Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992 /, það er litié gagn c fcssd fyrir miof '— dttu €kkL eitthi/ab annaJfT v Þetta er maður konunnar á Má ég biðja um kerti? númer 7. Kona hans er í öldunganámi. HOGNI HREKKVISI fK**gtutMafcifc BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavik - Sími 691100 - Símbréf 691222 Gleymd gnðrækni Frá Einari Ingva Magnússyni: SAGT ER að ísland hafi orðið krist- ið árið þúsund. Af þeim orðum mætti ætla að hér á landi hafi ver- ið iðkað guðrækilegt mannlíf í bráð- um 992 ár. Eitthvað finnst mér þó skorta á trúrækni í þessu landi þeg- ar ég les eftirfarandi í fimmtu Mósebók: „Þú skalt elska Jahve guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum mætti þínum. Þessi orð sem ég legg fyrir þig í dag skulu vera þér hugföst, og þú skalt brýna þau fyrir bömunum þínum og tala um þau, þegar þú ert heima og þegar þú ert á ferða- lagi, þegar þú leggst til hvíldar og Anægju- leg nýjung Frá Þórarni Halldórssyni: ÞAÐ vakti ánægju mína nú um dag- inn, er ég sá að byijað er að gefa út unglingabækur í kiljuformi. Bókin sem ég sá var heldur ekki af verri endanum: „Leyndardómar eyðibíiisins" eftir Einar Þorgríms- son, höfund sem átti miklum vin- sældum að fagna fyrir svo sem 20 ámm. Þá kornungur samdi hann 5 bæk- ur sem allar nutu mikilla vinsælda, eins og segir á kiljubaki. Síðan hvarf þessi ungi höfundur af sjónvarsviðinu og hefur eftir því sem ég best veit ekki skrifað neina bók síðan. Er það synd, því bækur hans lof- uðu mjög góðu. Því miður virðist vera svo í dag að unglingarnir vilji sem minnst lesa, nema helst myndabækur með nógu litlu Iesmáli en mikið af myndum. Tel ég þetta slæma þróun, ásamt sífellt tímafrekara sjónvarpsglápi sem hlýtur að draga verulega úr eðlilegu ímyndunarafli unglinganna. Tel ég því þessa nýjung vera svo sannarlega af hinu góða og hvet foreldra að ýta undir framtak af þessu tagi og kaupa bókina. Bókin er bæði vönduð og ódýr. ÞÓRARINN HALLDÓRSSON þegar þú ferð á fætur.“ (6:4-8) Orð þessi minnti Móse hina fornu ísraelsmenn á forðum daga, og það gerði Kristur Jesús, guðssonur einnig, þegar hann var hér á jörð fyrir bráðum tvö þúsund árum. All- an þennan tíma hafa orð þessi stað- ið í heilagri ritningu. Fyrst í hebr- esku ritningunum, gamla testa- mentinu, og síðan í grísku ritning- unum, eða hinu nýja testamenti. En orð þessi gleymast í erli dagsins og fráhvarfsins glaumi. Erfitt er að koma hinu aumkunarverða mannkyni í skilning um mikilvægi daglegrar trúrækni og guðsdýrkun- ar. Jafnvel innan raða þeirra sem eiga að fara með guðsþjónustuna, hefur eitthvað mistekist, og því hafa sértrúarflokkamir dafnað eins og gróðurinn blómlegi í góðu ár- ferði. Ríki guðs er nefnilega ekki af þessum heimi, og því er siðbótar þörf með reglulegu millibili. Manninum ætlar seint að skiljast að án guðs er hann glataður, vegna þess, að hann er skapaður til þess að eiga samfélag við guð. Drottinn skapaði hann þannig, og gaf honum forrit til þess að fara eftir, og það er að finna í Bibíunni. Þar er lög lífsins að finna, leiðbeiningar til sáluhjálpar. Eins og segir í tuttug- asta og fjórða versi, sjötta kapítula fimmtu Mósebókar: „Drottinn bauð oss að halda öll þessi lög, með því að óttast Drottin, Guð vorn, svo að oss mætti vegna vel alla daga og lífí halda.“ EINAR INGVI MAGNÚSSON, Heiðargerði 35, Reykjavík HEILRÆÐI SLYSAVARNAFÉLAGÍSLANDS RAUÐI KROSS ÍSLANDS Víkverji skrifar * Isíðustu Pressu mátti lesa ein- kennilega klausu um óánægju sumarbúastaðaeigenda við Elliða- vatn með byggingarframkvæmdir sjónglerjafræðings af erlendum uppruna en sem lengi hefur verið búsettur hér á landi, við sumarbú- stað sinn við vatnið. Maðurinn á að hafa hlaðið voldugan gijótgarð nokkuð út í vatnið og að auki strengt vírgirðingu eftir honum endilöngum sem gerði fólki ómögu- legt að ganga hringinn í kringum vatnið. Síðan segir í Pressunni: „Sumir sem þarna hafa rekið sig á fyrirstöðu hafa spurt sig hvort þetta sé það sem koma skal ef við göngum í EB og útlendingar fara að setjast hér að í meira mæli en áður...“ Víkveija þykir með ólíkindum að rekast á skrif af þessu tagi í íslensk- um ijölmiðli, þar sem beinlínis er alið á útlendingahatri og áþekkum fordómum. Samstarfskona Víkveija fór sl. laugardag með börn sín tvö í Kolaportið. Mikið var um að vera á þessum helsta markaði borgarinn- ar eins og venjulega og meðal ann- ars var á einum stað boðið upp á svokallaða lukkupakka. Börnin vildu óð og uppvæg freista gæfunn- ar, svo að móðirinn varð að láta undan þeim og kaupa pakka handa þeim hvoru um sig. Móðurinni brá hins vegar í brún þegar annað barn- ið opnaði pakkann sinn og í ljós komu staflar af klámblöðum, enda átti hún fullt í fangi með að sann- færa bamið um að innihaldið ætti ekkert erindi við börn. Kann hún forsvarsmönnum lukkupakkatom- bólunnar litlar þakkir fyrir og þeir Kolaportsmenn hljóta að sjá sóma sinn í að aðgæta hvað á boðstólum er á markaðinum því Kolaportið er að stærstum hluta markaður sem sóttur er af fjölskyldufólki, einatt til að stytta ungviðinu stundir. Varla hafa nokkrir fjölmiðla- menn verið markaðssettir með ámóta lúðrablæstri og félag- arnir Tveir með öllu sem fara ham- fömm á Bylgjunni. Hér er ekki ætlunin að amast við þættinum eða markaðssetningunni á honum. Hitt fer óskaplega í taugarnar á Vík- veija að þegar tönnlast er á auglýs- ingum um þá félagana bæði í út- varpi og sjónvarpi, skuli Tveir með öllu ekki vera látnir fallbeygjast eins og vera ber. Það er afar an- kannalegt að heyra setningar eins og: „Komum öll og sjáum Tveir með öllu í teygjustökkinu!" eða eitt- hvað álíka. Það er hægðarleikur að fallbeygja Tvo með öllu á góðri og gildri íslensku, og fjölmiðillinn sem er með þá félaga á mála hlýtur að sjá sóma sinn í því að misþyrma ekki málvitund fólks með þessum hætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.