Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992
Stj órn Lindu hf. ósk-
ar eftir greiðslu-
stöðvun í þijár vikur
STJÓRN súkkulaðiverksmiðjunnar Lindu hf. óskaði í gær eftir greiðslu-
stöðvun til þriggja vikna, en það var gert vegna slæmrar lausafjár-
stöðu fyrirtækisins. Á greiðslustöðvunartímanum verður leitað leiða
til að laga stöðuna og tryggja áframhaldandi rekstur verksmiðjunnar,
en á meðal þess sem til greina kemur er að selja eignir, sem verulega
myndi draga úr skuldum fyrirtæksins.
Sigurður Arnórsson, fram-
kvæmdastjóri Lindu hf., sagði að
óskað hefði verið eftir greiðslustöðv-
un til að menn gætu fengið vinnu-
frið um tíma, en verið væri að ljúka
vinnu við nokkur stór mál sem ættu
að geta fleytt fyrirtækinu áfram tii
framtíðar.
Súkkulaðiverksmiðjan Linda hefur
starfað á Akureyri frá árinu 1948,
eða í 44 ár, og í fréttatilkynningu
sem stjóm fyrirtækisins sendi frá sér
í gær segir að það hafi ávallt verið
stefna fyrirtæksins að framleiðslan
fari fram á Akureyri. Fyrir um það
bil tveimur árum var samþykkt að
Skipulagsnefnd Akureyrar, lög-
reglan og Umferðarráð standa að
fræðslunni í samvinnu við grunnskól-
ana í bænum, en fóstrur og lögreglu-
menn annast kennsluna. Hvert nám-
skeið stendur í tvo daga, klukkustund
í senn, en kennslan byggist á fræðslu
um ákveðin atriði er varða umferð-
ina. Áhersla er lögð á að tengja
umferðarreglumar við aðstæður
bamanna hvetju sinni og er fjallað
ítarlega um reglur fyrir gangandi
fólk, hjólreiðar bama og hjólreiða-
hjálma. Einnig er rætt um notkun
bílbelta og bflstóla og nauðsyn þess
áð yera með endurskinsmerki.
Ýmsar leiðir verða notaðar til að
auka hlutafé til að styrkja stöðuna
og bættust þá nýir hluthafar í hóp
eigenda. I tilkynningunni segir að
þá hafi verið ljóst að áhættan hafi
verið nokkur vegna stöðu fyrirtækis-
ins.
Á sama tíma og nýir eigendur
bættust við var hafíst handa um
endurskipulagningu og hagræðingu
í rekstri Lindu, en þær aðgerðir hafa
tekið lengri tíma en áætlað var í
upphafi auk þess sem samdráttur í
þjóðfélaginu hefur haft neikvæð
áhrif á rekstur Lindu rétt eins og
annarra fyrirtækja.
ná til bamanna, spjallað og sýndar
glærur, sögð sagan af Siggu og
skessunni í fjallinu, sungið og sýndar
kvikmyndir. Þá verður veitt fræðsla
til foreldra og uppalenda um þær
grundvallarreglur sem böm þurfa að
kunna og um orsakir umferðarslysa
á bömum.
Fræðslan fer fram í Lundarskóla
24. og 25 ágúst kl. 9.30 til 10.30
og kl. 15 til 16 og í Glerárskóla kl.
11 til 12 og 13.30 til 14.30. Dagana
26. til 27. ágúst verður umferðar-
fræðslan í Bamaskóla Akureyrar kl.
9.30 til 10.30, í Síðuskóla kl. 11 til
12 og 13.30 til 14.30 og í Oddeyrar-
skóla kl. 15 til 16. (Fréttatilkynning)
Nokkur
hundruð
suður á bik-
arleikinn
„ÞAÐ ER mikil stemmning
ríkjandi þannig að það má
reikna með að nokkur hundr-
uð manns leggi leið sína suð-
ur á leikinn,“ sagði Sigur-
björg Níelsdóttir starfsmað-
ur í KA-heimilinu.
KA og Valur leika sem kunn-
ugt er til úrslita í Mjólkurbikar-
keppninni í knattspyrnu á
Laugardalsvelli á morgun,
sunnudag, og vitað er að fjöl-
margir stuðningsmenn KA-
manna ætla að bregða sér suð-
ur yfir heiðar af því tilefni.
Sigurbjörg sagði að í gær
hefði verið stöðugur straumur
fólks í KA-heimilið til að kaupa
miða á leikinn og einnig til að
skrá sig í hópferð sem farin
verður suður á sunnudags-
morgun. Þá færu einhveijir í
leiguflugi og væri búið að fylla
eina flugvél suður auk þess sem
Flugleiðir byðu sérfargjöld
vegna leiksins. Mjög margir
fæm og á einkabílum.
„Það hefur verið góð sala á
miðum og hingað hefur streymt
fólk þannig að stemmningin er
góð og við reiknum með að
nokkur hundrað manns muni
fara suður til að sjá leikinn, en
auk þess á félagið dyggan hóp
stuðningsmanna á höfuðborg-
arsvæðinu og víðar," sagði Sig-
urbjörg.
Umferðarfræðsla
fyrir 5 til 6 ára böm
Umferðarfræðsla fyrir 5 og 6 ára böm á Akureyri hefst eftir
helgi, 24. ágúst, og stendur fram til 27. ágúst. Kennsla fer fram i
gmnnskólunum og er þetta þriðja árið í röð sem böraum á Akur-
eyri gefst kostur á að sækja námskeið umferðarskólans.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Tvö skip hafa landað loðnu hjá Krossanesverksmiðjunni á vertíð-
inni, Guðmundur Ólafur og Súlan, sem sést á þessari mynd.
Krossanesverksmiðjan
Tvö skip hafa landað
tæpum þúsund tonnum
TVÖ SKIP lönduðu loðnu hjá Krossanesverksmiðjunni í fyrradag,
samtals tæpum eitt þúsund tonnum. Verksmiðjan greiðir 4.300 krón-
ur fyrir tonnið, sem er ívið hærra en aðrar verksmiðjur greiða.
Guðmundur Ólafur ÓF kom með
285 tonn af loðnu til löndunar hjá
verksmiðjunni á fimmtudagsmorg-
un og um kvöldið kom Súlan EA
með 667 tonn.
Jóhann Pétur Anderssen fram-
kvæmdastjóri Krossanesverksmiðj-
unnar sagði að þetta magn væri
nóg til að ræsá verksmiðjuna, en
ásamt beinum sem nú er verið að
bræða þar er um að ræða þriggja
til fyögurra sólarhringa vinnu.
„Ég hef trú á því að það verði
töluverð loðnuveiði á vertíðinni og
kvíði því ekki að hráefni skorti, en
hins vegar er ég svartsýnn á sölu-
málin," sagði Jóhann Pétur. Hann
sagði að enn væra til nokkrar birgð-
ir af mjöli frá fyrri vertíð hjá verk-
smiðjunum. Verð á mjöli nú væri
mun lægra en var á síðustu vertíð,
lýsisverðið væri svipað, en dollari
hefði fallið um 15% frá sama tíma
á síðasta ári.
Kaupendur héldu að sér höndum
og virtust kaupa mjöl eftir hend-
inni, enda væri nýlega lokið góðri
vertíð í Danmörku og þá heyrðu
menn á skotspónum að Norðmenn
ættu mikið magn af mjöli í skemm-
um í Bretlandi. „Menn óttast ekki
hráefnisskort, en það er ljóst að
sölumálin verða erfíð og úr þeim
þarf að rætast," sagði Jóhann Pét-
ur.
Félagsstofnun stúdenta á Akureyrí
Stúdentagarður með níu
íbúðum tekinn í notkun
Magnús Guðjónsson
afhendir íbúum stúd-
entagarða við Kletta-
stíg lykla að íbúðum
sínum Á myndinni til
vinstri sést húsið sem
nú hefur verið tekið í
notkun en í forgmnni
sést hvar byijað er á
byggingu seinna húss-
STÚDENTAGARÐUR við Klettastíg var
tekinn í notkun í gær ári eftir að fyrsta
skóflustungan var tekin að húsinu. Um
er að ræða fyrsta húsið af þremur sem
rísa munu á svæðinu og í því em níu íbúð-
ir. Félagsstofnun stúdenta á Akureyri á
húsið og hefur hún nú til ráðstöfnunar
samtals 19 íbúðir auk 14 einstaklingsher-
bergja. Enn er mikil þörf á húsnæði fyrir
stúdenta við Háskólann á Akureyri, en
þessi bygging bætir úr brýnni þörf.
Ifyrsta húsið af þremur á svæðinu við
Klettastíg var tekið í notkun í gær. í húsinu
eru níu íbúðir, fjórar þriggja herbergja og
fimm tveggja herbergja. Minni íbúðimar eru
54 fermetrar að stærð auk 10 fermetra í
sameign, en þær stærri eru 64 fermetrar auk
sameignar, m.a. leikherbergis og þvottahúss,
en sorp og hjólageymslur era í útihúsi. íbúð-
imar em afhentar með eldavél og ísskáp auk
þvottavélar í sameign.
Þegar eru framkvæmdir hafnar við bygg-
ingu samskonar húss, sem verður tilbúið í
ágúst á næsta ári, og á næstu dögum verður
boðin út bygging stúdentagarðs þar sem verða
12 einstaklingsherbergi og sameiginlegt eld-
hús fyrir fjögur herbergi. Það hús á einnig
að afhenda fullbúið eftir ár.
Kostnaður við byggingu fjölbýlishúsanna
er um 53 milljónir króna, þannig að tveggja
herbeija íbúð kostar um 5,6 milljónir og
þriggja herbergja um 6,3 milljónir króna. Við
hönnun húsanna var lögð áhersla á góða
nýtingu og lítið viðhald í framtíðinni. Bygg-
ingakostnaður er fjármagnaður að stærstum
hluta, eða 90%, af Byggingasjóði verkamanna
og af Akureyrarbæ, auk framlaga.
Félagsstofnun stúdenta hefur nú til ráð-
stöfunar tíu íbúðir og 14 einstaklingsherbergi
í Útsteini við Skarðshlíð og níu íbúðir við
Klettastíg. Að ári bætast við níu íbúðir og
12 einstalingsherbergi, þannig að íbúðirnar
verða samtals 28 og herbergin 26.
Dan Brynjarsson, formaður Félagsstofnun-
ar stúdenta á Akureyri, sagði að með tilkomu
hússins við Klettastíg væri vissulega bætt
úr brýnni þörf stúdenta við Háskólann á
Akureyri á húsnæði, en Iangt væri í land
með að eftirspuminni væri fullnægt. „Við
ætlum að byggja þau tvö hús sem verða hér
á lóðinni við Klettastíg og staldra síðan við
og skoða málið,“ sagði Dan. Hann sagði að
þröngt hefði verið og væri á leigumarkaði í
bænum og mikil samkeppni um húsnæði milli
námsmanna og annarra þannig að ekki veitti
af íbúðum. Búið væri að taka frá í skipulagi
lóð fyrir stúdentagarða neðan við Verk-
Morgunblaðið/Rúnar Þór
menntaskólann á Akureyri, en það væri hugs-
að til lengri framtíðar.
Arkitektastofan við Ráðhústorg, Verk-
fræðiskrifstofa Norðurlands og Raftak sáu
um hönnun, Verkfræðiskrifstofa Sigurðar
Thoroddsens um eftirlit, en Fjölnir er bygg-
ingarverktaki við fjölbýíishúsin.