Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 21. AGUST 1992
„ Si/O þetta. &r Cirxkcis takan. þitx. L
L eikh.Ú£Ínu. ("
Með
morgnnkaffinu
Ast er...
.. .að tárast við fjarveru
hans.
TM Reg. U.S Pat Oft — all rights reserved
® 1992 Los Angeles Times Syndicate
ZZ2
7S3
154
Hún er bara sæt dúkka!
Við vitum að hann var á leið
á grímuball.
HOGNI HREKKVISI
BREF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
/
„Alþing hið nýja“
„ hann br ao /EPa siizkusköst. "
Frá Bjarna Valdimarssyni:
Hörðum höndum
vinnur hölda kind,
ár og eindaga.
Siglir særokinn,
sólbitinn slær
stjömuskininn stritar.
(Jónas Hallgrimsson)
Nú stendur yfir fjárlagagerð.
Með ári hverju verður erfíðara að
ná endum saman. Ómegð mikil.
Afætur margar. „Niðurskurðar-
hnífínn" á skrifræðisbáknið. Það
sóaði auk alls annars, þrem millj-
örðum í tölvur. Reiknigrindur
hefðu dugað og bilað minna. Hafíð
þið fengið áður greidda innheimtu?
I glugga gíró með refsivöxtum og
upphæð, sem ekki má breyta?
Sambærilega hæfur píanóleikari
er reyndi að tjá Chopin, fengi á
sig egg og tómata, og yrði borinn
út úr eignaríbúð með fógetavaldi
af armsterkum lögregluþjónum.
Skólastjóri nyrðra telur dagvistun
sína þýðingarmeiri, en landið allt
og miðin. Hann telur þann vinnu-
kraft einan nothæfan, er sætt hef-
ur langri innrætingu og heilaþvotti
inni á stofnun. Það má Iengi bæta
við spamaðarlið.
Kerfíð er sprungið. Framleiðslu-
getan er langt umfram markaði.
Engar sorpur ráða við umbúðafjall-
ið. Göfugasta menntun og listrænt
innsæi, hafa engan veginn undan
að búa til nýjar gerviþarfír. Og auk
þess er urmull fjársterkra aðila „í
startholunum", að yfirfylla hveija
markaðsglufu, er kann að opnast.
Þetta ástand er að viðbættu at-
vinnuleysi, traust og varanlegt,
eins og Esjan. Ekkert mál að tengj-
ast Evrópubandalagi. Hlutabréf í
fýrirtæki sem rambar, eru oftast
föl, á mjög hagstæðum kjörum.
Á eftir kreppu kemur visthrun.
Verðmætustu fiskstofnar eru í .út-
rýmingarhættu, í þrem heimshöf-
um. Að falsa aflaskýrslur og um-
róta uppeldisstöðvum er regla,
frekar en hitt.
Hvað gera sannir heiðursmenn,
breskir lordar og stangveiðimenn
í Elliðaánum í málum dýrastofna?
Þeir selja veiðileyfí á gangverði.
Banna afkastamikil veiðarfæri og
alla umframorku eins og olíu og
rafmagn. Takmarka veiðitíma.
Áskilja jafnvel notkun gerviflugu
er gefur laxi tækifæri til áframlíf-
is. Lax og silungur er eina bráðin
sem vex og þyngist, eftir að hún
er veidd.
Öll séríslensk menning er hand-
mennt, skinnhandrit, sem ljóð Jón-
asar og lög Bjama Þorsteinssonar,
að ekki sé talað um burstabæi,
hannyrðir og kvenskart. Lokum
hagkerfínu hið bráðasta. Skömmt-
um gjaldeyri. Bönnum innflutning
á fullunninni vöru. Eingöngu vöru-
viðskipti við lönd sem selja hrá-
efni. Að þessu uppfylltu, frjálsa
samkeppni og fullt atvinnufrelsi
innanlands, ákvæði um umhverfís-
vemd. Einfaldar reglur, engar leyf-
isveitingar. Allir eiga að sjá tak-
mörk sín sjálfír. Innsiglum vélar í
réttri röð. Fyrst þær sem valda
mestum umhverfísspjöllum og at-
vinnuleysi. Enga íþrótt í þágu
gagnsleysis. Það er hollt trimm að
skokka með byrði, hlaupa fyrir
rollur, elta stygga hesta, róa með
ámm til fískjar o.s.frv. Lýsum
landið allt og miðin vistvænan
þjóðgarð, þar sem maðurinn verður
hluti af náttúmnni með „endurnýj-
anlegt“ afrán. Þá loksins tækist
að vekja áhuga umheimsins á
stórri eyju, sem væri eins konar
„lifandi Árbæjarsafn". Vísinda-
menn fengju áhuga. Þjóðgarðs-
gestir kæmur þúsundum saman
með fullar hendur fjár, „og Eyjólf-
ur tæki að hressast."
BJARNI VALDIMARSSON,
Reykjavíkurvegi 22,
Hafnarfirði.
* *
A sauðkindin Island?
Frá Gunnlaugi Sveinssyni:
í APRIL í vor birtist merkileg frétt
um nefnd í Ölfusi til stuðnings
banni við lausagöngu búfjár. Lesa
mátti að nefndin hefði gert áætlun
um stöðvun á neyslu lambakjöts í
viku til að leggja áherslu á að
lausagöngu búfjár yrði hætt. Hér
er um tímamótafrétt að ræða. For-
vitnilegt væri að vita hvemig til
tókst með framkvæmdina.
Islendingar hafa því miður snúið
sannleikanum við. Þeir sem vilja
græða upp ísland verða að girða
lönd sín af fyrir sauðfé. Hvers
vegna er sauðféð sjálft ekki lokað
inni í girðingu? Hvers vegna er
eytt stórfé af sameiginlegum tekj-
um landsmanna til að girða af
gróðurreiti fyrir sauðfé? Á sauðk-
indin ísland? Halldór Laxness hef-
ur bent á að íslands flóra sé ekki
gerð fyrir sauðfjárrækt og á Is-
landi eigi ekki að rækta sauðfé —
til þess sé „vegitasjón" of lítil og
veikburða. Vilji menn endiiega
rækta skepnur eins og t.d. mink
og sauðfé, á að loka dýrin inni i
girðingum eða búrum. Slíkt myndi
bæta kjör bláskínandi fátækrar
alþýðunnar. Óskandi væri að Ög-
mundur Jónasson, sá dugmikli bar-
áttumaður, hefði forystu um þetta.
Það er landbúnaðaróráðssían sem
heldur niðri lífsgæðum í landinu.
Eg skora á forystumenn BSR og
verkalýðshreyfinguna að taka að
sér forystu í því að bijóta á bak
aftur landbúnaðarmafíuna sem vill
að Island sé rekið sem hirðingja-
þjóðfélag.
í tilvísaðri frétt sagði:
„I Ölfusinu hefur nú nefnd til
stuðnings banni við lausagöngu
búfjár gert áætlun um átak gegn
neyslu lambakjöts í eina viku til
að vekja athygli sauðfjárbænda á
að nauðsyn sé á að taka tillit til
kröfu neytenda um gróðurvernd.
Nefndin bendir á að allir þurfi að
girða sig af frá kindunum. Þeim
sé sleppt út á afrétt þaðan sem
þær komast hvert sem er.“
Gaman væri að fá frétt af þessu
merka átaki og vonandi sameinast
þjóðin öll um að hætta lambakjöts-
áti þar til misþyrming íslenskrar
náttúru verður stöðvuð.
GUNNLAUGUR SVEINSSON
rithöfundur
Víkverji skrifar
Vinkona Víkverja skrapp fyrir
skömmu til Tálknafjarðar og
flaug til Bíldudals, á vegum ís-
landsflugs. Hún ákvað hins vegar
að fara með Flugleiðum heim aftur
og þá frá Patreksfirði, til að njóta
allra þægindanna um borð í nýju
Fokker-vélunum, sem margoft
hafa verið auglýst. Fargjaldið var
um 900 krónum hærra en ferðin
vestur hafði kostað, en hún lét það
ekki á sig fá, vegna væntanlegra
þæginda og öryggis. Mikil varð því
undrun hennar, þegar lítil Twin
Otter flugvél, merkt Flugfélagi
Norðurlands, lenti á flugvellinum
á Patreksfírði og var þar komin
flugvélin, sem átti að flytja konuna
suður á vegum Flugleiða. Þegar
konan kom til Reykjavíkur spurðist
hún fyrir um það, hveiju það sætti
að hún hefði þurft að greiða um
900 krónum meira fyrir ferðina
með Flugleiðum, þegar farkostur-
inn var svipaður og sá, sem hún
fór með vestur á vegum íslands-
flugs. Ekki var þjónustunni fyrir
að fara um borð, enda fékk hún
þau svör, að ekki væri skylda að
hafa flugfreyjur í svo litlum vélum.
Verðmunurinn fælist enda alls ekki
í flugfreyjunni, eða veitingum um
borð. Þegar hún var enn ósátt við
svörin sagði starfsstúlka Flugleiða,
að hún hefði getað spurst fyrir um
það, þegar hún keypti farmiðann,
hvemig flugvél yrði notuð til ferð-
arinnar. Víkveija hefði þótt eðli-
legt, að Flugleiðir hefðu tekið að
sér upplýsingaskylduna í þessu til-
felli, óumbeðið. Og ekki er það síð-
ur eðlilegt að fólk greiði lægra
fargjald, ef ferðast er með litlum
flugvélum, án nokkurrar þjónustu.
Það er áhættusamt að standa í
útgáfustarfsemi ýmiss konar
og hefur margur brennt sig á því.
Bæði er hætta á að innihaldið mis-
skiljist og eins er fólk ófeimið við
að benda á rangfærslur, prentvillur
og annað sem mætti betur fara.
Nú er Víkveiji allajafna hrifínn af
laxi. En þegar hann þarf að velja
milli tegundanna „graf lax,“ og
„birki reyktur hafbeitar lax“ er
ekki laust við að hann fái óbragð
í munninn. Hér hefði auðvitað átt
að rita „graflax“ og „birkireyktur
hafbeitarlax.“ Þessi orðskiptinga-
sýki heijar ekki aðeins á físka, svo
sem laxa og „krydd síldir", sem
einnig hefur sést bregða fyrir, því
„smur kæfu“ hefur Víkvetji einnig
séð sig knúinn til að leggja sér til
munns þrátt fyrir nafngiftina. Geta
„útgefendur“ ekki varað sig á
þessu? Það fylgir því mikil ábyrgð
að skrifa texta sem koma á fyrir
augu alþjóðar, hvort sem er á aug-
lýsingum eða á miða úr prentvog-
um verslana.