Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1992 19 Flokksþing repúblikana tilnefnir Bush og Quayle Fjölskyldan í fyrirrúmi og eiginkonumar í sviðsljósinu Bush-hjónin ásamt barnabörnum á sviði flokksþingsins í gær. Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRIR fjórum árum pakkaði George Bush forseti sér inn í bandaríska fánann. Nú er hann ókrýndur verndari fjöl- skyldunnar. Fjölskyldan var í fyrirrúmi á þriðja degi flokks- þings repúblikana í Houston í Texas. Repúblikanar tilnefndu George Bush Bandaríkjafor- seta og Dan Quayle varaforseta frambjóðendur flokksins í for- setakosningunum í nóvember um miðnætti í gær en á mið- vikudagskvöld fengu Barbara Bush og Marilyn Qyayle, eigin- konur forsetans og varaforset- ans, að standa í sviðsljósinu. Nýjar skoðanakannanir benda til þess að dregið hafi saman með Bush og Bill Clinton, for- setaframbjóðanda demókrata. Kjörorð dagsins hjá repúblik- önum er gildi fjölskyldunnar og fjölskyldugildi, nokkuð sem Clinton og kona hans, Hillary, eru sögð hafa haft lítil kynni af, fremur. en aðrir demó- kratar. Barbara Bush leiddi fjölskyldu- herferðina í ræðu sinni á miðviku- dagskvöld. Forsetafrúin dró upp myndir af samverustundum henn- ar og Bush, talaði af hlýju og innileika, en sagði einnig að engin fjölskylda væri án þjáninga þegar hún rifjaði upp sársaukann af að missa barn með hvítblæði. En hún einblíndi ekki á kjarna- fjölskylduna, sem kemur í hugann þegar flestir repúblikanar taka til máls, ásamt nýslegnum bletti, tveimur bílum í innkeyrslunni, mömmu að elda matinn í litla ein- býlishúsinu í úthverfinu og pabba í hlutverki fyrirvinnunnar. Hún lofaði einstæðar mæður, afa og ömmur, sem sæju um uppeldi barna og barnabarna sinna. Hún sagði að allar fórnir væru þess virði, hvort sem fólk þyrfti að vera í tveimur vinnum, eða slá frama sínum á frest: „Þið kunnið að velta fyrir ykkur, og það gerði ég af og til, er ég að gera rétt? Já, það eruð þið.“ Barbara Bush kallaði því næst alla fjölskylduna upp á svið, börn- in fímm ásamt mökum og barna- börnin tólf. Hún leiddi elsta bama- barnið, George P. Bush, að hljóð- nemanum til að taia um afa sinn. „Þið þekkið hann sem forseta," sagði sonarsonurinn. „En ég þekki hann sem mesta mann, sem ég hef nokkru sinni kynnst." Við þetta braust forsetinn fram á sviðið og stóð nógu lengi í faðmi fjölskyldunnar til þess að kvik- myndavélar sjónvarpsstöðvanna ættu nóg efni í næstu fréttatíma og ljósmyndarar dagblaðanna hefðu svigrúm til að ná forsíðu- mynd næsta dags. Marilyn Quayle til höfuðs Clinton Frú Quayle einblíndi einnig á fjölskylduna, en hún notaði tíma sinn í ræðustóli fremur til lítt dulbúinna skota á Clinton en að höfða til vellíðunartauga áheyr- enda. „Ekki allir tóku þátt í mótmæl- um, hættu í skóla, tóku eiturlyf, tóku þátt í kynlífsbyltingunni eða skutu sér undan herþjónustu," sagði Marilyn Quayle. „Ekki allir voru þeirrar hyggju að fjölskyldan væri svo þrúgandi að konan fengi aðeins þrifist utan hennar... Hjónaband og tryggð eru ekki aðeins geðþóttafyrirkomulag." Clinton hefur viðurkennt að hafa prófað marijúana og hefur verið vændur um að hafa reynt að komast hjá því að vera sendur til Víetnam. Quayle var fyrir fjór- um árum sakaður um að hafa gengið í þjóðvarðliðið til að tryggja að hann færi ekki í Víet- namstríðið og forðaðist því um- ræðuefnið. Nú hefur varaforset- inn snúið vörn í sókn: „Ég var í einkennisbúningi í sex ár. Ég kaus að þjóna landi mínu og þjóð. Það gerði Clinton ekki.“ Ráðist hefur verið á Hillary Clinton úr öllum áttum vegna greinar, sem hún skrifaði um lögvernd barna fyrir mörgum árum, og hafa ýms- ir repúblikanar snúið út úr orðum hennar á þann veg að húsmóðirin væri ambátt og fjölskyldan úrelt stofnun, sótt til miðalda. Orð Marilyn Quayie um hjónaband og trygglyndi voru beint skot í tengslum við ásakanir um að Clinton hafi haldið fram hjá konu sinni. Marilyn Quayle sagði er hún var spurð hvort hún hefði beint ræðu sinni gegn Clinton-hjónun- um að fólk gæti „dregið hvaða ályktanir sem það vilT'. Ræðan vakti mikið umtal og ónefndur aðstoðarmaður Bush kvaðst ekki hafa trúað sínum eigin augum þegar hann sá ræðuna á prenti. Demókratar hafa ekki setið auðum höndum meðan á flokks- þinginu hefur staðið. Þeir hafa sett upp litlar bækistöðvar í Hous- ton til að hrinda öllum áhlaupum frá íþróttaleikvanginum þar sem repúblikanar brýna sverðin og Clinton hefur einnig reynt að láta fyrir sér fara. Reuter Clinton svaraði í gær gagnrýni repúblikana á konu sína og vændi þá um óheiðarleika. „Það mætti halda að Bush væri i framboði gegn Hillary," sagði Clinton. „Ég held að hann sé ekki í framboði til forsetafrúar og hann ætti að kljást við mig og fjalla um þá hluti, sem okkur greinir á um.“ Clinton sagði einnig að Bush hefði með því að Ieyfa árásirnar á konu sína gert útivinnandi konur að Willie Horton þessara kosninga. „Þeir eru ekki einu sinni nærri því að hafa rétt fyrir sér og þeir vita það,“ sagði Clinton. „Þeim er sama hvort þeir segja sannleik- ann eða ekki.“ Bush hefur setið á hótelher- bergi í Houston, sem er jafnframt lögheimili hans og skattafdrep því að í Texas eru einstaklingar und- anþegnir útsvari, og unnið að ræðu sinni. í gærmorgun hélt hann á hinn yfirbyggða Astro- dome-leikvang til að prófa hljóð- kerfið og sagði þá við blaðamenn að þeir mættu vænta þess að hann myndi boða miklar breytingar. Fréttaskýrendur bjuggust hins vegar við því að minna myndi fara fyrir beinhörðum tillögum en kjörorðum og áeggjunum nema einhver ræðuhöfunda forsetans yrði lostinn skyndilegum inn- blæstri. Mest seldu steikur á Islandi Nauta-, lamba*- og svínagrillsteikur m. bakabri kartöflu, hrásalati og kryddsmjöri. 690,- w JarUnn ~ V F I T I M G A <; T n F A . Tilboösverb: krónur. Viö seldum um þaö bil 6.000 steikur i /lífi. Jarlinn, Sprengisandi, er því oröinn aö stœrsta steikhúsi landsins. Viö þökkum frábœrar undirtektir og framlengjum steikartilboöiö út ágústmánuö. *Lambakjöt ófáanlegt í bili. V E I T I N G A S T O F A Sprengisandi - Kringlunni Skógareldar í Kaliforníu 14.000 flýja heimili Miklir skógareldar geisa nú Kaliforníu og þurftu 14 þúsund íbúar í bæjum skammt frá borg- inni Sacramento að yfirgefa heim- ili sín sökum þessa í gær. Eldur- inn blossaði upp á sunnudag er kviknaði í út frá útblásturskerfi bifreiðar og hefur þegar eyðilagt 4.450 hektara lands. Eignatjón til þessa af völdum eldanna er metið á tæpar tvær milljónir dollara. Á fjórða þúsund slökkviliðsmenn beijast við að ráða niðurlögum skógareldana en miklir hitar og vindur gerir starf þeirra erfítt. Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 671800 ^ OPIÐ SUNNUDAGA KL. 2-6 Toyota Corolla XL '91, 5 dyra, rauður, 5 g., ek. 26 þ., vökvast., o.fl. V. 850 þús. stgr. MMC Lancer GLXi Hlaðbakur '91, brún- sans, sjálfsk., m/overdr., ek. 25 þ., hiti í sætum, rafm. í öllu. V. 930 þús. stgr. BMW 325i M-týpa '87, steingrár, 5 g., ek.. 70 þ, ABS, sóllúga, álfelgur, rafrúður o.fl. Fallegur bíll. V. 1490 þús. stgr., skipti. Nissan 200 SX turbo interc. ’89, rauður, sjálfsk., rafm. í öllu, geislaspilari o.fl. V. 1490 þús. stgr., sk. á ód. Renault 19 GTS '90, 5 dyra, 5 g., ek. 17 þ. V. 830 þús. stgr. Ford Sierra 1800 GL Sedan '88, 5 g., ek. 53 þ. Fallegur bíll. V. 590 þús. stgr. Ford Bronco il XL '90, 5 g., ek. 32 þ. V. 1950 þús. stgr., sk. á ód. Daihatsu Feroza DX 4 x 4 '89, 5 g., ek. 70 þ., sóllúga o.fl. V. 930 þús. stgr. MMC Lancer GLX '89, rafm. í rúðum o.fl., 5 g., ek. 63 þ. V. 690 þús. stgr. Lada Safír '91, ek. 13 þ. V. 290 þús. stgr. Honda Civic GTi 16v '88, 5 g., ek. 82 þ., sóllúga o.fl. V. 810 þús. stgr. Chrysler Le Baron GTS turbo '86, einn m/öllu, ek. 75 þ. V. 630 þús. stgr. MMC L-300 4x4 '88, 8 farþega, ek. 110 þ. Gott ástand. V. 1080 þús. sk. á ód. V.W. Golf CL '87, 5 dyra, ek. 84 þ. Falleg- ur bfll. V. 500 þús. stgr. Peugout 309 XR '89, 5 g., ek. 24 þ. V. 620 þús. stgr. MMC Lancer CLX '89, sjálfsk., ek. 37 þ. V. 720 þús. stgr. Vantar á skrá og á staðinn árg. ’90-’92 Fiat X1/9 Bertone Spider '80, rauður, 5 g., ek. 55 þ. km. Óvenju gott eintak. Skoð- aður '93. V. tilboð sk. á ód. Ford Bronco Customa '78, 8 cyl. (351), sjálfsk., 40" dekk, No Spinn aftan og fram- an, lækkuð hlutföll o.fl., skoöaður '93. V. 790 þús. sk. á ód. - Honda Prelude EX '87, hvítur, sjálfsk., ek. 68 þ., sóllúga, rafm. í öllu. Fallegur bíll. V. 890 þús. sk. á ód. g., ek. 74 þ. Toppeintak. V. 780 Plymouth Laser RS Twin Cam 16v '90, grásans, 5 g., ek. 32 þ. mílur, rafm. í öllu o.fl. Glæsilegur bíll. V. 1490 þús. stgr., sk. á ód.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.