Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 9
MORQUNBLABIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992 áS-óÁaíwf LÁRUSAR blöndal SKOLATOSKUR fPENNAVESKI SKÓLAVÖRUR Cl|l SKOLAVÖRÐUSTÍG 2 - SÍMI 15650 Isuzu Trooper, árg. ’90, til sölu, rauður, ekinn 23 þ. mílur, álfelgur, 31 “ dekk. Mjög fallegur og vel með farinn bíll. Verðhugmynd 2,1 millj. Hagstæð kjör. Staðgreiðsluafsláttur. Skipti möguleg. Upplýsingar í símum 91-39373 og 91-26160. Metsölublad á hverjum degi! MEÐ GAWLLIÐ! Samstarf í matvöruverslun Kaup Hagkaups á helmingshlut í Bónus hafa að vonum vakið bæði athygli og umræður. Þær beinast ekki sízt að því hvort einn aðili sé að verða of sterkur í matvöruverzlun á höfuðborgar- svæðinu og vangaveltum um það hvort matvöruverð muni hækka í kjölfar þessara viðskipta. Reynslan ein leiðir það í Ijós, en í nýjasta hefti Vísbendingar er fjallað um þessi kaup og er vitnað til þeirrar greinar í Staksteinum í dag. Hagkaup og Bónus I nýjasta tölublaði Vis- bendingar er fjallað um kaup Hagkaups á helm- ingshlut í Bónus. Þar seg- ir m.a.: „Alþekkt er að efnalitlir eyða stærri hluta tekna sinna í mat- vörur en þeir sem hafa meiri ráð. Lágtekjumenn eyða þó mun færri krón- um í mat en meðalfjöl- skylda. Þetta þýðir ekki, að þeir eti mun minna en aðrir, miklu fremur sýnir þetta að gera má hagstæð matarinnkaup. Verðlagsstofnun kann- aði i ágúst 1991 verð 80 vörutegunda í 54 versl- unum á höfuðborgar- svæðinu. Um helmingur varanna fékkst í Bónus og kostuðu þær þar um 75% af meðalverði allra búðanna. Vöruverð í stórmörkuðum var 86-95% af meðalverði. í litlum hverfaverslunum var verð hins vegar 2-18% hærra en meðal- talið. Gerum nú ráð fyrir að könnunin sýni réttan mun á verðlagi búðanna og að matvælaútgjöld meðalfjölskyldu séu um fimmtungur framfærslu- kostnaðar. Með þvi að kaupa það í Bónus sem þar fæst og annað í Hag- kaupum, gæti ijölskyldan aukið kaupmátt sinn um 5% frá þvi sem væri, ef allt væri keypt í dæmi- gerðri „lítilli hverfaversl- un“. Hjá lágtekjufólki yrði munurinn meiri." Matvörukaup- menn standa sig vel Þá segir Vísbending: „Tilkoma stórmarkaða og Bónuss er mörgum mikil kjarabót. Aðrir kunna betur við hverfa- verslanir, til dæmis er jafnan fremur stutt að sækja þangað og þær eru oft opnar á kvöldin og um helgar. Sumir vRja borga fyrir þetta, en ekki geta allir veitt sér það. Matvörukaupmenn hér á landi virðast hafa staðið sig fremur vel mið- að við fatakaupmenn, en verð á fatnaði og fatavið- gerðum var fjórðungi hærra en meðalverð á Norðurlöndum. Matvöru- verð hefur hækkað mun minna en annað verðlag á þjóöarsáttartímanum. Ýmislegt stuðlar að því, en hér skulu talin nokkur atriði sem rekja má til verslananna sjálfra. Fyrsta Bónusverslunin var opnuð 1989 og þær hafa siðan aukið hlut- deild sina i matvöruversl- un. Samningsaðstaða stórverslana gagnvart framleiðendum og heild- sölum er miklu betri en aðstaða kaupmannsins á hominu áður. Talsvert er um að búðimar flytji vörur inn sjálfar fremur en að skipta við heild- sala. Verðskyn almenn- ings jókst þegar verð- bólga lýaðnaði. Verðsam- keppni matvöruverslana hefur stóraukist, en nú er að sjá hvort nýjustu atburðir breyti þvi.“ Erlendir aðilar í smá- söluverzlun? Loks segir Vísbending: „Um helgina var greint frá þvi að Hagkaup hefðu keypt helming i Bónus. Hlutdeild verslananna í matvömverslun á suð- vesturhomi landsins er um 35%. Sennilega er hlutdeild Hagkaupa 20-25%, Bónuss ríflega 10% og hlutur helsta keppinautarins, Mikla- garðs, undir 10%. For- ráðamenn Hagkaupa og Bónuss segja að með sam- starfi megi gera hagstæð- ari innkaup en áður. Þannig megi koma í veg fyrir að erlendir aðilar hasli sér völl í smásölu- verslun á íslandi eftir stofnun Evrópsks efna- hagssvæðis. Þýska Aldi- keðjan hefur starfað í Danmörku um árabil en að öðm leyti hafa erlend- ir hringir ekki verið stór- tækir í smásöluverslun þar í landi, þrátt fyrir að Danir hafi verið í Evrópu- bandalaginu í tvo áratugi. Sennilega munu íslenskar verslanir ekki þurfa að kjjást við erlenda sam- keppni á alnæstu ámm. Margt bendir til þess að markaðsstaða Hagkaupa og Bónuss styrkist enn á næstunni, þegar Mikli- garður hættir, en rekstur hans hefur gengið afar illa. Ef hin nýja verslun- arkeðja hækkar verð stórlega er sennilegt að nýjar verslanir taki til starfa. En yfirburðastaða hennar er slík, að nokk- urt svigrúm er til verð- hækkana áður en aðrir gætu sýnt verulega sam- keppni." VINNINGSHAFAR I VERÐLAUNAGETRAUN OLÍUFÉLAGSINS hf. OG SKELJUNGS hf. Á HAFNARDÖGUM 1 5. ÁGÚST sl. ERU: Sigurður Gíslason Hlíðarvegi 60A 200 Kópavogur Kolbrún Þóra Einarsdóttir Flúðaseli 92 109 Reykjavík Guðrún Gunnarsdóttir Skipasundi 28 104 Reykjavík Arnar B. Ingólfsson Funafold 21 112 Reykjavík Úrslit hafa þegar verið tilkynnt vinningshöfum. Rétta svarið var að tekið er á móti tíu tegundum ejdsneytis í Olíustöðinni Örfirisey. Námskeið í stiörnmálastörfum fyrir ungar konur Heimdollur, félag ungra sjólfstæðismanna í Reykjavík, mun efna til fjögurrra kvölda stjórn- mólanómskeiðs fyrir ungar konur ó aldrinum 16-35 óra í næstu viku. Markmið nómskeiðs- ins er að veita þótttakendum sem víðtækasta fræðslu um stjórnmól og auka hæfni þeirra til að taka þótt í stjórnmólastarfi. Sérstök óhersla verður lögð ó kennslu í framsögn og ræðumennsku og einnig verður sjónvarpsþjólfun í boði. Nómskeiðið verður fró kl. 20.00-23.00 og mun standa yfir í fjögur kvöld eða fró 25.-28. ógúst. Dagskró: Þriðiudagur 25. ágúst Kynning á Heimdalli: Kjartan Magnússon, formaður Heimdallar. Starf og skipulag Sjálfstæðisflokksins: Bessí Jóhannsdóttir, cand. mag. Framsagnarnámskeið: Leiðbeinandi-. Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur. Miðvikudagur 26. ágúst Siálfstæðisstefnan: Hannes Hólmsteinn Gissurarson, lektor. Framsagnarnámskeið. Fimmtudagur 26. ágúst Framsagnarnámskeið. Stjfirnmálaviðhorfið: Anna K. Jónsdóttir, borgarfulltrúi, og Lóra Margrét Ragnarsdóttir, alþingismaður. Föstudagur 28. ágúst Að brjóta ísinn. Létt rabb með konum úr þingflokki og borgar- stjórnarhópi Sjólfstæðisflokksins ósamt fyrirlesurum ó nómskeiðinu. Skróning og nónari upplýsingar í síma 682900 ó mónudag og þriðjudag. Nómskeiðsgjald er ekkert fyrir félaga í Heimdalli, en 800 kr. fyrir aðra. ATH! Takmarkaður fjöldi þótttakenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.