Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1992 Stöndum vörð um sjálfstæði íslands eftir Jóhann Þórðarson Á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins sem haldinn var á Þingvöllum 18. júní 1943 héltBjarni Benedikts- son, fyrrverandi ráðherra, ræðu sem hann nefndi „Lýðveldi ís- lands“. Ræða þessi vakti mikla at- hygli og mun hafa verið sérprentuð og send á mörg heimili landsins. Þegar ræða þessi er flutt er mikið rætt manna á meðal og í fjölmiðlum um þá ákvörðun íslendinga að öðl- ast fullkomið sjálfstæði að undan- gengnum þeim áfanga sigri sem náðist í sjálfstæðisbaráttu íslend- inga 1. desember 1918. Nú standa íslendingar frammi fyrir því að taka ákvarðanir um það hvort ís- land eigi að gerast aðili að EES eða EB, sem þýðir ef af því yrði, skerðingu á sjálfstæði því sem forf- eður okkar náðu eftir sjö alda er- lenda áþján. Það er ekki liðin öld frá því að íslendingar fengu öll völd til að ráða málum sínum sjálf- ir og nú eru ráðamenn þjóðarinnar að leggja til að við sleppum stórum hluta af þessum sjálfsákvörðunar- rétti. Vegna þessa vil ég hvetja þá sem hafa tök á því að kynna sér efni ræðu Bjama að gera það. En mér sýnist að meginhluti hennar gæti passað inn í þá umræðu sem nú fer fram um EES-samninginn. EES og EB sinnar reyna af fremsta megni að telja þjóðinni trú um að ekki sé verið að skerða sjálfstæði þjóðarinnar. í ræðu sinni varar Bjarni við því að láta ekki draga huga okkar frá hinni eiginlegu sjálfstæðisbaráttu, orðrétt segir hann m.a. svo: .... en í þess stað sýnist það beinlínis gert til að villa þjóðinni sýn, draga huga hennar frá hinni eiginlegu sjálfstæðisbar- áttu, fá hana til að trúa því að stjórnskipulegt sjálfstæði sé algert aukaatriði sjálfstæðismálsins held- ur séu það allt önnur málefni sem þar hafa mesta þýðingu ...“ Ekki er vafi á því að hér kemur fram hjá Bjama að til þess að þjóð geti talist sjálfstæð þurfí hún að hafa algert forræði á sínum málum án íhlutunar annarra þjóða og er það í samræmi við það sem við EES og EB andstæðingar álítum m.a. með því áð taka völd af íslenskum stjórnvöldum og færa þau til er- lendra aðila. í ræðu sinni líkir Bjarni sjálf- stæðisbaráttunni við baráttu ánauðugs manns. Hann geti haldið lífí og limum og fengið að bíta og brenna. Orðrétt kemst Bjami svo að orði í þessu tilviki: „... Þrátt fyrir það unir enginn sem einhver manndómur er í blóð borið því að vera í ánauð. Hann fínnur og veit að ánauðin skerðir manngildið hans og er ósamboðið hveijum manni ..." Á þessum tíma vill Bjarni halda sjálfstæðisbaráttunni áfram og talar þá líkingarmáli þar sem hann líkir þjóðinni við bónda sem gæti ekki sett sér og sínu heimilisfólki reglur nema með því móti að fá samþykki óðalsbónda á ijarlægri jörð til þess að reglan fengi einhveija þýðingu. Hér á hann eflaust við að á þessum tíma þurfti staðfestingar Danakonungs á lögum eftir að Alþingi hafði af- greitt þau. Þegar þetta er lesið kemur fram í hugann sú aðstaða sem íslendingar lenda í ef EES- samningurinn verður staðfestur, þá em Islendingar í raun komnir í sömu stöðu og fyrir 1944, þ.e. að þá verða alþingismenn okkar að leita í raun umsagnar erlendra að- ila í sambandi við lagasetningu sem varðar fjórfrelsin (óðalsbóndans í Brussel). EES-samningurinn býður aðildarríkjum að breyta lögum sín- um til samræmis við EB rétt eins og þau lög eru nú og setja ekki lög sem eru í andstöðu við lög EB. Eins og fram kemur í 119. gr. samningsins eru bókanir, viðaukar og reglugerðir sem vísað er til hluti samningsins. Erfítt kann að vera fyrir alþingismenn að kynna sér þessi ákvæði þar sem stór hluti gerðanna t.d. hafa ekki verið þýdd- G.Á.Pétursson þakkar góöa þátttöku í sumarleik Fjallahjólabúöarinnar og spurningaleik Bylgjunnar. Útsendir númeraöir bæklingar í sumarleiknum voru 20 þúsund og nú hafa öll númer verið dregin út, þaö síðasta fimmtudaginn 1B. ágúst. Þátttakendum til glöggvunar, birtum viö nú öll númerin saman. Vinningar í sumarleik Fjallahjólabúöarinnar komu á miða númer: Áibi nr. Vinningar: Ver&mæti: 9567 Grip Shift gírbúna&ur, Dia comp bremsuhandföng. 7.000,- kr. 16469 Frank Shorter hjólagalli. 20.000,- kr. 8B28 Hjólaferb fyrir tvo meb Útivist og Ijósabúna&ur. 5.000,- kr. 15155 Hjólaferö fyrir tvo me& Útivist og hjólahjálmur. 5.000,- kr. 14440 Kupline hjólabuxur og bolur. 7.000,- kr. 5289 Hjólafer& a& eigin vali meö Fer&afélagi íslands. 6.500,- kr. 5820 Mongoose Hilltopper fjallahjól. 34.500,- kr. 2978 Madden töskusett á fjallahjól. 10.500,- kr. 9079 Dekkjaumgangur, hrabamælir og grifflur. 7.000,- kr. 6709 Cuteye hra&amælir, grifflur og hjálmur. 8.000,- kr. 5954 Marzocchi demparagaffall á fjallahjól. 25.000,- kr. 3198 Kupline hjóiajakki og buxur. 13.000,- kr. 2829 Heildarsko&un á hjóli e&a önnur þjónusta verkstæ&isins. 5.000,- kr. 214 Converse hjóla- og gönguskór. 9.500,- kr. 9474 Fram- og afturbögglaberar, sérstyrktir fyrir fjallahjólrei&ar. 4.500,- kr. 410 Ljósabúna&ur, bretti, standari og lás. 8.500,- kr. 7133 Cuteye hra&amælir, grifflur og hjálmur. 8.500,- kr. 2890 Mongoose Rockadile fjallahjól. 46.500,- kr. Verðlaun óskast sótt innan árs frá birtíngu þessarar auglýsingar. Fjallahjólabúðin CúP Á fjallahjólum allan ársins hring - eftir hring - eftir hring... Notum hjálma! Virðum náttúruna! 989 G.Á. Pétursson hf Nutiðinni Faxafeni 14 • Simi: 68 55 80 s I I Jóhann Þórðarson „ Við sem höfum tekið afstöðu til þessa atriðis erum ekki í vafa um að ákvæði EES-samnings- ins bjóði yfirfærslu á valdi til erlendra aðila.“ ar á íslensku. Síðan kemst Bjarni svo að orði: „... Og mundi sá bóndi telja þann eignarrétt á jörðinni mikils virði, sem því skilyrði væri háð að þijátíu menn aðrir mættu hafa af henni öll hin sömu afnot og hann sjálfur ...“ Þarna er hann að líkja saman því að Danir sem þá voru 30 sinnum fleiri en íslend- ingar áttu til 1944 sama rétt til atvinnu og fjárfestinga og íslend- ingar á íslandi. Með EES-samn- ingnum færist þessi réttur til allra þegna þeirra ríkja sem verða aðilar að EES-samningnum. Þannig að það verða ekki 30 um hvern íslend- ing það verða tæpir 1.100. Hvað mundi Bjarni Benediktsson segja nú mætti hannjpæla. Efni ræðu Bjarna er þess eðlis að eftir að hafa lesið hana getur maður varla verið í vafa um að Bjarni væri þeirr- ar skoðunar að EES-samningurinn væri skerðing á sjálfstæði Islend- inga, þ.e. verið væri að taka vald af íslenskum stjórnvöldum og færa þau til erlendra aðila. Þann 6. júlí sl. lá fyrir álitsgerð þeirra lög- manna sem utanríkisráðherra fékk til að skila áliti um stöðu stjórnar- skrár íslands gagnvart EES-samn- ingnum. í álitsgerð þessari kemur fram að ef samningurinn taki völd af þeim stjórnvaldshöfum sem upp eru tatdir í 2. gr. stjórnarskrár Is- lands að þá þurfí að breyta stjóm- arskránni áður en hann yrði lagður fyrir Alþingi til staðfestingar. Fjór- menningarnir byggja niðurstöðu sína hins vegar á því að EES-samn- ingurinn hafi ekki þau ákvæði að geyma að hann feli í sér að verið sé að taka völd af íslenskum stjórn- valdshöfum, Alþingi, ráðherrum og dómurum. Við sem höfum tekið afstöðu til þessa atriðis eru ekki í vafa um að ákvæði EES-samnings- ins bjóði yfirfærslu á valdi til er- lendra aðila. Norðmenn eru og á þeirri skoðun að hafa ákveðið að meðhöndla hann sem slíkan í sinni afgreiðslu á honum. Þannig að fjór- menningarnir eru í andstöðu við málsmetandi lögmenn í Noregi varðandi þetta, þannig að ég held að alþingismenn okkar sem eru búnir að vinna eið að stjórnar- skránni ættu að hugsa sig vel um áður en þeir afgreiða málið. Þann 28. júlí sl. voru liðin 330 ár frá því að íslendingar afsöluðu sér að fullu og öllu sjálfstæði sínu til Friðriks III. Danakonungs á fundi sem haldinn var þann dag í Kópavogi 1662. Fulltrúar íslend- inga unnu þar erfðahyllingareiðana og ef einhvert hik kom á þá var þeim bent á vopnaða hermenn Danakonungs og gapandi fallbyss- ur. Að loknum fundi að kvöldi þess dags efndi Hinrik Bjálki höfuðs- maður til gestaboðs á Bessasstöð- um. Gleði þessi entist lengi nætur, leikið var á ljúðra og fiðlur og bumbur barðar, skotið var af fall- byssum bæði á sjó og landi auk dýrlegra flugeldasýninga. Ég fullyrði að það er ósk þeirra mörgu íslendinga, sem eru í and- stöðu við aðild að EES eða EB og vilja halda okkar fulla sjálfsákvörð- unarrétti hvernig við lifum í okkar góða og gjöfula landi og halda fullu frelsi til vinsamlegra viðskipta við allar þjóðir heims án innilokunar innan EB múrsins, að Alþingi ís- lendinga beri gæfu til þess að forða okkur frá því að horfa upp á svipað- an fagnað og fór fram á Bessastöð- um fyrir 330 árum er Hinrik höf- uðsmaður veifaði hattinum til fólksins til að leggja áherslu á unn- inn sigur. Ég vil að lokum minna á eftirfarandi orð forseta íslands í ávarpi sínu til þjóðarinnar á nýárs- dag 1992, sem eru á þessa leið: „Ekkert er eins ömurlegt og að smáþjóð gefíst smá saman upp við að vera hún sjálf, ráða sínu lífi, lifa í þessu landi í sátt við sjálfa sig og leggja þar með sitt af mörkum til að gera heiminn ögn betri en hann er ...“ Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Handverksdagur verður í Árbæjarsafni á sunnudag en þá verður fólk að störfum við ýmsar handverksgreinar. Handverksdagur í Arbæjarsafni ÁRLEGUR handverksdagur Ár- bæjarsafns verður sunnudaginn 23. ágúst kl. 13.30-17. Á handverksdaginn verður fólk að störfum við bókband, mynd- skurð, netahnýtingu, prentun, skó- smíði, steinsmíði, vefnað og tó- vinnu. Sum af þessum störfum sjást aðeins þennan eina dag á árinu. Kaffihúsið, Dillonshús, verður opið að vanda og sömuleiðis kram- búðin og föstu sýningarnar. Karl Jónatansson leikur á harmonikku. i I I I I > I l* 'i i i í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.