Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 24
24 w- _ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1992 Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Okkar markmíð tryggð með raunhæfum samningi um EES SAMNINGURINN um evrópskt efnahagssvæði, EES, er um sameig- inlegan markað, og fjórfrelsið svonefnda, afnám hindrana og hafta gagnvart viðskiptum með vöru, þjónustu, fjármagni og flutn- ingi fólks. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra telur að hagsmunir íslands séu ótvírætt best tryggðir með þátttöku í raun- hæfum samningi um EES. Fyrsta umræða um frumvarp :5nil laga um Evrópska efnahags- svæðið, EES, var þriðja mál á dagskrá Alþingis í gær. Að loknu kjöri varaforseta og kosningu í nefndir árdegis í gær greindi Salome Þorkelsdóttir forseti Al- þingis frá því að ósk hefði borist frá Páli Pétursyni (F-Nv) formanni þingflokks Framsóknarmanna, fyrir hönd stjórnarandstöðunnar um að hlé yrði gert á þingfundi. Jafnframt hefði verið beðið um fund með forsætisnefndinni. Þing- forseti varð við þessari ósk og frestaði fundi. Nokkru eftir hádegi var fundi framhaldið. Þingforseti greindi frá • því að í fundarhléi hefðu farið fram viðræður milli fulltrúa þingflokk- anna og forsætisnefndarinnar um fyrirkomlag umræðunnar. Varð það sammæli að fyrsta umræða skyldi nú hefjast og yrði væntan- lega framhaldið í næstu viku jafn- framt myndi frumvarp til stjóm- skipunarlaga sem stjórnarand- staðan hefði boðað að lagt yrði fram tekið til umræðu í næstu viku og það áður en fyrstu um- ræðu um staðfestingarfrumvarpið *>tyki. Forystumenn stjórnarand- stöðu, Ólafur Ragnar Grimsson (Ab-Rv), Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir (SK-Rv) og Páll Pétursson (F-Nv), kváðu sér hljóðs um gæslu þingskapa. Þau lögðu áherslu á nauðsyn þess að ræða stjórnskipu- lega stöðu þessa máls. Þau vöktu athygli á tveimur lögfræðilegum álitsgerðum um stjórnaskrána og EES-samninginn. Höfundar væru dr. Guðmundur Alfreðsson og Bjöm Þ. Guðmundsson prófessor. í þessum álitsgerðum væri mjög afdráttarlaust kveðið á um það að þeirra dómi stangist samningurinn á við stjómarskrána. væra breyttar og ekki væri unnt að standa við samkomulagið sem gert var milli allra þingflokka um meðferð EES-málsins. Afgreiðsla fylgiframvarpa hefði gengið nokk- urn veginn eftir tímaáætlun. Meg- insamningurinn um sjávarútvegs- mál lægi fyrir þótt eftir væri að ganga frá ákvæðum um hvernig skyldi bregðast við ef veiðar brygðust. Og hvað varðaði stjórn- arskrármálið hefði alltaf legið fyr- ir að skoðanir væra skiptar. Utan- ríkisráðherra sagði að á meðan á samningaviðræðum hefði staðið hefði verið tekið fullt tillit til þess í utanríkisráðuneytinu hvort ákvæði EES-samningsins brytu í bága við stjórnarskrá. í tilefni þessara skoðanaskipta vitnaði ut- anríkisráðherrann síðar í sinni ræðu til orða Bjarna Benediksson- ar forsætiráðherra árið 1967: „Einmitt í þeim löndum þar sem stjórnarfar er einna óstöðugast og mest ringulreið hefur iðulega kom- ið upp í stjórnarháttum, þar hafa verið settar bæði flestar og ítarleg- astar stjórnarskrár." Og einnig hefði Bjarni sagt að jafnvel gaml- ar stjórnarskrár hefðu ekki staðið á móti eðlilegri þróun og gerbreyt- ingu þeirra þjóðfélaga sem búið hefðu við ákvæði þeirra. Og Bjarni Benediktsson hefði bent á: „En vitanlega er það svo, að þó að bókstafurinn sé enn sá sami í mörgum atriðum, er margt skilið öðravísi en áður, öðravísi fram- kvæmt. Framkvæmdin hefur fylgst með tímanum, en stjómlög- in sjálf hafa haldist til öryggis og til frekari tryggingar fyrir réttar- skipun í landinu og samhengi um stjórnarhætti." Utanríkisráðherra sagði um þann ágreining sem nú væri uppi um samninginn og stjórnarskrána: Holl ráð og sljórnarskrá Að lokinni þingskáparamræðu gat Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra loks hafið sína ræðu. Hann rakti nokkuð aðdrag- anda samninganna um EES. For- saga þessa máls og samningsferill- inn hefði verið langur og um margt erfíður en margir hefðu lagt hönd á plóginn. Sérstaklega vildi ráð- herra þakka forystumönnum þriggja stjómmálaflokka, auk samstarfsmanna í eiginn flokki, ágætt samstarf við undirbúning og gerð þessa samnings. Davíð Oddssyni forsætisráðherra var v bakkað gott samstarf á erfíðum lokaspretti. En utanríkisráðherra tilgreindi einnig Steingrím Her- mannssson formann Framsóknar- flokksins og forsætisráðherra fyrri ríkisstjórnar. Utanríkisráðherra sagði einnig formann Alþýðu- bandalagsins hafa reynst hollráð- an í sinni fjármálaráðherratíð. Það var auðheyrt að utanríkisráðherra mat mikils framlag þessara fyrr- um samstarfsmanna; ráð, yfírlýs- ingar og jákvæðar umsagnir þeirra; vitnaði framsögumaður oft *ii þessara yfírlýsinga, til að út- lista og útskýra kosti EES. Utanríkisráðherra fór nokkrum orðum um þinglega meðferð EES- samningsins og fylgiframvarpa. Hann vonaði að tekist hefði að eyða öllum misskilningi sem fram hefði komið í bréfi frá forystu- mönnum stjórnarandstöðuflokk- aiina varðandi það að aðstæður MMM „Að íslenskum rétti er dómsmál, að lagasetningu lokinni, eina leiðin til að fá endanlega niðurstöðu í ágreining af þessum toga.“ Utan- ríkisráðherra taldi þó eðlilegt og sjálfsagt að fara að öllu með gát. Þess vegna hefði hann skipað nefnd sem í hefðu setið þeir menn sem vegna reynslu sinnar og sér- þekkingar væru gjörkunnugastir þessu mál. Þeir hefðu skilað ein- róma áliti og komist að þeirri nið- urstöðu að ekkert í samningnum bryti í bága við stjórnarskrána. Utanríkisráðherra vitnaði til þess- arar álitsgerðar Þórs Vilhjálms- sonar hæstaréttardómara, Gunn- ars G. Schram prófessors, Ólafs W. Stefánssonar skrifstofustjóra og Stefáns Más Stefánssonar pró- fessors. Það hafði ekki farið framhjá utanríkisráðherra að menn væra ekki á eitt sáttir um þá niðurstöðu sem sérfræðinganefndin komst að, hvorki lögfræðingar né aðrir. En eftir stæði að eina færa leiðin til að fá hlutlaust álit hefði verið far- inn. Ráðherra gagnrýndi þá raglandi í umræðunni að nota orð- ið „vafí“, um það væri ólíkar skoð- anir. Ræðumaður minnti á að því væri oft haldið fram í pólitískri umræðu að eitt eða annað í lög- gjöf eða stjórnarframkvæmd sam- rýmdist ekki stjórnarskrá. „Það væri beinlínis óðs manns æði að ætla sér að fylga þessari vafa- kenningu og breyta stjórnar- skránni í hvert sinn er slíkar radd- ir heyrast.“ Ekki aðrir kostir betri Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra bað íslendinga að leggja kalt hlutlægt mat á EES og hvort aðrir kostir betri væra í boði. Fáar þjóðir væru jafn háðar utanríkisverslun og íslendingar. Greiður aðgangur að helstu mörk- uðum væri okkur lífsnauðsyn. Aðild að GATT-samkomulaginu um alþjóðaviðskipti væri ekki nóg. Ekki væri hægt að treysta á GATT-reglur einar í samskiptum við Evrópuþjóðirnar sem taka við fjóram fimmtu hlutum útflutnings okkar íslendinga. Það mætti finna vissa stoð í fríverslunarsamningi okkar við EB frá 1972 en umfang hans væri takmarkað og gæfi hann engan veginn sömu tækifæri og vaxtarmöguleika fyrir íslenskt atvinnulíf og EES-samningurinn. Tvíhliða samningur myndi ekki skila okkur sambærilegum ávinn- ingi og EES, sagði utaríkisráð- herra. Hann minnti á að EB er jafnan harðsótt í samningum og menn á þeim bæ tækju sér jafnan góðan tíma og umhugsunarfrest í viðræðum. Utanríkisráðherra reif- aði nokkra tvíhliða samninga sem EB hefði gert við önnur lönd, þ. á.m. Færeyinga og nýfrjálsar þjóð- ir Mið- og Austur-Evrópu. Ráð- herra leiddi að því nokkur rök að þessir samningar væra ekki fylli- lega í anda frjálsra viðskipta og það þrátt fyrir fagrar yfírlýsingar og gífurlegan pólitískan velvilja gagnvart hinum nýfijálsu þjóðum. Utanríkisráðherra taldi ekki framhjá því litið að okkar utan- ríkisviðskipti væru að mestu leyti við Evrópulöndin sem verða þátt- takendur í EES. Tæplega 75% af útflutningi ársins 1991 hefði verið til þessara landa og um 70% af innflutningnum hefði verið þaðan. Islenskt atvinnulíf þyrfti fyrr eða síðar að laga sig að breyttum að- stæðum í Evrópu, hvort sem það yrði innan eða utan viðskipta- bandalaga, eða hætta að öðrum kosti á stöðnun eða jafnvel hnign- un. Valið stæði milli þess að lenda utan tollmúra og hætta þá á það að atvinna og fjármagn leitaði úr landinu inn á markað EB eða gera raunhæfa samninga sem gerðu okkur kleift að skapa blómlegt atvinnulíf hér á landi. Okkar leið var ekki sú að sækja um inngöngu í EB heldur að ná samning um Evrópskt efnahagssvæði til að tryggja áhrif okkar og ávinning í alþjóðlegum viðskiptum og sam- starfí eftir því sem best mætti verða. Varnaglar halda Framsögumaður reifaði enn í nokkra máli þann ávinning og tækifæri sem samingurinn um EES opnaði fyrir íslendinga og þeirra atvinnuvegi. Þau markmið sem sett hefðu verið í upphafi við- ræðnanna hefðu náðst fram. Fyr- irvörum og varnöglum væri til skila haldið og það í sumum tilvik- um betur en upphaflega hefði ver- ið ætlað í tíð fyrri ríkisstjórnar. Bæði með öryggisákvæðinu í 112. Jón Baldvin Hannibalsson grein samningsins og yfírlýsingum af ísland hálfu um beitingu þessa ákvæðis. Yfírlýsingu sem sam- ingsaðilar hefðu ekki mótmælt. Utanríkisráðherra vísaði til skýrslu sinnar frá því í mars 1991; þar hefði verið gerð grein fyrir ýmsum þeim atriðum sem stjórn- arandstæðingum þætti nú ótæk, gagnrýnisverð og tortryggileg. En þeir hefðu ekki andmælt þá. Fyrr- verandi ríkisstjórn hefði hvorki andmælt eftirlitsstofnun né EES- dómstóli. Það hefði alltaf legið fyrir að EES-samningurinn hefði verið gerður með það í huga að orð skyldu standa, enda kveðið á um gagnkvæm réttindi og skyldur samningsaðila. Því hefði verið frá upphafí ljóst að um yrði að ræða sameiginlegar stofnanir samn- ingsaðila til að fylgjast með fram- kvæmd samningsins. Valdsvið þessara sameiginlegu stofnana hefði verið talið samræmast stjórnarskránni í tíð fyrri ríkis- stjórnar og sá samningur sem nú væri fram lagður væri í öllum höfuðdráttum í samræmi við þau samningsdrög sem lágu fyrir við lok starfstímabils fyrri ríkisstjórn- ar. Stöðnun eða sóknarfæri Jón Baldvin Hannibalssson ut- anríkisráðherra benti á að undan- farin ár hefði ísland eitt Vestur- Evrópulanda búið við samdrátt vergrar landsframleiðslu. Við nýt- ingu auðlinda hafsins væram við ekki aðeins komin að endimörkum vaxtar heldur yrðum að draga úr sókn í mikilvæga stofna. Atvinnu- leysi vofði yfír ef stöðnun atvinnu- lífsins reyndist viðvarandi. Ræðu- maður lagði ríka áherslu á að við slíkar aðstæður væri það ábyrgð- arhluti að hafna samningi sem í fyrsta skipti gæfí helstu útflutn- ingsafurðum Islands, sjávarafurð- um, sambærileg kjör á við þau sem iðnvarningur hefði notið um ára- tugi. Niðurfelling tolla hefði verið metin á 2 milljarða króna á ári og væru þá ekki tekin með í reikn- inginn þau tækifæri sem nú sköp- uðust fyrir unnar vörur sem áður hefðu ekki verið seljanlegar vegna tollmúra. Til þessa hefðu tollmúrar komið í veg fyrir útflutning á fesk- um flökum, reyktum fiski og ýms- um unnum sjávarafurðum. Þau sóknarfæri sem nú sköpuðust mundi þegar fram í sækti verða mun ábatasamari en beinar tolla- niðurfellingar á hefðbundnum út- flutningsafurðum gæfu til kynna. Það væri af þessum ástæðum sem EES-samningurinn myndi reynast landsbyggðinni, þar sem sjávarút- vegurinn væri uppistaða atvinnu- lífsins, lyftistöng í framtíðinni. Ræðumaður benti einnig á að lengi hefði verið reynt með mis- jöfnum árangri að laða hingað fjármagn til að koma orkulindum í verð. Skilyrði orkufreks iðnaðar bötnuðu til mun yrði EES-samn- ingurinn staðfestur, því með hon- um afsalaði EB sér rétti til svo- nefndra undirboðsaðgerða en þær hefðu vofað yfír jafnt álvinnsu sem járnblendi hér undanfarin ár. Utanríkisráðherra rakti fleiri tækifæri sem samningurinn opn- aði, t.d. í flutningum og þjónustu- viðskiptum. Nýjar leiðir opnuðust fyrir alla íslenska atvinnustarf- semi til að leita fyrir sér á Evrópu- markaði, aðgangur að láns- og áhættufé yrði auðveldari og taki- færi til nýsköpunar þar af leiðandi fleiri. Gera mætti ráð 'fyrir að aukin samkeppni í vöra- og þjón- ustuviðskiptum og hagkvæmari viðskiptahættir leiddu til lækkunar verðlags í þágu neytenda. En ekki væri minna um vert, sagði framsögumaður, að þessi samningur yki ekki aðeins svigrúm atvinnulífs og fyrirtækja heldur opnaðist nýr vettvangur fyrir unga sem eldri til að leita út fyrir land- steinana til náms eða starfa í lengri eða skemmri tíma. Utanrík- isráðherra vísaði m.a. til marg- háttaðs samstarfs í vísinda- og rannsóknarverkefnum. Urtölur fyrr og nú Ráðherra taldi ekki undan því vikist að rekja nokkuð þann mál- flutning og hrakspár sem heyrst hafa bæði á þingi og í almennri þjóðmálaumræðu. T.d: „Ef ísland rennur inn í stóra efnahagsheild, mun að því stefna, að landið verði fyrst og fremst útbú fyrir erlenda auðhringi og veiðistöð fyrir sam- evrópskan markað. Aðildin að EES er einmitt spor í þessa átt.“ Utanríkisráðherra sagði að ef við breyttum skammstöfuninni EES í EFTA væru framkomin tilvitnun í ræðu Ragnars Arnalds árið 1969. Jón Baldvin vitnaði til fleiri um- mæla úr EFTA-umræðunni, þó með þessari stafabreytingu. „Allir þessir orðaleppar hljóma eitthvað kunnuglega frá fyrri tíð,“ sagði Jón Baldvin utanríkisráðherra. „Þá eins og nú var verið að selja landið, afsala fullveldinu og sjálf- stæðinu og svjkja þjóðina að mati þessara manna.“ Jóni Baldvini Hannibalssyni var spum: „Hversu oft er hægt að selja eitt og sama landið?“ Utanríkisráðherra taldi einnig ástæðu til að reyna að létta eitt- hvað áhyggjur sumra andstæðinga samningsins um röskun á vinnu- markaði; „EES-samningurinn er ekki líklegur til þess að hafa nein umtalsverð áhrif á vinnumarkað- inn hér.“ Hann benti á að heildar-- fjöldi erlendra ríkisborgara á ís- landi hefði 1. desember 1990 verið 4.812, 1,9% af íbúafjölda. Þar af hefðu 2.768 verið við störf og 1.754 af þeim frá EES-löndum. Utanríkisráðherra benti á að að Danir hefðu verið tæplega 20 ár aðilar að EB og hluti af vinnu- markaði bandalagsins, og aðilar að sameiginlegum vinnumarkaði Norðurlanda síðan 1954. Þrátt fyrir nokkuð atvinnuleysi í Dan- mörku væra lífskjör þar góð m.a. vegna rausnarlegrar félagslegrar þjónustu. „Þó era borgarar EFTA og EB sem kosið hafa að taka sig upp og flytjast til þessara elsku- legu frænda vorra ekki nema eitt, endurtek, eitt prósent af íbúafjölda landsins." Að endingu lagði utanríkisráð- herra til að framvarpinu yrði vísað til utanríkismálanefndar og ann- arrar umræðu. Eftir að ráðherra hafði lokið sinni ræðu tilkynnti forseti Alþingis, Salome Þorkelsdóttir, að í sam- ræmi við það samkomulag sem gert hefði verið fyrr um daginn væri þessari fyrstu umræðu frest- að fram í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.