Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 7
M0RGUNJ3LAÐIÐ LAUGARUAGUR 22. ÁG.ÚST .1992 7 Ljósmynd/Snorri Snorrason Forvitinn rebbi Hann var slægur á svip, þessi hálfstálpaði refur sem ljósmyndarinn rakst á uppi á Álfaborg í Borgarfirði eystri. Forvitnin fékk hann til að vappa í kringum ljósmyndarann dijúga stund, þó hann hafi gætt þess að koma ekki of nálægt. ‘ Frumvarp frá Framsóknarflokknum Kvóta Hagræðingar- sjóðs verði ráðstaf- að án endurgjalds Þarflaust að framsóknarmenn semji fyrir mig frumvörp, segir Matthías Bjarnason LAGT hefur verið fyrir Alþingi frumvarp þar sem Iagt er til að aflaheimildum Hagræðingarsjóðs verði ráðstafað án endurgjalds til þeirra skipa sem fyrir mestri skerðingu verða við þorskbrestinn svonefnda. Flutningsmenn eru átta þingmenn Framsóknarflokks. Mátthias Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þessar tillögur í mörgu líkar þeim hugmyndum sem hann hefur sett fram um málið, en hann þurfi enga framsóknarmenn til að semja fyrir sig frumvörp. „Mér finnst að um of hafi ver- ið einblínt á þessi 12 þúsund þorskígildi Hagræðingarsjóðs sem lausn á vanda sjávarútvegs- ins,“ sagði Matthías í samtali við Morgunblaðið. „Vandi hans er slíkur að þar þarf að koma miklu meira til.“ Þegar Matthías var spurður hvort hann myndi styðja frumvarpið sagði hann: „Þetta er um margt líkt mínum hug- myndum, en ég þarf enga fram- sóknarmenn til að semja. fyrir mig frumvörp." Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins af Vesturlandi, sagðist ekki ætla að styðja frum- varpið. „Ég fæ ekki séð að frum- varpið leysi vanda sjávarútvegs- ins,“ sagði Sturla í samtali við Morgunblaðið. „Þetta eru gamal- kunnar hugmyndir Halldórs Ás- grímssonar, og ég fæ ekki séð að frumvarpið breyti neinu.“ Alþýðubandalagið Enn óvissa um for- mann þingflokksins Ólafur Ragnar formaður þar til niðurstaða fæst „Þingflokkurinn ræddi ekki á fundinum á fimmtudag hver skuli veita honum forystu, og því Vísitasía biskups Messað verður í Kollafjarð- ameskirkju BISKUP íslands vísiterar Húna- vatnsprófastdæmi og verður messað í dag, laugardag, í Kolla- fjarðarneskirkju klukkan 14. Helgistund verður í Kaldrana- neskirkju klukkan 17 og messað verður í Drangsneskapellu klukkan 21. Á sunnudag verða Hólmavíkur- kirkja og Staðarkirkja í Steingríms- firði heimsóttar. Messa hefst klukk- an 14 í Hólmavíkurkirkju og helgi- stund klukkan 17:30 í Staðarkirkju. Vísitasíu biskups lýkur mánudaginn 24. ágúst með messu í Ámeskirkju klukkan 14. mun formaður Alþýðubandalags- ins gegna stöðunni þar til niður- staða fæst, eins og hefð er fyrir hjá okkur,“ sagði Svavar Gests- son, þingmaður Alþýðubanda- lagsins, í samtali við Morgun- blaðið. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er stefnt að ákvörðun í málinu á fundi þing- flokksins á miðvikudag. Margrét Frímannsdóttir, sem verið hefur þingflokksformaður Al- þýðubandalagsins, hefur gefið til kynna að hún vilji láta af for- mennsku og hefur Svavar verið nefndur sem hugsanlegur eftirmað- ur. Ekki hefur þó náðst samstaða um hann innan þingflokksins og þar sem nokkrir þingmenn verða í burtu um helgina verður málið ekki tekið fyrir fyrr en á fundi þing- flokksins á miðvikudag. Svavar sagðist aðspurður telja að formaður flokksins væri að leita lausnar á málinu sem allir gætu sætt sig við, og því væri eðlilegt að bið yrði á niðurstöðu. .„Það er hins vegar auð- vitað alltaf betra að ljúka svona málum sem fyrst, og því fyrr því betra,“ sagði Svavar. „Það hefur hins vegar ekki tekist, því miður.“ I M •í«fpw liifeffe Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.