Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGUST 1992
Spili íslenska liðið af eðlileg-
um styrk er það öruggt í úrslit
- segir Björn Eysteinsson fyrirliði
ÓLYMPÍUMÓTIÐ í brids hefst í ítalska bænum Salsomaggiore á sunnu-
dag og þar bíður íslenska landsliðsins það erfiða verkefni að fylgja
heimsmeistaratitlinum, sem vannst í Yokohama á síðasta ári, eftir á
viðunandi hátt. Enginn ætlast þó til þess af liðinu að það vinni Ólymp-
íutitilinn; aðeins Italir hafa haft báða þessa titla samtímis. En vonir
standa til að liðið komist í 8 liða úrslit, sem væri um leið besti árang-
ur íslendinga á þessu móti.
Það er þó hægara sagt en gert
fyrir íslenska liðið að komast í úr-
slitakeppnina. 60 lönd taka þátt í
mótinu og er þeim fyrst skipt í tvo
riðla í undankeppni þar sem fjórar
efstu þjóðirnar úr hvorum riðli kom-
ast áfram. Og í riðli með íslandi eru
Nýja Sjáland, Venezuela, Holland,
Samveldi fyrrum Sovétlýðvelda,
Bandaríkin, Svíþjóð, Frakkland, Tæ-
land, Macau, Finnland, Bermúda,
Spánn, Martinique, Mónakó, Chile,
Indland, Noregur, Argentína, Pakist-
an, Þýskaland, Tævan, Indónesía,
Líbanon, Tyrkland, Eistland, Malays-
ía, Jórdanía, Barbados og Liechten-
stein.
í hinum riðlinum eru Egyptaland,
Ungveijaland, Kanada, Ítalía, Kína,
ísrael, Bretland, Ástralía, Króatía,
Guadeloupe, Búlgaría, Singapore,
Slóvenía, Máritanía, San Marínó,
Belgía, Pólland, Suður-Afríka,
Grikkland, Brasilía, Austurríki, Dan-
Ólympíumótið í brids hefst á sunnudag
mörk, Mexíkó, Hong Kong, írland,
Japan, Filippseyjar, Sviss, Portúgal
og Perú.
I fljótu bragði virðist riðill íslands
öllu sterkari. Þar eru fjórar þjóðir
sem voru í úrslitum í síðustu heims-
meistarakeppni, ísland, Bandaríkin,
Svíþjóð og Argentína. Þar af eru
Bandaríkjamenn að verja Ólympíutit-
il sinn og senda nær sama lið og á
síðasta mót, þá Hamman og Wolff,
Meckstroth og Rodwell,
Deutsh og Rosenberg. Að auki eru
sterkar bridsþjóðir í riðlinum eins og
Frakkland, Holland, Noregur, Pa-
kistan, Indland, Indónesía og Ta-
iwan. Þá er ekki óalgengt á Ólympíu-
mótum að einhver lægra skrifuð lið
detti í óvænt stuð og komist áfram,
eins og til dæmis Grikkland á síðasta
móti og Austurríki þar áður.
En íslensku liðsmennirnir eru samt
sem áður bjartsýnir. „Það hefur ver-
ið góður stígandi í liðinu á undirbún-
ingstímanum. Við erum að fara á
mót með miklar væntingar á bakinu
og það er alveg ný staða. Við höfum
rætt hana og sú umræða hefur verið
af hinu góða og þjappað liðinu saman
og það er staðráðið í að komast upp
úr undankeppninni. En það verkefni
er erfitt og við hugsum ekki um
önnur markmið á meðan því stend-
ur,“ sagði Bjöm Eysteinsson fyrirliði
íslenska liðsins. Liðið er skipað Guð-
mundi Páli Amarsyni, Þorláki Jóns-
syni, Guðlaugi R. Jóhannssyni, Erni
Amþórssyni, Jóni Baldurssyni og
Sigurði Sverrissyni, en fimm fyrstt-
öldu spilaramir voru í heimsmeistar-
aliði íslands í fyrra.
Björn sagði að sér þætti sjálfsagt
að bridsáhugamenn á Islandi væntu
mikils af íslenska liðinu í Salsom-
aggiore en eins og í öðrum íþróttum
gæti allt gerst. Hann benti á að á
íslenska landsliðið við Bláa lónið. Frá vinstri eru Björn Eysteinsson,
Þorlákur Jónsson, Sigurður Sverrisson, Jón Baldursson, Örn Arnþórs-
son, Guðlaugur R. Jóhannsson og Guðmundur Páll Arnarson.
síðasta Ólympíumóti hefði ísland orð-
ið í 9. sæti í sínum riðli en Brasil-
íumenn í 10. sæti og árið eftir hefðu
Brasilíumenn orðið heimsmeistarar.
„En ef íslenska liðið spilar sinn venju-
lega brids af eðlilegum styrkleika er
öruggt að það kemst áfram upp úr
riðlakeppninni. Og liðsmennirnir eru
staðráðnir í að sanna það fyrir sjálf-
um sér og öðrum að árangurinn í
Yokohama var ekki tilviljun," sagði
Bjöm Eysteinsson.
Mótið hefst eins og áður sagði
sunnudaginn 23. ágúst. Venjulega
verða spilaðir þrír leikir á dag í und-
ankeppninni, sem verður 29. umferð-
ir og lýkur 1. september. Miðviku-
daginn 2. september heíjast 16 liða
úrslitin þar sem spilaðir verða langir
útsláttarleikir. Þau fjögur lið sem þá
verða eftir ósigruð spila undanúr-
slitaleiki á fimmtudeginum og sigur-
vegararnir spila úrslitaleik um
Ólympíutitilinn á föstudag og laug-
ardag 4—5. september.
Ef allt fer eins og vonir standa til
og ísland kemst áfram í úrslitin gera
Samvinnuferðir ráð fyrir að bjóða
upp á leiguflug til Ítalíu á Ólympíu-
mótið.
íslenska bridsiandsliðið hefur hag-
að æfíngum fyrir Ólympíumótið með
svipuðum hætti og fyrir Evrópumótið
og Heimsmeistaramótið í fyrra,
stundað hiaup og íjallgöngur og tek-
ið þátt í sérstökum æfingamótum.
Að þessu sinni voru æfingamótin
haldin í boði Gistihússins við Bláa
lónið en þar dvöldu landsliðsmennim-
ir tvær helgar. Aðstæður við Bláa
lónið minna að sumu leyti á aðstæð-
ur í Salsomaggiore sem er. heilsu-
ræktarstaður sem hefur byggst upp
í kringum heitar uppsprettulindir.
Einhveijir muna ef til vill eftir
hrakningum landsliðsmannanna á
Bláijallaafleggjaranum fyrir æfínga-
mót á síðasta ári en þá urðu þeir að
beijast fótgangandi í trimmgöllum í
skafrenningi og frosti eftir að eitt
hjólið datt undan bíl Bjöms Eysteins-
sonar. Mörgum þótti þetta sanna
máltakið um að fall væri fararheill.
En ekki tók betra við hjá liðinu í
æfmgabúðunum bið Bláa lónið.
Fyrsta kvöldið var ákveðið að ganga
á Keili áður en snæddur yrði kvöld-
matur. Liðið ók þangað á fjallabíl
Bjöms- og fjallgangan gekk vel. En
þegar niður var komið var klukkan
farin að halla í níu og menn orðnir
svangir, þannig að fyrirliðinn ákvað
að fara „styttri“ leið til baka. Sú
leið reyndist síðan vera hinar mestu
ófærur og heimferðin tók tvo og
hálfan klukkutíma enda þurftu liðs-
mennirnir að ganga mest allan tím-
ann og kvöldmaturinn breyttist í
miðnæturmat.
fiíte&ö máD
654. þáttur
Umsjónarmaður Gísli Jóflsson
B.M. í Reýkjavík (kýs að auð-
kenna sig ekki nánar fyrir al-
þjóð) skrifar mér sem áður gott
bréf sem ég tel rétt að birta lítt
stytt. Um síðara meginefni bréfs
hans skal fram tekið, að það er
að mati umsjónarmanns mjög
flókið og smekkháð. Ýmsir mál-
fræðingar hafa spreytt sig á
þessum vanda. Ég vona að ég
geri engum rangt til, þótt ég
vitni sérstaklega til greinar Jóns
Friðjónssonar í síðasta hefti
tímaritsins íslenskt mál. Efni
þeirrar greinar eru því miður
ekki tök á að endursegja hér að
sinni. En svo þakka ég B.M.
bréf og gef honum orðið:
vUmsjónarmaður góður.
I þætti þínum 18. júlí sl.
óskarðu eftir, að lesendur láti í
ljós álit sitt á tveim orðasam-
böndum. Hið lýrra er: „Ég og
konan mín fórum út að borða í
gær.“ Álit mitt er: Best er að
byija setningar sem sjaldnast á
fornafninu ég, en áður hefur
verið á það minnst í þessum
pistlum.
Orðasambandið „ég og konan
mín“ er raunar hrá þýðing úr
ensku, en það tungumál vantar
einfalt orð yfír hugtakið hjón.
Vér íslendingar getum því með
nokkru stolti sagt stutt og lag-
gott „við hjónin", þar sem ensk-
an orðmarga verður að sætta
sig við íjögra-orða álappaskap.
Hitt orðasambandið er: „Ég,
Guðmundur og Sigurður flugum
norður ...“ Hér er ámóta fyrir-
bæri á ferðinni. Á íslensku er
til (jæmist sagt: „Við Jón erum
góðir kunningjar." En enskan
býður ekki upp á annað en klúðr-
ið: Ég og Jón . .. Er ástæða til
að apa slíkt eftir?
Víkjum að öðru. í þessum
sama pistli þínum, Gísli, birtirðu
snjallan lausamálstexta eftir
Tómas Guðmundsson, svohljóð-
andi: „Hefur hann (Eggert
Ólafsson) þá strax komið öðrum
fyrr auga á þá staðreynd, að
manndómur og staðfesta er
fljótlega horfið þeirri þjóð, sem
glátar virðingu heilbrigðs manns
fyrir tungu sinni.“ Vel að orði
komist, og mættu sem flestir
taka eftir, að sögnin að vera er
þarna réttilega í eintölu, þótt átt
sé við tvennt, „manndómur og
skapfesta". En það virðist tilvilj-
unarkennt hjá mörgum skrif-
finnum, hvort þeir hafa sögn í
eintölu eða fleirtölu, þegar sögn-
in stendur með hugtökum eða
öðru ópersónulegu, en í flestum
slíkum tilvikum er eintalan bæði
rökréttari og smekklegri.
Nokkur dæmi um þetta hef
ég hripað niður að gamni mínu,
og hér eru þijú slík: 1) „Hvernig
fara vín og list saman?“ Fyrir-
sögn í Mbl. 15/3/92. Betra er:
Hvernig fer saman vín og list
(þetta tvennt). 2) „Óloftið,
þrengslin og sóðaskapurinn
voru ægileg.“ Guðjón Friðriks-
son: Jónas Jónsson, bls. 19.
Betra er: ... (allt þetta) var
ægilegt. 3) „Matur og lyf eru
af skornum skammti." Rás 1
14/6/92. Betra: ... er (hvort
tveggja) af skornum skammti. -
Með því að skjóta inn fornöfnum
eins og hér er gert innan sviga
má glögglega sjá, hvað fer best.“
★
Hlymrekur handan kvað:
Gamla Hortense Hansen, fædd Karsten,
fékk hræðilegt vitleysiskast, en
hresstist þó mikið
og hélt fyrir vikið
að hún væri Mareo van Basten.
Þá er hér lokakafli bréfs frá
Örnólfi Thorlacius, sbr. næstsíð-
asta þátt.
„Að lokum langar mig að
víkja að skammstöfunum metra-
kerfisins. Gramm er skammstaf-
að g - ekki g. og þaðan af síður
gr, með eða án punkts. Þetta
gr veður meðal annars uppi í
matreiðsluuppskriftum á sjón-
varpsskjá. Ég sé enga ástæðu
til að nota skammstöfunina sm.
Það er sjálfsagt að skrifa fullum
stöfum sentímetri með s en al-
þjóðlega skammstöfunin er cm.
Þá sem vilja ekki fallast á þetta
spyr ég: Hvernig viljið þið
skammstafa míkrómetra! Þar
skrifum við hinir fim, með bók-
staf sem er ekki til í stafrófi
okkar.
Með bestu kveðju.“
★
Salómon sunnan kvað:
Já, margt er nú mannanna bölið
og meingað af skjaðaki ölið
og í mörgum poka
óhreint sem þoka
maðkað og ormsmogið mjölið.
P.s. Hortitturinn „fyrir sig“ á
eftir sögninni að ganga átti
miklu fylgi að fagna um verslun-
armannahelgina. Vonandi hefur
allt annað gengið vel. Punktur.
Umsjónarmaður birtir enn vísu
Aquilae=Arnar Snorrasonar:
Kominn er orða karl í þrot,
klúðrið til höfuðs stigið.
Út vill hann strika eins og skot
andskotans „fyrirsigið".
011KH 0107H LÁRUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJORI
L I IwUfalw/v KRISTINN SIGURJÓNSSON. HRL. loggiltur fasteignasali
í sölu er að koma m.a. eigna:
Efri hæð á góðu verði
5 herb. 2. hæð við Holtsgötu, 116 fm auk geymslu og sameignar.
Nýtt sérsmíðað eldhús. Nýtt bað. Nýl. parket. Tvær sólríkar saml. stof-
ur með svölum á suðvesturhlið. 3 rúmg. svefnherb. Góð lán áhv.
Gott steinhús við Barðavog
Vel byggt ein hæð 165 fm. 5 svefnherb. með meiru. Bílsk. 23,3 fm.
Glæsil. lóð. Útsýni. Eignaskipti mögul.
Góð eign - bílskúr - við:
Álftamýri. 3ja herb. á þriðju hæð, rúml. 80 fm. Góð sameign. Nýl.
endurbætt. Nýr bílsk. 21 fm. Útsýni.
Ofanleiti. 4ra herb. ný úrvalsíb. í enda 103,7 fm. Sérþvhús. Langtíma-
lán kr. 5,9 millj. Bílsk. með geymslurisi. Útsýni.
Hulduland. 5 herb. á 2. hæð 120 fm. 4 svefnherb. Suðursv. Sér-
þvhús. Sameign nýendurbætt. Frábær staður.
Hrafnhólar. 3ja herb. á 1. hæð 84,4 fm. Nýtt bað, nýl. teppi. Góð
sameign. Góður bílsk. 25,9 fm. 3ja hæða blokk.
Einbýlishús - gott verð - skipti
Nýendurbygt og stækkað steinh. ein hæð 130 fm. Bílsk. 36 fm. Rækt-
uð lóð 630 fm ár útsýnisstað í suðurbænum í Hafnarfirði.
Ný og glæsileg - langtímalán
2ja herb. fb. við Næfurás um 70 fm. Sérþvhús Parket. Sólsv. útsýni.
Húsnlán til 40 ára kr. 2,4 millj. Laus strax.
Nýlegt steinhús - tilboð óskast
Húsið er hæð, 132 fm, með 5-6 herb. íb. Nýtt parket. Kjallari, gott
húsnæði nú tvær litlar íb. með meiru. Bílsk. 49 fm. Gott lán fylgir.
3ja - 4ra herbergja íbúð
óskast til kaups í borginni (ekki í úthverfi). Skipti mögul. á 6 herb.
efri hæð með öllu sér á útsýnisstað í austurhluta borgarinnar. Góður
bílsk. Útsýni. Nánari uppl. á skrifst.
• • •
Opið ídag kl. 10 -16.
4ra herb. íb. óskast við
Hamrahli'ð eða nágrenni.
Fjöldi fjársterkra kaupenda.
AIMENNA
FA5IEIGNASAIAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370