Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. ( lausasölu 110 kr. eintakið. Umræður um EES Umræður eru nú hafnar á Alþingi um þann samn- ing, sem gerður hefur verið á milli Evrópubandalagsins og Fríverzlunarsamtaka Evrópu um stofnun hins Evrópska efnahagssvæðis. Þessar um- ræður munu setja svip á þjóð- málaumræður í landinu næstu vikur. Mikilvægt er, að tæki- færið verði notað til þess að koma á framfæri við fólk eins ítarlegum upplýsingum og kostur er hvað felst í væntan- legri þátttöku okkar í Evr- ópska efnahagssvæðinu. Skilj- anlegt er, að ýmiss konar spumingar og efasemdir vakni í huga almennings um ein- staka efnisþætti samninganna og þess vegna þýðingarmikið, að þessir flóknu samningar verði skýrðir rækilega fyrir fólki. Vönduð meðferð málsins á Alþingi skiptir því verulegu máli og engin ástæða til að flýta sér um of. Alþingismönn- um ber skylda til að fara ræki- lega ofan í efnisatriði samn- inganna, þannig að enginn vafí leiki á því, að þeir hafí fengið nákvæma, efnislega umíjöilun á Alþingi. Þessir samningar skipta okkur íslendinga höfuðmáli. Með þeim tryggjum við við- skiptahagsmuni okkar innan Evrópubandalagsins á viðun- andi hátt. En jafnframt eru yfírráð okkar yfír helztu auð- lind okkar, fískimiðunum, trygg, svo og yfírráð okkar yfír helzta atvinnuvegi okkar, sjávarútveginum. Aðrar þjóðir fá ekki heimild til veiða innan fískveiðilögsögu okkar nema á sáralitlu magni, sem þar að auki byggist á gagnkvæmum veiðiheimildum. Aðrar þjóðir geta heldur ekki keypt sig inn í íslenzk sjávarútvegsfyrir- tæki, sem er grundvallaratriði. Jafnframt því, sem við- skiptahagsmunir okkar eru tryggðir með þessum samn- ingum og full og óskoruð yfír- ráð okkar yfir helztu auðlind landsmanna fáum við með þessum samningum tækifæri til að taka þátt í þeirri gagn- merku þróun, sem er að verða í Evrópu, en við tökum þátt í þeirri þróun á okkar skilmálum og á þann veg, sem hentar hagsmunum okkar. Það er því líka tryggt með þessum samnJ ingum, að við einangrumst ekki frá nágrannaþjóðum okk- ar og verðum eðlilegir þátttak- endur í samstarfí Evrópuþjóða. Nokkur hópur manna hefur tekið upp baráttu gegn þátt- töku okkar í EES. Þessir and- stæðingar EES eru líka and- stæðingar aðildar okkar að Evrópubandalaginu. En ein- mitt vegna þess að þeir eru andvígir aðild okkar að EB er andstaða þeirra við EES á misskilningi byggð. Þátttaka okkar í EES er beinlínis trygg- ing fyrir því, að hér heíjast ekki umræður um nauðsyn þess, að við gerumst aðilar að EB. Ef samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið yrði ekki að veruleika af einhverj- um ástæðum má ganga út frá því sem vísu, að ýmsir áhuga- menn um EB-aðiId myndu láta til sín heyra af auknum krafti og jafnframt myndu ýmis hagsmunaöfl, sem hafa áhyggjur af viðskiptastöðu okkar innan EB, ganga til liðs við þá með kröfum um, að EB-aðild yrði tekin á dagskrá. EES-samningurinn kemur í veg fyrir þetta. Þess vegna er hann bezti kosturinn fyrir þá, sem eru andvígir aðild okkar að EB. Þess vegna ættu and- stæðingar aðildar íslands að EB að taka höndum saman um að tryggja aðild okkar að EES. Á þessu stigi málsins getur enginn fullyrt neitt um það, hver framvinda mála verður í Evrópu. Álfan er í uppnámi. Þótt EB-rikin stefni að vax- andi samstarfi og samruna er upplausn yfirvofandi í austur- hluta Evrópu. Það ástand, sem skapazt hefur í Júgóslavíu getur hæglega breiðst út til fyrrum lýðvelda Sovétríkj- anna. Ríki á borð við Pólland, Tékkóslóvakíu og Ungveija- land eiga enn við mikil vanda- mál • að etja eftir óstjórn og kúgun kommúnismans. Innan EB-ríkjanna er sterk andstaða við ýmsa þætti í Evrópuþróun- inni. í Danmörku fer andstaða við Maastricht-samkomulagið vaxandi. Innan brezka íhalds- flokksins eru áhrifamikil öfl, sem vara við hraðari þróun.til sameiningar Evrópu. I Frakk- landi á eftir að fara fram þjóð- aratkvæðagreiðsla um Maast- richt-samkbmulagið. En hvernig, sem þessum málum reiðir af hafa hags- munir okkar íslendinga verið tryggðir með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. í öllu þessu umróti er samning- urinn um EES haldreipi okkar. Þess vegna eigum við að sam- þykkja þennan samning og stefna markvisst að því að Evrópska efnahagssvæðið verði að veruleika á næsta ári. | j urH Mísstí ekkí mann í þau þrjátíu ár sem ég var á sjónum - segir Jón S. Steinþórsson sem er 100 ára „Heilsan er ágæt. Heyrnin sæmileg og sjónin en eiginlega má ég ekki lesa því þá hættir mér til að festast í sögunni og get ekki hætt fyrr en hún er langt komin,“ segir Jón S. Steinþórsson, sem á 100 ára afmæli í dag, sposkur á svip. Honum finnst skemmtileg- ast að lesa ástarsögur en segist líka lesa aðrar tegundir bók- mennta. Hann segist þó ekki nenna að lesa íslendingasögurnar því þær hafi hann lesið svo oft áður en hann hafi farið að heiman. Arfgengt heilablóðfall Kveikjan að raim- sóknum var ís- lensk fjölskylda ANDERS Grubb er sænskur prófessor í klíniskri efnafræði við háskól- ann í Lundi. Hann flutti nýverið fyrirlestur um rannsóknir sínar á ráðstefnunni um meinefna- og blóðmeinafræði, sem haldin var í Borg- arleikhúsinu. Kveikjuna að rannsóknunum má rekja til tíðra heilablóð- falla í íslenskum fjölskyldum og uppgötvana Árna Árnasonar læknis á fjórða áratugnum en hann fann út að um arfgengan sjúkdóm væri að ræða. Gunnar Guðmundsson og Ólafur Jensson hófu nýjan rannsókn- aráfanga á þessu á áttunda áratugnum og Anders Grubb kom síðan inn í rannsóknirnar á níunda áratugnum. Jón er fæddur í Dalshúsum í Valþjófsdal í Önundarfirði fyrir öld. Snemma byijaði hann að hjálpa föð- ur sínum við búverkin. „Ég byijaði sem fíósamaður hjá honum, mokaði flórinn, hugsaði um kýmar, og var mikið í mun að gera vel allt sem ég gerði. Nokkrum ámm seinna þegar pabbi bað mig um að gæta íjárins, 50 kinda og 36 sauða, varð ég mjög upp með mér og tók við starfinu af Jóhannesi, bróður mín- um, hann sá svo miklar ofsjónir að honum var um megn að sinna fíár- gæslunni," segir Jón. Innan við fermingu fór hann í róðra og aðeins 18 ára gamall varð hann formaður á bát í fyrsta sinn. „Þó faðir minn hafi frætt mig, gef- ið mér fyrirlestra eins og ég sagði það, man ég að hann réð gamlan skipstjóra frá Flateyri til að fara með mér í fyrsta róðurinn og vita hvemig ég stæði mig. Á okkur gerði stórviðri en gamli skipstjórinn sagði pabba að ekki hefðu sést á mér hræðslumerki," segir Jón. Seinna vildi hann vita hvemig mestu aflamennimir færa að og bað því föður sinn að fara til Hnífsdals og vita hvort ekki væri laust pláss hjá Heimabæjarbræðram. Jón gerð- ist háseti hjá öðrum þeirra en skömmu eftir að hann kom til Hníf- dals 18. febrúar 1910 dundi mikil ógæfa yfír þegar snjóflóð reið yfír bæinn með þeim afleiðingum að 23 fórast. „Flóðið kom á verbúðina og ég man eftir að fara langa leið í loftinu og falla í snjóinn. Þá fór ég strax að krafsa frá andlitinu," segir Jón en hann brotnaði og skarst illa á tungu í slysinu. Jón missti ekki mann þau 30 ár sem hann var á sjónum en þegar í land kom tóku við störf hjá Eim- skipafélaginu. Hann segist hafa verið hress, farið í gönguferðir og í sund á hveijum morgni í 30 ár, en nú sé hann orðinn latari. Hann segist halda mikið kyrru fyrir á daginn en skemmtilegast finnst honum að fara í kaffí til kvenfélags- Þórður Ásgeirsson forstjóri Baulu sagði að greiðslumar sem um ræðir vegna framleiðslu ársins 1991 gætu numið um 15 millj. kr. og rynnu þær til Mjólkurbús Kf. Þingeyinga. Baula nyti hins vegar góðs af því þar sem þetta breytti forsendum í samningi fyrirtækisins við mjólkurbúið á Húsa- vík. Hann sagði að alla tíð hefði verið greitt í verðmiðlunarsjóð af þeirri Jón S. Steinþórsson kvennanna í Hallgrímskirkju, borða kökur og rabba við kunningjana. Hann segist hafa gaman að fréttum og fylgjast vel með. Jón er tvígiftur og eignaðist 4 böm. Haldið verður kaffíboð til heiðurs Jóni í Hallgrímskirkju milli kl. 16 og 18 í dag. mjólk sem notuð hefur verið í jógúrt- framleiðslu Baulu, og það hefði verið baráttumál frá byijun að sitja við sama borð og aðrir framleiðendur mjólkurvara varðandi greiðslur úr sjóðnum. Hann sagði að lögfræðileg athugun hefði leitt í ljós að Baula ætti ekki sjálfstæðan rétt til verðmiðl- unar þar sem fyrirtækið keypti mjólk til framleiðslunnar ekki af bændum „í líkamanum er ákveðið jafnvægi á milli krafta, sem byggja upp og bijóta niður líkamsvefi," segir Grubb. „Meðal þeirra þátta, sem bijóta niður vefi líkamans eru prótolitik ensím og til að stjórna starfsemi þeirra eru tálmar, þ.e. efni sem hamla ákveðnum efnaskiptum. Ein gerð tálma er kölluð eystatin C og hún hjálpar til við að stjóma niðurbroti vefa í líkamanum. heldur af mjólkursamlagi, en hins vegar hefði þótt rétt að taka tiliit til samstarfssamnings Baulu við mjólk- ursamlagið á Húsavík í verðmiðlun- arkröfu þess. „Við höfum alla tíð vísað til Mjólk- ursamsölunnar í Reykjavík, en það hefur enginn efast um að hún eigi rétt til verðmiðlunar. Það er hins veg- ar eins ástatt fyrir henni og okkur þar sem hún kaupir sína mjólk ekki beint af bændum heldur • af öðrum mjólkursamlögum. Rekstur Mjólkur- samsölunnar og þeirra mjólkurbúa sem hún starfar með hefur verið gerð- ur upp í einu lagi gagnvart verðmiðl- un, þannig að þetta er nákvæmlega hliðstætt sem nú hefur verið ákveðið er með þessari reglugerð," sagði hann. Það er nú ljóst að þetta arfgenga heilablóðfall, sem Árni Árnason upp- götvaði, kemur til vegna rangs hlut- falls þessara tálma í öllum frumum líkamans og sérstaklega lágu magni í æðum í heilanum. Eitt vandamál, sem hefur verið ljóst allt frá uppgötvunum Áma, er að greining á þessum arfgenga sjúk- dómi var ekki möguleg fyrr en sjúkl- ingurinn var látinn og þá þurfti líka að liggja fyrir sjúkrasaga fjölskyld- unnar. Gunnar Guðmundsson sagði við mig að fólk úr fjölskyldum, sem hefðu þennan sjúkdóm, hefði komið til hans og spurt hann hvort það hefði sjúkdóminn en hann hafi ekki getað svarað, þar sem engar greiningarað- ferðir væru til að styðjast við. Þegar okkur tókst að einangra efn- ið varð ljóst að um var að ræða cystat- in C. Núna höfum við rannsakað það efni og þekkjum allar byggingarein- ingar þess. Við hönnuðum aðferð til að mæla það í mænuvökva og þá kom í ljós að fólk með þennan sjúkdóm hafði lítið magn af cystatin C í þeim vökva, þannig að nú var hægt að greina sjúkdóminn á einfaldari máta, það er áður en sjúklingurinn fékk heilablóðfallið. Þetta var mikil fram- för, sem varð fyrir sjö árum. Þessi aðferð var samt ekki nógu góð því að hún krefst þess að tekið sé sýni úr mænuvökvanum og það er erfitt að eiga við og auk þess gaf hún ekki möguleika til greiningar í fóstrum. Með erfðatækni síðasta ára- tugs tókst okkur svo að fínna cystat- in C-genið og greina stökkbreyting- Greitt úr verðmiðlunarsjóði til jógúrtframleiðslu Baulu SAMKVÆMT nýútgefinni breytingu á reglugerð um greiðslur verðmiðl- unargjalda til mjólkurbúa fyrir árið 1991 á jógúrtgerðin Baula rétt á greiðslum úr verðmiðlunarsjóði í samvinnu við mjólkursamlag Kf. Þingey- inga á Húsavík sem annast hefur framleiðsluna fyrir Baulu. Breytingin felur í sér að taka eigi tillit til samstarfssamninga og samninga sem mjólkurbú hafa gert við þriðja aðila um framkvæmd tiltekinna þátta við flutning móttöku vinnslu og markaðssetningu mjólkurvara, en að sögn Gísla Karlssonar framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins er endanlega ekki frágengið með greiðslurnar til Baulu og KÞH. Anders Grubb una í því, sem veldur myndun á af- brigðilegu cystatin C. í framhaldi af því voru hönnuð greiningarpróf með beinni rannsókn á erfðaefninu DNA. Þannig er núna hægt að greina hvort viðkomandi er með sjúkdóminn með því að hafa aðeins einn dropa af blóði úr honum til rannsóknar. Það er líka hægt núna með réttum búnaði að framkvæma glasafijóvgun hjá fólki þar sem sjúkdómurinn er í ijölskyldunni, og tryggja þannig að barnið verði heilbrigt. Það er gert með því að þegar fóstrið er orðið 16 frumur er ein fruma tekin og rannsök- uð. Ef hún er í lagi er fóstrinu komið fyrir en ef svo er ekki er önnur fijóvg- un framkvæmd, ein frama athuguð og svo framvegis. Þetta er mögulegt þar sem arfgengi sjúkdómurinn er aðeins til staðar í helmingi eggja eða sáðfruma. Þannig er það fræðilega og raunverulega hægt, ef samþykki allra aðila fæst, að útrýma sjúkdómn- um úr fjölskyldunni með samvinnu einnar kynslóðar. Núna er verið að vinna að því að gera eitthvað fyrir þá einstaklinga sem hafa sjúkdóminn þegar. Það er gert meðal annars með því að kanna hluta gensins sem hefur áhrif á virkni þess. En þar með eru vandamálin ekki yfirstigin. Sumir einstaklingar fá heilablóðfall vegna þessa arfgenga sjúkdóms um tvítugt en aðrir fá ekki heilablóðfall fyrr en um sjötugt þann- ig að enn eru þættir, sem við vitum ekki um, sem hafa áhrif á gang sjúk- dómsins." Gaf byggingarsjóði Hringsins íbúð sína ANNA Svemsdottir frá Vík í Mýrdal ánafnaði barnadeild Landspítalans íbúð sína og á andvirði hennar að renna í bygg- ingarsjóð Barnaspítala Hrings- ins. Stefnt hafði verið að því að reisa nýja byggingu á lóð Land- spítalans fyrir Barnaspítalann 1994-1997, en vegna þrenginga í þjóðfélaginu mun dragast að reisa nýtt húsnæði, að sögn Vík- ings Arnórssonar, yfirlæknis barnadeildar Landspítalans. Anna Sveinsdóttir, sem lést snemma á síðastliðnu ári, ánafnaði barnadeild Landspítalans íbúð sína. Anna fæddist 9. desember 1905. Hún bjó í Reykjavík um 60 ára skeið og starfaði lengst af hjá kex- verksmiðjunni Frón. Anna var ein- hleyp og barnlaus. Henni var mjög annt um böm og þess vegna ákvað hún að eigur hennar skyldu ganga til Barnaspítala Hringsins þegar hún félli frá. í erfðaskrá Önnu er mælt svo fyrir að andvirði íbúðar- innar skuli renna í byggingarsjóð Barnaspítalans til minningar um foreldra hennar, Eyrúnu Guð- mundsdóttur og Svein Þorláksson, símstöðvarstjóra í Vík. Víkingur Arnórsson, yfírlæknir barnadeildar Landspítalans, sagði að starfsfólk Barnaspítalans hefði stofnað byggingarsjóð fyrir nýja barnaspítalann árið 1988 ásamt Kvenfélaginu Hringnum. í sjóðnum væru nú 7-8 milljónir og hefði t.d. bandaríski kvikmyndáleikarinn Paul Newman gefið 60.000 dollara í sjóðinn. Víkingur sagði að nú stæði til að hleypa af stað stærri söfnun á landsvísu. Víkingur sagði að ekki væri komin teikning af fyrirhugaðri ný- byggingu fyrir bamadeildina en stjórnarnefnd Ríkisspítalanna væri búin að samþykkja að taka málið á framtíðaráætlun. Að sögn Vík- ings hefur verið stefnt að því að byggja 1994-1997 en vegna þrenginganna núna dregst það eitt- hvað. Víkingur sagði að deildin væri í góðu húsnæði en það hentaði ekki alls kostar fyrir rekstur hennar. Húsnæðið væri byggt fyrir full- orðna, en börn þyrftu allt aðrar aðstæður. Einnig þyrfti að skapa Anna Sveinsdóttir frá Vík I Mýr- dal ánafnaði barnadeild Land- spítalans andvirði íbúðar sinnar. aðstandendum, sem væru mikið inni á deildinni, betri skilyrði. Að sögn Víkings myndi núverandi hús- næði barnadeildarinnar henta vel fyrir rekstur annarra deilda, sem eru í húsnæðisþrengingum. Víkingur sagði að væntanlegt húsnæði yrði á lóð Landspítalans. Starfsmenn deildarinnar vildu helst að reist yrði sérstök bygging þar sem hægt væri að hafa alla starf- semi sem snertir heilbrigðisþjón- ustu fyrir börn og unglinga. Ekki væri búið að samþykkja hvar á lóðinni byggingin yrði, en fyrr yrði ekki hægt að byija að teikna. Að sögn Víkings börðust konur í Kvenfélaginu Hringnum allt frá 1940 fyrir því að bamaspítala yrði komið upp. Þær söfnuðu á sínum tíma fyrir húsnæði en gerðu síðan samkomulag við byggingarnefnd Landspítalans um að leggja pening í byggingarsjóð spítalans gegn því að þar kæmi upp bamadeild. Árið 1957 var komið upp lítilli deild í bráðabirgðahúsnæði. Síðan flutti deildin í núverandi húsakynni árið 1965. Víkingur sagði að vegna baráttu Hringskvenna hefði þótt tilhlýðilegt að nefna barnaspítalann eftir þeim og þess vegna héti deild- in Barnaspítali Hringsins, Land- spítalanum. Oábyrg umfjöllun um ms. Herjólf eftir Ólaf J. Briem Að undanförnu hafa í fjölmiðlum landsins birst með mjög óábyrgum hætti rakalausar fullyrðingar um meinta hönnunargalla á ms. Heij- ólfi. Umræðu þessa má rekja til ótímabærra viðtala og stórbrotinna yfirlýsinga skipstjóra skipsins, án þess að slíkar yfírlýsingar hafí verið rökstuddar að neinu gagni. Þar sem skipstjóri gefur til kynna að á skip- inu séu verulegir hönnunargallar sér fyrirtækið Skipatækni hf. sig knúið tjl þess að svara, þeim rangfærslum og óhróðri sem fram hefur komið í fjölmiðlum vegna þessa máls. Skipa- tækni hf. telur engar þær upplýs- ingar liggja fyrir um gerð, búnað eða eiginleika skipsins, sem gefí til- efni til að ætla að um hönnunar- galla sé að ræða. Þegar svo alvarleg- ar ásakanir í garð okkar sem hönn- uða skipsins koma fram, er hins vegar sjálfsagt og eðlilegt að þær séu kannaðar. „Rétt og röng“ hönnunarhlutföll Því hefur verið haldið fram að hiutföll skipsins séu röng, að skipið sé of grannrist, að það sé of breitt miðað við lengd og gefið í skyn að hönnuðir eigi þar alla sök. Ekki era kunn nein algild og fastákveðin hönnunarhlutföll í skip- um né lögmál um hvert sé rétt hlut- fall lengdar og breiddar. Hafa hlut- föll lengdar og breiddar skipa verið breytileg allt frá því er menn smíð- uðu knerri og langskip. Skipatækni hf. telur rétt að árétta að ákvörðun um lengd skipsins var tekin af þeirri ríkisstjórn þessa lands, sem þá sat að völdum. Útgerð skipsins gerði kröfu um að djúprista skipsins skyldi vera mest 4,0 metrar vegna aðstæðna við Þorlákshöfn, en sjávarbotninn utan við höfnina þar mun að sögn hækka ört vegna sand- burðar. Breidd skipsins réðst síðan af þeim kröfum sem Siglingamála- stofnun ríkisins gerði til stöðugleika skipa. Nýjar kröfur til lekastöðug- leika tóku gildi á árinu 1990. Skip- inu var gert að uppfylla þessar nýju kröfur. Þær höfðu þær afleiðingar að auka þurfti breidd skipsins úr 15,0 metrum í 16,0 metra. Að framangreindu sést að það var ekki á valdi Skipatækni hf. að ákvarða eða velja „rétt“ ytri stærð- arhlutföll skipsins. Sjóhæfni og öryggi Ms. Heijólfur telst frekar breitt skip miðað við lengd og grunnrist. Þetta hvort tveggja er mjög óhag- stæður efniviður í hraðskreitt og gott sjóskip. Það kom í hlut Skipa- tækni hf. að vinna úr þessum efni- við gott sjóskip, sem næði a.m.k. 17 mílna ganghraða við sem minnst „Fullyrðingum um að stærra skipið hefði reynst betra o g hag- kvæmara skip fyrir Herjólf er því vísað á bug. Þvert á móti má sýna fram á að 70,5 metra skipið sé bæði betra og hagkvæmara.“ vélarafl. Skyidi við hönnunina taka mið af hönnun 79 metra feiju, sem virtir danskir skipahönnuðir höfðu þá þegar hannað fyrir Heijólf hf. og þeim niðurstöðum sem fengist höfðu við módelprófun á því skipi. í þeim tilgangi að kanna hvort sú hönnun Skipatækni hf., sem fyrir valinu varð, hefði fullnægjandi mót- stöðueiginleika, voru einnig gerðar hraða- og aflmælingar á skipinu. Einnig voru kannaðar hreyfíngar skipsins í 2-6 metra öldum. Niðurstöður prófana Niðurstöður þeirra prófana stað- festu að skipið næði allt að 17,6 sjó- mílna ganghraða við áður áætlað vélarafl, sem er betri árangur en náðist við prófun á 79 metra skip- inu. Þá sýndu prófanir á líkani 70,5 metra feijunnar í öldum ekki lakari niðurstöður en þær sem fengust við . -t prófun á líkani 79 metra feijunnar. Gáfu þær niðurstöður til kynna að við ölduhæð meiri en 4 metra mætti gera ráð fyrir höggum frá öldu, ef ekki væri dregið úr ferð. Slík högg væru ekki hættuleg skipinu eða ör- yggi þess þar sem stefni skipsins sé skarpt og með heppilegri lögun. Eft- ir því sem ölduhæð hækkaði yrði að draga meira úr ferð. Niðurstöður þessar komu ekki á óvart þar sem flest skip þurfa að draga úr ferð við versnandi sjólag. Sé ekki dregið nægilega úr ferð verða hreyfingar þeirra kröftugri og kröftugri þar til skipið fer að höggva. Skip eru mis- munandi vel löguð til gangs og hreyfíngar tveggja skipa geta verið mjög mismunandi við sömu aðstæð- ur. Óll skip höggva sé þeim siglt á of miklum hraða í öldum. Þá er einnig rétt að fram komi að lengd Heijólfs er mjög nærri því að vera jöfn lengd úthafsöldunnar. Því er hætta á að við vissar aðstæð- ur, þegar siglt er beint á móti öld- unni, geti hreyfingar skipsins ient í takt við ölduhreyfinguna, en við það magnast hreyfíngar skipsins og það lyftir sér hærra upp úr sjó en ella. Við prófanir á líkani feijunnar var ekki unnt að sjá nákvæmlega fyrir hvort slíkar aðstæður komi fyrir oft þar sem nákvæmar upplýsingar um sjólag á siglingaleið skipsins vora ekki fyrir hendi. Komi upp þær að- stæður að skipið hreyfíst í takt við ölduna er yfirleitt auðvelt að bregð- ast við slíkum aðstæðum annaðhvort með því að draga úr ferð eða sigla skáhallt í ölduna í stað þess að sigla beint á móti. Það er ekki óalgengt að siglingaleið sé valin með tilliti til sjólags og hefur það m.a. verið gert á gamla skipi Heijólfs hf. Samanburður á 70,5 og 79 metra skipi Margir hafa talið sig vera þess umkomna að fullyrða að skip það, sem hannað var af dönsku skipa- hönnuðunum og áður er getið, hefði reynst mun hagkvæmara og betra skip en það 70,5 metra skip sem hannað var af Skipatækni hf. Skipa- tækni hf. vísar slíkum fullyrðingum á bug sem órökstuddum og óábyrg- um. Þó svo að munur á heildarlengd skipanna sé 8,5 metrar er munur á vatnslínulengd þeirra aðeins 2,5 metrar. Þar sem vatnslínulengdin hefur mikil áhrif á ganghraða og vélarafl og vegna óbreyttrar kröfu Heijólfs hf. til ganghraða 70,5 metra skipsins, þ.e. 17 sjómílna ganghraða við bestu aðstæður, lagði Skipa- tækni hf. áherslu á að lengja vatnsl- ínu skipsins eins og kostur væri. Þar sem lögun skipsins í og undir sjólínu ræður mestu um ganghraða og hreyfíngar skipa er eðlilegra að við fagiega umræðu og mat á slíkum eiginleikum skipsins sé tekið mið af lengd vatnslínu skipsins og breidd. Hlutföll vatnslínu og breiddar þess- ara skipa eru nánast hin sömu eða Ólafur J. Briem (70,80/16,40=) 4,317 og (68,00/16,00=) 4,250. Umræða um mun á lengd og breidd skipanna til skýringa á mismunandi eiginleikum þeirra er því út í hött. 70,5 metra skipið hagkvæmara í rekstri Þvi er haldið fram að 79 m skipið hefði verið hagkvæmara í rekstri. Módelprófanir staðfesta að þetta er rangt. Líkön af báðum skipunum voru prófuð hjá sama fyrirtæki í Danmörku. Niðurstöður þeirra próf- ana staðfesta að árangur Skipa- tækni hf. hvað orkuþörf og gang- hraða varðar er betri en þeirra dönsku. Aflþörf 70,5 metra skipsins við 17 mílna ganghraða samkvæmt niðurstöðum prófana er 2.634 hest- öfl á hvora skrúfu. Sambærileg afl- þörf 79 metra skipsins við sömu aðstæður er 2.854 hestöfl. Hér mun- ar samtals 440 hestöflum. Þessi munur í aflþörf þýðir verulega minni olíukostnað en hefði verið ef 79 metra skipið hefði verið smíðað. Sá árangur sem náðist við prófun 70,5 metra skipsins var í reynd miklu meiri sé tekið tillit til þess að vatnsl- ínulengd okkar skips er styttri en þess danska. 70,5 metra skipið ekki síðra sjóskip Hvað sjóhæfni og hreyfíngar varðar mátti gera ráð fyrir að með styttra skipi yrði meiri hætta á að skipið stampaði í öldum. Því voru gerðar tilraunir með líkan af báðum skipum í öldum við sambærilegar aðstæður. Niðurstöður þeirra próf- ana staðfesta að minna skipið stampar ekki meira en það stærra og eru niðurstöður mjög sambæri- legar. Fullyrðingum um að stærra skipið hefði reynst betra og hagkvæmara skip fyrir Heijólf er því vísað á bug. Þvert á móti má sýna ,fram á að 70,5 metra skipið sé bæði betra og hagkvæmara. Breytingar á hönnun skipsins á smíðatíma Skipatækni hf. kom ekki nálægt verkhönnun skipsins né eftirliti á smíðatíma. Samkvæmt þeim gögn- um sem fyrir liggja virðist ljóst að langskipsþyngdarpunktur skipsins er nokkuð aftar en hönnunarfor- sendur gerðu ráð fyrir. Þetta getur haft veraleg áhrif á hreyfingar skipsins við siglingu í mótbyr. Þær athuganir sem Skipatækni hf. gerir tillögu um að gera á næst- unni miða að því að kanna hvort hreyfingar skipsins séu frábrugðnar því sem módelprófanir gáfu til kynna. Áður en færi hefur gefist til að kanna þessi mál er ekki unnt að fullyrða að um hönnargalla sé að ræða. Aðrar athugasemdir og fullyrðingar Skipatækni hf. telur ekki ástæðu til að svara öðrum yfírlýsingum og fullyrðingum skipstjóra Heijólfs þar sem þær era með öllu órökstuddar. Skipatækni hf. lagði við hönnun skipsins ríka áherslu á að skipið yrði eins öraggt og hagkvæmt í rekstri og kostur væri. Þá voru gerð- ar ráðstafanir til að draga úr hreyf- ingum skipsins sem almennt eru notaðar í farþegaskipum og þykjast hafa gefist vel. Við hönnun skipsins var allan tím- ann haft fullt samráð við smíðanefnd og útgerð skipsins auk þess sem skipstjóri Heijólfs var viðstaddur módelprófanir beggja skipanna. Skipatækni hf. vill að lokum full- vissa lesendur og farþega Heijólfs um að öryggi skipsins sé á engan hátt áfátt. Við hönnun þess var lögð mikil áhersla á öryggi skips og far- þega. Verður að leita langt til að fínna feijur af sambærilegri gerð, þar sem gerðar hafa verið eins viða- miklar öryggiskröfur og í þessu skipi. Höfundur er skipaverkfræðingur hjá Skipat-ækni hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.