Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 35
- MðRGUNBMÐIÐ: 4&STUDAGUR--2L 4992''' - -
Larry og Steve fá „lánaöan" Rolls Royce
til að leita að draumastelpunni sinni
en vita ekki að í skotti Rollsins er fullt
af illa fengnum $$$ og að í Palm Springs
er Super Model-keppni. Eldfjörug og
skemmtileg mynd. Aðalhlv: Corey Feld-
man, Zach Galligan og kynbomban
Rowanne Brewer.
Sýndkl. 5,7, 9og11.
Ath.: Miðaverð kr. 300 kl. 5 og 7.
Bönnuðinnan 12ára.
Á STÓRU TJALDI í
UULPg^.STEBÍoJlX]
sinfónía af gríni,
spennu og vandræðum."
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
Ath. kl. 5 og 7 í A-sal.
TILBOÐ Á POPPI OG KÓKI
HRIIXIGFERÐ TIL
PALM SPRINGS
STOPP EÐA MAMMA HLEYPIR AF
Óborganlegt
grín og
spenna.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
Miðav. kr. 300 kl. 5 og 7.
REGNBOGINN SÍMI: 19000
Hisashi Igawa, Richard Gere og Toshie Negishi í hlutverkum sinum
í Rapsódíu í ágúst sem leikstýrt er af Akira Kurosawa.
Háskólabíó
Rapsódía í ágúst í
leiksljórn Kurosawa
HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýn-
inga kvikmyndina Rapsódía í ág-
úst með Richard Gere, Hisashi
Igawa og Toshie Negishi í aðal-
hlutverkum. Leikstjóri er Akira
Kurosawa.
Myndin gerist í Japan og fjallar
um fjögur börn sem eyða sumrinu
hjá ömmu sinni. í upphafi myndar
fær amman bréf frá bróður sínum
sem fluttist til Hawaii sem ungur
maður. Hann liggur fyrir dauðanum
og vill endilega hitta systur sína
áður en hann deyr. Gamla konan
átti meira en tíu systkini og man
ekkert eftir bróður sínum sem fór
frá Japan fyrir langalöngu. Barna-
börnin gleðjast þó yfir tilhugsuninni
um ferð til Hawaii. Amman fer síðan
að segja sögur af systkinum sínum
og sökkvir sér ofan í minningarnar.
Hún minnist eins bróður síns sem
byggði sér kofa uppi í fjöllunum og
bjó þar með skósmiðskonu sem flýði
með honum. Yngri bróðir hennar
lokaði sig inni í herberginu sínu og
teiknaði augu. Dag einn var hann
nærri drukknaður í á þegar honum
var bjargað af vatnapúka. Þá minnt-
ist hún einnig dagsins sem atóm-
sprengjan féll og eiginmaður hennar
dó.
Barnabörnunum fundust sögur
ömmunnar skrítnar, sorglegar og
skemmtilegar. Nokkrum dögum síð-
ar kom bróðursonur hennar í heim-
sókn til hennar en þá var hjarta
gömlu konunnar að því komið að
springa þar sem hún var á valdi
minninganna.
Ólafur Benedikt
sýnir í Galleríi 11
o g á Laugavegi 22
ÓLAFUR Benedikt Guðbjarts-
son hefur opnað sýningar í
innra herbergi Gallerís 1 1 og
í kaffihúsinu á Laugavegi 22.
Þetta eru fyrstu einkasýningar
Ólafs hér á landi en hann út-
skrifaðist úr Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands vorið 1988 og
hefur unnið að list sinni síðustu
fjögur ár.
Ólafur hefur sótt framhaldsnám
í Kína og hefur verið búsettur
undanfarið í París. Ólafur hefur
haldið eina einkasýningu erlendis,
í Galleria via corso Mazzini, Ost-
uni á Suður-Ítalíu, í ágúst 1991.
(Fréttatilkynning)
Eitt verka Ólafs, Innsiglin
fimm, 1991, 171x100 cm.
Nýaldarsamtökin
Hefja starf að loknu sumarleyfi
NÝ ALD ARS AMTÖKIN hefja
starfsemi að nýju eftir sumar-
leyfi á næstu dögum. Miðillinn
Maijory Kite starfar hér frá 24.
ágúst til 4. september. Hún býð-
ur úpp á skyggnilýsingar, bæna-
hringi og einkatíma.
Dagana 6.-12. október heldur
bandaríski miðillinn Dr. José Ste-
vens kynningarnámskeið um
Mikael fræði, helgarnámskeið um
heilun, orkustöðvar og sköpunar-
mátt manna, auk þess sem hann
býður upp á einkatíma. Breski
miðillinn og teiknarinn Rita Taylor
starfar hér frá 12.-23. október.
Hún heldur námskeið í árulestri,
áruteiknun og heilun. Einnig býður
hún upp á einkatíma, þar sem hún
teiknar myndir af framliðnum.
Margrét Elíasdóttir kennir á nám-
skeiði sem hefst 11. september og
hún nefnir „Að vekja ljóslíka-
mann“. Það er byggt á kennslu-
efni miðluðu af bandaríska miðlin-
um Sanaya Roman.
Guðrún G. Bergmann gengst
fyrir námskeiði um sjálfsrækt og
hefst það 19. september. Skrif-
stofa Nýaldarsamtákanna er að
Láúgavegi 66 og þar er tekið á
móti bókunum.
(Fréttatilkynning)
Finnsk listakona
sýnir í FIM-salnum
Niðjamót að Laugalandi í Holtum
NIÐJAMÓT hjónanna Guðfinnu
Bárðardóttur og Guðna Odds-
sonar frá Hvammi í Holtum
verður haldið að Laugalandi í
Holtum helgina 21.-23. ágúst.
Guðfinna var fædd 27. ágúst
1862 og dó í Hvammi 1941. Guðni
var fæddur 22. febrúar 1858 og
lést í Hvammi 1934. Þau eignuð-
ust alls 9 börn, tvo drengi og 7
stúlkur og af þeim er ein á lífí,
nýlega orðin níræð. Afkomendur
þeirra hjóna eru orðnir 180 og er
þetta í fyrsta skipti sem þeir koma
saman á niðjamóti.
Á niðjamótinu er ætlunin að
minnast forfeðranna með ýmsum
hætti og gleðjast saman að Lauga-
landi, sem er steinsnar frá
Hvammi. Á laugardaginn verður
farið í Marteinstungukirkjugarð
kl. 15.00 að leiði Guðfínnu og
Guðna. Um kvöldið verður sam-
eiginlegur málsverður og fjöl-
breytt dagskrá. Síðan er ætlunin
að syngja og dansa fram á nótt.
Um hádegið á sunnudeginum
verður m.a. farið í skoðunarferð
að Hvammi. Búið er taka saman
niðjatal um alla afkomendur þeirra
hjóna.
Á Laugalandi er bæði hægt að
tjalda á ágætu tjaldstæði og gista
í svefnpokaplássi. Vænst er þátt-
töku sem flestra niðja Guðfínnu
og Guðna.
LENA Pyyhtiá-Viljanen frá
Finnlandi opnar sýningu á
olíumálverkum í FÍM-salnum,
Garðastræti 6, laugardaginn
22. ágúst kl. 14.00.
Lena Pyyhtiá-Viljanen hefur
haldið allmargar einkasýningar
í Finnlandi og tekið þátt í enn
fleiri samsýningum. Hún á verk
á söfnum og í opinberum stofn-
unum og árið 1991 hlaut hún
styrk frá finnska menntamála-
ráðuneytinu.
Sýning Lenu stendur til mánu-
Eitt verka Lenu PyyhtiS-Viljan-
en.
dagsins 7. september. Opið er
alla daga frá kl. 14.00 til 18.00.