Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21, ÁGÚST 1992 25 Útgerðarfélag Akureyringa Meiri ásókn ungra karla 1 störf en áður GUNNAR Aspar framleiðslustjóri Útgerðarfélags Akureyringa segir að nú beri meira á því en áður að ungir karlmenn sæki um störf hjá félaginu. Hann telur að breyting hafi átt sér stað á við- horfum manna til fiskiðnaðar og þegar þrengist um á vinnumark- aði hugsi menn fyrst og fremst um að hafa atvinnu. Gunnar sagði að fyrsti hópur sumarstarfsfólksins myndi hætta störfum um þessa helgi og þá næstu, en það væri skólafólk úr Verkmenntaskólanum, en þeir sem eru við nám í Menntaskólanum verða við störf hjá fyrirtækinu fram til septemberloka. Hann sagði að nokkur eftirspurn væri eftir vinnu hjá fyrirtækinu þannig að ekki þyrfti að óttast manneklu er skólafólkið færi. Meira væri um það en áður að ungir karl- menn, rétt um og yfir tvítugt ósk- uðu eftir vinnu hjá fyrirtækinu, en sá hópur hefði ekki verið áberandi meðal umsækjenda um störf fram til þessa. Hefðin væri sú að ungling- ar er hæfu störf hjá fyrirtækinu strax að loknu skyldunámi væru farnir að hugsa sér til hreyfings um tvítugt og leituðu í önnur störf. Minna væri um slíkt nú. „Ég held að fólk sé að átta sig á því að fiskiðnaður er örugg at- vinnugrein og menn geta haft ágætis laun fyrir langan vinnudag. Viðhorf manna er að breytast og eins er það svo að þegar hart er í ári er númer eitt að hafa atvinnu," sagði Gunnar. Næg vinna er nú í frystihúsi ÚA og hefur verið í allt sumar og tvisv- ar hefur þurft að sækja um undan- þágu frá helgarvinnubanni vegna mikillar vinnu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Verksmiðjusijóri Coldwater skoðar frystihús ÚA Jay R. Book, verksmiðjustjóri Coldwater-verksmiðjanna í Cam- brigde, heimsótti Útgerðarfélag Akureyringa í gær og skoðaði þá m.a. frystihúsið, en áður hafði hann verið á ferð á Ólafsfirði og Siglu- fírði. A myndinni eru frá vinstri Magnús Magnússon, Jay R. Book, eiginkona hans Debby, Gunnar B. Aspar, framleiðslustjóri ÚA, og Jóhann Malmquist, sem gefur gestunum að smakka á hákarli. Verkalýðsfélagið Eining Umtalsvert hærri upphæð greidd í atvinnuleysisbætur en í fyrra Á fyrstu sjö mánuðum ársins greiddi Verkalýðsfélagið Eining út atvinnuleysisbætur til félagsmanna 6 verkalýðsfélaga á Eyjafjarðar- svæðinu samtals að upphæð 63 milljónir króna, sem er umtalsvert meira en greitt var út í bætur á sama tíma á síðasta ári, en þá voru greiddar út í atvinnuleysisbætur til félagsmanna þessara verkalýðsfé- laga 42 milljónir króna. Björn Snæbjörnsson formaður Verkalýðsfélagsins Einingar sagði að allt stefndi í að nú í ár yrði greitt meira út í atvinnuleysisbætur en nokkru sinni fyrr. Árið 1990 voru útborgaðar atvinnuleysisbætur á skrifstofu Einingar samtals 81 milljón króna, en á síðasta ári lækk- aði upphæðin nokkuð og í lok liðins árs höfðu verið greiddar út 61,7 í bætur til félagsmanna verkalýðsfé- laganna 6 sem Eining hefur með að gera. A fyrstu sjö mánuðum ársins var búið að greiða 21 milljón króna meira í atvinnuleysisbætur heldur en var'fyrir sama tíma í fyrra. Nú hafa verið greiddar út bætur að upphæð 63 milljónir, sem er nokkru meira en greitt hafði verið út á öllu síðasta ári þegar heildarupphæðin var 61,7 milljónir. Aldrei hafa verið greiddar út eins miklar atvinnuleys- isbætur hjá Einingu og árið 1990, en þá fór upphæðin í 81 milljón króna fyrir allt árið. „Ef atvinnuleysið minnkar ekki nú á næstunni þá bendir flest til þess að nú í ár verði greiddar út atvinnuleysisbætur héðan fyrir hærri upphæð en áður hefur þekkst," sagði Björn. „Því miður er útlitið framundan ekki bjart, það stefnir allt hægt og sígandi á ógæfuhliðina, samdráttur í afla- heimildum fyrirsjáanlegur og eins í landbúnaði og mér sýnast engin teikn á lofti um að breyting verið til batnaðar, þannig að menn eru fremur þungir á brún.“ Þau verkalýðsfélög sem Eining greiðir út atvinnuleysisbætur fyrir eru Sjómannafélag Eyjaíjarðar, Félag málmiðnaðarmanna, Skip- stjórafélag Norðlendinga, Vél- stjórafélag íslands á Akureyri og Verksjórafélagið. Lögfræðing’- ur ráðinn til verkalýðsfé- laga og líf- eyrissjóða ÁTTA verkalýðsfélög og þrír lífeyrissjóðir sem aðsetur hafa í Alþýðuhúsinu á Akureyri hafa í sameiningu ráðið lögfræðing til starfa. Inga Þöll Þórgnýs- dóttir lögfræðingur hefur verið ráðin til að gegna starfinu og mun hún hefja störf 1. septem- ber næstkomandi. Inga Þöll mun starfa fyrir Verkalýðsfélagið Einingu, Iðju, félag verksmiðjufólks, Sjómanna- félag Eyjafjarðar, Trésmiðafélag Akureyrar, Félag málmiðnaðar- manna, Félag verslunar- og skrif- stofufólks, Skipstjórafélag Norð- lendinga og Vélstjórafélags ís- lands á Akureyri auk þriggja líf- eyrissjóða, sem eru Lífeyrissjóður- inn Sameining, Lífeyrissjóður Iðju og Lífeyrissjóður trésmiða. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar, sagði að um væri að ræða stórt skref í framfaraátt fyr- ir þessa aðila, áður hefðu menn leitað eftir lögfræðiþjónustu úti í bæ eða innan Alþýðusambands íslands. Nú hefðu forráðamenn umræddra verkalýðsfélaga og sjóða á sínum snærum lögfræðing sem alltaf væri hægt að leita til. „Verkefnin verða eflaust mörg, m.a. á sviði innheimtumála og ýmissa mála er snúa að félögunum og sjóðunum," sagði Björn. Inga Þöll mun hafa aðsetur á þriðju hæð Alþýðuhússins, í húsa- kynnum Félags málmiðnaðar- manna. Grímsey Ferðamönnum sem staldra stutt við hefur fjölgað Bogomil Font og Milljónamæringarnir. ■ BOGOMIL Font leikur með hljómsveit sinni Milljónamæring- unum á skemmtistaðnum 1929 á föstudags- og laugardagskvöld. I kvöld, föstudag, kemur einnig fram hljómsveitin Pís of keik úr kvikmyndinni Veggfóðri en myndin verður frumsýnd á Akureyri í kvöld. Bogomil, öðru nafni Sigtryggur Baldursson, trommuleikari Sykur- molanna, stofnaði sveitina í byijun sumars í sumarleyfi Sykurmolanna og leikur sveitin suðræna sveiflu. Rokktónleikar verða haldnir í Borgarbíói á morgun, laugardag- inn 22. ágúst, og heíjast þeir kl. 16. Á tónleikunum spila hijómsveit- irnar Helgi og hljóðfæraleikar- arnir frá Kristnesi í Eyjafjarðar- sveit, landnámsjörð Helga magra, og Hún andar, sem kemur handan Glerár, eins og segir í fréttatilkynn- ingu. Aðgangseyri er stillt í hóf og sælgætissalan verður opin og er öllum velkomið að sækja tónleik- ana. Grímsey. Ferðamannastraumur til Grímseyjar í sumar hefur verið álíka mikill í heildina og undan- farin ár. Töluvert er um að fólk komi hingað og staldri stutt við, eða einungis hluta úr degi, enda ferðir nokkuð tíðar milli lands og eyja í sumar. Sigrún Birna Óladóttir, sem rek- ur gistiheimilið á Básum, sagði að útkoman í sumar væri heldur betri en í fyrrasumar, en þá bytjaði hún að veita ferðamönnum þjónustu í Básum. Hún sagði að um helming- ur gestanna væri Islendingar og helmingur útlendingar. Kuldakast- ið sem varð í júní þegar snjóaði norðanlands sagði hún að hefði valdið því að dró mjög úr straumi ferðamanna til eyjarinnar, en eftir að því lauk hafa gestir jafnt og þétt heimsótt Grímsey. „Ég ætla að hafa opið út ágúst og er bara ánægð með útkomuna í sumar,“ sagði Sigrún. Kvenfélagið Baugur hefur séð um að þjónusta ferðamenn í félags- heimilinu Múla í sumar eins og áður, en þar hefur verið heldur minna að gera nú en undanfarin ár. Hulda Einarsdóttir, formaður félagsins, sem einnig er starfsmað- ur Flugfélags Norðurlands í Gríms- ey, sagði að sér fyndist sífellt auk- ast að ferðamenn kæmu út í eyju og stöldruðu stutt við, dagpart á meðan beðið væri næstu ferðar í land. Menn kæmu ýmist með ferj- unni og færu síðan með flugi um kvöldið, eða þá að fólk notfærði sér tíðar ferðir FN til Grímseyjar að kvöldlagi, en félagið flýgur öll kvöld vikunnar út í eyju og er stoppað í klukkustund áður en haldið er í land að nýju. Auk þess er flogið hingað tvo morgna í viku þannig að samtals eru famar níu ferðir í viku milli Akureyrar og Grímseyjar og verður þeirri áætlun haldið út þennan mánuð. -HSH Svalbarðsstrandarhreppur Arni K. Bjarnason ráðinn sveitarstjóri ÁRNI K. Bjarnason hefur verið ráðinn sveitarstjóri Svalbarðs- strandarhrepps og mun hann hefja störf í byijun næsta mánaðar. Árni er fæddur í Svíþjóð og alinn upp í Reykjavík, en hann er ættað- ur úr Eyjafirði. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1979 og útskrifað- ist sem landfræð- ingur frá Háskóla íslands árið 1984. ______ Árni hóf störf hjá ^rni K Fjórðungssam- Bjarnason bandi Norðlend- inga sama ár og hefur starfað þar sem fulltrúi síðustu ár. í Svalbarðsstrandarhreppi búa um 320 manns, þar af um helming- ur á Svalbarðseyri. Árni sagði að starfið legðist vel í sig, en þvi væri ekki að neita að hreppurinn hefði orðið fyrir áföllum í atvinnulífínu eins og fjölmörg önnur sveitarfélög og væri því á brattann að sækja. „Þetta sveitarfélag er vel staðsett og það er sífellt að aukast að menn kjósi sér búsetu utan skarkalans í þéttbýlinu og þá er líka nokkuð um að menn búi í hreppnum, en sæki vinnu til Akureyrar," sagði Árni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.