Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 11
0111
Selló o g
píanó
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Sigurður Halldórsson sellóleikari
og Daníel Þorsteinsson píanóleikari
héldu tónleika í Listasafni Siguijóns
Ólafssonar sl. þriðjudag. Á efnis-
skránni voru verk eftir Shostakov-
itsj, Debussy, Martinu og rússneska
tónskáldið Alfred Shnitke.
Fyrsta verkið, Moderato eftir
Shostakovitsj, er eitt meðal þeirra
sem höfundurinn hefur ekki sent frá
sér í lifanda lífi en tekið hefur verið
til handargagns að honum látnum.
Oftast er engu þar við bætt, sem
fyrr er vitað, þegar slíkar eftirleguk-
indur höfunda eru birtar og svo var
að þessu sinni. í sónötunum eftir
Debussy og Martinu var margt
ágætlega gert í samspili þeirra fé-
laga, sérstaklega þó fyrsta þætti
sónötunnar eftir Martinu. í leik
þeirra mátti heyra að þeir lögðu sig
báðir eftir að undirstrika á áhrifa-
1 §•. . J®^****^ Innilegar þakkir til allra, vina og œttingja,
IjL. ■ y t sem heimsóttu mig og glöddu meÖ góÖum ósk-
• ■/, "’i'*' - fwf um, blómum og gjöfum á nírœðisafmœli mínu
. *? | • VV W') 15. ágúst síöastliöinn.
| * í > ‘ v ■ Sérstakar þakkir til félaga í hestamannafélag-
'hfr : r; inu GlaÖ. Þiö öll gerðuð mér daginn ógleyman- legan.
GuÖ blessi ykkur öll.
Agúst Sigurjónsson,
Erpsstöðum.
Sigurður Halldórsson og Daníel Þorsteinsson.
mikinn máta andstæðurnar í verkun-
um. Það sem vantar hjá Sigurði sem
einleikara er hljómfyllri og blæ-
brigðaríkari tónn, sem helst var
bagalegt í viðkvæmum tónhending-
um í verkinu eftir Debussy.
Sterk tilfinning fyrir því leikræna,
bæði hvað varðar andstæður og
stemmningar, kom hvað best fram
í sónötunni eftir Alfred Shnitke
(samkvæmt rússneskum rithætti).
Verkið er ákaflega sterkt, þar sem
'leikið er með tilfinningar eins og
sorgarþrunginn trega, einmanaleik-
ann, reiðina og trúarsáttina og voru
allir þessir þættir samofnir sérkenni-
legri kaflaskipan sónötunnar, largo
- presto - largo. Margt gat þar að
heyra er minnti á félaga hans, þá
Shostakovitsj og Prokoíjev. Presto-
kaflinn hefði mátt vera nokkuð hrað-
ari, til að villt reiðin hefði komið
fram hömlulaus og gert sáttina
áhrifameiri í lokakaflanum.
Eins og fyrr segir var flutningur-
inn áhrifamikill í samvirkri túlkun
þeirra félaga og þó nokkuð vanti á
hina syngjandi tónun Sigurðar, var
flutningurinn í heild borinn upp af
sterkri tilfmningu fyrir „talanda"
tónlistarinnar. Daníel er vaxandi
píanóleikari og gerði margt mjög
vel, sérstaklega í sónötunum eftir
Martinu og Shnitke.
Alþjóðleg ráðstefna
uin hverabakteríur
ALÞJÓÐLEG ráðstefna um rannsóknir á hitakærum örverum verður
haldin hér á iandi 23.-26. ágúst. Þetta er í fyrsta sinn sem slík ráð-
stefna er haldin og verða ráðstefnugestir á þriðja hundrað sérfræðing-
ar á þessu sviði víðsvegar að úr heiminum. Undirbúningur og fram-
kvæmd ráðstefnunnar er í höndum Iðntæknistofnunar íslands. Ásamt
Iðntæknistofnun standa að ráðstefnunni Norræni iðnaðarsjóðurinn,
Rannsóknaráð ríkisins, Vísindaráð og Háskóli íslands. Auk þess styðja
ráðstefnuna Novo-Nordisk A/S, Norræna líftækniáætlunin, Flugleiðir
hf., Pharmaco hf., Delta hf., Hitaveita Reykjavíkur, Landsbankinn
og iðnaðarráðuneytið.
í fréttatilkynningu segir meðal
annars: „íslenskir vísindamenn eru
einna fremstir í heiminum í rann-
sóknum á hitakærum hveraörverum
og hafa rannsóknirnar einkum
beinst að hagnýtu gildi þeirra. Ýmis
stórfyrirtæki víða um heim kanna
möguleika til notkunar á ensímum
sem frá hverabakteríunum koma.
Þar má nefna lyfjaiðnað og gerð
efna til sjúkdómsgreininga, mat-
vælaiðnað, þvottaefnaiðnað og gerð
ýmiss konar hreinsibúnaðar.
Á seinni árum hefur verið lögð
aukin áhersla á flutninga á erfðaefn-
um úr hverabakteríum í svokallaða
kólígerla, sem látnir eru framleiða
ensím.
Fyrir þremur árum var fyrirtækið
Genís hf. stofnað til að markaðs-
setja líftækniafurðir sem tengjast
hitakærum örverum. Tveir íslend-
ingar, þeir Orn Aðalsteinsson og
Ágúst S. Björnsson, vinna að mark-
aðssetningunni fyrir Genís hf. í
Bandaríkjunum. Þeir eru hér á landi
núna til að fylgjast með ráðstefn-
unni.
Til marks um áhugann á þessari
vísindagrein víða um heim má nefna
að hingað eru komnir sjónvarpsmenn
frá bandarísku sjónvarpsstöðinni
PBS til að fylgjast með ráðstefnunni
og taka myndir hér á landi.
Bandarísku sjónvarpsmennirnir
munu einkum fylgjast með einum
aðalfyrirlesaranum, Þjóðveijanum
dr. K.O. Stetter, sem hefur náð hvað
lengst með rannsóknum sínum á
hitakærum örverum. Hann hefur
uppgötvað hveraörverur sem geta
lifað og fjölgað sér við allt að 110°C,
sem er það hæsta sem þekkt er fyr-
ir nokkra jarðneska lífveru. Dr.
Stetter hefur nokkrum sinnum dval-
ið á íslandi við rannsóknir sínar.
Á ráðstefnunni mun dr. A. Aguil-
ar frá Belgíu kynna rannsóknaáætl-
un á vegum Evrópubandalagsins um
frekari rannsóknir á sviði hitakærra
örvera. íslendingar munu eiga aðild
að þessum rannsóknum. Meðal ann-
arra umræðuefna á ráðstefnunni
má nefna flutninga á erfðaefni
(DNA) úr hveraörverum og erfða-
verkfræðilegar breytingar á bygg-
ingu ensíma. Einnig verður fjallað
um nýjar tegundir hveraörvera, út-
breiðslu þeirra og lífsskilyrði."
Bæklingur Miðlunar hf. um íslenska fjölmiðla:
Ekkí getið um
upplagseftirlit
UPPLYSINGAR um rúmlega
hundrað íslenska fjölmiðla er að
finna í bæklingi sem Miðlun hf.
gaf út fyrr á árinu. í bæklingnum
kemur fram aðsetur viðkomandi
miðla, eigendur þeirra, stjórn-
endur og starfsmannafjöldi auk
talna um upplag. Upplagstölur
eru fengnar beint frá útgefend-
um sjálfum, en þess ekki getið
Iðnskólinn í Reykjavík;
Þríðja stig í prent-
iðn aðeins á vorönn
NEMAR í prentiðnnámi við Iðnskólann í Reykjavík sem lokið hafa
tveimur önnum og ætla að taka þriðja stig verða að bíða fram á
vorönn til þess að geta lokið þessum áfanga. Á meðan eldri nemar
þurfa að bíða eru nýir nemar teknir inn á fyrsta ár.
Ingvar Ásmundsson, skólameist-
ari Iðnskólans, sagði að boðið hefði
verið upp á þriðja stigið eingöngu
á vorönn í áratug. Hann sagði að
það væri betri þjónusta ef oftar
væri boðið upp á þriðja stigið en
það væri of dýrt. Að sögn Ingvars
er þetta fyrirkomulag sæmilega
kynnt á meðal nema í prentiðn.
Hann sagði að prentiðnnemar væru
á 4 ára iðnnámssamningi hjá meist-
ara og þetta fyrirkomulag ylli ekki
töfum nema neminn væri kominn
að lokum samnings og ætti þriðja
stigið eftir. En þá væri vanræksla
nema um að kenna.
hvort viðkomandl blað eða tíma-
rit er undir upplagseftirliti Versl-
unarráðs.
Örn Þórisson framkvæmdastjóri
Miðlunar segir að nemendur í hag-
nýtri fjölmiðlun við Háskóla íslands
hafi unnið að söfnun upplýsinga í
bæklinginn. Auk þeirra unnu Skúli
H. Skúlason og Þórarinn Þórhalls-
son að gerð bæklingsins.
Örn segir að við vinnslu bæklings-
ins hafi það sjónarmið ríkt að taka
upplýsingar útgefenda trúanlegar
án þess að rannsaka þær nánar.
Þetta átti að sögn Arnar við um
tölur um upplag eins og aðrar upp-
lýsingar. Hins vegar segist hann
furða sig á því hve fáir útgefendur
nota sér þjónustu upplagseftirlits
Verslunarráðs, því að slíkt eftirlit
sé mikil trygging fyrir auglýsendur.
,Sem stendur eru aðeins fímm
prentaðir fjölmiðlar undir upplags-
eftirliti Verslunarráðs. Morgunblað-
ið er eina dagblaðið sem notar þessa
þjónustu. Auk Morgunblaðsins eru
tímaritin Uppeldi, Heimsmynd,
Heilbrigðismál og Æskan undir
upplagseftirliti Verslunarráðs. Þá
notar éinnig Nesútgáfan þessa þjón-
ustu en á vegum þeirrar útgáfur
eru einkum gefnir út ýmsir kynning-
arbæklingar og kort.
L
HeiLmdagarnir
á Hótel Ork hefjcuit
30. ágíut
heilsudögum á Hótel Örk gefst þér kostur á
Æ M að endurskoða og breyta ýmsu því sem betur
mætti fara í daglegri neyslu og venjum, njóta
heilsusamlegra kræsinga og auka líkamlegan þrótt og
þol. Allur aðbúnaður er framúrskarandi; útisundlaug,
tveir heitir pottar, náttúrulegt gufubað, nuddstofa,
snyrti- og hárgreiðslustofa og veitingastaður sem
býður uppá veisluheilsufæði.
Komdu burt úr stressinu og láttu okkur
dekra við þig.
Verð ámann
í tvíbýli £rá kr.
3.000,-
INNIFALIÐ: Gisting, heilsufæði (hálft fæðt),
jógaleikfimi, hugrækt, fræðsla og kynningar.
“Verð pr. marin í tvíbýli. 2 vikur kr. 3000 pr. nótt,
1 vika kr. 3.500 pr. nótt, 4 nætur kr. 3.860 pr. nótt,
2 nætur kr. 4.450 pr. nótt.
Aukagjald fyrir einbýli kr. 1.500 pr. nótt.
Fræðsla um heilnæma lifnaðarhætti • Hugrækt
Jógaleikfimi • Sund og líkamsrækt • Gönguferðir
og útivist • Þrekþjálfun • Heilsufæði • Sjúkranudd
Slökunarnudd • Svæðanudd • Aromatherapy
HVERAGERÐI - SÍMI: 98-34700 - FAX: 98-34775
ParadLf -rétt handan við hædina
MÁTTURINN a DÝRBIN