Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992 KNATTSPYRNA/BIKARKURSLITALEIKUR KVENNA FOLX ■ SKAGASTÚLKUR hafa tvisvar sinnum orðið bikarmeistarar, árið 1989 þegar þær sigruðu Þór í úr- slitaleik með þremur mörkum gegn einu, og i fyrra. Jónína Víglunds- dóttir fyrirliði ÍA skoraði tvö af mörkunum í úrslitaleiknum 1989, og sigurmarkið í 1:0 sigri á Val í undan- úrslitunum sama ár, þegar fímm ára samfelld sigurganga Vals í bikamum var loks stöðvuð. ■ SYSTURNAR Steindóra og íris Steinsdætur verða í eldlínunni með Skagastúlkum í dag. Steindóra er eins og kunnugt er landsliðsmark- vörður og leikur því að sjálfsögðu í marki ÍA. Systir hennar íris aðstoð- ar hana við að koma í veg fyrir að Breiðablik nái að skora, en hún leik- ur í vöminni. Þjálfari: Liðstjóri: Varamenn: Smári Guðjónsson Þráinn Ólafsson Alda Róbertsdóttir Anna Lilja Valsdóttir Ólöf Guðjónsdóttir íris Þorvarðardóttir Berglind Þráinsdóttir Halldóra Gylfadóttir Ragnheiður Jónasdóttir Asta Benediktsdóttir Iris Steinsdóttir L Magnea Guðlaugsdóttir Helena _ Ólafsdóttir Þjálfari: Guðjón Reynisson Liðstjóri: Magnea H. Magnúsdóttir Varamenn: Katrin Jónsdóttir Eria Hendriksdóttir Þjóðhildur Þórðardóttir Kristrún Daðadóttir Brynja Ástráðsdóttir Ragnheiður Kristjánsdóttir ÁstaB. Gunnlaugs- dóttir Margrét Ólafsdóttir Jónína Víglundsdóttir oiga Færseth Guðlaug Jónsdóttir Elísabet Sveinsdóttir Vanda Sigurgeirsdótt'r Margrét Sigurðardóttir Unnur Þorvaldsdóttir Bikarkeppni kvenna - Urslit 1992 Spennandi leikur enda bæðilið banhungruð -segja fyrirliðar ÍA og UBK, en liðin leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í dag Bryndís Valsdótlir Það er nær ómögulegt að segja til um það hvort liðið vinnur þennan leik, því hér eigast við mjög jöfn og jafnframt sterk lið. Akra- nes hefur á að skipa betri einstaklingum en liðsheild Breiðabliks er sterkari. Ætli liðsheildin vinni ekki. Sigurður Hannesson Liðin eru mjögjöfn þó þau séu ólík, og bæði með mikla reynslu. Ég hallast að því að ÍA sigri, og þá 2:1, ein- faldlega vegna þess að liðið er næstum úr Ieik um Is- landsmeistaratitilinn og þær eru hungraðar í að minnsta kosti einn titil. Asdís Þorgilsdóttir Ég held að Breiðablik vinni þennan leik. ÍA-stelpumar hafa verið óöruggar upp á síðkastið, töpuðu til dæmis fyrir Stjömunni nýlega. Blikastelpumar eru yngri en Skagastúlkurnar ogþví reynsluminni, en ég held samt að þær sigri 2:1. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sigrún Óttarsdóttlr fyrirliði íslandsmeistara Breiða- bliks segir að þær séu búnar að bíða lengi eftir tækifæri til að krækja í bikarinn. ÚRSLITALEIKURINN íbikar- keppni kvenna verður háður á Laugardalsvelli f dag og hefst hann klukkan 15. í leiknum leiða saman hesta sfna tvö af sterk- ustu liðum landsins; íslands- meistarar Breiðabliks og bikar- meistarar ÍA. Liðin hafa leikið tvo leiki það sem af er sumri, i deildinni skildu liðin jöfn en í meistarakeppninni sigraði lið ÍA 3:0. Blikarstúlkur eru hins vegar á toppi fyrstu deildar i ár, hafa aðeins tapað tveimur stigum, en Skagastúlkur eru í þriðja sæti, hafa tapað átta stigum. Jónína Víglundsdóttir er fyrirliði Skagastúlkna. Hún sagði að mikill hugur væri í þeim og leikurinn leggðist mjög vel í þær. Aðspurð sagði hún að 3:0 sigurinn á Breiða- blik í meistarakeppninni fyrr i sumar Jiefði ekkert að segja í dag. „Sá ieik- ur skiptir engu máli, við fáum ekk- ert fyrir hann í dag,“ sagði Jónína. Akranes gerði jafntefli við Breiða- blik í fyrstu deildinni fyrr í sumar, og eru það einu stigin sem Blika- stúlkur hafa tapað í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn til þessa. Jón- ína sagði að Blikastúlkur hefðu í sumar sýnt góða leiki og þær yrðu án alls efa erfíðar. „En eitt er aiveg á hreinu og það er að við munum ekki vanmeta þær,“ sagði Jónína. Skagamenn munu eflaust fjöl- menna á Laugardalsvöllinn í dag og sagðist Jónína ekki vera í vafa um Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Jónína Víglundsdóttir er fyrirliði ÍA. Hún segir Skaga- stúlkur hafa einstaka áhorfendur sem muni fjölmenna á völl- inn og styðja þær til sigurs í úrslitaleiknum. SPURT ER/ Hverjir hampa bikarnum? það. „Við höfum einstaka áhorfend- ur á bak við okkur sem fjölmenna hvar sem við erum að spila. Þeir styðja örugglega vel við bakið á okkur í bikarúrslitaleiknum,“ sagði Jónína. Vona að við klárum þetta í venjulegum leiktíma „Þetta verður örugglega hörkuleik- ur. Ég vona hins vegar að ekki þurfí að koma til framlengingar, frekar að við klárum þetta í venjulegum leiktíma," sagði Sigrún Óttarsdóttir fyrirliði Breiðabliks. Hún sagði að bæði lið væru eflaust mjög hungruð í titilinn. „Við erum það að minnsta kosti. Við höfum ekki leikið til úr- slita síðan 1986 og erum því búnar að bíða lengi. En þær eru núverandi bikarmeistarar og vilja veija titilinn. Staða þeirra í deildinni er heldur ekkert allt of góð og því leggja þær örugglega mikið kapp á að krækja í bikarinn" sagði Sigrún. Sigrún sagði að mjög góð stemmning væri fyrir leiknum innan Breiðabliks og leikmenn í öðrum flokkum ætluðu að fjölmenna auk þess sem fjölmargir aðrir bæjarbúar myndu láta sjá sig. ■ STÚLKURNAR eiga svo sem ekki langt að sækja knattspyrnu- hæfileikana, en afí þeirra, Helgi Daníelsson, varði mark IA og lands- liðsins þegar hann var upp á sitt besta. Faðir þeirra Steinn Helgason er líka í knattspymunni, en hann er þiálfari kvennalandsliðsins. ■ SKAGASTÚLKUR eru að leika sinn annan bikarúrslitaleik í röð, en í fyrra sigruðu þær IBK á Varmár- velli í Mosfellsbæ. Olga Færseth, framheiji hjá Breiðablik, er líka í sínum öðrum bikarúrslitaleik á tveimur árum, en hún lék með ÍBK á síðasta ári. ■ ÁSTA B. Gunnlaugsdóttir er markahæst í fyrstu deild með eilefu mörk og er ein af fjórum núverandi leikmönnum Breiðabliks sem léku síðasta úrslitaleik liðsins í bikar- keppninni. Það var árið 1986, en Breiðablik tapaði þá fyrir Val með tveimur mörkum gegn engu. ■ HINAR þijár sem enn era í hópn- um era Kristrún Daðadóttir, Sig- rún Óttarsdóttir og Þjóðhildur Þórðardóttir. Þess má og geta að aðstoðarþjálfari Breiðabliks, Magnea H. Magnúsdóttir, lék einn- ig með liðinu þá. ■ NÚVERANDI markvörður Skagastúlkna, Steindóra Steins- dóttir, var varamarkvörður Breiða- bliks, þegar liðið lék síðast til úrslita í bikarkeppninni. ■ JÓNINA Víglundsdóttir var iðin við kolann í bikarúrslitaleiknum í fyrra, skoraði þrennu í 6:0 sigri á ÍBK. Hin mörkin þijú gerðu Ragn- heiður Jónasdóttir, Ásta Bene- diktsdóttir og Friðgerður Jó- hannsdóttir. ■ ÞÓRSSTÚLKUR komust reynd- ar yfír, Jónína náði síðan að jafna en það var Vanda Sigurgeirsdóttir, sem nú leikur með Breiðablik, sem náði forystunni fyrir Skagastúlkur, og Jónína innsiglaði síðan sigurinn. ■ BREIÐABLIK varð bikarmeist- ari þrjú ár í röð, árin 1981 til 1983. Liðið lék líka til úrslita 1986 og er þetta því fímmti úrslitaleikur þeirra. Leikurinn í dag er níundi bikarúr- slitaleikur Skagastúlkna, og jafn- fram sá sjötti í röð. M SEX stúlkur í meistaraflokksliði Breiðabliks urðu á miðvikudaginn íslandsmeistarar með 2. flokki. Þær sigruðu Stjörnuna 3:1 í úrslitaleik, og skoraðu Olga Færseth og Ást- hildur Helgadóttir mörkin, Ást- hildur reyndar tvö. Þær verða vænt- anlega í byijunarliði Breiðabliks ásamt tveimur stöllum sínum úr 2. flokki, þeim Margréti Ólafsdóttur og Elísabetu Sveinsdóttur. ■ TVÆR í viðbót úr öðrum flokki, þær Katrín Jónsdóttir og Erla Hendriksdóttir, sitja væntanlega á varamannabekk Breiðabliks í byij- un leiks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.