Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 2
MÖRGÖNBtABÍÖ 'LÁtí6Á3ft>ÁÖUR( 2& ‘ÁGÖST'Í9§§
Hugsanlegar skemmdir á Herjólfí skoðaðar
Vegurinn brast írigningunum
Neskaupstað.
Norðfirðingar voru vegasambandslausir í tæpan sólarhring, eða frá því síðdegis á fímmtudag og fram
eftir degi í gær, þar sem vegurinn fór í sundur í miklum rigningum. Að undanförnu hefur verið unnið að
lagfæringum á brúnni yfír Norðflarðará óg var lagður bráðabirgðavegur yfír ána um 100 metrum neðan
við brúna. Mikið rigndi síðari hluta fímmtudags og hækkaði svo í ánni að vegurinn brast. Síðdegis í gær var
svo opnað fyrir umferð yfír brúna eftir bráðabirgðaviðgerð. Ágúst.
þessu meðan þetta er á réttri
leið,“ sagði hann.
Aðspurður um hvernig staðið
hafí verið að úttekt á skipinu af
hálfu yfírvalda hér á landi sagði
Páll Hjartarson að allt stálvirki
og teikningar sem lúti að sjálfu
skipinu hafi verið yfírfarið af
Norske Veritas og einnig sé um
teikningamar fjallað af Siglinga-
málastofnun. „Okkar þáttur í
þessu máli er öryggisbúnaður
skipsins og aðbúnaður og það hef-
ur allt staðist reglur og ekkert við
það að athuga," sagði Páll.
Hann sagði að þótt vera kunni
að á daginn komi að Heijólfur
uppfylli ekki allar þær væntingar
sem til skipsins hafí verið gerðar
þyki það á ýmsan hátt mjög gott,
vel búið, vel smíðað og frágangur
allur sagður til fyrirmyndar. Það
sé einnig á margan hátt gott sjó-
skip þótt það berji eitthvað á móti,
sem sé út af fyrir sig alþekkt
fyrirbæri.
Skipið vel sjóhæft og
öryggi farþega tryggt
- segir siglingamálastjóri
PÁLL Hjartarson siglingamálastjóri segir að Siglingamálastofnun
muni láta kanna botn Heijólfs, að öllum líkindum í dag, til að
ganga úr skugga um að engar skemmdir hafi orðið á botni skipsins
í veðrinu síðastliðinn föstudag. Hann segir engan vafa á því að
skipið sé vel sjóhæft og öryggi farþega sé fyljilega tryggt um borð
í því. „Farþegar þurfa ekki að óttast neitt. Óryggi þeirra er ekki
nein hætta búin. Það er einfaldlega gengið út frá því að skip-
stjóri sigli skipi sínu eftir því sem aðstæður bjóða hveiju sinni,“
sagði hann.
Páll sagði að Siglingamála-
stofnun ríkisins fylgist vel með því
sem fram komi um skipið og muni
fylgjast með þeim mælingum sem
gera á til að meta sjóhæfni þess
og aðgerðum í framhaldi af því.
„Við höfum ekki hugsað okkur
eins og málin standa núna að fara
að hafa nein sérstök afskipti af
Biskups-
stofa braut
gegn jafn-
réttislögum
KÆRA Auðar Sveinsdóttur
gegn Biskupsstofu fyrir meint
jafnréttisbrot við ráðningu um-
sjónarmanns kirkjugarða
haustið 1991 hefur fengið
stuðning kærunefndar jafnrétt-
ismála. Biskupsstofa ræður til
starfans, en valið stóð milli
landslagsarkitektanna Guð-
mundar Rafns Sigurðssonar og
Auðar, en að fengnum meðmæl-
um skipulagsnefndar kirkju-
garða var Guðmundur ráðinn
og hafi það verið brot gegn jafn-
réttislögum. Þetta kemur fram
í nýjasta tölublaði Vogarinnar,
fréttabréfs Jafnréttisráðs.
Að mati kærunefndar jafn-
réttismála eru Auður og Guð-
mundur bæði vel hæf til að gegna
umræddu starfí. Sé hins vegar lit-
ið til aldurs og starfsreynslu, leiði
hlutlægt mat í ljós að Auður standi
þar feti framar. Við málsmeðferð
kom það fram af hálfu Biskups-
stofu að færni í mannlegum sam-
skiptum og hæfíleiki til að sætta
sjónarmið væri stór hluti af starf-
inu. Það hefði verið mat skipulags-
nefndar kirkjugarða að Guðmund-
ur væri hæfari að þessu leyti.
Kærunefnd féllst ekki á þessa
röksemd, og niðurstaða hennar er
því sú, að brotið hafí verið gegn
6. grein jafnréttislaga við ráðn-
ingu Guðmundar. Undir álitsgerð-
ina rita Sigurður H. Guðjónsson,
hrl., Margrét Heinreksdóttir, sett-
ur héraðsdómari og Hjördís Há-
konardóttir, héraðsdómari, en hún
tók sæti Ragnhildar Benedikts-
dóttur, formanns kærunefndar og
skrifstofustjóra Biskupsstofu, sem
vék sæti sökum vanhæfis í málinu.
Ný spá Vinnuveitendasambands Islands um horfur í atvinnumálum
Atvinnuleysi á næsta
ári er talið verða 4-6%
VINNUVEITENDASAMBANDH) gerir nú ráð fyrir að atvinnuleys-
ið á næsta ári, eða á tímabilinu nóvember í ár fram í nóvember á
næsta ári, verði á bilinu 4-6%. Þetta er töluvert umfram það sem
spár Þjóðhagsstofnunar um 3% atvinnuleysi á næsta ári gera ráð
fyrir. Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ segir að það
sem liggi til grundvallar mati VSÍ sé einkum að samdráttur í
mannvirkjagerð verði harðari og krappari en áður var gert ráð
fyrir og veltufjársamdrátturinn meiri.
Þettá mál var til umræðu á fundi „Þjóðhagsstofnun bendir að vísu á
framkvæmdastjórar VSÍ í vikunni.
Þórarinn V. Þórarinsson segir að
á þessum fundi hafí komið fram
að veltusamdrátturinn sé ekki ein-
göngu bundinn við sjávarútveginn
heldur flestar aðrar atvinnugrein-
ar. Dæmi um þetta sé 12-13% sam-
dráttur f vöruinnflutningi til lands-
ins það sem af er þessu ári miðað
við sama tímabil í fyrra. „Við finn-
um fyrir því að menn eru að und-
irbúa frekari samdráttaraðgerðir í
fyrirtækjum sínum, sem óhjá-
kvæmilega hafa í för með sér
fækkun starfa,“ segir Þórarinn.
að ekki séu bein tengsl á milli
fækkunar starfa og atvinnuleysis,
en við teljum að þessi tengsl séu
nánari nú við þær aðstæður sem
ríkja."
I máli Þórarins kemur fram að
fyrir utan áhrifín af almennum
samdrætti f nágrannalöndum okk-
ar sökum minnkandi hagvaxtar
semMslendingar fari ekki varhluta
af megi nefna atriði eins og að
skólar hér séu ekki lengur jafn
aðg;engilegir og þeir voru. „Breytt
tilhögun námslána og skólagjöld
hafa dregið úr ásókn í nám og
þótt við sjáum ekki áhrif þess á
atvinnuleysið ljóslega má gera ráð
fyrir að þetta auki nokkuð við það
fremur en hitt,“ segir Þórarinn.
Aðspurður um hvemig VSÍ.
hyggst bregðast við þessum vanda
segir Þórarinn að tillögugerð þess
efnis sé hafín á vegum sambands-
ins. „Við viljum alls ekki að þessi
spá okkar nái fram að ganga. En
fyrst verður að horfast í augu við
vandann og síðan bregðast við
honum,“ segir Þórarinn. „Menn eru
nú að horfa fram á að kreppu-
ástand muni vara til lengri tíma
en áður þar sem ljóst er að mann-
virkjagerð í tengslum við nýtt ál-
ver er ekki á dagskrá á næstunni.
Verið er að skoða þessi mál á vett-
vangi VSÍ og þeirrar atvinnumála-
nefndar sem komið var á fót í kjöl-
far síðustu kjarasamninga. Við
metum ástandið sem svo að það
komi harðast niður á suðvestur-
homi landsins og öll teikn á lofti
að þar verði um meiri samdrátt
að ræða en áður hefur þekkst. Við
þessu verður að bregðast og sú
vinna er að hefjast hjá okkur.“
Sigurður tap-
aðioger 17.
í FIMMTU umferð Evrópu-
meistaramóts 20 ára og yngri í
skák í Hollandi tapaði Sigurður
Daði Sigfússon fyrir Grikkjan-
um Papaionnou. Sigurður er nú
í 17. sæti með 2Vi vinning.
Sigurður, sem hafði hvítt, tap-
aði skákinni eftir harða baráttu í
60 leikjum. Andstæðingur hans á
mótinu í dag verður Jelen frá Slóv-
eníu og hefur Sigurður svart.
Nýtt band á Konungsbók Eddukvæða
VIÐGERÐ hefur staðið yfír á Konungs-
bók Eddukvæða í Stofnun Árna
Magnússonar og lýkur henni í dag.
Verkið unnu þrír breskir sérfræðingar
Cambridge-háskóla í viðgerðum á mið-
aldahandritum. Að sögn Sigurgeirs
Steingrímssonar, starfsmanns Stofnun-
ar Arna Magnússonar, hefur tekist sam-
starf milli stofnunarinnar og þessara
aðila um frekari viðgerðir á íslenskum
fornhandritum.
Gamalt lím var hreinsað af kili Konungs-
bókar Eddukvæða og sett var nýtt skinn-
band utan um hana. Pergament var límt
í göt við kjöl bókarinnar með skinnlími.
Efni sem notuð eru við viðgerðina eru öll
náttúruleg og því auðvelt að Qarlægja þau
ef þörf krefur. Að öðru leyti var bókin
látin halda sér og ekki reynt að slétta úr
henni eða teygja á skinnblöðunum.
Konungsbók Eddukvæða er 45 skinn-
blöð, eða 90 síður. Handritið var skrifað
á síðari hluta þrettándu aldar. Brynjólfur
Sveinsson sendi það til Danmerkur á sautj-
ándu öld til Friðriks konungs. Þar var
handritið allt þar til Danir afhentu íslensku
þjóðinni hluta af ritum Ámasafns. „Band-
ið sem hefur verið á bókinni er frá lokum
átjándu aldar. Bókin hefur verið tekin úr
bandinu a.m.k. tvívegis á þeim tíma, í
fyrra skiptið 1891, þegar gert var ljósrit
af henni í Kaupmannahöfn, og í síðara
skiptið í Reykjavík 1986 þegar nýtt ljós-
prent var gert af bókinni í litum,“ sagði
Sigurgeir.
Hann sagði að bandið hefði verið orðið
slitið og auk þess hefði bandið verið of
þröngt fyrir bókina, en blöðin voru límd
við kjölinn. „Notaðar voru aðferðir sem
notaðar eru við prentaðar bækur og var
alsiða á þessum árum. Bókinni var því
meira eða minna haldið saman af lími en
ekki af saumum. Nú er reynt að færa
bókbandið nær því horfí sem hefur senni-
lega verið þegar bókin var gerð.“
Bresku sérfræðingamir Nicholas Had-
graft, Melvin Jefferson og Alan Farant
hafa síðan á föstudag í síðustu viku unnið
við viðgerðina og hafa þeir notað náttúru-
leg efni, eins og hör í tvinna, lím unnið
úr skinni, auk hveitilíms og skinnpjatla.
Utan um bókina var að endingu settur
eikarskjöldur klæddur skinni. Sérfræðing-
amir gáfu alla sína vinnu og sagði Sigur-
geir að þeim hefði þótt mikið til þess koma
að fá að vinna við þetta þekkta handrit.
Sigurgeir sagði að til stæði að gera við
eina til tvær bækur á ári og líklega yrði
Skarðsbók Jónsbókar næst fyrir valinu,
en hún er orðin slitin á kili.