Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 10
-i4 10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐÁGUR 21. ÁGÚST 1992 Aldur, upphaf og sögu- legt gildi Ynglingatals Tímamótarit í rannsóknum norrænna fræða Bækur Óskar Vistdal Hvað er Yngiingatal gamalt? Þessari og öðrum gundvallar- spurningum um sagnaritun á miðöld- um veltir Claus Krag fyrir sér í nýrri bók sem ber heitið „Ynglingatal og Ynglingasaga" og kom út hjá Háskó- laútgáfunni í Ósló á síðasta ári. Claus Krag er dósent í sagnfræði við fylkis- háskólann í Þelamörku og einn helsti sérfræðingur Norðmanna í miðalda- sögu. Hann er sérmenntaður bæði í norrænum og klassískum fræðum og eitt sérsvið hans eru tengsl evr- ópskrar og norrænnar menningar á miðöldum. Frásagnimar um Ynglingaættina, sem taldar hafa verið byggðar á kvæðinu „Ynglingatal", hafa lengi vel verið burðarás skilnings okkar á Haraldi hárfagra, sameiningu Nor- egs í eitt ríki og forsögu hennar. Aðeins fáir sagnfræðingar hafa fyrir alvöru treyst sér til að hrófla við áreiðanleika þessa- hefðbundna sögu- skilnings, m.a. vegna þess að menn hafa trúað þeirri fullyrðingu Snorra Sturlusonar í formála Heimskringlu að Þjóðólfur úr Hvini hafi ort Ynglin- gatal á dögum Haralds hárfagra, eða í lok 9. aldar. Áreiðanleika kvæðanna mætti ekki draga í efa. Aðalmarkmið fræðirits Claus Krags er einmitt að hrófla við kenn- ingum um aldur og sögulegt giidi Ynglingatals. Þetta vekur mikilvæg- ar spurningar um upphaf og þróun norrænnar sagnaritunar yfirleitt og hlutverk kvæðanna sem frumheim- ilda í sagnaritum eða sem skáldskap- ar til skrauts á textanum. Deilan um aldur og upphaf Ynglin- gatals á reyndar langa sögu. Hana má a.m.k. rekja til síðustu aldar, t.a.m. til ágreinings þeirra Sophus Bugge og Finns Jónssonar. Bugge hélt því fram að í kvæðinu mætti greina ákveðin kristin áhrif og rakti upphaf þess til Bretlandseyja en Finnur áleit það skilgetið afsprengi innlends anda og norrænnar hugsun- ar. Að mati Claus Krags benda aug- ljósar tímaskekkjur til þess að kvæð- ið var samið í anda kristinnar trúar og heimspeki. Bæði í myndmáli (kenningum) og í lýsingum hetja og atburða má m.a. koma auga á kenn- inguna um frumefnin fjögur. Athygl- isvert er t.d. að dauði fyrstu fjögurra Ynglinganna tengist frumefnunum: Fjölnir drukknar, Sveigðir hverfur í klett, Vanlandi er kyrktur og Vísbur brenndur til bana. Aðrar tímaskekkj- ur eru hugmyndimar um að heiðin goð voru upphaflega sögulegar verur — „æsir“ voru þannig „menn frá Asíu“ (sbr. evhemerismi) — og að heiðninni er stöku sinni lýst sem djö- fullegri spegilmynd kristninnar. Hvers vegna vitnar Snorri Sturlu- son ekki í Ynglingatal í fyrstu 11 Kjörgripir frá Japan í Norræna húsinu FARANDSYNING á hefðbund- inni japanskri leirkeragerð verð- ur opnuð í sýningarsölum Nor- ræna hússins á morgun, laugar- dag. Á sýningunni eru verk eftir 56 leirkerasmiði og í frétt frá Norræna húsinu segir að sýningin gefi góða yfirsýn yfir það sem sé að gerast í hefðbundinni leirkeragerð á þess- ari öld í Japan. Leirkeragerð í Jap- an eigi sér djúpar rætur og sé stór þáttur í menningarsögu þjóðarinn- ar. Þó að Japanir séu þekktastir fyrir hönnun á verksmiðjufram- ieiddum vörum, þá styðji þeir dyggi- lega við bakið á ýmsum hefðbundn- um listiðnaðargreinum, s.s. leir- munagerð. Þeir, sem leggi leið sína í Norræna húsið á sýningu þessa, geti bæði kynnt sér á hvaða hátt Japanir styðji við gamlar hefðir á sjónrænum vettvangi og notið þeirra fallegu muna sem þar séu til sýnis. Norræna húsið hefur ásamt ýms- ursögn hefðarinnar í bundnu máli, nokkum veginn samtíða öðrum frá- sögnum um Ynglingana, þ.e.a.s. frá 12 öld. Þar af leiðandi er kenning Siegfrieds Beyschlags um kvæðin sem frumheimildar og sögutextann sem fylgiprósa („Begleitprosa") að hans mati ekki á rökum reist. Krag kemst ennfremur að þeirri niðurstöðu að skáidskapur og söguritun um Ynglingana, þar á meðal Ynglingat- al, hafi byijað með hinni giötuðu Konungaævi Ara fróða, sam reyndar leit á sjálfan sig sem afkomanda Ynglinganna. Ynglingatal er með öðrum orðum tiltölulega ung hugarsmíð. Annað formlegt dæmi um það er að mati Claus Krags skipting ættartölunnar í raðir upp í 14 kynslóðir eins og í engilsaxneskum konungaævum og ekki síst í ættartölu dönsku Skjöld- marga milli Davíðs og útlegðarinnar í Bablýlon og loks 14 milli útlegð- arinnar og Krists. Hvað er þá átt við með orðinu „ynglingur"? Heitið kemur að vísu fyrir í fomum kvæðum frá tímum Haralds hárfagra, en aldrei nema í eintölu og er ekki einungis notað í sambandi við ætt og fjölskyldu Har- alds. Frumnorræn kvæði nota aldrei Claus Krag unganna. Þannig eru 14 kynslóðir milli frumkonungsins Nór og Haralds hárfagra. Hér ér fremur um skraut- legt ívaf en áreiðanlega tímaröð að ræða. Fyrirmynd þess konar ætt- fræðilegrar skipunar má sækja tii Biblíunnar, sem rekur 14 ættliði milli Abrahams og Davíðs, jafn „Ynglinga" sem ættamafn, og þar með heldur ekki sem nafn sænsku konungsættarinnar í Uppsölum. Þessi ætt nefnist þvert á móti Skilf- ingar eins og í Bjólfskviðu. Orðið „ynglingur" virðist upphaflega hafa haft almennu merkinguna „höfð- ingi“. Á 12. öld var vísvitandi farið að tengja orðið Uppsala-goðinu Yng- vafrey, og þar með einnig sænsku konungsættinni. Með svipuðum hætti og í fomaid- arsögum sameinast raunveruleiki og ímyndun í Ynglingafrásögnum. Ýmislegt bendir til þess að fornaldar- sögumar hafi einnig verið bein fyrir- mynd Ynglingatals og Ynglingasögu. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóm í ítarlegri framsetningu og sannfærandi rökfærslu Claus Krags. „Ynglingatal og Ynglingasaga" er hátt í 300 blaðsíðna mjög vandað fræðirit sem eflaust markar tímamót í rannsóknum norrænna fræða. köflum Ynglingasögu, þó að kvæðin samkvæmt formála Heimskringlu séu aðalheimild hans? Skýringin get- ur e.t.v. verið sú að kvæðin voru ekki einungis sagnfræðilegar heim- ildir, heldur stundum fremur sögu- skreyting. Yngiingatal er í raun og veru samþætt og að öllum líkindum samtíma skáldverk, þar sem sérhver vísa gegnir upprifjandi og skýrandi hlutverki í Ynglingasögu. Vísur og sögutexta greinir hvergi á um ættar- tölu né atburðarás. Ef Ynglingatal væri 2-300 árum eldra en sagan mætti búast við mótsögnum og mis- skilningi óljósra kafla í kvæðinu. Umfram allt er skýrt samræmi milli Ynglingasögu annars vegar og Islendingabókar Ara fróða og Histor- ia Norvegiæ hins vegar. Þessar sög- ur byggja að öllum líkindum allar á sömu heimildum, sem eru nú að mestu glataðar. Ynglingatals er hvergi getið sem heimildar neins sögurits nema e.t.v. Heimskringlu og Claus Krag þykir skynsamlegast að líta á kvæðið sem hliðstæða end- Aðstoð á villigötum Bækur Björn Bjarnason Þróun og þróunaraðstoð. Höfund- ur: Jón Ormur Ilalldórsson. Út- gefandi: Alþjóðastofnun Háskóla Islands, Háskólaútgáfan, 1992, 78. bls. í Norræna húsinu er sýning á hefðbundinni japanskri leirkera- gerð. um fyrirtækjum og sjóðum styrkt sýninguna en Islensk-japanska fé- lagið hefur haft allan veg og vanda af undirbúningi og uppsetningu hennar. Sýningin er opin alla daga kl. 14-19 og stendur til sunnudags- ins 6. september. í grein, sem birtist hér í blaðinu föstudaginn 14. ágúst um umhverf- isráðstefnuna í Ríó, segir Paul John- son, heimskunnur sagnfræðingur og blaðamaður, að ríki þriðja heimsins taki þátt í sýndarmennsku í nafni umhverfisverndar vegna þess að fyrri leiðir til að veita þessum ríkjum efnahagsaðstoð hafi fengið á- sig órorð. Aðstoðin hafi hreinlega verið notuð til að treysta harðneskjulegar og vanhæfar ríkisstjórnir í sessi, en þær hafí sjálfar verið meginvaldar að ríkjandi fátækt. Nú sé ætlunin, að þróuð ríki veiti vanþróuðum að- stoð, svo að þau geti viðhaldið svo- nefndri líffræðilegri fjölbreytni sinni. Þessi ummæli Pauls Johnsons komu í hugann við lestur á ritgerð Jóns Orms Halldórssonar um þróun og þróunaraðstoð, sem kom út á fyrri hluta þessa árs. Þar gagnrýnir höfundur hefðbundnar aðferðir við þróunaraðstoð. Hann dregur fram staðreyndir, sem sýna, að hugmynd- ir á Vesturlöndum um ýmsar for- sendur þróunarhjálpar, byggjast á misskilningi. „í fyrsta lagi er nánast ekkert samhengi á milli fátæktar og veittrar þróunaraðstoðar. I öðru lagi er ekkert samhengi milli veittrar þróunaraðstoðar og árangurs í þró- un. í þriðja lagi sést að við tilteknar aðstæður er ör þróun til hins betra möguleg, jafnvel í fátækustu ríkj- uni(“ segir í bókinni. Hrun kommúnismans hefur áhrif á afstöðu til þróunaraðstoðar eins og allt annað á alþjóðavettvangi. Fjárveitingar einstakra ríkja til þró- unarlanda hefur oft mátt rekja til kapphlaupsins milli austurs og vest- urs. Meira hefur verið lagt upp úr samstöðu í hugmyndafræðibarátt- unni en því, hvort hjálparfé bærist þeim, sem helst væru í nauðum staddir. Nú eru aðstæður aðrar. Pólitísk barátta um heimsyfirráð ólíkra hugmyndakerfa, kapítalista og kommúnista, er ekki lengur háð. Tækifæri ætti því að gefast til að endurskoða starfsaðferðir, sem standa á þessum grunni. Til að vekja áhuga einstaklinga og ríkja á þessu sviði þarf þó kannski eitthvað annað en fátækt og frumstæðar aðstæður, einmitt þess vegna kann tenging við umhverfisverndun að vera skynsam- leg ráðstöfun í fjáröflunarskyni. Jón Ormur Halldórsson bendir á ýmsar leiðir til úrbóta, en hann flyt- ur einnig varnarðarorð: „Þróunar- aðstoð hefur orðið mjög umtalsverð- ur atvinnuvegur í heiminum á síð- ustu árum. Um það bil 150 þúsund útlendir sérfræðingar eru við vinnu víða um heiminn á vegum þróunar- stofnana, tugir þúsunda vinna við þetta heima fyrir í vestrænum ríkj- um og hundruð þúsunda, ef ekki milljónir, í ríkjum þriðja heimsins. I þessari atvinnugrein sem í öðrum myndast hagsmunir sem koma í veg fyrir örar breytingar, sérstaklega breytingar sem vega að atvinnu- hagsmunum þeirra sem við þetta vinna ... Því er árangur eða árang- ursleysi við að bæta hag og auka frelsi fátæks fólks ekki endilega sá mælikvarðu sem oftast er gripið til þegar taka á ákvarðanir um opin- bera.stefnu í þessum málum.“ Höfundur hefur meiri trú á, að fijáls félagasamtök nái raunveruleg- um árangri í þróunaraðstoð en ríkis- stofnanir eða alþjóðastofnanir ríkja: „... Það er mun líklegra til árangurs að lána fátækum bændum fyrir ein- földum verkfærum eða tækjum til að koma vörum á markað, eða þá fískimönnum fyrir netum og lítið eitt skárri bátum, en að setja upp flókin þróunarverkefni með mikilli utanaðakomandi sérfræðiaðstoð og tækni.“ (Bls. 50.) „Það má heita sameiginlegt einkenni þeirra þróun- arverkefna sem best hafa tekist, að almenningur hefur þar með einhveij- um hætti verið hafður með í ráðum. (Bls. 70.) í bókinni er enn staðfest, að ís- lendingar eru síður en svo til fyrir- myndar, þegar litið er til fjárfram- Jón Ormur Halldórsson ÚTSALA 20-50% afsláttur »hummels laga til þróunaraðstoðar. Þvert á móti leggjum við langminnst af mörkum, ef tekið er mið af þeim þjóðum, sem búa við svipaðan efna- hag og við. Við hinar breyttu aðstæður á al- þjóðavettvangi verða umræður um þróun og þróunaraðstoð meiri en áður. Það er liður í almennri friðar- gæslu í heiminum að stuðla að efná- hagslegum framförum, uppræta fá- tækt og hafa hemil á mannfjölgun. Þetta er ekki síður mikilvægt en að finna leiðir til þess að skapa hæfi- legt jafnvægi á milli þjóða og þjóðar- brota. Ritgerð Jóns Orms Halldórs- sonar er tímabært framlag til um- ræðna um þróun og þróunaraðstoð, hvort heldur menn vilja líta á málin í víðtæku alþjóðlegu samhengi eða til að átta sig á því, hver hlutur ís- lands á þessu sviði ætti að vera. Frágangur ritgerðarinnar er góð- ur af hálfu útgefanda og hefur Al- þjóðamáiastofnun búið ritröð sinni, en þetta er þriðja ritið í henni, góð- an búning. Eitt skortir þó við frá- ganginn, en það er stutt æviágrip höfundar. SPORTBUÐIN Ármúla 40, sími 813555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.