Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 35
Larry og Stcve fá „lánaðan" Rolls Royce
til að leita að draumastelpunni sinni
„Heil sinfónía af gríni,
spennu og vandræðum."
Sýnd kl. 3,5,7,9 0911.
Ath. kl. 3,5 og 7 í A-sal.
TILBOÐ Á POPPI OG KÓKI
HRIIXIGFERÐ TIL
PALM SPRINGS
en vita ekki að í skotti Rollsins er fullt
af illa fengnum $$$ og að í Palm Springs
er Super Model-keppni. Eldfjörug og
skemmtileg mynd. Aðalhlv: Corey Feld-
man, Zach Galligan og kynbomban
Rowannc Brewer.
Sýnd kl. 3, 5,7,9 og 11.
Ath.: Miðaverð kr. 300 kl. 3, 5 og 7.
Bönnuð innan 12ára.
STOPPEDAMAMMA
HLEYPIRAF
Óborganlegt grín
og spenna.
Sýnd kl.3,5,7,9og11.
Miðav. 300 kl.3,5og7.
Miðfjarðará í fjögurra
stafa tölu
Miðfjarðará hefur nú
komist yfir 1.000 laxa í
sumar, en sá áfangi náðist
í vikulokin. Lax er mjög
dreifður um allt svæðið og
að sögn Eyþórs Sigmunds-
sonar veiðiklóar sem var
nýverið við veiðar í ánni í
sex daga, er miklu mun
meira af laxi í ánum heldur
en síðustu þtjú veiðitímabil-
in og ljóst að áin væri á
góðu róli og á uppleið. Vart
hefur orðið við mikið af laxi
sem rekur inn nefið á sil-
ungasvæðinu fyrir neðan
þjóðveg nr. 1, en sígur svo
út aftur. Bíða menn þess
nú að góð rigningargusa
komi í árnar og hvetji laxinn
til dáða. Stærsti laxinn sem
veiðst hefur það sem af er
vóg 21 pund og veiddist í
Brúnkuskurðspolli í Aust-
urá. Fleiri af sama taginu
eru í sama hyl og á víð og
dreif sjá menn laxa sem eru
augljóslega í 20 punda
klassanum, má nefna í
Pokavaði í Vesturá og í
miklum en nafnlausum
gljúfrahyl skammt neðan
Hlíðarfossbreiðu, í Orrustu-
hyl og Núpsfossi efri. Nýja
svæðið í Austurá, fyrir ofan
laxastigans í Kambsfossi,
hefur gefið vel á köflum, í
vikulokin voru komnir á átt-
unda tug laxa af svæðinu.
Sumum gengur þó illa að
rata þar um, veiðistaðir eru
sífellt að finnast, en hvergi
eru skilti, númer eða nöfn
og samgöngur með svæðinu
eru erfiðar, jeppaslóð, gífur-
leg bakkalengd og á köflum
gljúfur sem eru erfið yfir-
ferðar. Miðfjarðará gaf rétt
yfir 1.000 laxa síðasta sum-
ar og fer því augljóslega
langt yfír þá tölu nú. Á sil-
ungasvæðinu hafa verið að
reytast upp laxar, allt að sjö
á dag, og bleikjan er farin
að gefa sig í ríkari mæli.
Stærstu bleikjurnar þar í
sumar voru 5 og 6 punda.
Nær Laxá fjórum
stöfum?
í vikulokin var Laxá á
Ásum komin með rétt tæp-
lega 900 laxa á sínar tvær
dagsstangir og þá höfðu
m.a. Þórarinn Sigþórsson
tannlæknir og félagar hans
náð 33 löxum á eina stöng
og sagði Þórarinn í samtali
við Morgunblaðið að yfirleitt
væri erfítt að ná slíkri dags-
veiði úr ánni er svona áliðið
væri veiðitíma. „En það
gerði gæfumuninn, að það
helltist inn ný ganga og það
undarlega var, að mikið af
þeim laxi var mjög stór
tveggja ára fiskur úr sjó,
aðallega hængar. Þeir voru
allt að 17 pund,“ sagði Þór-
arinn. í Laxá er veitt út
ágúst.
Jón Ásbjörnsson t.h. og
Steindór Ólafsson t.v.
með fallega laxa, 12 og
14 punda, úr Miðfjarðará
i vikunni.
Stórlax úr
Þrastar lundinum...
Veiðimaður nældi sér í
23 punda lax í Soginu fyrir
landi Þrastarlundar fyrir um
viku síðan. Hann gerði síðan
gott betur og náði öðrum
12 punda og var býsna
ánægður með afraksturinn
af 5.000 króna veiðileyfi.
Þetta er tilraunasvæði í
Soginu sem selt hefur verið
í í Veiðihúsinu í Nóatúni og
innanbúðarmenn þar sögðu
að talsvert hefði verið um
að menn skryppu þangað
og nældu sér í einn til þijá-
fjóra laxa. Fyrir rúmum
hálfum mánuði missti veiði-
maður þarna risalax sem
sleit tveimur kílómetrum
neðar í ánni eftir svaðalegan
eltingarleik.
Vatnsá lifnar...
Góð laxveiði hefur verið
í Vatnsá við Vík að undan-
förnu og veiðimaður einn
sem náðist tal af þar eystra
sagði milli 50 og 60 laxa
komna í bók og um miðja
vikuna hefði komið mikil
ganga í ána. Nokkrir lykil-
veiðistaðir væru fullir af
fiski og laxar víða á öðrum
stöðum. Þá er sjóbirtingur-
inn farinn að sýna sig og
um 20 til 30 komnir á land,
vænir fiskar.
GG
REGNBOGINN SÍMI: 19000
Reikningar Listahátíðar í Reykjavík 1990
Athugasemdir gerðar við
áfengiskaup vegna funda
VIÐ ATHUGUN Ríkisendurskoðunar á bókhaldi Listahá-
tíðar í Reykjavík vegna ársins 1990 kom fram að ýmsu
er ábótavant í frágangi fylgiskjala miðað við þær kröfur
sem gerðar eru til stofnana ríkisins. Ríkisendurskoðun
gerir athugasemdir við áfengis- og tóbakskaup meðal ann-
ars vegna sljórnar- og starfsfunda.
I skýrslu Ríkisendurskoð-
unar er þeim tilmælum beint
til forráðamanna hátíðarinnar
að þeir setji listamönnum og
öðrum aðilum, sem hátíðin
kostar uppihald fyrir og greið-
ir reikninga er þeir sam-
þykkja, leiðbeinandi reglur
um hvað sé borgað og hvað
ekki.
Alls námu reikningar
vegna kaupa á mat, drykk og
tóbaki á hótelum, veitinga-
húsum og hjá ÁTVR tæpum
tveimur miiljónum króna á
árinu 1990. Áf þeirri ijárhæð
voru 410 þúsundir kr. vegna
kaupa á áfengi og tóbaki.
Vegna stjómar- og starfs-
funda voru greiddar 101 þús-
und kr. að meðtöldum 16 þús-
undum kr. greiðslum vegna
áfengis- og tóbakskaupa. Þá
var fjöldi reikninga án skýr-
inga á tilefni útgjalda að því
er fram kemur í skýrslu Ríkis-
endurskoðunar.
Ríkisendurskoðun benti að-
standendum hátíðarinnar á
að útgjöld af þessum toga eru
mjög vandmeðfarin og að
gæta þurfi aðhalds í þeim til-
vikum sem þau eiga sér stað.
Allir reikningar sem tilheyra
þessum flokki skulu, jafn-
framt því að uppfylla skilyrði
laga um virðisaukaskatt um
gerð reikninga, vera skýrt
áritaðir af til þess bærum að-
ila, með skýringu á tilefni út-
gjaldanna. Þá er bent á að
kaup á áfengi og tóbaki séu
ekki eðlilegur hluti af útgjöld-
um sem þessum og eigi alls
ekki að eiga sér stað vegna
stjómar- eða starfsfunda.
Ferðafélag íslands
Engeyjarferð og-raðganga
FERÐAFÉLAG íslands efn-
ir til Engeyjarferðar, rað-
göngu og skemmtisiglingar
á sunnudag.
Farið verður í skemmtisigl-
ingu um Kollaijörð klukkan
13. Siglingin tekur um eina
og hálfa klukkustund. Klukk-
an 15 verður farið í Engeyjar-
ferð og stendur hún í um fjór-
ar klukkustundir. Þá verður á
sunnudaginn 8. ferðin í rað-
göngunni um Hvalíjörð og
verður brottför frá Umferð-
armiðstöðinni kl 10:30.
Norræn spurningakeppni ungra frímerkjasafnara
Islendingar í öðru sæti
Á samnorrænni spurn-
ingakeppni ungra frí-
merkjasafnara i Malmö
varð íslenska liðið í öðru
sæti. Þetta er efsta sæti sem
íslenskt landslið hefir kom-
ist í á slfkri keppni, en þær
hafa verið haldnar allt frá
1986. Liðsstjóri var Sveinn
Jónsson á Kálfsskinni í
Eyjafirði, en í liðinu voru
tveir Dalvíkingar og einn
Reykvíkingur.
Eitt af atriðunum á Nor-
rænu frímerkjasýningunni
fyrir unglinga, sem haldin var
í Malmö í Svíþjóð dagana
14.-16. ágúst síðastliðinn, var
keppni landsliða frá öllum
Norðurlöndunum. Var þetta
spumingakeppni og efnið sem
spurt var um var samgöngur
á frímerkjum.
Að þessu sinni fóm leikar
svo að lið Íslands varð í öðra
NORDISK FRIMÁRKSUTSTÁLLNING FÖR UNGDOM
NORDTUNEX
'MALMO
14-16 AUG. 1992
Merki sýningarinnar.
sæti, næst á eftir Norðmönn-
um, sem sigraðu í keppninni.
Svíþjóð varð svo í þriðja sæti,
Danmörk varð í fjórða sæti
og Finnland síðan í fimmta
sætinu. Aðeins munaði einu
stigi á efstu liðunum. Er þetta
besti árangur sem íslenskt lið
hefir náð. Keppnir þessar hóf-
ust árið 1986 og hafa íslend-
ingar verið með frá upphafi.
Liðsstjóri íslands að þessu
sinni var Sveinn Jónsson,
bóndi og frímerkjasafnari á
Kálfsskinni í Eyjafirði. Með
honum fóru sem liðsmenn,
tveir ungir menn frá Dalvík,
þeir Sveinn Brynjólfsson og
Reimar Viðarsson, en þriðji
maður liðsins var frá Reykja-
vík og heitir hann Jón Þór
Sigurðsson. Sýndi hann einn-
ig safn sitt sem nefnist „Saga
flugsins" á frímerkjasýning-
unni „NORDJUNEX-92" og
fékk hann bronsverðlaun fyrir
safnið.
- SHÞ