Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 37
ifóKf í rífeUfJ/. .?.£ rjHj?j/fjíffeCV’-f; fiyíUjj>£-iöp MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1992 ‘ B& 3Z Bflstjórar eru stund um hjólreiðamenn Frá Óskarí Dýrmundi Ólafssyni: REIÐHJÓLIÐ er fullkomnasta far- artæki sem fundið hefur verið upp, sagði rithöfundurinn George Orw- ell eitt sinn og er eflaust hægt að leiða gild rök að því. Það er fyrir- ferðarlítið, mengar ekki, styrkir heilsu notandans og hefur verið notað af stórum hluta mannkyns í meira en 150 ár. í 100 ár ... Á íslandi hefur verið hjólað í meira en 100 ár, eða allt frá því að fyrrum borgarstjóri, Knud Zimsen, sást hér á götum Reykja- víkur á hjólhesti sínum árið 1890. Síðan þá hefur notkunin aukist jafnt og þétt, jafnt hjá börnum sem fullorðnum. Samkvæmt innflutn- ingstölum hafa hjólreiðar aukist hlutfallslega miðað við mannfjölda og varð nokkurs konar sprenging upp úr byrjun níunda áratugarins. Innflutningur margfaldaðist og með þessari auknu notkun var brotið blað í sögu hjólreiða á ís- landi. Yfir 120.000 reiðhjól hafa verið flutt inn síðan 1979. Hin síð- ustu ár hefur ný tégund hjóla kom- ið fram, svokölluð fjallahjól, en þau henta einkar vel við okkar sérís- lensku borgaraðstæður; háar gangstéttarbrúnir, vöntun á hjóla- brautum og gangstígum. Með til- komu fjallahjólsins er óhætt að fullyrða að notkun reiðhjóla hafi stóraukist. Sífelld aukning á hjólreiðum á Islandi, og þá sérstaklega innan höfuðborgarinnar, hlýtur að velqa athygli okkar á einu lífsnauðsyn- legu máli, en það eru öryggismál hjólreiðamanna. Hvað er gert til að vemda hjólreiðamenn fyrir hættulegri bílaumferð? Hvemig em bílstjórar uppfræddir um eðli reiðhjólsins í umferðinni? Og síðast en ekki síst, hvemig fræðslu fá hjólreiðamenn sjálfir um það hvemig þeir eiga að haga sér í samskiptum sínum við bílana? Þetta eru allt spumingar sem við verðum að velta fýrir okkur og reyna að fá svör við, lífið liggur við! Það má koma í veg fyrir slysin Eins og gangandi vegfarendur era þeir sem hjóla algjörlega ber- skjaldaðir fyrir þungum málm- líkömum bílanna sem ná oft marg- föidum hraða hjólsins. Víðast hvar erlendis er umferð hjólandi og ak- andi aðskilin. Ábyrgir stjórnmála- menn og skipulagsyfirvöld í þeim löndum hafa látið búa til á myndar- legan hátt sérstakt net hjólabrauta sem liggja þá oftast nær við hlið akbrautar, aðgreindar með ein- faldri málaðri línu. Hér er því ekki að heilsa þannig að annarra úr- ræða verður að leita. Fáfarnar götur, göngustígar sem því miður era oft gallaðir fyrir hjólreiðamenn og svo almennar umferðaræðar era valkostimir. Þeir sem velja akvegina era skiljanlega í mun meiri hættu en þeir sem velja gangstígana, en þeir sem nota hjólið sem reglulegt samgöngutæki þreytast ákaflega fjótt á háum gangstéttarbrúnum, gangandi fólki og mun lengri vega- lengdum vegna skipulagningar stíganna. Því verður það oft úr að hjálmurinn er reyrður fastar á og út í umferðina er haldið. Þar mæt- ir hjólreiðamanninum mikill hraði, mikil umferð og lítil stefnuljósa- notkun, alltof lítil. Samkvæmt reynslu undirritaðs myndu nokkur einföld atriði létta hjólreiðamönn- um lífið stórlega og era eftirtalin heilræði ætluð bílstjóram: — Hægið á ykkur þegar þið sjá- ið hjólreiðamann. — Akið ekki nálægt honum, gefíð svigrúm. — Gerið ráð fyrir því að hjól- reiðamaðurinn geti verið á miklum hraða. — Notið stefnuljósin þegar þið breytið um stefnu. — Algengustu slys hjólandi og akandi eru þegar bíllinn „svínar“ fyrir.. — Munið að á reiðhjólum er lif- andi og berskjaldað fólk. Þú sem hjólreiðamaður Hafa ekki flestir hjólað? Mjög margir að minnsta kosti og mjög margir sem hjóla í dag jafnframt því að vera stundum bflstjórar. Þar sem verið er að leggja bflstjórum reglurnar í þessum stutta pistli er ekki úr vegi að minna hjólreiða- menn á að: nota hjálm, fara eftir umferðarreglum, gefa stefnu- breytingar greiðlega til kynna með höndum og svo auðvitað að sýna tillitssemi í umferðinni. Hvort sem þú ert bílstjóri eða hjólreiðamaður, verðum við öll að sýna hvort öðru mikla tillitssemi, VELVAKANDI SUNDTASKA BRÚN leðursundtaska var tek- in úr bifreið við_ Hátún sl. þriðjudagskvöld. í töskunni vora engin verðmæti heldur aðeins persónulegir munir. Eig- andi hennar býst við að hún hafí því verið skilin eftir á glámbekk og ef einhver hefur orðið hennar var er hann vin- samlegast beðinn um að hringja í síma 687593. BARNAGÆLA Sigríður Friðþjófsdóttir: ÞAÐ ER ákveðin barnagæla sem hefur verið að velkjast um í huga mínum. Ég mundi gjarn- an vilja fá að vita hver er höf- undur hennar og hvemig fram- haldið hljóðar. Hver bíður hér á bakvið dyr? Bara lítill drengur. Og hver fór hér með fýlu fyrr? Mikið hryggur drengur. KETTLINGAR TVO sjö vikna gamla kettlinga vantar heimili. Annar þeirra er svartur á lit en hinn er bæði svartur og hvítur. Báðir kettl- ingarnir hafa verið vandir á kassa. Nánari upplýsingar fást í síma 657233. KÖTTUR HVARF í SÍÐUSTU viku hvarf stein- grár fressköttur frá heimili sínu að Langholtsvegi 55. Kötturinn var með merkta ól en hann ber einnig merkinguna R1H212 í eyra. íbúar í nágrenninu eru vinsamlegást beðnir að líta í bílskúra sína og geymslur. Ef eitthvað hefur sést til ferða kattarins þá er eigandi hans í síma 686546. okkur liggur ekki svo mikið á. Hjólið er komið til að vera á ís- landi eins og Knud Zimsen sann- aði á sínum tíma. Þetta sígilda farartæki er líka orðið heilsársfar- artæki eftir að fjallahjólin komu til sögunnar. Við verðum að gera ráð fyrir hjólandi umferð og við verðum að gera hvert öðra kleift að velja okkar eigin farkost án þess að öryggi sé í stórhættu. Mundu bara að þótt þú hjólir ekki í dag þinna leiða, þá gerir þú það kannski á morgun. ÓSKAR DÝRMUNDUR ÓLAFSSON, félagi í samstarfshópi um aukið öryggi hjólreiðamanna. Athugasemd Magnús Guðmundsson hafði samband við Morgunblaðið og benti á misskilning sem hefði átt sér stað á spjöldum glæpasögunnar í C-blaði Morgunblaðsins sunnu- daginn 16. ágúst. Þar koma fram rangar staðhæfíngar að sögn Magnúsar. Magnús segir að hið svo kallað „Stokkhólmseinkenni“ (Stockholmsyndromet) eigi ekki rætur að rekja til árásar og gísla- töku í vesturþýska sendiráðinu þar í borg eins og segir í blaðinu. Magnús telur að „Stockholmsynd- romet“ sé rannið undan „Nor- rmalmstorgdramat" árið 1973. Þar tók Janni Ohlsson gísla með sér inní bankahvelfíngu og fékk síðan Clark Olofsson í lið við sig. Að sögn Magnúsar vora þama sam- ankomin í nokkra daga þessir tveir snjöllu og mjög svo aðlaðandi menn ásamt nokkram ungum stúlkum og einum pilti. Pennavinir Franskur piltur, sem getur ekki um aldur, vill eignast pennavini á aldrinum 15-20 ára, hefur áhuga á tónlist, leiklist og sögu: Christophe Duhamel, 24 Avenue de l’Yser, 59810 Lesquin, France. Bresk 28 ára kona vill skrifast á við íslenskar konur. Hefur áhuga á bókalestri, matargerð, o.fl.: Ingrid Roberts, 10 Leyland Avenue, St. Albans, Herts, England ALl 2BE. Sextán ára þýsk stúlka með mik- inn áhuga á landi og þjóð. Skrifar á ensku eða þýsku: Kathrin Ilse, Christiansweg 1, D-4796 Salzkotten, Germany. Frá Nígeríu skrifar 26 ára karl- maður með áhuga á kvikinyndum, sjónvarpi, ferðalögum, tónlist og útivist: Patrick Okere, 37 Ashafa Street, Olodi Apapa, Lagos, Nigeria. Tvítugur Letti með áhuga á tón- list, hönnun, sálfræði o.fl.: Vladislav Saveljev, Vecmilgravis 8-6, Riga 226015, Latvia. Frá Ghana skrifar 23 ára stúlka með áhuga á tónlist og íþróttum: Doris Eva Siripi, P.O.Box 328, Agona Swedru, Ghana. Þrítugur Bandaríkjamaður með áhuga á fnmerkjum, póstkortum, tónlist og tungumálum: Kraig Douglas Lee, 814 N. Broadway Avenue, Riverton, WY 82501, U.S.A. 0 BOSCH 0 BOSCH Höggborvél „SDS Plus“ með ryksugu. Þreplaus hraðastilling afturábak og áfram. 500 W. Aukahlutir: Vinkildrif, meitil- Höggborvél „SDS Plus“. Þreplaus hraðastilling afturábak og áfram. 500 W. <2\ Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartún 24 Sími: 626080 Fax: 629980 Umboðsmenn um land allt fyrir fagmanninn GUF422A Kexvél/fúgufræsari. Blað 105x4 mm 620 W/10.000 snVmín. Sl ípirokkar 620,710 og 900 W. Skífustærð 115-150 mm SDS lyklalaust festikerfi á 900 W slípirokkunum. Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartún 24 Sími: 626080 Fax: 629980 Umboðsmenn um land allt Innanhússarkitekt ráðleggur viðskiptavinum Metró Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkitekt.FHÍ, verður í versluninni Metró fimmtudag og föstudag kl. 14-18 og laugardag kl. 11-14, og veitir viðskiptavinum ráðleggingu um val á málningu. Verið velkomin í Metró og þiggið ókeypis ráðgjöf. ÍMJÓDD Álfabakka 16 • Reykjavík • Sími 670050 hÍetró - stabur fagurkerans - stabur sœlkerans - stabur allra vib öll tækifœri SEX-BAUJAN VEITINGASTAÐUR v/EIÐISTORG Borðapantanir og uppl. í síma 611414 & 611070 ■ Fax 611475

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.