi. „Það er ekkert nýtt að við höfum selt út löggæslu til einkaaðila," sagði Þorgeir Þorsteinsson aðspurður um niðurstöður Ríkisendurskoðunar. „Þeir sem hana hafa annast hafa fengið greiðslu beint frá þeim sem þáði þjónustuna. Þetta er spurning um hvort þær greiðslur eigi að ganga í gegnum ríkisfé eða ekki, en svona hefur þetta verið frá stofnun embætt- isins.“ Þorgeir kvað útilokað að átt hefðu Farmur þessi er í eigu nokkurra skreiðarframleiðenda hérlendis og er verðmæti hans um 27 milljónir króna. Að sögn Sigurðar Pétursson- ar, forstöðumanns skrifstofu Eim- skips i Hamborg, kom farmurinn þangað með Eimskipi en síðan átti þýska skipafélagið Backo-line að flytja hann áfram til kaupenda í Nígeríu. Eftir athugun á farminum hætti þýska skipafélagið við flutn- inginn að kröfu tryggingafélags síns. „Við erum nú að vinna í þessu máli og spurningin er hvort farmur- inn er skemmdur," segir Sigurður Pétursson. „Ég á von á að mál þetta leysist fyrir mánudaginn næsta og að farmurinn fari þá áfram til Níger- Sigurður segir að tilvikið sem kom upp fyrir mánuði í Hamborg hafi verið nákvæmlega sama eðlis og nú, það er raki í skreiðinni, og að þá hafi borist kvörtun frá kaupendum í Nígeríu. „Tryggingafélag þýska skipafélagsins vill hafa vaðið fyrir neðan sig til að lenda ekki í skaða- bótamáli vegna þessa farms nú og því var sending á honum stöðvuð." Einn þeirra framleiðenda sem hlut á í farminum er Fiskmiðlun Norður- lands. Hilmar Daníelsson fram- kvæmdastjóri þar segir að vissulega valdi þessi töf á sendingunni vand- ræðum þar sem búið sé að ganga frá öllmu pappírum og farmurinn seldur gegn ábyrgðum. Verðmæti hvers gáms sé mismunandi, eða eft- ir því hvernig pakkningarnar eru, en verðmæti liggi á bilinu 1,3 til 1,7 milljónir á gám. Hvað tilvikið fyrir mánuði síðan varðar segir Hilmar að er það kom upp hafí hann farið til Þýskalands ásamt tveimur úttektarmönnum til að kanna þann farm. Úr hafí orðið að fimm gámar voru endursendir til íslands en 10 sendir áfram til Níger- íu, þar á meðal þrír sem kvartað hafí verið yfír. Við uppskipun í Níg- eríu kom í ljós að tveir af þessum þremur töldust í lagi en kvartað var yfír innihaldi eins. „Til að koma í veg fyrir svona verða báðir aðilar að leggja sitt af mörkum, framleið- endur og flutningsaðili," segir Hilm- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.