Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 5
I MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992 5 Byggð hélst á Stöng í Þjórsárdal fram á 13. öld Breytt veðurfar og ofbeit eyddu byggð KIRKJUGARÐURINN sem Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifa- fræðingur kom niður á við uppgröft á Stöng i Þjórsárdal í sumar reyndist vera aðeins 50 sentímetrum neðan við botn skurðs sem Aage Russell og Kristján Eldjárn grófu við rannsóknir sínar á fom- minjum j;ar árið 1939. Með rannsóknum sínum í sumar kveðst Vil- hjálmur Örn hafa fengið staðfestingu á því að byggð hélst á Stöng fram á 13. öld. Minjar um þrjár byggingar reistar á sama stað komu í ljós við uppgröftinn. Efst var lítil kirkja, þá smiðja og neðst skáli frá því skömmu eftir landnám norrænna manna. Meðal gripanna sem fundust við uppgröftinn í sumar var lítill klæðispijónn úr beini og örlítið bronslauf af baltneskum uppruna. Slík bronslauf em þekkt annars staðar í norðanverðri Skandinavíu, baltnesku löndunum og allt austur i Rússland. Þau eru venjulega talin vera frá 10. og ll.öld. Klæðispijónninn, sem líklega er gerður úr hvalbeini, er í líkingu axar, en það var tákn Ólafs helga Noregskonungs. í sumar gróf Vilhjálmur Öm upp rúst húss austan við yfirbyggðu skálarústina á Stöng, sem grafín var upp árið 1939. Rústin var talin vera af útibúri en Vilhjálmur Örn komst að því að hún var af kirkju Stangarbænda. Hann álítur að kirkjan sé frá fyrstu árum kristni á íslandi og hafi verið í notkun fram undir aldamótin 1200. Að sögn Vilhjálms Arnar hefur kirkjan verið því sem næst 6x4 metrar að flatarmáli, hlaðin úr torfi og grjóti nema vesturhliðin sem var þiljuð. Austurgaflinn var kórlaga og segir Vilhjálmur Örn að torfkirkjur af þessari gerð séu þekktar frá fyrstu árum kristni í Færeyjum og á Grænlandi. Vestan og sunnan kirkjuleifanna kom í ljós grafreitur. Alls voru opnaðar sjö grafir og sér í fimm til viðbótar. Grafirnar liggja mjög þétt og voru leifar af trékistum í flestum þeirra. Beinin hafa ekki varðveist vel, en meðfram einni kistugröfinni fundust nokkuð vel varðveitt bein af fullvaxta karl- manni. Kjálki og kjálkabrot þessa manns bera erfðafræðileg ein- kenni, tanngarð innan á neðri kjálka (torus mandibularis), en bein með sömu einkenni fundust við uppgröft í Skeljastaðakirkjugarði neðar í Þjórsárdal árið 1939. Þang- að til í sumar var Skeljastaða- kirkjugarður eini þekkti kirkju- garður hinna fomu Þjórsdæla. Beinin á Stöng benda til þess að torus mandibularis hafi verið ætt- arfylgja í Þjórsárdal til forna. Undir kirkjuleifunum var smiðja og undir henni komu í ljós leifar af enn eldri byggingu. Þá byggingu álítur Vilhjálmur hafa verið skála sem sé eldri en skálinn sem grafinn var upp árið 1939, og annar skáli sem er undir yfirbyggðu rústinni. Tiltölulega litlar rannsóknir fóra fram á þessum forna skála í sum- ar, en fyrir miðri rústinni er elda- hella langelds skálans. Ekki verður hægt að fá heillega mynd af þess- um skála þar sem grafirnar hafa verið grafnar í gegnum gólf hans. Þetta hús segir Vilhjálmur að hafi verið reist skömmu eftir landnám, því að gjóskulag sem aldursgreint er frá því um 900, liggur rétt und- ir gólfi hússins. Tilgangurinn með uppgreftrin- um var að athuga afstöðu mann- vistarlaga við gjóskulög og ganga úr skugga um stærð útibúrsins, sem reyndist vera kirkja. Helsta niðurstaða rannsóknanna er sú að byggð lagðist af á Stöng að minnsta kosti 125 áram síðar en talið hefur verið. Þessu til staðfest- ingar nefnir Vilhjálmur Öm einkum þrennt. í fyrsta lagi afstöðu þekktra gjóskulaga við mannvist- arlög. Gjóska úr Heklugosinu 1104 fannst undir mannvistarleifum, en flestir vísindamenn hafa allt fram til þessa álitið það gos hafa eytt byggð efst í Þjórsárdal. I öðra lagi segir Vilhjálmur Örn á annan tug kolefnisgreininga (C14) á viðarkol- um og dýrabeinum frá Stöng hafa sýnt aldur fram á 13. öld. Þá hafi gripir, sem fundist hafa á Stöng bæði í sumar og við fyrri rannsókn- ir þar, reynist vera yngri en svo að byggð geti hafa lagst þar af í gosinu 1104. Hér nefnir Vilhjálmur Örn sérstaklega leirkersbrot með grænum gierangi sem við aldurs- greiningu hafi reynst vera frá því eftir 1200. Að þessu samanlögðu Morgunblaðið/TÓ Fornleifafræðingarnir Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson og Bjarni Einarsson við mælingar á fornminjum. kveðst Vilhjálmur álíta að gosið 1104 hafí ekki eitt sér hrakið bú- endur frá Stöng. Þar hafi komið til fleiri þættir, bæði seinni gos í Heklu, ofbeit og ofnýting skóga ásamt kólnandi veðurfari. Vilhjálmur hóf rannsóknir á Stöng árið 1983. Hann hélt áfram rannsóknum þar sumarið eftir og einnig 1986. Áformað er áð halda áfram uppgreftri á fomminjunum á Stöng næsta ár. Auk Vilhjálms Amar störfuðu að rannsókninni Bjarni Einarsson fornleifafræðing- ur og aðstoðarmennirnir Einar Jónsson, Gísli Sigurðsson og Irene Bang-Moller. Þá veittu starfsmenn Landsvirkjunar í Búrfellsvirkjun Vilhjálmi Erni ýmsa aðstoð við rannsóknirnar. • • Hin árlega stórútsala okkar é pottaplantwm er haffin ttaplö«*«r \ Allar P Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070 Dami um verð: Áður Nú Jukkur ca. 35 sm. 7657- 379.- Jukkur ca. 45 sm. 938:- 469.- Jukkur ca. 60 sm. -F468,- 749.- Gúmmítré 677.- Fikus Benjamini ca. 60 sm. 9437- 660.- Fikus (tvílitur) 6er- 364.- Burknar I 498:- 289.- Burknar II éOTT- 364.- Begóníur 64c- 449.- Schefflera h5fS.- 986.- Asparagus 660:- 498.- Alpafjóla (stór) 825:- 570.- HVÍTA HÚSID /SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.