Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 28
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUB .22,- AGUSX 1992 Halla P. Kristjáns- dóttír, Bolungarvík Þú starfaðir jafnan með umhyggju og ást, elju og þreki, er sjaldan brást þér nýttist jafnvel nóttin. Þú vannst fyrir besta vininn þinn, þú vinnur nú með honum annað sinn með efldan og yngdan þróttinn. (G.Bjömsson, „Til móður rninnar".) Elskuleg tengdamóðir mín, Halla Pálína Kristjánsdóttir, andaðist í Landspítalanum 16. ágúst sl. Það sárasta við missi einhvers nákomins er ef til vill að skynja hve mikið maður hefur um leið misst af sjálfum sér. Halla var stoð og stytta okkar allra í fjölskyldunni. Hún var hin trausta eik sem allt stóð af sér, því verður skarð hennar vandfyllt. Það er erfitt á þessari stundu að hugsa sér lífið án henn- ar. Minningarnar hlaðast upp, allar góðar og ljúfar. Ég var aðeins 17 ára fyrsta sum- arið sem ég flutti inn á heimili þeirra Höilu og Jónatans, með Einari syni þeirra. Þar áttum við síðan athvarf í fimm sumur og í öllum skólafríum meðan við vorum í námi, síðustu þrjú árin með son okkar Jónatan með okkur. Allt frá þeim tíma hef ég notið hlýju og velvildar tengda- foreldra minna. Halla var mikii húsmóðir. Hún vann öll störf sín af mikilli ná- kvæmni og samviskusemi og bjó fjölskyldu sinni hiýlegt og fallegt heimili. Ég skynja það enn betur nú, hve mikið ég á tengdamóður minni að þakka og hvað það hefur verið mér mikils virði að hafa búið á þessu mæta heimili, þar sem ég lærði svo ótal margt sem ég mun ávallt búa að. Halla reyndist mér sem besta móðir. Hún var greind kona og skilningsrík. Það kom ekki síst í ljós þegar ég fyrir 10 árum missti móður mína úr sama sjúkdómi, krabbameini, og nú hefur lagt hana að velli. Ég mun alltaf minnast hennar með virðingu og þakklæti. Umhyggja Höllu og samhyggð náði ekki einungis til fjölskyldu hennar, heldur allra er nærri henni stóðu og því er missirinn ekki einungis okkar. Þeir eru margir sem reynt hafa trygglyndi hennar og ræktar- semi í gegnum tíðina. Fórnarlund hennar var einstök og umhugsunin um aðra var ofar hennar eigin þörf- um. Þegar á bóti blés komu þessir eiginleikar ekki síst í ljós. Veikind- um sínum tók hún með miklu æðru- leysi, svo aðdáunarvert var að fylgj- ast með. Þar hjálpaði trúin henni mikið og gaf henni styrk. Fram að hinstu stundu hugsaði hún meira um hag ástvina sinna en eigin heilsu. Einstök var umhyggja henn- ar fyrir bamabömunum, sem áttu alltaf athvarf á Völusteinsstrætinu, eins og reyndar Qölskyldan öll. Halla kvaddi þennan heim með þá við hlið sér sem henni þótti vænst um. Á þeirri stundu skynjaði ég hversu vel tengdaforeldrum mín- um hafði auðnast að koma því til skila til bama sinna hversu mikils virði það er að standa saman. Hún naut stuðnings allrar fjölskyldunnar í þeirri hörðu baráttu er hún háði vð illvígan sjúkdóm í rúmt ár. Sér- staklega var lærdómsríkt að sjá hvað Jónatan mat konu sína mikils og gerði allt sem í hans valdi stóð til að henni liði sem best. Halla skildi við þetta líf með reisn. Þrátt fyrir veikindi var síð- asta árið sem hún lifði afar við- burðaríkt. Hún var þakklát fyrir allt sem lífíð gaf henni. Elsku Jónatan, þinn missir er mikill. Ég veit að ykkar líf saman var auðugt og hamingjsamt. Minn- ingamar eru margar og ljúfar. Ég er sannfærð um að þær eiga eftir að auðvelda þér að takast á við þann erfiða tíma sem framundan er. Öll hefðum við viljað hafa Höllu lengur hjá okkur. Efst í huga okkar allra er þó þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa notið samvista við hana þessi ár. Tengdamóðir mín var mikil manneskja. Hana kveð ég og við öll og biðjum henni Guðs blessunar. Blessuð sé minning hennar. Af alhuga færum þér ástarþökk -á auða sætið þitt horfum klökk. Heilsaðu fóður og frændum. Að sjá þig aftur í annað sinn enn að komast í faðminn þinn, við eipm eftir í vændum. (G. Bjömsson) Guðrún B. Magnúsdóttir Hinn 16. ágúst 1992 lést í Land- spítalanum Halla Pálína Kristjáns- dóttir og verður útför hennar gerð frá Hólskirkju Bolungarvík í dag. Halla fæddist á ísafirði 17. mars 1930, dóttir hjónanna Rannveigar Salóme Sveinbjömsdóttur og Krist- jáns Hannesar Magnússonar. Halla giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Jónatani Einarssyni forstjóra, syni Einars Guðfinnsson- ar og Élísarbetar Hjaltadóttur í Bolungarvík, hinn 1. júlí 1953 og áttu þau heima í Bolungarvík alla sína hjúskapartíð. Halla og Jónatan eignuðust fímm börn, en þau em: Einar Jónatans- son, viðskiptafræðingur, forstjóri hjá Einari Guðfínsnsyni hf., kvænt- ur Guðrúnu B. Magnúsdóttur, skólastjóra Tónlistarskólans í Bol- ungarvík og eiga þau þrjá drengi. Ester Jónatansdóttir, viðskipta- fræðingur, starfar hjá Pósti og síma, gift Guðmundi Ólafssyni, íþróttakennara og eiga þau þijár stúlkur. Kristján Jónatansson, framkvæmdastjóri hjá verslun Ein- ars Guðfínnssonar hf., kvæntur Þorbjörgu Magnúsdóttur, ljósmóður og eiga þau dreng og stúlku. Elías Jónatansson, iðnaðarverkfræðing- ur, starfar há Einari Guðfinsnsyni hf., kvæntur Kristínu G. Gunnars- dóttur, skrifstofumanni og eiga þau dreng og stúlku. Heimir Salvar Jónatansson, framkvæmdastjóri hjá Kringlu bóni, kvæntur Ósk. I. Ebe- nesersdóttur, starfsmanni hjá Delta í Hafnarfírði. Bamabörnin em þannig orðin tíu. Ég kynntist Höllu fyrir 26 ámm. Það var um haustið 1966, sem ég kom fyrst á heimili Höllu og Jónat- ans í Bolungarvík og var það í fyrsta skiptið sem ég kom til Bolungarvík- 'ur. Veðrið var gott, víkin var lygn og sól í heiði. Heimili þeirra hjóna þótti mér sérstaklega smekklegt, þar sem augljóst var að þau hjónin höfðu bæði lagt sitt fram til að gera heimilið þannig sem það var og er. Mér em enn í fersku minni móttökumar og hlýjan sem streymdi frá þeim góðu hjónum og hve fjölskyldan var öll samhent. Það er gæfa að hafa kynnst þeim. Síðan hefur fjölskyldan stækkað af tengdabömum og bamabömum, en sami andi ríkir. Halla var einkar Ijúf manneskja og það var gott að vera í návist hennar. Á heimilinu gegndi hún húsmóðurhlutverkinu með reisn og það var notaleg verkaskipting á heimili þeirra hjóna, áreiðanlega ekki skipulögð, heldur var þetta á einhvern hátt svo sjálfsagt án orða. Það var eins og Halla hefði ekkert fyrir því að taka rausnarlega á móti gestum sínum og var auðfund- ið hve móttökumar vom sannar. Fyrir rúmu ári kenndi Halla fyrst þess sjúkdóms er varð henni að ald- urtila. Sjúkdómurinn kom hastar- lega fram í fyrstu, en svo rénaði hann og það komu vonir um að hættan væri liðin hjá. Lífíð fór í sinn fyrri farveg. Um miðjan júlí- mánuð síðstliðinn fóm Halla og Jónatan með góðum vinum sínum til Kanada. Ferðin gekk veí í fyrstu, en síðasta vikan var Höllu erfíð. Sjúkdómurinn hafði tekið sig upp aftur og nú af meiri krafti en áð- ur. Halla fór í Landspítalann daginn eftir heimkomuna hinn 5. ágúst og lést þar 16. þessa mánaðar. Ég fékk tækifæri á að sitja hjá Höllu smá tíma við sjúkrabeð henn- ar í Landspítalanum í síðastliðinni viku. Halla sagði mér að þó að hún væri svona mikið veik þá sæi hún ekki eftir að hafa farið til Kanada, það hefði verið mjög skemmtileg ferð. Hún sagðist vera búin að fá albúm fyrir myndimar, sem þau tóku í ferðinni og ætlaði hún að biðja Ester að hjálpa sér að raða myndunum í rétta röð. Þegar ég kvaddi Höllu minnti hún mig á að kvitta fyrir komuna, það var friður yfir henni. Megi minningin um góða konu vera huggun vini mínum Jónatani Einarssyni og fjölskyldu hans. Hafsteinn Hafsteinsson. Birta og gleði ríktu í Einarshúsi þegar Halla P. Kristjánsdóttir gift- ist Jónatan Einarssyni og tengdist þannig fjölskyldu okkar. Bros henn- ar var þá eins og jafnan milt og hlýtt. Öll framkoma Höllu bar vott um greind og gott veganesti úr foreldrahúsum. Hún var yfírveguð í orðum og siðfáguð, en samt skoð- anaföst og fylgin hugðarefnum sín- um. Þau Jónatan byggðu sér fljótlega hús við Völusteinsstræti. Þar blasti við fegurð og góður smekkur hús- ráðenda úti og inni strax og heimil- ið tók að mótast. Það voru vissulega húsbændumir sem sköpuðu heimil- isbraginn og settu reglurnar en „það nema böm sem á bæ er títt“. Fjölskyldan öll varð líka vinnusöm, glaðlynd og einkar samheldin. Hljómlist og söngur vom jafnan í hávegum höfð. Heimilið var Höllu afar mikils virði. Þar naut'hún sín sem hin ábyrga húsmóðir og veituli gest- gjafí. Bömin urðu fímm og fíöl- skyldan stór og því mikið annríki heima við. Þrátt fyrir það tókst henni að sýna ættingjum, tengda- fólki og vinum einstaka umhyggju og miðlaði alla tíð gæsku af örlátu hjarta. . Tengslin vom ekki aðeins fjöl- skyldubönd, heldur sterk vinátta sem allir í hinni stóm fjölskyldu okkar minnast og þakka. Öldmðum tengdaforeldmm sínum reyndist hún sem besta dóttir meðan þeim entist aldur. Tími Höllu er nú liðinn, brosið hennar milda og hlýja aðeins til í minningunni. Þegar að lokum kom varð reisn hennar mest, í tign og ró. Halla Kristjánsdóttir hefur kvatt hinstu kveðju en minningamar um hana munu hins vegar merla hjá okkur þann tíma sem við höfum enn til ráðstöfunar. Blessuð sé minningin um mæta og góða vinkonu. Halldóra Einarsdóttir, Haraldur Ásgeirsson. Halla frænka í Bolungarvík er dáin. Ég á aldrei eftir að heim- sækja hana aftur út í Bolungarvík og eiga með henni góðar stundir. Það var oft sem ég fór með Helgu ömmu að heimsækja Höllu og ekki var ég há í loftinu þegar ég fékk að fara með þegar þær tóku slátur, og það var sama hversu mikið ég þvældist fyrir alltaf var Halla þolin- móð og reiddist aldrei. Alltaf var jafn notalegt að fá að gista í Höllu- húsi þegar vegurinn á milli Isafjarð- ar og Bolungarvíkur varð ófær. Það er svo margt sem kemur upp í huga minn núna, allar góðu minn- ingamar um Höllu. Hún var svo einstök og góð manneskja sem hugsaði fyrst og fremst um aðra áður en hún hugsaði um sig. Alltaf mundi hún eftir því að senda kveðju frá sér á afmælum þó svo að hún væri erlendis. Og þegar ég dvaldist erlendis í eitt ár fékk ég frá henni margar kveðjur og sendingar. Ég vil þakka fyrir allar samveru- stundimar sem ég hef átt með Höllu frænku. Helga Bryndís. Góð kona, elskuleg mágkona og svilkona, er látin fyrir aldur fram. Dagpersprúð og vönd var hún að virðingu sinni. Hún bar snemma af ungum stúlkum í glæsileik og mannkostum, vel gerð og vel gefín. Eðliskostimir fylgdu henni í lífi og störfum, í móðurhlutverkinu, umsvifamiklum húsfreyjustörfum og félagsstörfunum. Hún var og mikil og góð amma. Heilsteypt, einstaklega trygg- lynd, ræktarleg og afar frændræk- in. Lét hún sér jafnan mjög annt um skyldmenni sín og nánustu sam- ferðamenn. Halla Pálína fæddist á ísafírði 17. marz 1930. Foreldrar hennar dóttir og Kristján Hannes Magnús- son. Þau eignuðust sjö efnileg böm, og var Halla yngst þeirra. Efni munu hafa verið lítil á heimilinu, en þeim mun meira af ástúð og umhyggju. Foreldrar hennar dvöldu á heim- ili þeirra Jónatans á elliámnum. Faðir hennar lézt 1961, en móðir hennar 1968. Hún var væn kona, og var þeim og bömunum mikill styrkur. Halla gekk í bamaskóla á ísafírði og gagnfræðaskólann. Starfaði síð- ar í Landsbankaútibúinu. Fór í hús- mæðraskólann, eins og títt var um ungar stúlkur á þeim tíma. Ung gekk hún til liðs við skátahreyfíng- una, sem var og er góður skóli æskufólki. Hún var þeirrar gerðar að vilja rétta fram líknar- og hjálp- arhönd til þeirra, er með þurftu. Leið hennar lá til Bolungarvíkur, þar sem elskhuginn Jónatan Einars- son, bróðir og mágur okkar, beið hennar í varpa. Þau vora vígð til hjúskapar á afmælisdegi Jónatans 1. júlí 1953 af prófastinum, sr. Þorsteini Jó- hannessyni í Vatnsfirði. Þau reistu bú sitt hér í Víkinni, hlýlegt og fallegt heimili. Með þeim hjónum tókust góðar ástir, og hefur sambúð þeirra verið einlæg og góð. Þeim varð sex bama auðið. Stúlkubam fæddist þeim andvana. Bömin sem upp komust era ein- staklega mannvænleg og vel gerð. Einar, framkvæmdastjóri í Bolung- arvík, viðskiptafræðingur að mennt, kvæntur Guðrúnu Magnúsdóttur, skólastjóra tónlistarskólans. Þau eiga þijú böm. Ester, viðskipta- fræðingur, vinnur hjá Pósti og síma, Reykjavík, gift Guðmundi Ólafssyni íþróttakennara. Eiga þau þijú böm. Kristján, framkvæmdastjóri í Bol- ungarvík, kvæntur Þorbjörgu Magnúsdóttur ljósmóður. Þeirra böm era tvö. Elías, verkfræðingur og framleiðslustjóri í Bolungarvík, kvæntur Kristínu Gunnarsdóttur skrifstofumanni. Þeirra böm era tvö. Heimir Salvar, rekur bónstöð í Reykjavík, kvæntur Ósk Ebenez- erdóttur, sem vinnur hjá lyfjafyrir- tæki í Hafnarfirði. Við þessi vegamót koma margar ljúfar minningar og myndir í huga okkar frá 36 ára nánu sambýli, en á yndisfögram hásumardögum árið 1956 fluttum við í nýbyggð hús okkar. Börnin okkar vora á líku aldursskeiði. Mikill samgangur var því á milli heimilanna, og urðu þau leikfélagar og vinir í þessum unaðs- reit, og áttu oft og tíðum athvarf á heimilinu, ef við fóram af bæ. Þegar við lítum til baka til þess- ara ára, fínnst okkur þau hafa ver- ið undurfljót að líða, en bjart er yfír þeim í minningunni. Oft var annasamt hjá Höllu. Fjöldi gesta koma jafnan á heimili þeirra sökum mikilla umsvifa Jónat- ans í störfum og meðfæddrar gest- risni hans. Hún tók gestum þeirra opnum örmum og veitti þeim af rausn og myndarskap á'vel búnu heimili þeirra. Halla var góðum gáfum gædd, langminnug á liðna atburði, og var gott til hennar að Ieita, þegar upp- lýsingar skorti. Að eðlisfari var Halla hlédræg, tranaði sér ekki fram, en átti þó hægt með að blanda geði við aðra. Hún var skyldurækin og samvizkusöm, snyrtimenni hið mesta. Við komuna til Bolungarvíkur hélt hún áfram að styðja við bakið á skátafélögunum í Gagnheijum, og gerðist einnig fljótlega virkur félagi í kvenfélaginu Brautin, sem starfað hefur hér óslitið í 80 ár. í kirkjunefnd félagsins starfaði Halla af mikilli alúð. Hún var trúuð og ræktaði Guðstrú sína, og skildi vel mikilvægi starfs kirkjunnar. Mikil gæfa er það okkur að hafa eignazt svo góða vini og granna, og verður það ekki fullþakkað. Þegar komið var saman á heim- ili Höllu og Jónatans var oftast tek- ið lagið með píanóundirleik einhvers úr fjölskyldunni, að ógleymdum öll- um kræsingum húsmóðurinnar. Þessara glaðværu og sameinandi stunda minnumst við nú með inni- legri þökk. Við eigum líka góðar minningar frá útileguferðum hér í okkar fögra byggð og ferðalögum innanlands sem utan. Fyrir rúmu ári gerði illkynjaður sjúkdómur vart við sig hjá Höllu. ( Þrátt fyrir veikindin hefur þetta ár fært þeim hjónum og flölskyldunni margar bjartar stundir. Hún naut ,| þekkingar færastu lækna og góðrar umhyggju eiginmanns*síns og fyöl- skyldunnar. I nýafstaðinni Kanada- | ferð, sem lengi hafði staðið til að fara með okkur, nutu þau þess að hitta ættingja og vini. Baráttunni við þennan mæði- sama sjúkdóm lauk í Landspítalan- um síðla sunnudagsins 16. ágúst, og hélt Halla óskertum sálarkröft- um og andlegri reisn til hinztu stundar. Að henni er mikill söknuður, og rúm stendur nú autt, sem enginn fær fyllt. Erfíðleikar hafa steðjað að í hinu ytra lífi, en hér féll þyngsta og sárasta höggið. Megi minningarnar um líf hennar og mannkosti, og alla þá hamingju, sem frá henni stafaði, verða til að . létta dapra hugi nánustu ástvina, i sem þyngst er um hjarta þessa dagana. Henni fylgja bænir okkar um vemd og blessun Guðs á nýrri 1! vegferð. Hildur Einarsdóttir, „ Benedikt Bjarnason. " Okkur langar í fáeinum orðum að minnast móðursystur okkar, Höllu Pálínu Kristjánsdóttur, en út- för hennar fer fram í dag frá Hóls- kirkju í Bolungarvík. Halla fæddist á ísafírði 17. mars 1930 og ólst þar upp. Hún var dótt- ir hjónanna Rannveigar Salóme Sveinbjörnsdóttur og Kristjáns Hannesar Magnússonar. Var hún yngst af sjö börnum þeirra hjóna. Halla stundaði nám við Gagn- fræðaskólann á ísafírði og Húsmæð- raskólann Ósk. Þá starfaði hún á ísafirði í nokkur ár, m.a. hjá Lands- banka íslands, uns hún giftist Jónat- | an Einarssyni frá Bolungarvík árið 1953. Halla og Jónatan stofnuðu heimili á í Bolungarvík og fljótlega reistu þau * sér af miklum stórhug hús við Völu- steinsstræti. á Samheldni þeirra hjóna var ein- stök og bar heimili þeirra þess glöggt vitni hvað snyrtimennsku, glaðværð og höfðingsskap snerti. Eignuðust þau sex börn, en eitt fæddist and- vana. Börn þeirra bera þess glöggt vitni úr hversu góðum jarðvegi þau era sprottin. Starfsvettvangur Höllu var að mestu innan veggja heimilisins, en vegna starfs og umsvifa Jónatans var oft mjög gestkvæmt á heimilinu. Halla hafði mikinn áhuga á fé- lagsmálum og tók hún virkan þátt í starfsemi kvenfélaga í Bolungarvík auk skátahreyfíngarinnar. Þó svo að oft hafí verið erilsamt hjá henni þá hafði hún alltaf tíma | fýrir vini og vandamenn. Var hún óþreytandi að fylgjast með öllu frændfólki sínu, styðja það og ( styrkja hvar sem það var statt í heiminum og senda því kveðjur á afmælum og við önnur slík tækifæri. ( Halla var hreinskiptin manneskja með ríka réttlætiskennd og trúði ekki neinu slæmu upp á nokkum mann. Hún var gædd miklum vilja- styrk, glaðvær var hún og söngelsk, enda kunni hún ótrúlega mikið af lögum og textum. Samskipti okkar við Höllu og fjöl- skyldu hafa verið mjög náin, enda vora systumar, þ.e. móðir okkar og Halla, sérstaklega samrýndar. Okk- ur era sérstaklega minnisstæðar all- ar þær samverustundir sem við átt- um með fjölskyldu hennar á Völu- steinsstrætinu. Þegar við nú kveðjum Höllu og lítum til baka, þá verður okkur efst í huga, hve mikið er að þakka og i hve margs að sakna. Verður erfitt að hugsa sér Bolungarvík án Höllu en minninguna um hana geymum i við í hjörtum okkar. Elsku Jónatan og fjölskylda, miss- ir ykkar er mikill. Við biðjum góðan i guð að gefa ykkur styrk í ykkar miklu sbrg. Kristján Rafn, Jónína og Albert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.