Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1992 1 i RIKISENDURSKOÐUN UM RIKISREIKNING 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Svéinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands,- í lausasölu 110 kr. eintakiö. Efnahagsvandi Finna IMorgunblaðinu í gær birtist grein um efnahagsvanda Finna eftir fyrrverandi sendi- herra þeirra í Sviss og Banda- ríkjunum, sem nú er formað- ur Ráðs atvinnulífsins þar í landi. í grein þessari segir m.a.: „Helztu hagtölur benda til þess að efnahagskreppa blasi við. Rúmlega 13% at- vinnufærra manna hafa enga vinnu. Gjaldþrotin dynja yfir hvert af öðru. Flestir bank- anna verða að leita eftir ríkis- tryggingu eða annars konar stuðningi ... Fyrir ríkisstjóm Esko 'Aho forsætisráðherra er það þrautinni þyngra að ná jöfnuði milli ríkisútgjalda og tekna. Þrátt fyrir niður- skurð ýmissa útgjalda hafa erlendar lántökur átt sér stað í stórum stíl. Þá hefur hið mikla atvinnuleysi haft aukin útgjöld í för með sér á sama tíma og skattatekjur hafa dregizt saman. Allir viðurkenna að þetta geti ekki gengið svona öllu lengur. Óvenjuháir vextir eru hluti vandans. Fyrirtæki eru vandfundin, sem staðið geta undir 16% vöxtum í 3% verð- bólgu. Vextirnir þykja benda til þess að á ijármagnsmark- aði séu menn vantrúaðir á að tenging finnska marksins við evrópsku mynteininguna, ECU, haldi. Flestir eiga von á því að um síðir verði gengi marksins fellt. Hins vegar eru engar raunverulegar ástæður til þess að fella gengið ... Staðreyndin er Sú að eina meðalið sem getur dugað og nóg er til af er sársaukafullt. Eina leiðin til að ná endum saman í ríkisbúskapnum, að útgjöldin verði ekki meiri en tekjurnar, er lækkun launa og niðurskurður í velferðar- kerfinu." Það er bæði fróðlegt og gagnlegt fyrir okkur íslend- inga að átta okkur á því að sú kreppa sem herjar á okkur kemur víða við. Hún kemur harkalega niður á Finnum eins og ofangreind lýsing sýnir. Hún kemur illa við aðrar Norðurlandaþjóðir, þó sízt Dani. Hún hefur valdið miklum erfiðleikum bæði í Bandaríkjunum, Bretlandi og Japan og í vaxandi mæli á meginlandi Evrópu. Vandamálin eru svipuð í þessum löndum. Atvinnuleysi er mikið. Vextir eru háir, svo háir að atvinnureksturinn getur ekki staðið undir þeim. Ríkissjóðir eru reknir með halla. Ríkisstjómir leita leiða til þess að draga úr þeim hallarekstri með því að skera niður velferðarkerfið. Vandi okkar er sami og vandi ann- arra í öllum megindráttum. Eins og sjá má af ofan- greindri tilvitnun í grein hins fmnska áhrifamanns, sem birtist hér í blaðinu í gær, eru engin töfraráð til. í Finnlandi er rætt um að draga úr út- gjöldum velferðarkerfisins. Þar er jafnvel talað um launa- lækkun, eins og raunar hefur bryddað á í umræðum hér. í fyrmefndri grein segir ennfremur: „Það sem mestu máli skiptir er til hvaða ráða beri að grípa til að komast upp úr öldudalnum. Fyrst og fremst þurfa vextir að lækka. Þeir lækkuðu ef fjármagns- markaðurinn fengi aftur til- trú á finnska markinu svo og efnahagsstefnu finnsku stjómarinnar. Ætti það sér stað hlypi vöxtur í finnskt efnahagslíf um leið og efna- hagsleg uppsveifla ætti sér stað annars staðar í Evrópu.“ Hinn fínnski höfundur þessarar greinar er ekki sá eini sem bent hefur á að vaxtalækkun sé forsenda uppsveiflu í efnahagslífinu. Fyrir nokkru vitnaði Morgun- blaðið til greinar eftir fyrrver- andi aðstoðarbankastjóra Englandsbanka, sem benti á að með óbreyttu vaxtastigi í Bretlandi væri óhugsandi að atvinnulífíð næði sér á strik. Hið sama á auðvitað við hér á íslandi. Vextir eru svo háir að nánast útilokað er fyrir atvinnulífíð að komast á skrið að óbreyttum vöxtum. Þar með er ekki sagt að hægt sé að lækka vexti með einu pennastriki. Kreppan á íslandi er aðeins lítill angi af efnahagskreppu sem gengur yfir öll Vestur- lönd. Uppsveifla hér verður ekki fyrr en uppsveifla verður í nálægum löndum en það þýðir ekki að við getum beðið aðgerðarlausir eftir því að aðrar þjóðir dragi okkur upp úr öldudalnum. Þar verðum við sjálfir að leggja hönd á plóginn. Skylduparnaðurinn 1975 og 1976 Rúm 4.000 skírteini óafhent hjá Ríkisféhirði VIÐ sjóðstalningu Ríkisendur- skoðunar hjá Ríkisféhirði 2. ágúst 1990 fundust rúmlega 4.000 skyldusparnaðarskírteini frá ár- unum 1975 og 1976 sem ekki hafa verið afhent réttmætum eigend- um. Nafnvirði bréfanna er 313 miljjónir gamlar krónur eða rúm- ar 3 milljónir króna. í skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisreiknirg 1990 segir að inn- heimtumenn ríkissjóðs hafi á sínum tíma átt að sjá um að afhenda skír- teinin þegar full skil höfðu verið gerð á álögðum gjöldum viðkomandi árs. Sá hluti þeirra sem ekki tókst að afhenda eigendum var sendur Ríkisféhirði til varðveislu. Fram kemur að ekki hafi verið kannað hvort allir innheimtumenn ríkissjóðs hafi skilað þeim skírteinum sem ekki tókst að afhenda og liggi því ef til vill með óafhent skírteini. Skylduspamaðarskíreinin frá 1975 voru laus til innlausnar á árinu 1978 en bera verðbæturtil 1. nóvem- ber 1990. Á sama hátt voru skír- teini frá 1976 laus til innlausnar á árinu 1979 en báru verðbætur til 1. nóvember 1991. Skírteini bera því ekki lengur verðbætur og rýrna að verðgildi í skjalageymslum Ríkisfé- hirðis. Ríkisendurskoðun gerði athuga- semdir við meðferð þessa máls og taldi ótækt að skírteini þessi hefðu ekki verið afhent réttmætum eigend- um. Fram kemur í endurskoðun- arskýrslunni að það er mat Ríkisend- urskoðunar að fjármálaráðuneytinu beri að gera átak í því að koma andvirði skírteinanna í réttar hendur þar sem umræddur sparnaður var skyldaður með lögum. Hlutibók- haldsgagna Bifreiða- prófa hent VIÐ endurskoðun Ríkisendur- skoðunar á bókhaldi Bifreiða- prófa ríkisins vegna ársins 1990 komu fram fjölmargir annmarkar sem leiða, samkvæmt skýrslu um endurskoðunina, til þess að Ríkis- endurskoðun gerir fyrirvara við hókhald og fjárreiður stofnunar- innar. í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að tekjuskráning Bif- reiðaprófanna byggði á ótraustum grunni. Hluta af tekjuskráningar- gögnum hafði verið hent og tekju- skráningargögn stofnunarinnar vegna meiraprófa úti á landi höfðu ekki verið notuð. Þá voru brögð að því að tekið hafði verið á móti greiðslum vegna meiraprófsnám- skeiða í Reykjavík án þess að gefnar hefðu verið kvittanir. Þá hefur Ríkis- endurskoðun þurft að byggja á munnlegum og skriflegum upplýs- ingum frá forstöðumanni Bifreiða- prófanna. Fram kemur að tekjur stofnunar- innar voru varðveittar á bankareikn- ingum og í sjóði langtímum saman þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að skila eigi tekjum jafnóðum í ríkis- sjóð. Greiddir hafa verið út kostnað- arreikningar úr sjóði stofnunarinnar og af bankareikningum þó henni sé ætlað að nýta sér greiðsluþjónustu ríkisféhirðis. Fram kemur að Bif- reiðaprófum ríkisins var bent á þessa annmarka og að bætt hafi verið úr þeim á árinu 1991. Athugun Ríkisendurskoðunar á kostnaðarfylgiskjölum leiddi í ljós að kostnaður var oft greiddur sam- kvæmt ýmiskonar skjölum svo sem ljósritum, reikningsyfirlitum, bréfs- efnum og öðrum ófullnægjandi gögnum. Fram kemur að Ríkisend- urskoðun telur slíkt fyrirkomulag algerlega óviðunandi. Þá kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar að launagreiðslur til starfsmanna byggðu á upplýsingum úr dagbókum þeirra. Eftirlit með viðveru þeirra hafí því verið ábótavant. Sjóminjasafn Fyrirkomu- lag á rekstri með öllu óviðunandi Ríkisendurskoðun telur núver- andi fyrirkomulag á rekstri Sjó- minjasafns íslands í Hafnarfirði með öllu óviðundandi. í skýrslu um endurskoðun ríkisreiknings vegna ársins 1990 er bent á ann- marka á fjárreiðum safnsins, meðal annars að ekkert bókhald hafi verið haldið til hausts 1990. Sérstök lög hafa ekki verið sett um Sjóminjasafnið en Ríkisendur- skoðun segir að í þjóðminjalögum virðist safninu skipað á bekk með byggðasöfnum. Kveðið sé á í lögun- um að byggðasafni skuli setja stofn- skrá og starfsreglur þar sem m.a. skuli kveða á um stjórn safnsins, eignaraðild að því, þátttöku ríkisins í kostnaði og ráðningu forstöðu- manns. Þá segir í lögunum að byggðasöfn skuli senda þjóðminja- verði árlega starfsskýrslu ásamt árs- reikningi og fjárhags- og fram- kvæmdaáætlun næsta árs. í skýrslu Ríkisendurskoðunar seg- ir að ekkert ofangreindra atriða hafí komist í framkvæmd og engin stofn- skrá eða reglugerð sé til um safnið. Staða Sjóminjasafnsins sé því nokk- uð óljós. Ríkisendurskoðun telur núverandi fyrirkomulag með öllu óviðunandi og brýnt að sjóminja- safnsnefnd og þjóðminjaráð taki af- stöðu til þess hvar Sjóminjasafninu skuli ætlaður staður í kerfinu svo og til annarra atriða er varða stöðu þess og rekstur. Við úttekt Ríkisendurskoðunar á Sjóminjasafni íslands komu fram annmarkar á fjárreiðum safnsins. Meðal annars var ekkert bókhald haldið yfír fjárreiður þess til hausts 1990. Frá þeim tíma hefur hins veg- ar verið haldin sjóðbók en annað bókhald ekki. Ríkisendurskoðun tel- ur þetta með öllu óviðunandi þar sem þessi starfsemi er að stærstum hluta rekin fyrir opinbert fé. Vasapening- arvistmanna í umslögum í lyfjaskáp DÆMI eru um það að peningar vistmanna á elli- og hjúkrunar- heimilum aldraðra séu geymdir í umslögum merktum þeim en pen- ingarnir séu ekki lagðir í banka. í einu tilviki voru umslög þessi geymd í lyfjaskáp stofnunarinn- ar. Við athugun Rikisendurskoð- unar, sem fram fór í tengslum við endurskoðun á bókhaldi elli- heimila og meðferðarstofnana vegna ársins 1990, kom í Uós að í umslögum sumra vistmanna höfðu safnast verulegar fjárhæð- ir, jafnvel tugir þúsunda króna. Þeir peningar sem um er að ræða eru einkum vasapeningar sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir vistmönnum og sjúklingum. Mis- munandi háttur er á vörslu þessara fjármuna eftir stofnunum. Hjá sumum stofnunum eru allar vasapeningagreiðslur Trygginga- stofnunar ríkisins lagðar inn á spari- sjóðsbækur á nafni viðkomandi vist- manna, að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Bæk- urnar voru í langflestum tilfellum geymdar í bankaútibúinu. Vistmenn komu sjálfír í bankann og tóku út peninga eftir þörfum eða sendu ættingja sína eða starfsmenn stofn- unarinnar með úttektarheimild. Það er álit Ríkisendurskoðunar að halda beri viðskiptabókhald yfír alla íjármuni vistmanna, sem starfs- menn meðhöndla. Þar er átt við allt peningastreymi inn, svo sem ellilíf- eyri, lífeyrissjóðsgreiðslur, vasapen- inga og aðrar ótilgreindar peninga- greiðslur til vistmanna og sjúklinga. A móti ber að færa öll gjöld, svo sem almenn vistgjöld, úttektir pen- inga, útlagðan kostnað vegna vist- manna og sjúklinga og fleira ótil- greint. Að sjálfsögðu beri starfs- mönnum að halda til haga öllum greiðslukvittunum vegna útgjalda, sem þeir greiða vegna skjólstæðinga sinna. Við könnun Ríkisendurskoðunar á meðferð vasapeninga vistmanna þriggja heimila innan Ríkisspítala kom fram dæmi um verulegan mis- brest á meðhöndlun peninganna. Fram kemur að í framhaldi af því samdi fjármáladeild Ríkisspítalanna drög að leiðbeinandi reglum um meðferð vasapeninga, annarra tekna og eigria heimilismanna. Uppgjör á fóðuriðn- aði ríkisins Kröfur fyrn- ast vegria slakrar inn- heimtu Ríkisendurskoðun segir að landbúnaðarráðuneytið hafi lítið sem ekkert gert til þess að inn- heimta útistandandi kröfur gras- kögglaverksmiðja rikisins. Því megi búast við því að meirihluti þeirra krafna sem eftir voru þeg- ar ríkið hætti rekstri verksmiðj- anna sé fyrndur. Ríkissjóður af- skrifaði 260 miljjónir kr. vegna graskögglaverksmiðjanna á ár- unum 1988 og 1990. Ríkissjóður hætti starfrækslu grænfóðurverksmiðja á árunum 1987 og 1988. í skýrslu Ríkisendur- skoðunar um endurskoðun ríkis- reiknings 1990 kemur fram að land- búnaðarráðuneytinu hafi verið feng- in umsjón með uppgjöri óuppgerðra krafna og skulda verksmiðjanna. En frá því verksmiðjurnar hættu starfsemi hafí lítið sem ekkert verið gert í því að innheimta útistandandi kröfur. í athugun Ríkisendurskoðunar á bókhaldinu kemur fram að yfír 1.000 viðskiptareikningar frá gras- kögglaverksmiðunum hafa staðið óhreyfðir frá árinu 1988 eða fyrr. Þar af hafa rúmlega 500 reikningar ekkert hreyfst frá árinu 1986 eða fyrr. Segir Ríkisendurskoðun að þar sem ekkert hafi verið gert til að innheimta útistandandi kröfur síð- astliðin tvö til þijú ár megi búast við því að meirihluti krafnanna sé fyrndur. Þá kemur fram að svo virð- ist sem þess hafí ekki verið gætt að lýsa kröfum í bú sem tekin hafi verið til gjaldþrotameðferðar. í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að til viðbótar því sem gjaldfært var í ríkisreikningi 1990 sé ljóst að á ,árinu 1991 hafí fallið á ríkissjóð 21 milljón kr. vegna upp- gjörs lána hjá Stofnlánadeild land- búnaðarins. Telur Ríkisendurskoðun að landbúnaðarráðuneytið hafí ekki sinnt þessu máli sem skyldi. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.