Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 18
I
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. AGUST 1992
Spænska dagblaðið E1 País
Varað við skiptingii
Bosníu í kantónur
ATKVÆÐAMIKLIR leiðtogar Serba og Króata í Bosníu-Herzegovínu
hafa náð samkomulagi um að leggja til í friðarviðræðunum, sem
hefjast í Lundúnum 26. ágúst, að landinu verði skipt í kantónur, að
sögn spænska dagblaðsins E1 País. Blaðið segir að margir af fulltrú-
um Evrópubandalagsins (EB) í friðarviðræðunum, þeirra á meðal
Carrington lávarður, hafi gefið til kynna að þeir hyggist beita sér
fyrir þessari lausn. Það varar hins vegar við því að tillagan sé að
öllum líkindum fyrsta skrefið í þá átt að innlima Bosníu í Króatíu
annars vegar og Júgóslavíu, þ.e. hið nýja sambandsríki Serbíu og
Svartfjallalands, hins vegar. Bosnía, sem á aðild að Sameinuðu þjóð-
unum, yrði þá fyrsta Evrópuríkið eftir síðari heimsstyijöldina sem
hyrfí af landakortunum eftir að hafa verið beitt hervaldi.
Talið er að Serbar hafi náð 70%
Bosníu-Herzegovínu á sitt vald og
Króatar 20%, það er öllum vestur-
hluta Herzegovínu. E1 País segir
að skipting Bosníu í kantónur verði
til þess að stjómvöld í Serbíu og
Króatíu geti styrkt stöðu sína á
þessum svæðum. Serbar og Króat-
ar stefni að því að kantónumar
verði „þjóðemislega hreinar" og
að algjör innlimun þeirra í Króatíu
og Júgóslavíu verði síðar staðfest
í þjóðaratkvæðagreiðslum. Mú-
slimar, sem hafa verið í meirihluta
í Bosníu, myndu þá aðeins halda
litlu landsvæði norðaustan við
bosnísku höfuðborgina, Sarajevo,
hefðu ekki aðgang að hafi og enga
möguleika á að halda velli sem
sjálfstætt ríki.
E1 País segir að af ummælum
fulltrúa Evrópubandalagsins megi
ráða að þeir hafi ekki aðeins fallist
á tillöguna um skiptingu Bosníu í
kantónur heldur séu þeir reiðubún-
ir að beita þrýstingi í því skyni að
fá múslima, Króata og Serba, sem
eru hollir stjóm Bosníu, og stjóm-
völd í Sarajevo til að sætta sig við
hana.
Rætt um vopnahlé í Afganistan
SKRANSALI sýnir
sprengjuhylki, sem hann
hefur hirt af vígvöllum við
borgina Jalalabad í
austurhluta Afganistans.
í gær glæddust vonir um
að stríðandi aðilar í borga-
rastyijöldinni í landinu
næðu samningum um
vopnahlé í bardögum um
Kabúl, höfuðborg lands-
ins, eftir að Gulbuddin
Hekmatyar, leiðtogi
skæruiiða, féllst á að he§a
viðræður við stjómvöld.
Talið er að um eitt þúsund
Kabúlbúar hafí látist í
bardögum um borgina á
síðastliðnum tveimur vik-
um.
Reuter.
SUM^
Ferðapakkarnir vinsælu frá EYJAFERÐUM
verða boðnir að nýju eftir 25. ágúst nk.
Innifali
Gisting
2 nætuj
B
orgunverði í
reyjar
pr.
tímanlega.
EYJAFERÐIR
Stykkishólmi. S í m i 9 3 - 8 1 4 5 0
Blaðið bendir á að verði þessi
lausn samþykkt í friðarviðræðun-
um í Lundúnum losni vestræn
stjómvöld að öllum líkindum við
deilurnar um hvort beita eigi her-
valdi í Bosníu. Það varar hins veg-
ar við því að Serbar og Króatar
geti haldið „þjóðemishreinsunum“
sínum áfram í Bosníu; Serbar geti
jafnframt snúið sér að því að
„hreinsa til“ í héraðunum Kosovo
og Vojvodina. Þetta skapi hættu-
legt fordæmi. Rúmenar kunni að
fara að dæmi Serba og flæma
Ungveija frá Transylvaníu. Alban-
ir geti losað sig við gríska minn-
hlutann í landi sínu, Makedoníu-
menn við albanska minnihlutann
og Slóvakar við hinn ungverska.
Möguleikarnir á slíkum hreinsun-
um á Balkan-skaga og í Kákaku-
slöndunum virðast næstum óend-
anlegir, að mati blaðsins.
E1 País klykkir út með því að
segja að samningur um kantónur
í Bosníu geti reynst jafn léttvægur
og fræg yfirlýsing Neville Cham-
berlains, forsætisráðherra Bret-
lands, er hann kom til Lundúna
eftir að hafa gert samning við
Adolf Hitler í Múnchen árið 1938
um að Þýskaland fengi að leggja
undir sig tékknesku Súdetahéraðin
er byggð vora Þjóðveijum: „Við
höfum afstýrt stríði“.
Reuter
Fjármálaráðgjafínn ástleitni lokar sig ekki inní kústaskáp þótt ljós-
myndarar elti hann á bifhjólum ef hann stingur út fæti.
Bretadrottning situr eftir með Andrési í Balmoral
Fergie hrekst úr höllinni
með töskur og tvær dætur
Lundúnum. Reuter.
BRESKA hneykslið vegna myndbirtinga af hertogaynjunni Söru
Fergusson á bikiníbrók einni fata í návígi við Texasbúann John
Bryan heldur áfram. Tvö víðlesin slúðurblöð í Lundúnum birtu í
gær myndir af Fergie og fjármálaráðgjafanum Johnny og kváðu
hann finna ánægjulegri leiðir til að halda athygli hertogayiyunnar
en ræða vexti og vaxtavexti. íhaldssamir konungssinnar skora á
Elísabetu Englandsdrottningu að svipta Söru tigninni en nokkur
dagblöð birtu í gær myndir af drottningunni með ygglibrún og
skýluklút á hesti sínum skammt frá Balmoral kastala í Skotlandi.
Skysjónvarpsstöðin skýrði svo frá því síðdegis í gær að Fergie
hefði yfirgefíð fjölskylduna í Balmoral með dætur sínar og heilmik-
inn farangur. Helst var talið að hún ætlaði til móður sinnar í Arg-
entínu eða systur í Ástralíu.
Dagblaðið Daily Mirror var rifíð
út á fimmtudag og prentað í tveim
upplögum þegar það birti átján
myndir af blíðuhótum Söra og
Johns á sundlaugarbarmi við
frönsku rívíerana. Helsti keppi-
nauturinn, Sun, bætti um betur í
gær með myndum af hertogaynj-
unni topplausri og lýsti ritstjórinn
því yfír að Fergie mynda prýða
síðu þijú í dag, vé berbijósta kven-
manna. Hann sagði blaðið hafa
selst betur í gær en síðustu fjögur
ár. Mirror lét ekki deigan síga og
sýndi auðkýfínginn frá Texas með
Fergie á háhesti oní sundlaug og
milli handa á laugarbakkanum.
Bamungar dætur Söra og Andrés-
ar hertoga fylgjast með framvind-
unni og hefur það farið sérstaklega
fyrir bijóstið á mörgum trúum
þegn konungsfjölskyldunnar.
Meðan myndirnir skekja siðferð-
isstoðir Bretaveldis linnir ekki laut-
arferðum og skotveiði konungsfjöl-
skyldunnar sem nú er samankomin
í árlegri sumardvöl í Balmoral
kastala. Lundúnablöð segja að
þetta árið hafí átt að reyna að
bæta illa farin hjónabönd yngri
HOPBIFREIÐAPROF
Próf til að aka hópbifreið verða haldin af Umferðarráði á næst-
unni. Umsóknum skulu fylgja eftirtalin gögn: Læknisvottorð,
sakavottorð, afrit af ökuskírteini, prófgjald kr. 11.000,-.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag undirbúnings fyrir prófið
fást við innritun.
Innritun fer fram á umsóknareyðublöðum, sem fást hjá Umferð-
arráði, Borgartúni 33, Reykjavík (s. 91-625590), eða Lögreglu-
stöðinni, Akureyri (s. 96-26765).
Innritunarfrestur er til 1. september nk. Ekki verður tekið við
umsóknum sem berast síðar.
yUMFERÐAR ... . ....
rÁð - okunamsdeild.
fjölskyldumeðlima. Telja sérfræð-
ingar blaðanna nær útilokað að
lifnað hafi í glæðum þeirra Söra
og Andrésar og ólíklegt að
stemmningin varpi rómantískum
ljóma yfír samband Karls ríkisarfa
og Diönu konu hans.
Stórblaðið Times sagði í gær að
besta vöm hertogaynjunnar og
annarra í konungsfjölskyldunni
gegn atlögum að einkalífí sínu
væri að sýna þar aukna varfæmi.
En Daily Telegraph gekk feti fram-
ar og sagði staðreyndina þá að
Sara hafí hegðað sér af óvirðingu
og háttleysi. Franska blaðið Figaro
líkti myndunum við sprengjuárás
á Balmoral kastala og Expressen
í Svíþjóð lýsti samúð með Breta-
drottningu líkt og ítalska dagblað-
ið Repubblica. Á Ítalíu var lesend-
um bent á hve oft hennar hátign
væri skilin ein eftir með eigin-
manni sínum og kjölturökkum.
Þeir sem til þekkja segja að
franski ljósmyndarinn Daniel Ang-
eli hafí notað 800 millimetra linsu
til að festa á fílmu hneykslanlegt
busl á rívíeranni og líklega bætt
við hana einum eða tveimur hringj-
um sem auka styrk linsunnar um
helming, upp í 1.600 eða 3.200
millimetra. Canon fyrirtækið selur
árlega um tuttugu 600 millimetra
linsur sem kosta um 660.000 ÍSK
hver. Fyrirtækið framleiðir enn
sterkari aðdráttarlinsur, 1.200
millimetra, eftir pöntun og tekur
tæpar 3 milljónir fyrir. En ein
öflugasta Ijósmyndalinsa sem
smíðuð hefur verið fyrir venjulega
35 millimetra vél hafði 3.000 milli-
metra brennivídd. Aðeins tvær
slíkar Iinsur seldust, kaupendur
voru írakar og íranir sem vildu
ná almennilegum myndum hvor
aðili af eljusemi hins.