Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1992 íslenskar sjávarafurðir hf. Alþjóðabrúðuleikhúshátíðin Leikbrúðuland tvö- faldur verðlaunahafi Morgunblaðið/KGA Hópurinn sem fór á hátíðina. Efri röð: Helga Arnalds, Erna Guðmarsdóttir og Hallveig Thorlacius. Neðri röð: Bryndís Gunnarsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og Bára L. Magnúsdóttir. Á myndina vantar Sigurð Guðmundsson ljósamann. LEIKBRÚÐULAND fékk tvenn verðlaun, Grand Prix og Barnaverð- laun, á brúðuleikhúshátíð Alþjóðabrúðuleikhússamtakanna í Ljublj- ana í Slóveniu og Zagreb í Króatíu í sumar. Hópur gagnrýnenda frá ýmsum löndum stendur að útnefningu annarra verðlaunanna en börn og unglingar velja hinn verðlaunahafann. Sýning Leikbrúðu- lands heitir Bannað að hlæja og er Hallveig Thorlacius höfundur verksins, Þórhallur Sigurðsson leikstýrir, Eyþór Arnalds samdi tón- listina og Sigurður Guðmundsson sér um ljósin. Leikendur eru Bára L. Magnúsdóttir, Bryndís Gunnarsdóttir, Erna Guðmarsdóttir, Hallveig Thorlacius og Helga Amalds. íslensku brúðuleikhúsi hefur ekki áður verið boðið að taka þátt í þessari hátíð, sem haldin er fjórða hvert ár. Hátíðin var að sögn aðstandenda Leikbrúðulands tvíþætt, í Slóveníu og Króatíu. í Slóveníu fóru fram tvö þing, þ.e.a.s. þing alþjóða- brúðuleikhússamtakanna (UN- IMA) og uppeldisstétta um brúðu- leikhús. Á síðamefndu ráðstefn- unni var meðal annars rætt um tilraun með sérstakt brúðusafn með brúður, brúðuleikhússýningar, myndbönd tengd brúðuleikhúsi o.fl. Fékk sú hugmynd afar góðar við- tökur. í Slóveníu voru sýnd 46 brúðu- leikhúsverk en 22 kepptu til verð- launa í Króatíu. Aðeins var dvalið í einn dag í Zagreb og Hallveig segir að andrúmsloftið hafí verið þrungið spennu. „Engin átök voru í borginni en það var eins og fólk stæði á hengiflugi. Reyndi að lifa eðlilegu lífí en biði eftir að eitthvað gerðist," segir hún og Bryndís bætir við að þau hafí hitt fólk sem komið hafi af vígvellinum í um 50 km fjarlægð og sagt að meira að segja þar reyndi fólk að lifa eðli- legu lífí þó það þyrfti að hlaupa inn þegar skotárásirnar hæfust. Islenski hópurinn reyndi að sjá eins margar brúðuleikhússýningar og kostur var og flestir voru sam- mála um að tvær sýningar, japönsk og tékknesk, hefðu borið af. Hvað nýjungar varðar kom fram að meira væri orðið um brúðuleikhús- sýningar fyrir fullorðna en áður og erótísk atriði væru meira áber- andi. Eins hefði mátt greina að svokallað „object-“ eða hluta-leik- hús, sem hefði að undanförnu ver- ið í tísku í Evrópu, væri á undan- haldi. Þannig væri leikarinn ekki eins áberandi og áður, sem oft hefði verið á kostnað brúðunnar, sem leikið hefði verið á eins og dauðan hlut. Nú væri meiri áhersla lögð á að lífga brúðuna við. Bæði verðlaunin í Króatíu komu í hlut Leikbrúðulands fyrir sýning- una Bannað að hlæja. Bára segir að verkið byggi á Völuspá, fjalli um upphaf heimsins en tengist veruleika okkar í dag. „Loki Lauf- eyjarson er aðalpersónan, en hann galdrar óvart hund sem ekki er allur þar sem hann er séður og á eftir að valda miklum usla. Búi, Askur og Embla, foreldrar hans, og Bægsli, vinur Búa, koma einnig við sögu. Svo eru það Urður, Verð- andi og Skuld sem segja söguna,“ segir Bára en hún í hlutverki Verð- andi er eini leikarinni sem hefur Frá setningarhátíðinni í Slóven- íu. Á miðri myndinni sést merki hátíðarinnar þar sem útlínur Slóveníu mynda fugl. beint samband við áhorfendur í sýningunni. Sýningin fékk mikið lof gagn- rýnenda og í kjölfár hátíðarinnar var hópnum boðið að sýna hana í nokkrum löndum, m.a. í Japan, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um tilboðin. Hins vegar er ákveðið að hefja sýningar á Bannað að hlæja að nýju á Fríkirkjuvegi 11 í októ- ber. Þá verða væntanlega skóia- sýningar og sýningar fyrir eldri borgara fyrir utan almennar sýn- ingar. Stuðningnr við úthlutun veiði- heimilda úr Hagræðingarsjóði STJÓRN íslenskra sjávarafurða hf. hefur samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við hugmyndir sjávarútvegsráðherra um úthlutun veiðiheimilda Hagræðingarsjóðs til þeirra útgerða og byggð- arlaga sem verða fyrir skerðingu aflaheimilda á næsta fiskveiðiári vegna samdráttar í þorskveiðum og væntir þess að þær verði teknar til greina. í ályktuninni segir ennfremur: „Jafnframt lýsir stjórnin undrun sinni yfir því sjónarspili sem sett hefur verið á svið síðustu vikurnar, þar sem leikið er með lífshagsmuni íslensks sjávarútvegs af fullkomnu ábyrgðarleysi. Stjórnin leggur til að nú þegar verði í fullri alvöru hafist handa við að leysa hin knýjandi vandamál sjáv- arútvegsins á raunhæfan hátt í sam- ráði og samstarfi við hagsmunaaðila, í samræmi við þær tillögur sem þeg- ar hafa verið settar fram.“ Þá hefur stjórn íslenskra sjávaraf- urða hf. mótmælt harðlega þeim hugmyndum sem fram hafa komið um „að gera upptækan hluta af eig- in fé Fiskveiðasjóðs íslands og nota til óskyldra verkefna. í ályktun stjórnar segir: „Fisk- veiðasjóður þarf á öllu sínu að halda til þess að aðstoða sjávarútveginn í þeim þrengingum sem hann á nú í. Hann þarf að lengja lán og lækka vexti eins og frekast er kostur. Möguleikar Fiskveiðasjóðs til þess að Iækka vexti hafa verið skertir harkalega með lögum frá síðasta alþingi. Þau lög kunna jafnframt að valda því að lánstraust sjóðsins rýrni og hann verði að sæta óhagstæðari kjörum í framtíðinni. Ljóst er að verði eigið fé sjóðsins skert á þann hátt sem nú virðist fyrirhugað verður hann rúinn því trausti, sem nauðsynlegt er að slíkur sjóður hafi.“ Heimsklúbburínn á tónleikum í Verona Frábær frammi- staða Kristjáns Frá Ingólfl Guðbrandssyni. Nærri 40 íslendingar á ferð um HHKi Italíu með Heimsklúbbi Ingólfs urðu að kvöldi 18. ágúst vitni að ógleymanlegum listviðburði í Ar- enunni í Verona, þar sem óperan Aida eftir Verdi var flutt á stærsta óperusviði heimsins að viðstöddum 25 þúsund áheyrendum, og var hvert sæti fullskipað í hinu nærri 2000 ára gamla hringleikahúsi. Einvalalið söngvara flutti þetta íburðarmesta sviðsverk óperunn- ar. í aðalhlutverkum voru Kristján Jóhannsson sem Radames, Maria Chiara sem Aida, og Dolora Zajick í hlutverki Amneris. Flutningurinn var tekinn upp fyrir sjónvarp og myndband fyrir heimsmarkað. Strax í upphafi var auðheyrt að Kristján fór létt með þetta kröfuharða hlutverk. Hann söng Celeste Aida með bravúr og glæsi- brag, og hlaut langt lófaklapp fyr- ir. Þannig var söngur hans allt kvöldið og bravóhrópunum ætlaði aldrei að linna eftir dúettana með Doloru Zajick í þriðja þætti og Mariu Chiara í lokaþættinum, þar sem Kristján sýndi fínni blæbrigði og jafnari hljóm en menn telja sig hafa heyrt í söng hans áður. Hafi einhver verið í vafa um stöðu Kristjáns meðal söngvara heimsins fram til þessa, tekur þessi sýning af öll tvímæli um það að Kristján hefur skipað sér í sveit allra fremstu söngvara heimsins í dag. Heimsklúbbur Ingólfs var Kristján Jóhannsson óperu- söngvari. gagntekinn af hrifningu og stolti af þjóðerni sínu það kvöld. Að sýningunni lokinni heimsóttu Kristján og Siguijóna kona hans okkur á besta hótel borgarinnar, Leon d’oro eða Gullljónið, þar sem margir listamannanna búa, og urðu þar miklir fagnaðarfundir. Ástæða er til að óska íslensku þjóðinni til hamingju með að eiga slíkan afreksmann fyrir son, sem ber hróður íslands víða um heim- inn. Heimsklúbburinn sendir bestu kveðjur úr landi sólar og söngs. Stjóm Félags um nýja siávarútvegsstefnu Uthlutun styrkja leysir engan vanda í ÁLYKTUN stjórnar Félags um nýja sjávarútvegsstefnu er lýst þungum áhyggjum af þeirri háskalegu stöðu sem sjávarútvegurinn er nú kominn í og dökkum horfum framundan. Ennfremur segir: „Röng fiskvéiði- stjóm sem vinnur gegn settum mark- miðum á stærstan hlut í því hvemig komið er, ásamt efnahagsstjórn sem fært hefur mikla fjármuni frá sjávar- útveginum í eyðslu. Ljóst er að fyrirhugaður samdrátt- ur í þorskveiðum mun bitna á öllum starfandi fyrirtækjum í sjávarútvegi og hafa víðtæk samdráttaráhrif á allt atvinnulíf. Fyrstu viðbrögð stjórnvalda með fyrirhugaðri útdeilingu styrkja sem einskorðast við fyrirtæki með veiði- réttindi leysa engan vanda, en fela hinsvegar í sér óviðunandi mismunun gagnvart þeim fyrirtækjum sem ekki hafa hlotið slíka aðgöngumiða að fískimiðunum. Fyrrnefnd viðbrögð sýna ljóslega þvílíkar blindgötur núverandi kvóta- kerfi hefur leitt þjóðina í. Því áréttar stjórn Félags um nýja sjávarútvegs- stefnu nauðsyn þess að núverandi kvótakerfi fiskveiða verði aflagt og mótuð ný heilsteypt sjávarútvegs- stefna á þeim grunni sem félagið hefur lagt til. Nú þegar verði gripið til eftirtál- inna ráðstafana: 1. Hertar verði allar kröfur um með- ferð afla við veiðar og í vinnslu í því skyni að ná sem mestum verðmætum úr þeim afla sem á Iand berst. 2. Starfsemi íslenskra fískmarkaða verði efld og starfsgrundvöllur þeirra treystur með nýrri löggjöf. Enginn óunninn fiskur fari frá landinu án þess að hafa verið seldur á innlendum fiskmarkaði. 3. í því skyni að afstýra fjöldagjald- þrotum, verði gripið til róttækra fjárhagslegra aðgerða sem m.a. fælust í lengingu lána, lækkun vaxta, ásamt ýmsum kostnaðar- lækkunum. Stjórn gjaldeyris- og peningamála sé hagað með þeim hætti að tryggt sé jafnvægi í við- skiptum við útlönd.“ ------»-♦ ♦----- ísland og EES: Islenskar stúlkur sækja helst í háskóla ÍSLENSKAR stúlkur sækja meira í háskólanám en kynsystur þeirra í öðrum ríkjum Evrópska efna- hagssvæðisins, samkvæmt upplýs- ingum úr bæklingnum EES í tölum, sem gefinn er út af hag- stofu EB. Þó eru íslenskar stúlkur hlutfallslega færri en piltar í framhaldsskólunum og aðeins Grikkir senda lægra hlutfall stúlkna þá leið. íslenskar stúlkur í háskólanámi eru 28% fleiri en piltar, en Norðmenn koma okkur næstir með 14% fleiri stúlkur en pilta meðan meðaltal EES er 11% færri stúlkur en piltar. Sviss- neskar stúlkur sækja langminnst allra EES-þjóðanna í háskóla, eða um 45% færri en þarlendir piltar. Stúlkur í framhaldsskólanámi hér á landi eru 9% færri en piltar. Alls voru 70% íslendinga á aldrin- um 5-24 ára í námi á tímabilinu, að forskólabörnum undanskildum. Það hlutfall er einungis hærra í Finn- landi og á Spáni, eða 71% og 73,6%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.