Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 16
MÓlUttJNBLÁÐIÐ lÍAUGARDAGUR '22. ÁRUST 1992 16 Minning Gunnbjörg Steins- dóttír frá Miðkrika Fædd 13. maí 1910 Dáin 10. ágúst 1992 Nú er hún elskuleg tengdamóðir mín látin eftir langvinn og erfið veik- indi. Ég sat hjá henni síðasta kvöld- ið hennar, Dagurinn hafði reynst henni svo erfíður. Augun voru lok- uð. Allt var hljótt. Eg lagði enni mitt að vanga hennar og talaði við Drottin og talaði við hana. Við áttum sama Drottin, hún og ég, sömu trú. Höfðum átt lengi. Eftir drykklanga stund sagði hún veikum rómi: „Ertu þama ennþá, Ásta mín?“ „Já, amma mín, ég er hérna ennþá." „Það er gott,“ sagði hún og svo sofnaði hún og fór til annarrar tilveru. Þessi elskulega kona sem kom til Reykjavíkur austan úr Fljótshlíð tví- tug að aldri. Náttúrubam. Unnandi fegurðar og lita. Unnandi orða og góðleika. Fersk og full af tiltrú á lífíð. Þessi kæra kona, sem fyrstu árin sín í borginni tók strætisvagn úr vesturbænum inn að Elliðaám til þess að vaða berfætt og láta vatnið flæða um fætur sína. Til þess að snerta jörðina. Rifja upp hamingju æskuáranna. Kætast. Þessi elsku- lega kona, sem örlögin vora stundum svo harðhent við, og fór inn í hveija kirkju til að biðja fyrir börnunum sínum. Nú er hún farin og ég átti eftir að segja svo margt við hana. Við höfðum verið vinir í þijátíu og fímm ár. Ég átti eftir að þakka henni fyr- ir hve vel hún tók mér í upphafi og fyrir heimilið sem við deildum saman þá. Leiðsögn í ótal atriðum, um- hyggju með heilsu minni. Sameigin- lega gleði yfír glókollunum. Víðáttu- mikinn faðm hennar þegar á móti blés. Bijóstvörn fyrir mig og bömin mín. Hjartarými. Hetjulund. Örlæti af litlum efnum. Samstarf í sveit. Umfram allt annað áttum við sameiginlega trú. Sameiginleg bæn- arefni og bænastundir. í lokin áttum við sameiginlega bænastund. Kinn við kinn. Og lífsandinn fór aftur til Guðs sem gaf hann. Lofaður veri Drottinn og blessi minningu einstaklings sem með til- vera sinni gerði öðram bærara að lifa. Megi hann einnig blessa eftirlif- andi maka sem í' háum aldri situr einmana og syrgir látinn ástvin. Asta Jónsdóttir. Við fráfall ömmu minnar, Gunn- bjargar Steinsdóttur, er mér ofar- lega í huga hve miklu oftar ég vildi hafa notið samvista við hana en raun varð á. Harmleikur okkar aldar er án efa tímaskortur. Þar að auki veij- um við tíma okkar oft til einskis við fánýta hluti. Á hinn bóginn minnist ég ömmu með þakklæti fyrir þau miklu verðmæti sem kynni hennar vora. Mér þótti ætíð mikið til hennar koma. Hún kunni margt skemmti- legt og hafði. frá mörgu að segja. Frásagnir hennar rötuðu beina leið að hjarta mínu. Nú þegar leiðir skilja leitar hugurinn til liðinna ára, allt til þeirra daga þegar búskapur var í fullum blóma í Miðkrika. Þar vora amma og afí Gummi bústólpar. Þó ég dveldi þar aldrei langdvölum, stend ég þar ekki algerlega utan- gátta. Þegar sólin var aftur snúin heim úr suðri og lofaði hlýju sumri, var jafnan mikil eftirvænting í hugum okkar systkinanna. Þá var kominn tími til að heimsækja ömmu og afa í sveitina. Það kom aldrei á okkur stekkjarsnoð í Miðkrika. Þar var nóg rými fyrir alla. Við bæinn er grösugt tún sem nær suður út í mýri og upp að bragga, en til vesturs breiðast víðáttumiklar graslendur. Þetta fagra engjaval opnaðist eins og óskrifaða blaðið hans Einars Ben. og var ómótstæðilegt fyrir okkur borgarbörnin. Það var töfrandi að skunda „út í hólf“ og þyrla upp vor- fíðrildum úr grasinu með þýðasta óm sumarsins yfír höfði sér, hnegg hrossagauksins. Hér var loftið alltaf svo heilnæmt og ferskur vorblærinn gerði hugann sjúkan af athafnaþrá. Svo kom jakobsfífíll í þúfu og blóð- berg við stein. Ef farið var í fýlu, var gaman að láta jörðina gleypa sig og leggjast í græna laut og virða fyrir sér hvelf- ingu himinsins. En haukfrán augu gamla bæjarins náðu út yfír öll engi og tún og misstu aldrei sjónar af okkur. Bærinn reis hátt úr jörðu eins og landvættur. Eins og Fljóts- hlíðin var aðeins tákngervingur Hall- gerðar í huga Gunnars á Hlíðar- enda, þannig var gamli bærinn í Miðkrika og mikilleiki hans aðeins tákngervingur ömmu og afa Gumma og umhyggjusemi þeirra. Oft og einatt yar leikið sér á balan- um við lækinn og sagðar skrýtnar sögur. Ég hætti mér aldrei yfir girð- inguna til Jóns Gassa, því hann át stráka og dúfur! Svo átti hann mann- ýgt naut með hring í nefinu. Stund- um var farið út í hlöðu að fljúgast á með Brynjari frænda og svo áttum við sjálfír bú í gömlu tóftarbroti við hliðina á fjósinu. Þar söfnuðum við kindahomum og lambakjálkum. Þegar við voram að smala fyrir réttir gekk amma eins og liðsforingi um túnin. Hún blístraði iðulega ein- hveija lagleysu, á milli þess sem hún mælti fyrir um aðgerðir. Réttir og heyskapur vora óslitið ævintýri í sveitinni hjá ömmu. En sunnudagar vora alltaf hvíldardagar og helgidag- ar í Miðkrika. Þá var ekkert unnið og við máttum ekki smíða niðri í kjállara. Messan í útvarpinu barst auðveldlega niður milli þilja og hvell söngröddin hennar ömmu blandaðist sálmasöngnum við og við. Skömmu síðar var snædd lambasteik og rauðkál, brúnaðar kartöflur, sulta og sósa. I þessum heimi dró amma skó sína af fótum sér og gekk á undan okkur á beram kjúkunum á dögg- votri jörð. Amma elskaði sveitina sína og sveitin hennar var helg jörð. Og við elskuðum ömmu. En nú er hún Snorrabúð stekkur og amma er ekki Iengur með okkur. Svo afsleppt ef lífíð. Vandað mál var henni ömmu ígró- ið og oftast talaði hún hægt og skipulega. Hún hafði áhyggjur af því að íslenskt mál væri að leggjast undir rekumar og henti stundum grátt gaman að málfari okkar krakkanna að sunnan. Stundum svall henni móður af ákefð og ein- lægni, ekki síst þegar fjallað var um pólitík, en hún sýndi aldrei vanstill- ingu. Mér er enn í fersku minni hvískur hennar þegar hún mælti fram grundvallaratriði og stórasann- leik. Stundum lauk hún upp dyram endurminninganna og rifjaði upp dýrmætar stundir úr sveitinni og þá var eins og tungan byijaði að yrkja sjálf, eins og í Snorraminni. Hún var mikill Ijóðaunnandi og fór með hend- ingar úr kvæðum íslensku skáldjö- franna með djúpri lotningu. Þá draup hunang af vörum hennar. Frásagn- argáfa ömmu og afa Gumma glæddu án efa máltilfinningu okkar. Amma var trúuð kona. Hún hafði heita og lifandi guðsvitund og gekk í Hvítasunnusöfnuðinn. En hún var líka þjóðkirkjukona. Af samneyti mínu við ömmu hefír mér orðið það því hugstæðara sem lengra hefír lið- ið, hversu ósnortin hún var af öfg- um. Hún var á varðbergi gegn Öfg- um. Hún vildi ekki skipa æðsta bekk í samkundum og standa og biðjast fyrir til þess að verða séð af mönn- um. Hún átti sér í einrúmi hljóðar hátíðarstundir með beygðum knjám og bænastaf, þar sem Guð birti henni náði sína. Nú hefír hann, sem sér í leynum, kallað hana til sín. Amma var þrotin heilsu þegar hún lést, en hún var ern í anda. Að vera viðbú- inn, er allt og sumt. Sár harmur er kveðinn að afa Gumma við andlát ömmu og bið ég góðan Guð að heyra andvarp hans og líkna hjarta hans. Bryiýólfur Ólason. Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika yrði ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað en hefði ekki kærleika væri ég ekki neitt. Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að ég yrði brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður, kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsam- ur, hreykir sér ekki upp. Hann hegð- ar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin. Hann reiðist ekki, tilreikn- ar ekki hið illa. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sann- leikanum. Hann breiðir yfír allt, trú- ir öllu, vonar allt, umber allt. Kær- leikurinn fellur aldrei úr gildi. En nú varir trú, von og kærleikur en þeirra er kærleikurinn mestur. Þessi kafli úr Korintubréfi Páls postula hefur leitað á hug minn þeg- ar ég hverf á vit minninganna um ævi og lífshlaup fóstursystur minnar, Gunnbjargar Steinsdóttur frá Kirkjulæk. Hún kom hér á jörðina með birt- unni, gróandanum og vorboðunum 13. maí 1910 og sveif burt í síðsum- arsólina 10. ágúst sl. Þetta var eins og hún sjálf var, fijókomið, sem vaknaði með vorinu, breiddi sig mót sólinni, þroskaðist um hásumartíð og skilaði hinni fullkomnu uppskeru í sumarlok. Hún var stór, sterk og bein eins og fagurvaxið tré. Og þetta stóra, sterka tré brotnaði aldrei í stórviðram lífsins, en hélt sinni reisn uns yfír lauk. Gunnbjörg var örgeðja og tilfinn- ingarík en stillt og sterk. Þegar ég var aðeins sex vikna kornabam var ég tekin á heimili foreldra hennar, Sigurbjargar Gunn- arsdóttur og Steins Þórðarsonar á Kirkjulæk. Þá var Gunnbjörg 15 ára gömul, Ingileif systir hennar 16 ára og Ólafur bróðir þeirra 13 ára. Það er með mínum fyrstu minningum að ástúð og umhyggja umlukti mig frá þeim öllum og sú umhyggja hef- ur haldist fram á þennan dag. Og svo var það hún Gunnbjörg mín með sínar listahendur sem saumaði öll fínu fötin á mig, sem engan áttu sinn líka. Þvílíkt, sem hún hafði litlu systur fína! Hún sagði mér fyrir skömmu, þegar ég reyndi að tjá henni þakk- læti mitt fyrir allt sem hún hafði verið mér, að þetta væri ekkert að þakka, þetta hefði bara verið eigin- gimi, hún hefði strax eignað sér mig og viljað eiga mig alein. Hún sagði mér einnig að hún hefði oft um heyskapartímann tekið með sér á engjamar eitthvert „fínerí" sem hún var að sauma á mig til þess að geta gripið í það í kaffítímanum, sem varla var nema 15-20 mínútur. Þegar ég sjálf eignaðist dóttur tók hún til við að sauma fínu kjólana á hana. Dóttir mín var með þeim ósköpum fædd að viija alls ekki láta klæða sig í föt, en daginn sem hún varð ársgömul kom pakki með fal- legum kjól frá Gunnu frænku og sú stutta varð svo hrifin af kjólnum að hún lét klæða sig í hann með bros á vör. Þessi kjóll er til enn þann dag í dag. Þegar ég var átta ára gömul giftust báðar fóstursystur mínar, Ingileif fór ekki langt, búsetti sig á Kollabæ, sem er í námunda við Kirkjulæk, en Gunnbjörg flutti til Reykjavíkur. Þvílíkt tómarúm að missa í einu af báðum þessum glað- væru, góðu systrum, sem alltaf tóku mig með sér á samkomur og böll í samkomuhúsinu, sem var í landar- eign Kirkjulækjar. Ég hef oft undr- ast það síðar, þegar ég hafði aldur og vit til, að þær skyldu nenna því að drösla litlu stelpunni með sér. Og svo kom stóra stundin að Gunnbjörg bauð litlu systur að koma til Reykjavíkur, þetta var á við heimsreisu nú til dags. Þetta var upplifun. Hún sat á kvöldin við að sauma lítil, falleg föt á litla barnið sem hún átti von á og ég fór ekki varhluta af þeim saumaskap, frekar en fyrri daginn. Það var iíka saumað á dúkkurúmið mitt, sæng og koddi með þremur settum utanum og því- líkt sem þetta var fallegt. Eitt litla sængurverið er til ennþá og er geymt sem dýrgripur. Maður Gunnbjargar hét Ágúst Ólafsson en þau slitu samvistir. Þau eignuðust þtjú börn, Steindór, Óla og Sigurbjörgu. Á miðjum aldri giftist hún aftur Guðmundi Jóhannssyni, bónda í Mið- krika í Hvolhreppi. Það var gæfu- spor. Guðmundur reyndist henni sannarlega ástríkur eiginmaður. Hann stóð við hlið hennar við að hlúa að börnum hennar, barnabörn- um og öldraðum foreldram. Þau tóku foreldra Gunnbjargar til sín þegar þau vora orðin öldruð og farin að heilsu og kröftum. í þrettán ár viku þau varla frá þeim og önnuð- ust þau af ástúð og nærgætni. Þau önduðust hjá þeim í hárri elli. Ég vil hér og nú flytja Guðmundi hjartans þakkir fyrir allt sem hann var henni og ástvinum hennar. Áður en þau giftust hafði Gunn- björg annast aldraða móðursystur sína svo sómi var að. Margir áttu því láni að fagna að dvelja á heimili Gunnbjargar og Guðmundar og allt- af voru þau að hlúa að þeim sem voru þurfandi fyrir hlýju og öryggi. Gestrisni var sannarlega í hávegum höfð á heimili þeirra hjóna og voru þau einstaklega samhent í því sem öðru. Þau voru sterkust einkenni Gunn- bjargar að ef einhver var að reyna að tjá henni þakklæti sitt, fannst henni hún aldrei hafa verið í stakk búin að gera neitt fyrir neinn, henni fannst hún ekki hafa haft þá pen- ingalegu auðlegð sem til þyrfti til að ausa af. Þá komu oft í hug minn setningar úr Spámanninum eftir Kahlil Gibran: Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér. Til eru þeir, sem eiga lítið oggefa það allt. Þetta eru þeir, sem trúa á lífið og nægtir lífsins og þeirra sjóður verður aldrei tómur. Til eru þeir sem gleðjast þegar þeir gefa og gleðin er laun þeirra. Og til eru þeir sem þjást þegar þeir gefa og þjáningin er skím þeirra. Og til eru þeir sem gefa og þekkja hvorki þjáningar þess né gleði og eru sér ekki meðvitaðir um dyggð sína. Þeir gefa eins og blómið í garðinum sem andar ilmi sínum út í loftið. Með verkum þeirra talar Guð til mann- anna og úr augum þeirra lýsir bros hans jörðinni. Já, hún gaf svo sannarlega eins og blómið án þess að hafa hugmynd um það sjálf. Frá því ég man fyrst eftir mér og til brottfarar hennar var hún ekki aðeins systir mín held- ur einnig besti vinur minn. Hún var alltaf til staðar með vernd sína og umhyggju. Ég þakka skaparanum af öllu mínu hjarta fyrir þá stóru gjöf að gefa mér hana að ástvini. Ég bið góðan Guð að hugga og blessa eiginmann hennar, böm henn- ar og alla afkomendur og ástvini. Guðrún Hulda. Við gengum tvær Gunnbjargir norður veginn á landi Miðkrika, önn- ur fjögra ára, hin nálægt sextugu. Við voram að koma frá mjöltum og sú styttri hélt á litlum mjólkurbrúsa í annarri hendi, en það var brúsi sem hún mátti eiga þegar hún var hjá afa og ömmu. Afí sagði að það væri í honum tuddamjólk. Ég unni brús- anum, hann var stolt mitt af því með honum gat ég tekið þátt í verk- um fullorðinna og hann var jafn- framt lykill að leyndardómi sveita- lífsins, af því þetta var eini brúsinn sem heyrst hefur að geymi tudda- mjólk. Sú mjólk var jafnan sú besta sem völ var á. í hinni hendi minni var hönd Gunnbjargar eldri. Hún hafði undinn þumalfingur sem nerist sífellt við hönd mína. Ég spurði oft hvernig fingurinn hefði orðið svona og hún sagði að hann hefði einu sinni farið úr liði og læknirinn sem annað- ist fíngurinn hefði ekki kunnað sitt fag nógu vel. Amma lallaði sjaldan, hún gekk ávallt eins og mikið lægi við. Eg horfði upp eftir svip hennar, hún hafði klút yfir hárinu og blístr- aði lagstúf fyrir munni sér sem ekki heyrðist hver var af því hún hleypti lofti út um varirnar um leið og hún blístraði, rétt eins og hún vildi engan móðga. Hún starði út í fjarskann skörpum augum og svaraði spum- ingum nöfnu sinnar annars bugar en vísaði þeim þó aldrei frá. Við voram báðar á stígvélum sem hún hafði sprautað köldu vatni eftir að mjöltum lauk. Hún var mikil Kona í huga mínum og ég var ósegjanlega stolt yfir brúsanum mínum og Kon- unni, ömmu minni, mér við hlið og fannst ég líka vera kona. Þetta var fyrir mörgum áram og myndin af Konunni hélst óbreytt í mörg ár. Bamshugurinn rann saman við fleiri strauma og stefnur og und- ir táningsaldri varð sú stutta ósátt við þetta aflmikla nafn, Gunnbjörg, fannst það of íslenskt og fyrirskip- aði öllum undir fimmtán ára aldri að kalla sig Georg. Þeir sem eldri voru máttu ekki vita þetta af því ég vildi ekki láta Konuna heyra af þessu; hafði enda bit í samviskunni vegna hennar. Við áttum nafnið saman og ég vildi ekki ógna þeim streng sem það batt. Enn fleiri ár liðu og nú era rösk fjögur ár síðan tvær konur mættust aftur báðar í leit að „Gunnbjörgu". Mjólkurbrúsinn var löngu týndur, höfuðklútarnir horfnir og stígvélin komin á haugana. Ekkert var lengur eins nema handtakið. Eldri konan glímdi við miskunnarlausar krumlur veikindanna, yngri konan við alls óöruggt fótatak í gangi lífsins. Lífið allt í einu orðið undarlega marg- breytilegt litróf í stað tveggjá lita og nýir tímar tóku við. Amma þurfti oft að koma til borgar til læknismeð- ferðar og mér auðnaðist að aka henni á milli staða oft og tíðum. I þessum ferðum byijuðum við að vefa þann streng sem ég sit nú und- arlega tómhent með í hjarta mínu. Þetta var strengur ofínn af tveimur og þegar önnur konan er farin er ekki hægt að halda áfram með hann. Við spjölluðum um allt sem vakti umhugsun okkar. í Konunni mætti ég guðfræðingi, mannfræðingi, nátt- urufræðingi, barni, gamalmenni, konu sem hefur bugast og brotnað, konu sem hefur risið upp og barist, konu sem óttaðist, konu sem hafði kjark, konu sem hefur vemdað reisn sína og annarra. Umfram allt mætti ég manneskju. Þegar hún var vistuð á spítala urðu samverustundirnar enn fleiri, stundum ein klukkustund, stundum tvær og stundum fleiri. Myndin af Konunni dýpkaði. Ég sá ekki lengur það eitt sem hún var mér, og er það þó efni í mörg orð, ég sá brot af leyndardómi lífsins, manneskju sem var mér framandi um leið og hún var mér náin. Hreysti leið úr líkama hennar eins og lærisveinn sem svíkur meistara sinn, en hugurinn var skarpur til hinstu stundar. Stundum reis þessi litli líkami við dogg þegar hún tjáði sig um hluti sem voru henni þung- bærir. Við tókumst á, hún gat verið beinskeytt og hvatvís og þegar hún sá að mér svall móður átti hún það til að hlæja góðlátlega. Á þessum stundum tjáði hún oft sínar dýpstu þrár, þrár sem höfðu gist innsta inni hennar alla tíð og voru svo stórar og ástríðufullar að minntu helst á brimið í ólgandi hafí. Þrár sem var- irnar neituðu að opinbera þegar mest lá við og brotnuðu þess í stað á kletti og særðu þann sem bar þær. Ég kunni engin orð á þeim stundum. Oftast var hún þó mild og alltaf tignarleg. Við vorum báðar spyijandi en hvíldum hugann gjarn- an við náttúrufegurð, sátum þá við gluggann í herbergi hennar í Borg- arspítalanum, horfðum á suðrið og töluðum um fegurðina í Eyjafjöllum, en um þau talaði hún eins og drottn- ing um ríki sitt. „Þú verður að bíða þangað til sól lækkar á lofti, þá koma skuggarnir í fjöllin og litimir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.