Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1992 VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 21. AGUST YFIRLIT: UM 300 km suður af Ingólfshöfða er vaxandi 983ja mb lægð sem hreyfist norðvestur og síðar vestur með suðurströndinni. SPÁ: Á Norðvesturlandi verður allhvass eða hvass vindur með rigningu fyrri hluta dags en lægir heldur síðdegis. ( öðrum landshlutum verður suðaustlæg ótt, víða stinningskaldi, skúrir sunnanlands og austan en þurrt að mestu norðaustanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Austlæg átt, sumstaðar nokkuð hvöss. Súld eða rigning með köflum suðaustanlands og á Austur- fjörðum en skúrir í öðrum landshlutum. Fremur svalt verður í veðri. Svarsími Veðurstofu (slands — Veðurfregnir; 990600. <á Heiðskírt Léttskýjað r r r * r * r r * r r r r r * / Rigning Slydda -B Háffskýjað * * * * * * * * Snjókoma A Skýjað V Skúrír Slydduél Alskýjað » V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindðrin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.( 10° Hitastig V Súld = Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30!gær) Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir. Vegna vegagerðar má búast við umferðartöfum á Hafnarfjarðarvegi, á milli Engidals og Flata- hrauns, frá og með morgundeginum og fram yfir helgi. Vegna ræsagerð- ar verður þjóðvegur 82, Olafsfjarðarvegur, lokaður um Lágheiði frá klukk- an 6.00 til klukkan 10.00 að morgni föstudags 21. ágúst. Fjallabílum er fært um allar leiðir á hálendinu. Athygli má þó vekja á því að vegur um sunnanverðan Sprengisand er orðinn mjög grófur og seinlegur yfir- ferðar. Uxahryggir og Kaldidalur eru opnir allri umferð. Feröalangar eru hvattir til þess að leita sér nánari upplýsinga um færð áður en lagt er af stað í langferö til þess að forðast tafir vegna framkvæmda. Upplýs- ingar um færð eru veittar hjá Végaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA kl. 12.00 ígær UM HEIM að ísl. tíma hiti veftur Akureyri 14 skýjað Reykjavík 12 rigning Bergen 17 léttskýjað Helsinki 14 rlgning Kaupmannahöfn 21 skýjað Narssarssuaq 8 léttskýjað Nuuk vantar Osló 21 léttskýjað Stokkhólmur 18 hátfskýjað Þórshöfn 12 rigning Algarve 25 léttskýjað Amsterdam 18 rignlng Barcelona léttskýjað Berlín 26 hálfskýjað Chicago 11 heiðsklrt Feneyjar 32 heiðskírt Frankfurt 27 skýjað Glasgow 18 skýjað Hamborg 23 skýjað London 17 rigning LosAngeles 18 heiðskírt Lúxemborg 25 skýjað Madríd 25 léttskýjað Malaga 21 léttskýjað Mallorca 29 léttskýjað Montreal 13 skýjað NewYork 19 léttskýjað Orlando 24 skýjað Parls 24 rigning Madeira 24 skýjað Róm 28 þokumóða Vín 34 iéttskýjað Washington 21 skýjað Winnlpeg 17 léttskýjað Fylgst með fótbolta Það var mikil spenna á KA-vellinum einn morgun í vikunni, en þangað flykktust foreldrar barna sem æfa fótbolta hjá Akureyrarfé- lögunum KA og Þór í 7. flokki. A vellinum fóru fram í blíðskapar- veðri æfingaleikir í knattspymu þar sem allt var lagt í sölumar til að ná sigri. Þórsarar vora gestir KA-pilta að þessu sinni, en þeir höfðu fyrr í sumar leikið á heimavelli Þórs. Fjölmargir leikir vora spilaðir og á meðan kepptust menn við að hvetja sín lið. Hugsaniegt að Húir- ik VIII. hafi kom- ið til Gríndavíkur EES-samningurinn - segir Jón Böðvarsson sagnfræðingur íDAG kl. 12.00 Þrýst á ísland að taka upp eitt neyðamúmer ÞRÝSTINGUR verður á íslensk stjórnvöld að innleiða einn samræmd- an neyðarsíma með númerinu 112 þegar samningurinn um evrópska efnahagssvæðið gengur í gildi um næstu áramót. Nú eru um 170 neyðamúmer á Islandi. Samkvæmt staðli Evrópubanda- lagsins eiga íslendingar að nota neyðamúmerið 112. „Með EES- samningunum er ætlast til þess að við lögum okkur að þessu kerfi og þrýstingur Verður á okkur að fara að því. Símakerfið íslenska býður ekki upp á það en við getum í stað- inn notað 0112 ogþað verður senni- lega niðurstaðan,“ sagði Guðjón Pedersen, framkvæmdastjóri Al- mannavarna ríkisins í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að þetta væri mikið öryggismál og gæti skipt sköpum fyrir borgarana að hafa greiðan aðgang að hjálp án þess að þurfa að leita að númeram. „Ef menn ætla að ná í lögreglu, slökkvilið eða heilsugæslu þurfa þeir að hafa þessi 170 númer á hreinu. Þetta er bara endaleysa. Það var strax 1972 sem Almanna- vamir vöktu athygli á því að það þyrfti að samræma þessi númer. Almenn neyðarþjónusta á íslandi er vanþróuð," sagði Guðjón Peder- sen. Hann sagði að tæknilega væri unnt að hafa eitt samræmt neyðar- númer fyrir allt landið. „1972 upp- lýsti póst- og símamálastjóri í Al- mannavarnaráði að tæknilega væri unnt að gera þetta.“ Guðjón sagði að ástæður þess að máíinu hefði ekki verið hrundið í framkvæmd væra þær að enginn vildi taka af skarið með að ákveða hvemig samræming þessara hluta eigi að vera. „Samkvæmt því sem okkur er tjáð er það dómsmálaráðu- neytið sem fer með öryggismál í landinu í heild. Það er kannski helst þar sem frumkvæðið ætti að vera. Dómsmálaráðherra ætti að hafa forystu um samræmingu þessara mála en þau heyra þó undir fleiri ráðuneyti. Skipulagning starfsemi vegna sameiginlegs neyðamúmers fyrir daglega neyðarþjónustu hefur ekki, að áliti þessara aðila, verið almannavarnamál." Hann sagði að almannavarnaþátturinn væri vel skipulagður og ef stórvá bæri að væra til lög og skipulög til að vinna eftir en í öllum minni tilfellum væri farið eftir „heimasoðnum kerfum" á hveijum stað. Guðjón taldi það ekki kostnaðar- sama aðgerð að koma upp sam- ræmdu neyðarnúmerakerfi, kostn- aðurinn fælist aðallega í rekstri kerfisins. „Það þyrfti að setja upp miðstöð sem svarar þessum köllum og kemur boðum út til þeirra sem þurfa að bregðast við. Það sem fældi menn frá því að setja upp sameiginlegt neyðarkerfi fyrir allt landið á áram áður var símkerfið. Með tilkomu ljósleiðarans eiga allir staðir að eiga tvo möguleika til að ná sambandi við miðstöðina, hvar sem henni yrði valinn staður. Ég hef verið þeirrar skoðunar að það ætti að byija með slíka miðstöð fyrir Reykjavík og Suðumes, þar sem 70% íbúa landsins búa. Á með- an ætti að samræma upplýsingar um neyðamúmer í símaskránni úti á landsbyggðinni. Loks ætti að bæta svæðum við miðstöðina eftir því sem málin þróast. Ég held að ekki sé rétt að taka allt landið inn í miðstöðina í einu,“ sagði Guðjón. Hann sagði að það kerfi sem tæki við boðunum þyrfti að geta sagt til um úr hvaða bæ boðin kæmu, því oft gleymdi fólk að geta þess hvaðan það hringir. Allt væru þetta tæknileg mál sem Póstur og sími gæti leyst úr. Heimikl: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 (gœr) JÓN Böðvarsson, sagnfræðing- ur, telur að tvö bréf Hinriks VIII. vegna sáttargjörða Breta og Þjóðverja eftir Grindavíkur- stríðið 1532 sýni mikla þekkingu hans á íslandsmiðum og ekki sé útilokað að konungur hafi komið til Grindavíkur. Jón byggir skoð- un sína meðal annars á þvi að í bréfunum komi fram góð þekk- ing á staðháttum í Grindavík. Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjala- vörður, telur hins vegar engar líkur til að Hinrik hafi komið til íslands. Bréf Hinriks eru hluti af málatil- búningi Breta á friðarráðstefnu nærri Liibeck í Þýskalandi vegna Grindavíkurstríðsins, sem varð þegar þýskir kaupmenn fóru að beiðni danskra valdsmanna á Bessastöðum með 280 manna lið, og hröktu burt eða hertóku ensk skreiðarskip í Grindavík. Jón segir ráðstefnuna einstæða að því leýti að tvö stórveldi hafi ekki áður haldið sérstakan fund um bardaga á íslandi. Atburðurinn hafi þó ekki verið hafður í hámæl- um. Danir hafí ekki viljað sýna að yfirráð þjóðarinnar væru svo laus- leg að hún gætu ekki haldið í skefj- um erlendum kaupmönnum og ís- lendingar hafi ekki haldið atburðin- um frammi þar sem skreiðarverð hafí lækkað í kjölfar hans með þeim afleiðingum að Danir hafí rekið Þjóðveija frá landinu og ein- okun komist á hér árið 1602. Skjöl friðarráðstefnunnar í Þýskalandi, samtals tæplega 500 blaðsíður, komu til landsins fyrir um það bil tveimur árum fyrir orð Ólafs Ásgeirssonar, þjóðskjala- varðar, en á meðal þeirra eru bréf Hinriks VIII. um málsatvik. Jón segir að bréfin séu skrifuð af tölu- Hinrik VIII. verðri þekkingu á staðháttum í Grindavík og því þurfi að ganga úr skugga um hvort hann hafi kom- ið til landsins með því að rannsaka skjöl friðarráðstefnunnar. Jón gat þess einnig í þessu sam- hengi að athyglisvert væri að minn- ast þess að Hinrik VIII. hefði eflt breska flotann til að veija verslun- ar- og fiskiskip hér við land. Elísa- bet I. drottning, dóttir hans, hefði síðan haldið eflingunni áfram með þeim afleiðingum að breski flotinn hefði sigrað „Flotann ósigrandi" 1588 og gert Bretland að stórveldi. ðlafur Ásgeirsson, þjóðskjala- vörður, telur engar líkur til að Hin- rik hafi komið hingað til lands og sennilegt sé að kaupmennirnir, sem lent hafi í bardaganum, hafi upp- lýst hann um málsatvik. Hann seg- ir ennfremur að mikið hafí verið skráð um ferðir konungs og hvergi komi fram að hann hafi komið til íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.