Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 21
$E fffö 81 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1992 *.é 21 Morgunblaðið/RAX Ný íslensk stuttmynd Ekki var verið að mynda stjórnmálamenn heldur leikara í nýrri stutt- mynd eftir Lárus Ymi Óskarsson við Stjómarráðið er ljósmyndari blaðsins átti leið um í gær. Kvikmyndin hefur fengið vinnuheitið Svanur og verður hálftíma löng. Hún verður framlag íslendinga til norræns samstarfsverkefnis um fimm stuttmyhdir. Norrænar sjón- varpsstöðvar hafa fyrirfram keypt sýningarrétt á öllum myndunum og verða þær sýndar á Norðurlöndunum árið 1993. Þess má geta að vinnuheiti myndarinnar er í höfuðið á aðalpersónunni sem er gamall maður, Svanur. Hann kemur utan af landi til höfuðborgarinn- ar til að leita sér lækninga og er tekinn í misgripum fyrir franskan menntamálaráðherra sem er í opinberri heimsókn í landinu. Ríkisendurskoðun athugar Atvinnuleysistryggingasjóð Gjaldþrot blasir við sjóðnum eftir tvö ár í ATHUGUN sem Ríkisendurskoðun hefur gert á Atvinnuleysistrygg- ingasjóði kemur fram að gjaldþrot blasir við sjóðnum árið 1994 að öllu óbreyttu. Sjóðurinn hefur verið rekinn með halla frá árinu 1989. Ef fasteign er undanskilin hafa eignir sjóðsins að frádregnum skuldum minnkað um 23% frá árinu 1987. Staða sjóðsins er þannig að verðbréfa- eign hans verður uppurin og greiðsluþrot blasir við á árinu 1994 komi ekki til sérstakra fjárveitinga á árunum 1992 og 1993 og verði atvinnu- I niðurstöðum Ríkisendurskoðunar segir m.a. að brýnt sé að taka tekju- stofna Atvinnuleysistryggingasjóðs til endurskoðunar. Núverandi tekju- stofnar sjóðsins geti aðeins staðið undir kostnaði við u.þ.b. 2% atvinnu- leysi. Einnig telur Ríkisendurskoðun brýnt að gerð verði úttekt á því hvort nýta beri íjármuni sjóðsins á annan veg en til greiðslu atvinnuleysisbóta, svo sem til að skapa aukin atvinnu- tækifæri. Atvinnuleysistryggingasjóði er nú markaður tekjustofn sem nemur 0,15% af gjaldstofni tryggingargjalds og á móti ber ríkissjóði að borga þre- falda þá upphæð í sjóðinn. Samkvæmt áætlunum fjármálaráðuneytis fyrir 1993 er gert ráð fyrir að stofn til tryggingargjalds nemi 187 milljörð- um króna. Framlag sjóðsins yrði sam- kvæmt því 280 milljónir og framlag ríkissjóðs 842 milljónir eða samtals 1.123 milljónir kr. Ríkisendurskoðun áætlar að samkvæmt þessu vanti 1.080 milljónir króna til að endar nái saman hjá sjóðnum á næsta ári. í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir: „Virðast því tekjustofnar Atvinnu- leysistryggingasjóðs ekki í neinu sam- ræmi við raunverulega fjárþörf sjóðs- ins eigi hann að geta sinnt lögboðinni skyldu sinni. Þegar er farið að ganga á verðbréfaeign hans auk þess sem sjóðsstaða fer versnandi. Nýjustu áætlanir fyrir 1992 gera ráð fyrir að um 500 milljónir vanti til að sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar sínar.“ Nettóeign sjóðsins á síðasta ári nam 2,3 milljörðum króna en árið 1987 nam þessi eign rúmlega 3 millj- örðum króna. Gert er ráð fyrir að 3% atvinnuleysi kosti sjóðinn 154 milljón- ir kr. á mánuði og samkvæmt áætlun sjóðsins vantar rúmlega milljarð, eða helming af eign, til að sjóðurinn geti sinnt lögbundnum skyldum sínum á næsta ári verði atvinnuleysi ekki meira en 3%. Því megi í raun segja að greiðsluþrot blasi við 1994. Ríkisendurskoðun fjallar um greiðslur á eftirlaunum til aldraðra úr sjóðnum. Um þær segir: „Ríkisend- urskoðun telur að greiðslur á eftirla- unum til aldraðra eigi ekki heinwaí Atvinnuleysistryggingasjóði. Verði eftirlaunagreiðslur engu að síður áfram á vegum sjóðsins þarf að koma til sérstök fjárveiting vegna þeirra. Greiðslur Atvinnuleysistrygginga- sjóðs vegna eftirlauna námu um 390 milljónum króna á árinu 1991 sem var um 30% af heildarbótagreiðslum." Talið er að spara megi verulega í rekstri Atvinnuleysistryggingasjóðs. Ríkisendurskoðun segir að á grund- velli ákvörðunar stjórnar sjóðsins fái stéttarfélögin nú greidd allt að 5% af útborguðum bótagreiðslum í sinn hlut fyrir þá vinnu sem þau leggja af mörkum við undirbúning úthlutun- arnefndafunda og frágang og útborg- un atvinnuleysisbóta. Kostnaður sjóðsins vegna þessa nam 41 milljón króna á síðasta ári og stefnir að óbreyttu í að verða 90 milljónir króna í ár. Sannindín um Stein- grím J. og smíði Heríólfs eftir Árna Johnsen Því miður hefur nýi Heijólfur ekki reynst eins gott sjóskip og vonir stóðu til og á næstunni hljóta ráðamenn að skoða til hlýtar möguleikana á að bæta þar úr eða grípa til annarra ráða því það er þegar ljóst að skipið dugar ekki eins og skyldi þegar eitthvað er að veðri og útlit fyrir veruleg frá- vik í siglingatíðni. í fyrsta sinn sem verulega reyndi á sjóhæfni skipsins í áætl- unarferð í síðustu viku urðu miklar tafir og skipstjórinn Jón Eyjólfsson lýsti því yfir í viðtölum við frétta- menn að hann væri fjarri því ánségður með skipið. Það segir mikið þegar skipstjórinn sér sig knúinn til þess að segja slíkt og þótt menn vilji gera gott úr hlutun- um, þá verður höfðinu ekki barið við steininn í þessum efnum. Þess vegna verður að horfast í augu við staðreyndirnar strax og reyna að bæta úr mistökunum eða stokka spilin hreinlega upp sem er fýrir- kvíðanlegt nokkrum mánuðum eft- ir að þetta annars glæsilega skip er komið til landsins. Eftir umrædda ferð í síðustu viku hafði Ríkisútvarpið samband við Steingrím J. Sigfússon al- þingismann og fyrrverandi sam- gönguráðherra og spurði hvort það hefðu verið mistök af honum sem samgönguráðherra að kreíjast þess að Heijólfsteikningin ful- teiknuð upp á 79 metra langt skip yrði vikið til hliðar og teiknað og smíðað skip sem væri 8,5 metrum styttra, en margir sem til þekkja telja að þá hafi orðið stóra slysið í undirbúningi að komu nýs Her- jólfs. Steingrímur svaraði því til að ástæðan fyrir teikningu að minna skipi hefði verið sú að spara mætti hundruð milljóna króna og nógu erfítt hefði nú verið samt að koma skipinu á kjöl. Vísaði ráð- herrann fyrrverandi loðið til þess að m.a. hefðu hafnarframkvæmdir í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum orðið mun dýrari en ella ef stærra skip hefði verið smíðað. Þessar fullyrðingar eru alrangar. Málið er nefnilega svo vitlaust að það var pólitísk ákvörðun alþýðu- bandalagsráðherranna Steingríms J. Sigfússonar og Ólafs Ragnars Grímssonar sem réð úrslitum um minnkun Heijólfs og þeirra fulltrú- ar í smíðanefndum eins og til dæm- is Margrét Frímannsdóttir alþing- ismaður og Ragnar Óskarsson bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum létu pólitísku valdskipunina beygja sig en ekki faglegar staðreyndir. í stuttu máli eru staðreyndir máls- ins þær að tilboð lágu fyrir í 79 metra langa skipið sem hannað var af virtum og viðurkenndum hönn- uðum í Danmörku. Lægsta tilboð var upp á rúmlega 700 millj. kr. en fýsilegustu tilboðin voru um 1.000 millj. kr. Ástæðan fyrir því að Steingrímur J. lét teikna nýtt skip var einfaldlega sú að það var verkefnaskortur í Slippstöðinni á Akureyri, enda dagskipun ráðherr- ans sú að nýja teikningin ætti að miðast við 70,5 metra lengd, 14 metra breidd og ákveðna þyngd, allt stærðir sem pössuðu fyrst og fremst fyrir hámarksmöguleika Slippstöðvarinnar á Akureyri, en ekki siglingaleiðina milli lands og Eyja, einhveija erfíðustu siglinga- leið í heimi fyrir farþegaskip. Það var mjög slæmt að Steingrími J. skyldi ekki detta í hug að stækka smíðaskemmu Slippstöðvarinnar á Akureyri og lyftu. Því miður virð- ist það vera að sannast að hin pólitíska ákvörðun alþýðubanda- lagsráðherranna og þeirra liðs- manna er sú vitlausastsa sem um getur í smíði samgöngutækja fyrir lslendinga. Þegar minni teikningin var síðan boðin út var tilboð Slipp- stöðvarinnar um 17.000 millj. kr. „Þessar fullyrðingar hjá Steingrími J. Sig- fússyni eru alrangar. Málið er nefnilega svo vitlaust að það var póli- tísk ákvörðun alþýðu- bandalagsráðherranna Steingríms J. Sigfús- sonar og Ólafs Ragnars Grímssonar sem réð úrslitum um minnkun Herjólfs og þeirra full- trúar í smíðanefndum eins og til dæmis Mar- grét Frímannsdóttir al- þingismaður og Ragnar Oskarsson bæjarfull- trúi í Vestmannaeyjum létu pólitísku valdskip- unina beygja sig en ekki faglegar stað- reyndir.“ en norsku tilboðin um 1.100 millj. kr. þannig að Slippstöðin datt strax út úr dæminu, en pólitíkusamir sem höfðu vikið faglegu staðreynd- unum til hliðar fyrir pólitískar geð- þóttaákvarðanir voru fastir í teikn- ingum minni skipsins og höfðu vald og afl til þess að láta þá fram- kvæmd ganga fram og sögðu að ekkert annað kæmi til greina. Vonandi verður hægt að lagfæra þetta annars fallega skip þannig að það verði brúklegt og aðlaðandi til þeirrar þjónustu sem það á að sinna og að það verði ekki siglinga- legt Kröfluævintýri. Að öðrum kosti er ekkert annað að gera en að huga nú þegar að nýju skipi eins og ég reyndar vakti máls á Ami Johnsen að kynni að þurfa þegar á fyrstæ ári nýja skipsins, í einni af fjöl- mörgum greinum um undirbúning að smíði Heijólfs sem ég hef skrif- að á undanförum árum vegna allr- ar þeirrar sorgarsögu þar sem ein- ar fimm smíðanefndir komu við sögu og alltaf var gengið á skjön við tillögur heimamanna sem vissu auðvitað manna best hvað bar helst að varast í grundvallaratriðum fyr- ir smíði nýs og stærra skips á leið- ina Vestmannaeyjar — Þorláks- höfn. Það var ótrúlegt hvað pólitískt bögglauppboð réð ferðinni í undir- búningi að smíði nýja Heijólfs og eitt dæmið um mikla áhættu var að láta innlent hönnunarfyrirtæki taka að sér svo viðamikið verk nánast sem tilraunaverkefni, því engin brúkleg reynsla lá þegar að baki í hönnun farþegaskipa af al- vöru stærð eins og sagt er. Steingrímur J. Sigfússon hélt því fram sér til afsökunar að minna skip þar sem grunnlínum í stærra skipinu var í raun troðið inn í of lítinn stakk, hafí sparað hundruð milljónir króna. Ég ítreka að þetta er ósatt. Smíði stærra skipsins hefði kostað nánast það sama og minna skipið samkvæmt tilboðum og að það stærra hefði að öllum líkindum gengið hraðar, eytt minni olíu og þótt rekstrarkostnaður hefði verið sá sami var stærra skip- ið hannað þannig að það mátti hæglega fækka mannskap í áhöfn yfír þann tíma ársins sem fæstir farþegar voru. í tankprófunum á minna skipinu, núverandi Heijólfi, komu fram vandamál sem minnk- uðu með breytingum á teikningu, en hluti vandamálanna hefur reynst meiri en menn trúðu og ný hafa komið að auki. Hvort unnt er að breyta því með breytingum á stefni eða skut eða á annan hátt skal ekkert sagt um á þessu stigi en skýring íslenska hönnuðarins að skipið fari ekki hentuga leið milli lands og Eyja gefur vísbend- ingu um ótrúlegt hugmyndaflug. Því miður fór pólitík á fyrra fallinu inn í Heijólfsmálið og því miður heppnaðist ekki hin pólitíska ákvörðun Steingríms J. og Ólafs Ragnars um skipsstærð fyrir sigl- ingaleiðina milli lands og Eyja. Einn nýr Fokker Flugleiða kostar 900 millj. kr., Heijólfur kostaði 1.100 millj. kr. Þetta eru miklir peningar, en það skiptir öllu máli að hægt sé að nota tækin með sæmilegu öryggi og auðvitað átti.. niðurstaðan um gerð skips að ráð- ast af óskum þeirrar stjómar Her- jólfs sem hratt málinu af stað, óskum um ákveðinn hraða, rúmi fyrir farþega, bfla og vörur eins og spár bentu til og umfram allt að skipið yrði gott sjóskip. Eftir því var fyrra skipið hannað af reyndum aðilum. Eftir þessu var ekki farið því þeir ráðamenn sem réðu ferðinni ákváðu að spila i happadrætti í stað þess að hafa hönd á stýri við framkvæmd verks- ins, því það er alveg ljóst að með’ nútíma vinnubrögðum eiga alls ekki að koma upp slík vandamál sem nú blasa við varðandi nýja Heijólf. Höfundur er alþingismaður Sjálfstædisflokksins ( Suðurlandskjördæmí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.