Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992 29 í dag verður kvödd frá Hóls- kirkju, Halla Pálína Kristjánsdóttir föðursystir mín. Um æviskeið Höllu væri hægt að skrifa stóra bók, en það verður ekki gert með þessum fátæklegu orðum hér. Halla frænka var einhver besta manneskja sem ég hef kynnst. Það eru tvær konur sem verða manni ógleymanlegar án þess að á nokkum verði hallað, en það eru Halla og móðir mín Berg- þóra, sem látin er fyrir nokkrum misserum, en á milli þeirra mág- kvenna mynduðust sterk vináttu- bönd. Halla giftist þeim sómamanni Jónatani Einarssyni 1. júlí 1953. Yfir þeim hjónum ríkit alltaf ein- hver tignarleiki, sem erfitt er að lýsa. Ég man að þegar við systkini mín og ég vorum lítil og fréttum að von væri á þeim í heimsókn, hvað við hlökkuðum alltaf mikið til að hitta þau. Frá þeim geislaði góð- mennskan, glaðværð og umhyggja fyrir okkur sem og öðrum börnum systkina Höllu. Sem dæmi sem lýst gæti þessari yndislegu manneskju, þá fagnaði hún öllum nýjum fjöl- skyldumeðlimum af miklum innileik hjá okkur systkinunum öllum. Halla gleymdi engum. Halla bar slíka umhyggju og hjartahlýju fýrir öll- um, sem engin gleymir. Þannig verður hún okkur í minningunni. Við kveðjum þessa merkiskonu með miklum söknuði, og biðjum guð að styrkja þig Jónatan og fjölskyldu þína að eilífu. Kristján Magnússon. Það svífur að hausti. Að þessu sinni verður haustið dimmara og daprara en fyrr, því hún Halla amma er farin frá okkur. Elsku amma, sem var okkur öllum svo góð. Minningarnar streyma fram í hugann, því öll höfum við dvalið um lengri eða skemmri tíma á Völu- steinsstrætinu hjá ömmu og afa. Amma kenndi okkur svo margt. Hún lagði ríka áherslu á að við værum dugleg og samviskusöm í öllu sem við tækjum okkur fyrir hendur. Með því svikjum við hvorki okkur sjálf né aðra. Mest lærðum við þó af umgengni við hana. Við sáum hvernig hún ræktaði fjöl- skyldu og vini alla tíð. Gladdi með gjöfum, hringingum og kveðjum á gleðistundum. Sagði hughreysting- arorð þegar syrti að. Gestrisni ömmu var með ein- dæmum og þeir eru margir sem þegið hafa veitingar á „Völó“. Sjálf nutum við þess í ríkum mæli. Hvers- dags sátum við í eldhúsinu hjá ömmu og hámuðum í okkur snúða, lummur og pönnukökur að vild. Að vísu hafði hún ekki undan fyrr en hún fór að baka „á tveimur í einu“. Á sunnudögum dugði ekkert minna en veisluborð í stofunni og þar var rætt um heima og geima. Allir sem amma veitti fundu þessa alúð og hlýju. Síðastliðinn laugardag, 15. ág- úst, kvaddi amma okkur hvert og eitt barnabarnanna sinna 10, stór og smá. Við vitum að amma hrædd- ist ekki dauðann, en henni fannst sárt að þurfa að kveðja okkur öll. Það síðasta sem hún áminnti for- eldra okkar um var að passa böm- in, það lýsti henni vel. Við kveðjum elsku ömmu okkar með þakklæti og stolti en fýrst og fremst með miklum söknuði. Elsku góði afí, hugur okkar og samúð verður hjá þér. Jónatan, Ragnhildur Guðrún, Trausti Salvar, Magnús Már, systkini og frændsystkini. Það haustar að, hún Halla í Bol- ungarvík er látin, hún lést á Land- spítalanum 16. ágúst sl. og verður jarðsett frá Hólskirkju í dag — er ekki eins og fjöllin drúpi höfði og er ekki dapur undirtónn í gný brims- ins við Bijótinn. 17. mars 1930 var v^rið á næsta leiti, þegar ung hjón á ísafírði tóku fagnandi á móti sjöunda barninu sínu, lítilli fallegri hnátu sem hlaut nafnið Halla Pálína, hún var skírð eftir fósturforeldrum móður sinnar, merkishjónunum Hallberu og Páli á Kirkjubóli í Skutulsfírði, þeim hjónum varð ekki barna auðið en ólu upp mörg börn sem sín eigin. Foreldrar Höllu, Rannveig Salóme Sveinbjörnsdóttir og Krist- ján Hannes Magnússon, króki, bjuggu á ísafirði allan sinn búskap. Þó ekki væru efnin mikil og ekki alltaf sjálfgefíð að fá vinnu á þeim árum, tókst þeim með þrautseigju og dugnaði að koma upp og til manns sínum stóra barnahópi. Ibúð- in í Vallarborg, þar sem systkinin 7 ólust upp, var ekki stór, en þar ríkti kærleikur, hjálpsemi og gest- risni, þangað þótti öllum gott að koma þó hvorki væri hátt til lofts né vítt til veggja. Þessa mannkosti flutti Halla með sér þegar hún stofnaði sitt eigið heimili. Ég vil nefna það sem einkenndi Höllu sérstaklega, en það var um- hyggja hennar fyrir systkinum sín- um, systkinabömum og öllum ætt- mennum, hún gladdist með öllum þegar vel gekk og fylgdist með af samúð og hjálpsemi þegar eitthvað bjátaði á. Þegar lítill fjölskyldumeð- limur kom í heiminn, var óðar kom- in gjöf og hamingjuóskir frá Höllu frænku, aldrei gleymdi hún afmæl- isdögum, eða öðrum tyllidögum í lífi ættingja sinna. Ég vil sérstaklega þakka mág- konu minni þennan gulli dýrmætari eiginleika, sem veitti birtu og gleði á veg svo margra, það er mikið lán að tengjast svona fólki og fá að vera því samferða á lífsleiðinni. Þegar ég sagði sonardóttur minni frá því að Halla frænka hennar í Bolungarvík væri dáin, sagði hún: „Æ, hún sem var svo góð.“ Undir þessi orð tekur öll ættin í dag. Gott og öflugt skátastarf var á Ísafírði á uppvaxtarárum Höllu, hún gekk ung í kvenskátafélagið Valkyijuna og gekk heils hugar þar að verki, sem félagsmaður og svo foringi um árabil, — einu sinni skáti, alltaf skáti, mátti merkja í fari Höllu. Hún var alla tíð mikil félags- málakona og starfaði mikið á þeim vettvangi. 1. júlí 1953 steig Halla sitt stóra gæfuspor þegar hún giftist Jónatan Einarssyni í Bolungarvík. Bolvísku fjöllin fögnuðu hinni ungu brúði og buðu hana velkomna í skjól sitt. I Bolungarvík hafa þau Jónatan búið alla tíð og saman horft á bæinn sinn blómstra og dafna, heimili þeirra hefur verið rómað fyrir gest- risni og höfðingsskap. Fimm mannvænleg börn þeirra Höllu og Jónatans eru nú uppkom- in, gift og eiga sín heimili, þau bera foreldrum sínum fagurt vitni, hvar sem leiðir þeirra liggja. Þau eru: Einar, kvæntur Guð- rúnu B. Magnúsdóttur; Ester, gift Guðmundi Ólafssyni; Kristján, kvæntur Þorbjörgu Magnúsdóttur; Elías, kvæntur Kristínu G. Gunn- arsdóttur og Heimir Salvar, kvænt- ur Ósk I. Ebeneserdóttur. Barna- börnin eru 10. Halla unni söng, fjölskyldan öll er söng- og tónlistarfólk, enda var oft og mikið sungið á heimilinu af þeirri gleði og ánægju sem söngur- inn einn getur veitt góðu fólki, en nú er söngurinn hljóðnaður um sinn í Völusteinsstræti 36, en ég er þess fullviss að um ókomin ár munu niðj- ar Höllu og Jónatans halda á lofti og hlúa að þeim dýrmæta arfí sem söngurinn er. Elfur tímans rennur áfram, eng- inn fær stöðvað hennar þunga straum, en minningin um mikilhæfa konu mun lifa og lengst þar sem Óshyrna, Ernir og Traðarhyrna halda vörð um bæinn við ysta haf. Megi byggð og mannlíf blómgast og blessast í Bolungarvík um ókom- in ár. Við Gísli og fjölskylda okkar vott- um Jónatan og öðrum ástvinum Höllu okkar djýpstu samúð. Ég kveð mágkonu mína með söknuði. Blessuð sé minning henn- ar. Sigurbjörg J. Þórðardóttir. Björn Ivar Bjöms- - Minning son Fæddur 11. janúar 1960 Dáinn 26. júlí 1992 Það rökkvar í sinni, þó á sumar- degi sé, þegar sorgarfregn berst heiman að. Ivar vinur minn hefur farið sína hinztu ferð og um hugann fara minningarbrot mæt frá liðinni tíð. Aldrei verður hverfulleiki lífsins okkur ljósari en þegar við stöndum andspænis ótímabærum leiðarlok- um, þegar komið er að kveðjustund einhvers sem skamma ævibraut átti að baki. Enginn veit hvað í annars huga býr og enginn fær sín örlög umflúið — orð sem við eyrum hljóma á döprum dögum. Við fráfall ívars, góðkunningja míns og nemanda áður, hvarflar hugur heim til horfínna stunda. Glöggt minnist ég grandvars drengs, sem geymdi innra það sem aðrir létu óspart í ljósi, fágætlega dulur og fáskiptinn, en átti hlýtt bros á góðum stundum. ívar var samvizkusamur iðjumaður, sem all- ir rómuðu fyrir vel unnin verk, vandvirkur sýndi hann verki hveiju einlægni og alúð. Trúmennsku hans í hvívetna var við brugðið. Björn ívar eins og hann hét fullu nafni var fæddur á Reyðarfírði, sonur hjónanna Önnu Halldórsdótt- ur og Björns Stefánssonar bifreiða- stjóra, sem nú er látinn, yngstur 6 barna þeirra ágætu hjóna. Hann ólst þar upp og átti atlæti gott, var hægur drengur og kurteis svo sem hann var allt tii ævinnar loka. ívar var snemma vel verki farinn og vann í ýmsu, m.a. með föður sínum, og þótti lagtækur vel eins og hann. Énginn veit í annars hujg og and- legir erfíðleikar sóttu að Ivari mín- um öðru hvoru og vörpuðu alvarleg- um skuggum á ævileiðina. ívar fór svo suður til Reykjavíkur, bæði til að leita sér lækninga svo og til að vinna sem best fyrir sér þegar af bráði og sem betur fór var það oft langtímum saman. Hann var alla jafna alvörugefinn en býsna glett- inn, ef því var að skipta og sýndu ýmsar athugasemdir hans hversu vel hann fylgdist með mörgu. Mér sagði góð vinkona hans að hann hefði gjarnan leikið á alls oddi þeg- ar sá gállinn var á honum og allir skuggar voru víðsíjarri. Hún sagði líka: ívar var vinfastur, prúður í dagfari, hjálpsamur og hlýr, og oft veitandi vel þeim sem áttu erfiðara en hann. Sú lýsing kemur vel heim og saman við mynd mína af hæglætis- dreng, sem hugsaði margt, óáleitinn með afbrigðum var hann, en glaður á góðum stundum bernskunnar. Mér er hann minnisstæðastur fyrir lítið atvik á skólaganginum, þegar tveir stórir strákar réðust að litlum væskli. Augu ívars skutu gneistum og áður en ég komst á vettvang hafði hann stillt til friðar. Séifi’æðiiigar í l>lóm;isUr<‘vliii<>iim iið öll la‘kir<rri blómaverkstæði INNA Skólavörðustig 12, á horni Bergstaöastrætis, sínii 19090 t Systir mín, GUÐNÝ ÁGÚSTA GÍSLADÓTTIR CULP, andaðist í sjúkrahúsi í Philadelphia þann 19. ágúst sl. Hera Gísladóttir. Jafnöldrum hans kom afskiptasemi hans svo á óvart að þeim féllust hreinlega hendur. En þetta litla atvik lýsti ívari betur en löng um- sögn margra orða. Á ævinnar örðugu leið átti hann margar ánægjustundir og margir léttu honum lífsgönguna. Foreldrar hans og systkini reyndust honum afbragðsvel í vakandi umhyggju og nú að undanfömu átti hann kæran förunaut þar sem var unnusta hans, Kristín Pétursdóttir. Hann var enda þakklátur þiggjandi alls góðs sem gert var fyrir hann, en hann var veitandi einnig þegar húmsins skuggar hurfu á braut. Hans umhyggjusömu og góðu móður eru sendar innilegar samúð- arkveðjur frá okkur hjónum. Einnig unnustu hans, systkinum og þeirra fólki, svo og þeim öðrum sem þótti vænt um hann. Örlagavefurinn spinnst á svo margan veg og mismunandi. Lífs- ganga okkar hefur svo mörg blæ- brigði og blómin svo ólík er á leið- inni vaxa. Ívar minn á sér góða sögu við leiðarlok, varðaða mörgu mætu verki, mörgu hlýju brosi, þó oft hafi húmað að í huga hans. Kært veri hann kvaddur hinzta sinni. Blessuð sé mæt minning. Helgi Seljan. t Eiginmaður minn, EINAR A. MAGNUSSON frá Leirubakka, Mávahlfð 13, lést í Borgarspítalanum þann 20. ágúst. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Þuríður Árnadóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PETRÍNA ÁSGEIRSDÓTTIR, Hlff, (safirðl, sem lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar 16. ágúst, verður jarðsungin fré ísafjarðarkapellu mánudaginn 24. ágúst kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR BERGSVEINSDÓTTUR, Þórólfsgötu 14, Borgarnesi. örn R. Sfmonarson, Teitur Sfmonarson, Sigrún Símonardóttir, Sigurbjörg Sfmonardóttir, Bergsveinn Sfmonarson, Sonja Ásbjörnsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Ólafur Á. Steinþórsson, Sigurður Óskarsson, Jenny Johansen, barnabörn og barnabarnabörn. + Einlægar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför PÁLS LÍNDAL ráðuneytisstjóra. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Jónsdóttir, Þórhildur Líndal, Eiríkur Tómasson, Jón Ulfar Lfndal, Björn Lfndal, Páll Jakob Lfndal, Hulda Sigrfður Jeppesen, Anna Salka Jeppesen, Stefán Jón Jeppesen, Sólveig Guðmundsdóttir, og barnabörn Bára Magnúsdóttir Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsljórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 189. tölublað (22.08.1992)
https://timarit.is/issue/124975

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

189. tölublað (22.08.1992)

Aðgerðir: