Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ vnormwiíism* 21. ÁGÚST 1992 3*- HANDKNATTLEIKUR Valdimar Grímsson valinn í heimsliðið Valdimar Grímsson landsliðsmað- ur úr Val hefur verið valinn til að leika með heimsliðinu í handknatt- leik gegn þýsku úrvalsliði. Leikurinn verður í Þýskalandi 16. desember og sagðist Valdímar vonast til að hann rækist ekki á leiki hér heima. „Ef ég á að leika með Val á sama tíma vona ég að þeim leik verði frestað þannig að maður komist í leikinn með heims- liðinu," sagði Valdimar. Hann sagðist ekki vita hveijir væri í liðinu, en rætt hafi verið við sig eftir Ólympíuleikana og þá hefði hann sagst geta mætt í leikinn. Það voru þjálfarar liðanna sem kepptu á Ólympíuleikunum sem völdu heimsl- iðið og einn þeirra mun stjórna því í leiknum gegn þýska úrvalsliðinu. „Það er auðvitað mikill heiður að vera valinn í heimsliðið. Mér hefur þótt mikillheiður að leika fyrir hönd Islands og aldrei hugsað út í hvemig það er að leika fyrir hönd heimsins," sagði Valdimar í samtali við Morgun- blaðið. Leikið verður í nýrri íþróttahöll í Saarbrucken sem reist hefur verið til heiðurs Joachim-Deckarm sem var einn af bestu handknattleiksmönnum heims. Hann lék með Gummersbach fyrir nokkrum ámm og slasaðist mjög alvarlega í leik með liðinu og hefur ekki getað leikið handknattleik síðan. FRJALSIÞROTTIR Stórmót í kastgreinum: Skýrist um helgina hvort Zelezny og Kinnunen verða með Valdlmar Grímsson svífur hér inn úr hægra hominu. Hann hefur nú verið valinn í heimsliðið og leikur með því 16. desember. Ólympíumelstarinn Jan Zelezny tekur ef til vill þátt í kastkeppni á Laugar- dalsvellinum 30. ágúst. SIGURÐUR Matthíasson segir að hann sé bjartsýnn á að hægt verði að halda stórmót í kast- greinum á Laugardalsvelli 30. ágúst, þrátt fyrir að hann hafi verið svartsýnn á tímabili að ekkert yrði af því. Fyrirtæki hafi tekið við sér síðustu daga og sýnt áhuga á að styrkja mótið. Sigurður, sem unnið hefur að undirbúningi fyrir þetta mót, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að það skýrðist um helgina hvort Ólympíumeistarinn í spjót- kasti, Tékkinn Jan Zelezny, myndi taka þátt í mótinu, og sömu sögu væri að segja af Finnanum Kimmo Kinnunen. Ljóst væri hins vegar að Bretinn Steve Backley kæmi ekki þar sem hann væri meiddur á oln- boga. Bandaríkjamaðurinn Tom Pukstys væri hins vegar tilbúinn að koma, en hann er sterkasti spjótkast- ari Bandaríkjamanna. Bretinn Mike Hill hefur einnig áhuga á að koma. Sigurður sagði að stefnan væri að hafa þijá útlendinga í hverri grein, og ef það tækist væri þetta mót í sama styrkleikaflokki og alþjóðleg mót, en væri ekki flokkað sem slikt þar sem sækja þyrfti um það með löngum fyrirvara. Aðspurður sagði Sigurður að end- anleg ákvörðun um það hvort mótið yrði haldið yrði tekin á mánudag. Einar og Siguröur kasta á • morgun Á morgun verður haldið Lands- bankamót í fijálsum íþróttum á Varm- árvelli í Mosfellsbæ. Þar verður m.a. keppt í spjótkasti og munu Einar Vil- hjálmsson og Sigurður Einarsson keppa þar meðal annarra. Einar sagði í sam- tali við Moigunblaðið í gærkvöldi að ef veðrið yrði skaplegt væri stefnan að sjálfeögðu sett á að kasta yfir 80 metra. ÍPRÓm FOLK ■ KLAUS Augenthaler, þýski harðjaxlinn hjá Bayern Milnchen sem tekið hefur við aðstoðarþjálfa- rastöðu félagsins, lék kveðjuleik sinn með liðinu gegn Ju- Frá Jóni ventus, sem vann Halldórí 4:1. Augenthaler Garöarssyni Var spurður hver (Þýs kalandi værj uppáhaldsleik- maðurinn. Hann svaraði því til að Sigi Held, (fyrrum landsliðsþjálfari íslands) hefði alltaf verið í mestu uppáhaldi hjá sér. Þess má geta að Held hélt upp á fimmtugsafmæli sitt um daginn, en hann þjálfar nú í Austurríki með góðum árangri. ■ BAYERN Munchen á í vand- ræðum vegna fjögurra lykilmanna sem eru meiddir. Þýsk blöð hafa gert að því skóna að Lothar Matt- haus komi aftur til félagsins frá Inter Milan. Matthaus hefur alltaf sagt að hann geti vel hugsað sér að enda ferilinn hjá Bayern. ■ HORST Köppel sem m.a. þjálf- aði Atla Eðvaldsson og Pétur Ormslev hjá Diisseldorf hefur verið sagt upp störfum hjá félaginu. Illa hefur gengið hjá liðinu og er það í næst neðsta sæti í 2. deild. ÚRSLIT Knattspyrna 4. deild D. Höttur - Neisti D............11:0 Vilberg Jónasson 3, Hilmar Gunnlaugsson 2, Freyr Sverrisson, Kjartan Ragnarsson, Haraldur Klausen, Kári Hrafnkelssflíi11 Hörður Guðmundsson og Zoran Matijevic. Fj. leikja u j T Mörk Stig HÖTTUR 17 15 0 2 88: 5 45 EINHERJI 16 12 2 2 47: 20 38 SINDRI 16 10 3 3 67: 29 33 LEIKNIRF. 16 9 3 4 54: 25 30 VALURRf. 16 8 3 5 42: 20 27 HUGINN S. 16 7 2 7 37: 37 23 AUSTRIE. 16 6 3 7 37: 32 21 KSH 16 2 2 12 21: 47 8 NEISTID. 17 2 1 14 25: 81 7 HUGINNF. 16 0 1 15 7: 129 1 Golf Sveitakeppni unglinga 15-18 ára Staðan eftir undankeppni: GR-A-sveit.........................442 GA-A-sveit.........................442 Golfkl. Leynir.....................468 GS.................................470 GR-B-sveit.........................476 Golfkl. Sauðárkr...................491 Keiiir A-sveit................... 491 Golfkl. Vestm.................... 494 Golfkl. Borgamess...................494 Nesklúbburinn..................... 505 Golfkl. gjölur......................507 Keilir B-sveit......................520 Sveitakeppni 14 ára og yngri Staðan eftir undankeppni: GR- A-sveit.........................469 GA - A-sveit........................469 GS..................................490 Keilir A-sveit.....................491 GR-B-sveit........................ 502 Keilir B-sveit......................508 Golfkl. Kjölur......................522 Golfkl. Leynir......................538 Golfkl. Sauðárkr....................550 GA - B-sveit........................554 Golfkl. ÓS...............,.........564 HJOLREIÐAR Marinó og Ingþór með forystu Onnur keppni af þremur í ís- landsmeistaramótinu í fjalla- hjólreiðum fór fram sl. sunnudag. Marinó Freyr Siguijónsson og Ing- þór Hrafnkelsson hafa forystu í keppninni eftir tvær keppnir; eru báðir með 35 stig. Keppnin á sunnudaginn fór fram á vegarslóðum í Heiðmörk og var keppt í fimm flokkum. í fimmta flokki, sem er flokkur tuttugu ára og eldri, sigraði Marinó Freyr nokk- uð örugglega. Hjólaðir voru 24 .kíló- metrar og þegar um 8 km voru eftir náði hann forystunni og hélt henni allt til enda. Marinó hjólaði vegalengdina á 58.05 mínútum. Einar Jóhannsson varð annar, fór kílómetrana 24 á einum klukkutíma og 46 sekúndum. Níu sekúndum á eftir honum kom Ingþór Hrafnkels- son í mark. Þriðja og síðasta keppnin sem gefur stig til íslandsmeistaratitils fer fram á Dalvík 30. ágúst nk., og fæst þá úr því skorið hver verð- ur íslandsmeistari i fjallahjóireið- um. Marinó sigraöi í Kambakeppnfnni Kambakeppnin í götuhjólreiðum fór fram fyrir skömmu og bar Mar- inó Freyr Siguijónsson sigur úr býtum. Hjólað var frá Hveragerði og upp að slysavarnarskýlinu á Hellisheiði, alls 9,7 km, og var keppendum hleypt af stað með tveggja mínútna millibili. Sigurveg- ari síðustu tveggja ára, Einar Jó- Keppendur í fimmta flokki áður en lagt var í aðra keppni íslandsmeistara- mótsins sem fram fór í Heiðmörk. hannsson, mætti ekki til leiks. Mar- inó fór Kambana á 20 mínútum og fimm sekúndum, en Ingþór Hrafn- kelsson varð annar, kom í mark sjö sekúndum á eftir Marinó. Þriðji varð Sigurgeir Hreggviðsson á 20.32 mín. Þess má geta að meðal- hraði sigurvegarans var 29,1 km/klst. Ikvöld Siglingar íslandsmótið í siglingum kjöl- báta hefst I dag á sundunum vð Reykjavík. Sigldar verða fjórar umferðir á þríhymings- brautum. Ræst verður til fyrstu keppninnar kl. 17 í dag við Sólfarið við Sæbraut og 18 bátar munu taka þátt í mótinu Knattspyrna 3. deild V Tindastóll - Magni..18.30 Dalvík - Grótta.....18.30 Ægir-KS.............18.30 Völsungur - Þróttur N ...18.30 4. deild D Leiknir F. - ValurRf.18.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.